Morgunblaðið - 27.01.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 2021
Frumkvæði forsætisráðherraDanmerkur kallaði á þennan
pistil Páls Vilhjálmssonar:
Svokallaðir hælis-leitendur eru
oft ekki í leit að nýju
heimili vegna óbæri-
legra aðstæðna
heima fyrir heldur
að þjónustu og/eða
starfsmöguleikum
sem hælisríkið
veitir.
Meintir hælisleit-endur eru trú-
ir heimkynnum sín-
um og menningar-
arfleifð og aðlagast illa vestrænum
siðum og háttum.
Margvíslegur vandi fylgir stór-flutningi fólks milli landa
undir formerkjum hælisþjónustu.
Aðkomumenn telja sig í fullumrétti að iðka sína trú og siði í
viðtökulandinu undir formerkjum
fjölmenningarsamfélagsins.
Af því leiðir að þeir verða ekkihluti af samfélaginu sem veitir
hæli enda stendur það ekki til –
hæli er ekki heimili.
Heimamenn á hinn bóginn horfaupp á samfélag sitt verða sér
framandi. Þar sem áður var kunn-
ugleg menning er orðin illskiljan-
leg fjölmenning.
Danir átta sig á þessu vonumseinna. Er ekki kominn tími til
að Íslendingar kveiki á perunni?“
Vandinn á Fróni er fyrst og síð-ast sá að leyfa ekki umræðuna.
Fyrr sést ekki glæta.
Ekki glæta
STAKSTEINAR
Páll
Vilhjálmsson
Mette
Fredriksen
Verkalýðshreyfingin ætlar ekki að
sitja þegjandi hjá í aðdraganda
þingkosninganna í haust heldur
berjast fyrir áherslumálum sínum
og gera sig gildandi í kosninga-
umræðunni. „Við erum að undir-
búa okkur undir kosningarnar og
hvaða áherslur verkalýðshreyfing-
in mun vera með í aðdraganda
þeirra,“ segir Ragnar Þór Ingólfs-
son, formaður VR. „Við þurfum að
bregðast við í aðdraganda kosning-
anna og verka-
lýðshreyfingin
þarf að leggja
áherslu á sín
baráttumál sem
hún vill að næsta
ríkisstjórn setji
á oddinn. Við
vonumst til þess
að flokkarnir
muni taka þau
mál á sína
stefnuskrá. Þetta er eins og alltaf
hefur verið gert að verkalýðshreyf-
ingin reynir að gera sig gildandi
með sín áherslumál í aðdraganda
kosninga,“ segir hann.
Kosningarnar fara fram 25.
september. Endurskoðun kjara-
samninga ber upp á sama tíma og
á að vera lokið fyrir septemberlok.
Vinnur verkalýðshreyfingin að því
að ná í gegn málum gagnvart
stjórnvöldum. omfr@mbl.is
Gera sig gildandi fyrir kosningar
Verkalýðshreyfingin undirbýr áherslur fyrir kosningarnar
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Kröfuganga Verkalýðshreyfingin
ætlar að halda baráttumálum á lofti.
Ragnar Þór
Ingólfsson
Vegagerðin lokaði í gær þjóðvegi
eitt á milli Mývatns og Egilsstaða
vegna krapastíflu sem flæddi yfir
veginn við brúna yfir Jökulsá á
Fjöllum. Krapaflóðið sleit í sundur
stofnsamband Mílu á milli Reykja-
hlíðar og Hjarðarhaga. Vinna við
strenginn hefst nú í morgunsárið.
Flóðið skildi eftir sig gríðarlegt
magn af krapa og ís en samkvæmt
tilkynningu frá lögreglunni á Norð-
urlandi eystra flæddi yfir veginn
vestan við brúna og flóðið skildi eftir
sig gríðarlegt magn af krapa og ís.
Krapahaugurinn var sagður líkjast
snjóflóði en hann var um þriggja
metra djúpur og náði yfir um 200
metra af veginum.
Í gærkvöldi vann Vegagerðin að
því að moka af veginum. Þegar
Morgunblaðið fór í prentun í gær-
kvöldi var enn óljóst hvenær veg-
urinn yrði opnaður aftur.
Talið er að krapaflóðið hafi hrann-
ast upp um miðjan dag í gær, upp úr
klukkan þrjú. Samkvæmt gögnum
Veðurstofunnar virðist gríðarlegur
toppur hafa komið í vatnshæð árinn-
ar um miðjan dag í gær og svo snar-
fallið aftur.
Þjóðveginum lokað
vegna krapaflóðs
Haugurinn um þriggja metra djúpur
Ljósmynd/Lögreglan
Krapaflóð Talið er að krapaflóðið hafi hrannast upp um miðjan dag í gær.
STOFNAÐ 1956
Glæsileg íslensk
hönnun og smíði
á skrifstofuna
Bæjarlind 8–10
201 Kópavogur
Sími 510 7300
www.ag.is
ag@ag.is
Fyrir Á. Guðmundsson starfa íslenskir, vel menntaðir
arkitektar sem hafa þróað húsgögn og hönnunargripi
sem skapa notalegt andrúmsloft. Hver hlutur ber einkenni
klassískrar hönnunar en er einnig fallegur smíðisgripur sem
er þægilegt að nota og sómir sér vel á skrifstofunni.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/