Morgunblaðið - 27.01.2021, Qupperneq 14
14 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 2021
STIGA
ST5266 P
40 ár
á Íslandi
Hágæða
snjóblásarar
Fjölbreytt úrval
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
VETRARSÓL er umboðsaðili
Gulltryggð gæði
Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666
Kæli- & frystiklefar
í öllum stærðum
Hin einkennilega
forsetatíð Donalds
Trumps einkenndist af
sjálfsdýrkun, duttl-
ungum, skilningsleysi
á stjórnkerfinu og aug-
ljósu kunnáttuleysi í
stjórnsýslu, hags-
munagæslu fyrir sjálf-
an sig og sína, ósann-
indum og almennum
dónaskap við bæði út-
lendinga og eigin þjóð, skattalækk-
unum fyrir efnaða og ríka og viðvar-
andi átaki við að grafa undan
heilbrigðiskerfinu og annarri fé-
lagslegri þjónustu. Þá tókst honum
að klúðra með ótrúlegri vanhæfni öll-
um viðbrögðum við kórónuveirunni.
Að auki bjó hann við fordæmingu
flestra fjölmiðla í Bandaríkjunum öll
fjögur árin. Er nokkur furða þó
menn spyrji hvernig þetta gat gerst.
Hvers vegna munaði hársbreidd
að Trump næði endurkjöri, eftir
þessa frammistöðu?
Versnandi lífskjör þjóðarinnar
Árin eftir heimsstyrjöldina síðari
voru einhver mestu velsældarár sög-
unnar, en almenningur í Bandaríkj-
unum naut þeirra ekki nema fyrstu
áratugina. Árin 1948 til 1979 jókst
framleiðsla vinnuafls um 108,1 pró-
sent og laun hækkuðu um 93,2 pró-
sent, sem þýðir að nokkur fylgni var
með framleiðni og launum.
En um 1975 urðu þáttaskil og mikil
breyting á næsta tímabili frá 1979 til
2018. Þá jókst framleiðni vinnuafls
um 69,6 prósent, en laun hækkuðu
aðeins um 11,6 prósent. Og þessi
hækkun fór ekki til 25 prósenta
lægst launuðu eða millistéttarinnar
sem er 50 prósent. Hún fór til eig-
enda fyrirtækja og fjármagns,
stjórnenda og annarra forgangshópa.
Til viðbótar þessu jókst verðgildi
verðbréfa og hlutabréfa á markaði
um 603 prósent á fyrra tímabilinu, en
um 2.200 prósent frá 1979 til 2018.
Loks hækkuðu laun forstjóra um 940
prósent en öll laun um aðeins 11,6
prósent 1979 til 2018. Gífurlegt mis-
gengi varð milli almennra launþega
og forgangsstéttanna (elites).
Ameríski draumurinn
varð að martröð
Ameríski draumurinn hefur
byggst á því að Bandaríkin séu land
tækifæranna, þar sem launamaður
geti séð fjölskyldu sinni farborða
með nokkru öryggi. Til viðbótar hef-
ur það verið meginatriði í lífi Banda-
ríkjamanna að koma börnum sínum
til mennta.
Meðan laun 75 prósenta lands-
manna hafa staðið í stað eða lækkað
hefur kostnaður við háskólanám fjór-
faldast, með þeim af-
leiðingum að námslán
eru orðin þyngsta
skuldabyrði heimila
millistéttarinnar, hærri
en bílalán og kredit-
kortaskuldir (sem í
Bandaríkjunum eru
ekki greiddar upp mán-
aðarlega og eru snar
þáttur í fjármögnun al-
mennings).
Nú er svo komið að
millistéttarmaður, sem
hefur haldið vinnunni
alla tíð, deyr skuldugur.
Enn verra er ástandið hjá öllum
þeim fjölda fólks, sem hefur orðið út
undan í hamslausri gróðaleit stór-
fyrirtækja, sem hafa rústað heilum
borgum með því að kaupa stærsta
vinnuveitandann og flytja burt, eða
flytja starfsemina til Austurlanda og
leggja hana niður heima.
Nýfrjálshyggjan nær tökum
Á síðastliðnum fjórum áratugum
hefur það gerst, að allar vestrænar
ríkisstjórnir hafa aðhyllst stefnu
sem nefnd hefur verið nýfrjáls-
hyggja. Svipaðar kenningar hafa
þekkst áður, en upp úr 1975 náði hún
fótfestu að nýju. Grundvallarkenn-
ingin er að ríkisstjórnir séu van-
hæfar og háðar þrýstihópum en hinn
óhefti markaður tryggi hagkvæmni
og réttlæti í efnahagsmálum. Vel-
sæld verði tryggð með því að þeir
ríku verði ríkari, því að þá muni þeir
fjárfesta í atvinnuskapandi verk-
efnum, öllum til hagsbóta.
Joseph Stiglitz, Nóbelshafi í hag-
fræði, skrifaði 12. janúar síðastlið-
inn: „Ný tækni hefur boðið upp á
hraða dreifingu rangra upplýsinga.
Stjórnmálakerfi, sem er á valdi fjár-
magnsins, hefur undanskilið tækni-
risana frá allri ábyrgð og hefur með-
tekið stefnu nýfrjálshyggjunnar,
sem hefur skapað stórvægilega auð-
söfnun forgangshópa. Þetta er svo
alvarlegt að Bandaríkin, sem eru í
forystu í vísindum og tækni, búa við
lækkandi lífslíkur og versnandi að-
gang að heilsugæslu.“ Nema fyrir
efnafólk.
Trump var sjúkdómseinkenni
Eftir miðjan áttunda áratuginn
hafði nýfrjálshyggjan náð þeim tök-
um að ekki var nema blæbrigðamun-
ur á efnahagsstefnu forseta Banda-
ríkjanna, hvort sem þeir hétu
Reagan, Bush eldri og yngri, Bill og
Hillary Clinton eða Obama. Allir að-
hylltust þeir líka óhefta hnattvæð-
ingu, sem er skilgetið afkvæmi ný-
frjálshyggjunnar.
Þetta ástand skapaði grundvöll
fyrir Trump, sem náði kosningu af
því að þjóðin var orðin uppgefin á
þessari sameiginlegu stefnu beggja
flokka í Bandaríkjunum og vildi
prófa hvað sem væri sem gæti verið
skárra. Trump hefur með meist-
aralegum loddaraskap tekist að
byggja upp öflugan hóp stuðnings-
manna. Við megum undirbúa okkur
undir endurkomu Trumps eða að
repúblikanar velji sér betri stjórn-
málamann með svipuð stefnumál og
Trump.
Mótsögnin í fari Trumps er að
hann hefur gefið sig út fyrir að vera
verndari smælingjanna, en á sama
tíma lækkað skatta á auðmenn og
unnið gegn bættri heilbrigðisþjón-
ustu og öðrum hagsmunamálum
þeirra sem minna mega sín.
Biden er persónugervingur
fortíðarinnar
Það er mál manna að Biden sé
hinn vænsti maður, velviljaður, rétt-
sýnn og góður samningamaður á
þingi. Hans stærsta vandamál verð-
ur trúlega að hann er innanbúð-
armaður í klúbbi forgangshópa, sem
hafa stjórnað Bandaríkjunum á und-
anförnum áratugum „á valdi fjár-
magnsins“ eins og Stiglitz orðar
það. Það er heldur ekki langt um lið-
ið síðan Bloomberg-fréttastofan
sagði frá því að Biden hefði lofað því
á fundi með ríkum stuðnings-
mönnum, að ekki yrði haggað við
þeirra hagsmunum ef hann næði
kosningu. Þá má ekki gleyma því
hversu kosningasigur hans var
naumur.
Til að færa ástandið í Bandaríkj-
unum til betri vegar þarf átök í lík-
ingu við New Deal Franklins D.
Roosevelts eftir kreppuna miklu.
Ríkisstjórnir hans áttu ríkan þátt í
að móta það blandaða hagkerfi, sem
gafst svo vel fram á áttunda áratug
síðustu aldar. Hvort Biden hefur
sýn og orku til slíkra átaka á eftir að
koma í ljós.
Vandinn er víðar
Því miður er þessi vandi ekki ein-
angraður við Bandaríkin. Nýfrjáls-
hyggjan hefur ráðið ríkjum í lýð-
ræðisríkjum Vesturlanda á sama
tíma. Efnahagsstefna Þýskalands
hefur verið sú sama í grundvall-
aratriðum hvort sem kanslarinn hef-
ur heitið Scheel, Schmidt, Kohl,
Schröder eða Merkel. Í Bretlandi
var ekki grundvallarmunur á stefn-
unni hjá Thatcher, Major, Blair,
Brown, Cameron eða Johnson. Eða í
Frakklandi hvort sem forsetinn hét
d’Estaing, Mitterrand, Chirac, Sar-
kozy, Hollande eða Macron.
Misrétti hefur afleiðingar
Afleiðingar nýfrjálshyggjunnar
eru komnar í ljós. Nánast allar
kenningar þeirrar stefnu hafa
brugðist, segir Robert Kuttner í
American Prospect 25. júní 2019.
„Kaupsýslu hefur verið ríkulega
launað, skattar verið lækkaðir, eft-
irlit með viðskiptalífinu minnkað eða
jafnvel verið einkavætt, með þeim
árangri að misskipting auðs hefur
vaxið stórlega og dregið úr hagvexti.
Heilbrigð samkeppni hefur látið
undan síga fyrir hringamyndun og
fjármagni beitt til að hafa áhrif á
stjórnmálin til að auka samþjöppun í
viðskiptalífinu.“
Hann bendir einnig á að nýfrjáls-
hyggjan hafi haft í för með sér
reglubundin efnahagshrun. Stærst
varð bankahrunið 2008. Það kostaði
Bandaríkin 15 trilljónir dollara og
miklu meira á heimsvísu. Ríkisvaldið
bjargaði bönkunum og hver borgaði
reikninginn fyrir stjórnlausa banka-
starfsemi? Það var fólkið í landinu,
því að ríkissjóðir geta hvergi annars
staðar fengið fjármagn.
Flestir vitibornir menn eru búnir
að átta sig á því að nýfrjálshyggjan
gæti gengið af lýðræðinu dauðu, þó
að sumum geti reynst erfitt að við-
urkenna það fyrir sjálfum sér. Mis-
rétti í þjóðfélögum hefur gjarnan
endað með ósköpum. Ekkert þjóð-
félag á tilverurétt ef það býr ekki öll-
um þegnum sínum lífvænlega til-
veru.
Við forsetaskipti í Bandaríkjun-
um – hvers vegna og hvað svo?
Eftir Ólaf
Sigurðsson »Misrétti í þjóð-
félögum hefur gjarn-
an endað með ósköpum.
Ekkert þjóðfélag á til-
verurétt ef það býr ekki
öllum þegnum sínum líf-
vænlega tilveru.
Ólafur Sigurðsson
Höfundur er fyrrverandi
fréttamaður á Sjónvarpinu.
Alltaf komast í frétt-
irnar fjarstæðukennd
loforð um gerð nýs
heilsársvegar yfir Öxi.
Þarna skiptast Aust-
firðingar í tvær and-
stæðar fylkingar þegar
hart er deilt um, hvort
heilsársvegur eigi
heima á illviðrasömu og
snjóþungu svæði í 530
m hæð. Sem liður í mót-
vægisaðgerðum stjórn-
valda gegn kvótaskerðingunni, telja
andstæðingar framkvæmdarinnar að
þessi vegur muni tapa gildi sínu og að
það sé tímaskekkja og stórt skref aft-
ur á bak að beina allri vetrarumferð
upp í þessa hæð yfir sjávarmáli. Enn
fleiri landsbyggðarþingmenn við-
urkenna að það sé liðin tíð að leggja
vegi yfir fjöll og firnindi þegar þeir
fullyrða að tími jarðganga sé kominn.
Milli Djúpavogs og Egilsstaða stytt-
ist vegalengdin mjög mikið með upp-
byggðum Axarvegi, sem er mikil
samgöngubót yfir sumarmánuðina.
Ekki er sjálfgefið að þessi vegur
tryggi örugga heilsárstengingu allan
ársins hring þegar snjó-
þyngsli á þessum
þröskuldi ná 6-10 m
hæð. Alltaf lendir Öxi í
klóm blindbyls og snjó-
þyngsla. Á þessu svæði,
sem er alltof illviðra-
samt, hverfur snjósöfn-
un aldrei, og sömuleiðis
veðurhæðin sem farið
hefur upp í 80 metra á
sekúndu. Tillagan um
að Axarvegur verði
lagður niður í Berufjörð
á snjóþungu svæði, í
miklum hliðarhalla fyrir
neðan Mannabeinahjalla, án þess að
öryggi ökumanna skipti máli, er
óskynsamleg. Gegn þessari hugmynd
tala skynsamir landsbyggð-
arþingmenn. Á þessu svæði geta aur-
skriður, snjóflóð og grjóthrun sem
enginn sér fyrir kostað alltof mörg
mannslíf ef vegurinn sópast niður
hlíðina. Í 200 m hæð fyrir ofan Beiti-
velli er þetta óheppilegt vegarstæði
sem tryggir aldrei umferðaröryggi og
verður ávísun á enn meiri slysahættu.
Allt tal um að með uppbyggðum
heilsársvegi yfir Öxi flytjist öll snjó-
þyngslin þaðan yfir á Breiðdalsheiði
er úr tengslum við raunveruleikann.
Upplognar fullyrðingar um að engin
umferð sé um Breiðdalsheiði eru góð
söluvara fyrir stuðningsmenn Axar-
vegar, til að reka hornin í samgöngu-
mál Breiðdælinga, án nokkurs til-
efnis. Besta lausnin er að fá tvenn
stutt veggöng inn í Breiðdal sem
tengja Berufjörð enn betur við Skrið-
dal, þegar vegirnir í Kambaskriðum
og á Fagradal lokast vegna blindbyls
og snjóflóða. Nógu erfitt er að sitja
uppi með slysahættuna á öllu svæð-
inu milli Stöðvarfjarðar og Horna-
fjarðar, án þess að snjóþungum fjall-
vegum í 530 m hæð verði fjölgað
næstu áratugina.
Þótt samgöngubætur auki öryggi
ökumanna og sameini byggðirnar er
líka erfitt að sýna fram á ótvíræða
arðsemi. Eftir að efnahagskreppan
skall á mun eitthvað af þeim vega-
framkvæmdum sem fyrrverandi rík-
isstjórn lofaði að loknum alþing-
iskosningum 2007 frestast
tímabundið. Vegna aukinnar verð-
bólgu og verðbóta, sem Vegagerðin
greiðir verktökum upp að vissu
marki, hrökkva fjárveitingar ekki
eins langt og búist er við. Til þess að
tapið á vetrarþjónustu Vegagerð-
arinnar færi ekki yfir einn milljarð
króna var talið óhjákvæmilegt að
hætta snjómokstri á nokkrum fjall-
vegum á Vestfjörðum, Norður- og
Austurlandi seint á árinu 2008, þegar
í ljós kom að kostnaðurinn við sam-
felldan mokstur á Axarveginum
hækkaði alltof mikið. Andstæðingar
Fáskrúðsfjarðar- og Norðfjarð-
arganga standa nú uppi sem ein-
angrað steintröll úr tengslum við
raunveruleikann, þegar þeir halda að
öllum fjármunum sé stolið frá Öxi.
Óheppilegt er að gera lang-
tímaáætlun sem tengist fortíðinni
þegar því er lofað að uppbyggður
vegur á illviðrasömum og snjóþung-
um svæðum verði hindrunarlaus alla
vetrarmánuðina í 500-600 m hæð. Það
getur Vegagerðin aldrei tryggt. Þeir
sem leggjast gegn öllum jarð-
gangagerðum næstu áratugina eiga
engan rétt á þeim fjörutíu árum
seinna.
Öxi í klóm byls og snjóþyngsla
Eftir Guðmund Karl
Jónsson » Óheppilegt er að
gera langtíma-
áætlun sem tengist for-
tíðinni.
Guðmundur
Karl Jónsson
Höfundur er farandverkamaður.