Morgunblaðið - 27.01.2021, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 27.01.2021, Qupperneq 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 2021 ✝ Hermann A.Kristjánsson fæddist á Landspít- alanum í Reykjavík 11. ágúst 1966. Hann lést á gjör- gæsludeild Land- spítalans 19. janúar 2021. Foreldrar hans eru Lena Lísa Árnadóttir, f. 1947, d. 1987, og Kristján S. Hermannsson, f. 1947, maki Sigríður Steingrímsdóttir, f. 1953. Systkini Hermanns sam- mæðra eru Elísabet Björk Krist- jánsdóttir, f. 1971, maki Hörður L. Pétursson, dætur þeirra eru Una Björk og Berta Rut. Árni Þór Kristjánsson, f. 1976, sam- býliskona Sigríður E. Arngríms- dóttir, börn þeirra eru Lena Lísa og Arngrímur Esra. Hauk- ur Sveinn Hauksson, f. 1985, sambýliskona Hanna Guðrún Pétursdóttir, börn þeirra eru Katla Lilja og Baltasar Pétur. Systkini Hermanns samfeðra eru Svanur Kristjánsson, f. 1984, maki Eydís E. Hólmbergs- dóttir, börn þeirra eru Rúnar Máni, Sara Kristín og Helga Þórdís. Kristrún Emilía Krist- Hermann ólst upp í Hafn- arfirði og bjó þar til 2014. Árið 2006 fengu Hermann og Hrönn lóð í Hafnarfirði þar sem þau byggðu sér einbýlishús fyrir all- an fjölskylduhópinn. Árið 2014 ákváðu þau að söðla um og flytja, ásamt hluta barnanna, á Siglufjörð þar sem Hrönn er uppalin. Á Siglufirði keyptu þau hús þar sem Hermann nýtti menntun sína og hæfileika vel við endurnýjun á því húsi. Að loknum grunnskóla hóf Her- mann störf hjá Skipasmíðastöð- inni Dröfn þar sem hann lærði tréskipasmíði. Síðar bætti hann við sig í menntun og kláraði einnig húsasmíði. Eftir að Her- mann lauk störfum í Dröfn réð hann sig á sjóinn í fraktsigl- ingar hjá Nesskip. Hermann sigldi víða, mestmegnis um Evr- ópu, á Hvítanesinu. Hermann hætti sjómennsku þegar Krist- ján Helgi frumburðurinn fædd- ist 1996. Eftir það vann Her- mann ýmis störf við smíðar, blikksmíði og pípulagnir. Árið 2012 réð Hermann sig til Ístaks þar sem hann starfaði sem verk- stjóri þar til yfir lauk. Útför Hermanns fer fram 27. janúar 2021 kl. 13 frá Hafn- arfjarðarkirkju. Vegna að- stæðna verða aðeins nánustu ættingjar viðstaddir. Streymi frá athöfninni: https://tinyurl.com/y2su4oby Virkan hlekk á slóð má finna á: https://www.mbl.is/andlat jánsdóttir, f. 1990, sambýlismaður Guðmundur Magn- ússon, sonur þeirra er Elvar Már. Krist- ín Björg Kristjáns- dóttir, f. 1991, sam- býlismaður Tómas M. Vágseið, börn: Dagur Freyr, Em- ilía Mist, Kristófer og Hilmar Daði. Fyrrverandi sambýliskona Hermanns er Lóa B. Tryggvadóttir, f. 1974. Synir þeirra eru Kristján Helgi Her- mannsson, f. 1996, og Tryggvi Elías Hermannsson, f. 2002. Eftirlifandi eiginkona Her- manns er Hrönn Hafþórsdóttir, f. 1964. Foreldrar hennar eru Hafþór Rósmundsson, f. 1943 og Jónína Brynja Gísladóttir, f. 1947, maki Jón Andrjes Hinriks- son, f. 1958. Börn Hrannar eru Friðrik Ómar Erlendsson, f. 1985, Hjalti Kristinn Unnarsson, f. 1989, sambýliskona Karitas Valgeirsdóttir. Unnur María Unnarsdóttir, f. 1999, sambýlis- maður Þorsteinn Hansson, son- ur þeirra er Tristan Birtir, f. 2020. Eva Hrund Unnarsdóttir, f. 2001. Elsku Hemmi, það er óraun- verulegt, ólýsanlega erfitt og bara skrítið að vera að skrifa minningargrein um þig, elskan mín. Mig skortir orð og viljann til að skrifa. Langaði samt að þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér, gleðina, allan hláturinn og hamingjuna. Takk fyrir að vera börnunum svona góður faðir, takk fyrir góða skapið þitt, þol- inmæðina og jákvæðnina. Þessi ár sem við áttum saman gleym- ast aldrei. Ferðirnar til Tenerife, siglingin um Karíbahafið vetur- inn 2019. Það fór þó ekki svo að ég fengi ekki að fara með þér eina bunu, þó svo það væri bara á skemmtiferðaskipi, en það kall- aðir þú sjóferðirnar þínar þegar þú varst á Hvítanesinu. Ferðin til Mallorka stendur upp úr því þar vorum við öll saman fjöl- skyldan. Það var mikið horft á þennan stóra hóp sem við eigum. Takk fyrir allar stundirnar sem við eyddum við að horfa á Liver- pool, sem var liðið þitt, keppa. Verð ævinlega þakklát fyrir síð- ustu jólin okkar, fá að hafa þig heima í hálfan mánuð, eyða jól- unum í Ístaksbústaðnum með strákunum, hitta öll börnin okk- ar, tengdabörn og litla Tristan Birti, barnabarnið okkar. Þau sjö ár sem við höfum búið á Siglu- firði höfum við nefnilega ekki hitt nema hluta af hópnum um jól. Þessir síðustu dagar eru mér mikils virði. Síðustu átta árin varstu smiður hjá Ístaki, bæði erlendis og hér heima og þú elskaðir vinnuna þína og áttir dásamlega samstarfsfélaga. Þarna kenndir þú mér að sofa ein, eftir að þú komst heim frá Noregi var úthaldið 10 dagar í vinnu og 4 heima. Oft skrapp ég til þín hvort sem var í Reykjavík, Kröflu eða á Selfossi sem reynd- ist þinn síðasti staður til að vinna fyrir Ístak. Þú gast aldrei verið heima í fjóra daga og gert ekki neitt. Kunnir ekki að vera að- gerðalaus. Húsið okkar og garð- urinn nutu góðs af, ég skal reyna að halda áfram að laga og gera fínt. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst þér, fengið að eyða ár- unum með þér. Takk fyrir allt. Þín Hrönn. Það er sagt að foreldrar eigi ekki að þurfa að fylgja börnum sínum til grafar. Það er ekki þannig í köldum raunveruleikanum. Sonur minn, Hermann Andrés Kristjánsson, verður jarðsettur í dag, 27. jan- úar 2021. Hann fékk mikla heila- blæðingu og þrátt fyrir að kom- ast fljótt í hendur færustu lækna var lítið hægt að gera og hann lést á gjörgæslu 19. janúar. Öllu því frábæra fólki sem kom að umönnun Hermanns færi ég þakkir fyrir einstaka fag- mennsku og nærgætni. Hemmi sagði mér ungur að hann ætlaði að fara á námssamn- ing hjá Dröfn í Hafnarfirði og læra tréskipasmíði hjá öðling- num Sverri Gunnarssyni, sem borinn var til grafar nýlega. Ég vissi að tréskipasmiðir voru frá- bærir smiðir en sagði við Hemma að smíði trébáta væri að leggjast af. Hann benti á að hann þyrfti bara að bæta við sig teikn- ingum til að öðlast líka réttindi sem húsasmiður. Þarna mat hann aðstæður rétt þótt ungur væri. Nú geta þeir meistarinn og neminn smíðað sér glæsifley saman og siglt um eilífðarhafið. Hemmi var duglegur til vinnu og vinsæll af atvinnurekendum og samstarfsfólki. Hann var lengi í millilandasiglingum og vann við blikksmíði og pípulagn- ir. Sagt er að íslenskir iðnaðar- menn séu fjölhæfari en gerist meðal þjóða og Hemmi var sann- arlega í þeim hópi. Síðustu árin starfaði hann fyrir Ístak þar sem honum voru gjarnan falin mannaforráð. Hann fór víða til verka, var mörg ár í Noregi, á Grænlandi og vann við mörg stór verkefni hér heima. Hemmi og konan hans Hrönn Hafþórsdóttir byggðu sér hús í Hafnarfirði, en flytja til Siglu- fjarðar þaðan sem Hrönn er ætt- uð. Þar tók hún við viðamiklu starfi sem forstöðumaður Bóka- og héraðsskjalasafns Fjalla- byggðar. Hemmi starfaði ekki á Sigló heldur sótti vinnu hvar sem verkefnin voru. Okkar föðurætt á líka ættir að rekja til Sigló og fyrir tilviljun kaupa þau hús á Hvanneyrarbraut 13. Það kom í ljós að þetta hús byggði föðurafi minn, Kristján Hallgrímsson, orðlagður hagleiksmaður. Fjöl- skylda hans flutti frá Siglufirði eftir að vélbáturinn Pálmi, sem afi Kristján var á, fórst með manni og mús árið 1941. Húsið og umhverfið hafa Hrönn og Hemmi unnið við að betrumbæta þegar hann var heima. Meðal annars var smíðaður stór pallur við húsið, sem eftir er tekið. Þar töluðum við um að hægt væri að hafa „bryggjuböll“ – vantaði bara síldina. Hemmi gekk í Frímúrararegl- una árið 2014 en hafði því miður ekki tök á að sækja fundi eins og hann hefði óskað, vegna vinn- unnar. Reglan stuðlar að því að gera hvern og einn að betri manni og hefði verkið unnist létt hvað Hemma varðar. Hemmi á tvo frábæra syni frá fyrra sambandi, þá Kristján Helga og Tryggva Elías, sem sjá nú á bak pabba sínum. Hann dýrkaði strákana sína og hafði fulla ástæðu til. Þeir áttu margt sameiginlegt, ekki síst áhuga á fótbolta sem þeir ræddu gjarnan af slíkri þekkingu að ég gamall skrúbburinn skildi nánast ekki neitt. Þeir bræður munu spjara sig vel í framtíðinni er ég alveg viss um. Við þá vil ég segja: „Þú gengur aldrei einn“ (YNWA). Við kveðjum Hermann Andr- és Kristjánsson með trega. Pabbi og Sigríður (Sigga). Þriðjudaginn 19. janúar var heimurinn ósanngjarn og fátæk- ari þegar hann Hemmi okkar kvaddi okkur alltof snemma. Þótt við höfum ekki alist upp saman þá varstu alltaf bróðir okkar, elsti bróðir okkar, og við litum upp til þín með stolti. Það er einmitt það sem einkenndi þig, stolt. Þú varst alltaf stoltur af fólkinu þínu, okkur systkinum þínum og pabba okkar sem við vitum að þú leist upp til mest allra en fyrst og fremst varstu stoltur og montinn af strákunum þínum sem voru þér allt, Krist- jáni og Tryggva, sem erfðu töff- araskapinn í beinan karllegg og munu búa að því alla tíð að hafa átt þig sem pabba. Það var alltaf stutt í hláturinn hjá þér og þú varst ekki hrædd- ur við að segja þína skoðun um- búðalaust en alltaf fylgdi smit- andi hláturinn þinn á eftir. Þú varst alltaf til staðar; þótt þú hafir flækst um heimsins höf, verið erlendis með hamarinn á lofti eða þvælst um landið vegna vinnu þá var hugurinn alltaf heima hjá þeim sem þér þótti vænst um. Við gátum alltaf leitað ráða hjá þér og munum án efa gera það áfram því þú verður alltaf í hjarta okkar, þú verður alltaf hluti af okkur. Þín systkini, Svanur, Kristrún Emilía og Kristín Björg. Hermann var afar duglegur sem ungur drengur, skapstór en mjög þægilegur í allri umgengni. Á unglingsaldri gekk honum vel að hafa stjórn á skapgerð sinni og gríni. Hermann byrjaði ungur að vinna og varð þess vegna góður verkmaður. Afar ungur fór hann að læra skipasmíði hjá Skipa- smíðastöðinni Dröfn í Hafnar- firði og lauk þar námi sem tré- skipasmiður. Hann vann við það í nokkur ár. Þá tók við far- mennska á stóru fragtskipi í sigl- ingum milli Íslands og megin- lands Evrópu. Þessa vinnu stundaði hann í nokkuð mörg ár. Þá tók við byggingarvinna hjá Ístaki á Íslandi, Grænlandi og Noregi. Síðasta verk Hermanns var á Selfossi. Megnið af tím- anum starfaði hann sem verk- stjóri. Hermann vann mikið með erlendum starfsmönnum en hafði orð á að honum líkaði vel að vinna með þeim og kunni vel við þá. Hermanni gekk vel að stjórna mannskap með sinni hógværu nálgun við starfsmenn- ina. Hermann var við störf á Sel- fossi þegar hann fékk heilablóð- fall og var fluttur þaðan með sjúkrabíl á Borgarspítalann í Reykjavík þar sem hann lést. Þetta var mikið áfall fyrir alla fjölskyldu hans. Hermann var giftur Hrönn Hafþórsdóttur frá Siglufirði. Hermann átti fyrir tvo drengi sem honum þótti gríðarlega vænt um og var ávallt mjög stoltur af. Hrönn átti fyrir 2 dætur og 2 drengi sem Her- manni þótt einnig mjög vænt um. Dóttir Hrannar eignaðist sveinbarn sem Hermann var af- ar hrifinn af enda þá orðinn afi. Hermann var afar vinmargur, skapgerð hans var ávallt föst og ákveðin. Orðvar var hann og hugljúfur í framkomu við allt fólk. Við afi hans og amma mættum alltaf ýtrustu alúð og góð- mennsku hjá Hermanni, enda þótti okkur afar vænt um Her- mann, hann var okkar fyrsta barnabarn. Við verðum Lenu Lísu dóttur okkar og Kristjáni Hermannssyni þáverandi eigin- manni hennar ávallt þakklát fyr- ir Hermann. Það var alveg sama hvar Her- mann var að vinna hér syðra allt- af var hann að koma og spurði: „Er ekki allt í lagi hjá ykkur?“ svona kom hann fram við alla. Hann vildi öllum vel. Við amma og afi óskum öllum úr hans fjölskyldu Guðs bless- unar og bjartrar framtíðar. Við biðjum Guð að blessi þig, elsku afabarnið okkar. Kveðja, amma og afi, Jakobína Elísabet Björnsdóttir Árni Einarsson. Árið 1987 hitti ég Hermann mág minn í fyrsta skipti. Ég var heimsækja systur hans en þau bjuggu saman á Reykjarvíkur- veginum í Hafnarfirði. Ég man enn eftir því þegar ég kom fyrst til hennar vitandi að nú væri bróðir hennar heima. Hermann var 4 árum eldri en ég og ég hafði heyrt að hann gæti verið mjög stríðinn. Ég var aðeins 17 ára og var skotinn í systur hans, frekar viðkvæmur, því var ég við öllu búinn að láta hann ekki slá mig út af laginu. Það var þarna sem ég sá fljótt hvaða mann Hermann hafði að geyma, hann hafði stórt hjarta, hann tók svo vel á móti mér og átti við mig gott og vinalegt spjall. Ég held að hann hafi alveg gert sér grein fyrir því að ég var svo langt í frá öruggur með mig að hitta hann og vini hans sem einnig voru á staðnum. Hann sagði mér svo mjög vinalega og brosandi að ég yrði bara vera góður við systur hans annars væri þeim vinunum að mæta. Hann hafði þó lúmskt gaman af því þegar vinir hans sendu mér nokkrar stríðnisglós- ur varðandi hvernig við systir hans ættum að haga okkur þar sem við værum eiginlega bara börn. Mig grunaði ekki þá að 34 árum síðar værum við enn á þeim stað að vera góðir félagar og aldrei allan þennan tíma myndi falla skuggi á vináttu okk- ar. Vissulega vorum við ekki allt- af sammála um menn og málefni en aldrei þannig að samskiptin væru ekki á vinalegum nótum. Ég kom inn í líf þeirra systk- ina á erfiðum tíma þar sem þau höfðu stuttu áður misst móður sína eftir mjög stutt veikindi. Eftir það höfðu hlutirnir atvikast þannig að Hermann og Elísabet bjuggu tvö áfram saman í íbúð móður sinnar. Tveir yngri bræð- ur þeirra fóru á önnur heimili í fjölskyldunni og var það þeim Hermann A. Kristjánsson Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA HERMÓÐSDÓTTIR, lést 14. janúar á hjúkrunarheimilinu Grund. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Níels Níelsson Steinunn Harðardóttir barnabörn og barnabarnabörn Heitt elskuð móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÖF SIGURÐARDÓTTIR frá Ísafirði, áður til heimilis á Kársnesbraut 87 Kópavogi, lést á Landspítalanum í Fossvogi fimmtudaginn 21. janúar. Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 29. janúar klukkan 13. Aðalsteinn Þórðarson Ásdís Þórðardóttir Brynja Þórðardóttir Mathisen Guðlaugur Þórðarson Þórður Ólafur Þórðarson tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Okkar yndislega HERDÍS STEINGRÍMSDÓTTIR sameindalíffræðingur lést sunnudaginn 24. janúar á Royal Sussex County-sjúkrahúsinu í Brighton á Englandi. Hún dó ekki ráðalaus! David Gillard Daniel Davidsson Maija Hall Robert Davidsson Marie Lytken systkini og fjölskyldur Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og vinur, GUÐNÝ SIGURÐARDÓTTIR, Espigerði 2, Reykjavík, lést að heimili sínu föstudaginn 22. janúar. Útförin verður auglýst síðar. Friðjón Hallgrímsson Bent Russel Helga Ingibjörg Reynisdóttir Rúnar Russel Tuti Ruslaini Frank Russel Ólafur Björn Ólafsson Jolanta Marzina Glaz Þorsteinn Bjarki Ólafsson Tatiana Malai Helga Kristín Friðjónsdóttir Mike Klein Rannveig Þöll Þórsdóttir Ólafur Sveinbjörnsson Solveig Björk Sveinbjörnsd. ömmubörn og langömmubarn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR MÁR STEFÁNSSON frá Stöðvarfirði, Silfurbraut 29, Höfn, lést á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði á Hornafirði laugardaginn 23. janúar. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningar- og gjafasjóð Skjólgarðs. Sigríður Magnúsdóttir Karl Heimir Einarsson Hólmfríður Svava Einarsdóttir Hafey Lind Einarsdóttir Magnea Þorbjörg Einarsdóttir og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.