Morgunblaðið - 27.01.2021, Page 17

Morgunblaðið - 27.01.2021, Page 17
ávallt gríðarlega erfitt að hafa þá ekki hjá sér í þessu ferli og ræddu þau það oft. Það var þó aldrei langt á milli þeirra systk- ina og reyndu þau að hittast eins oft og auðið var. Hermann sýndi svo um munar í þessu ferli hversu gott var í honum því að þrátt fyrir að vera syrgja móður sína, sinna því að vera rétt rúm- lega tvítugur með því sem því fylgir og stunda sína vinnu þá stóð hann sig alltaf eins og klett- ur í að halda öllum boltum gang- andi og vera til staðar fyrir systkini sín eins mikið og hann gat. Þetta var þó ekki áfallalaust og oft á tíðum mikið sem gekk á á Reykjarvíkurveginum en allt leystist það þó. Hermann átti mjög sterkan vinahóp sem stóð með honum i blíðu og stríðu sama hvað gekk á. Ég er nokkuð viss um að þeir brosa allir út í annað þegar þeir rifja upp þetta tímabil í gleði og sorg. Hermann var ávallt allra hug- ljúfi og reyndi ávallt að sjá það góða í fólki. Ef á einhvern hallaði í samræðum þá var það yfirleitt hann sem tók upp hanskann fyr- ir umrædda manneskju. Takk Hermann fyrir sam- fylgdina, takk fyrir það að hafa aldrei gefist upp þegar á móti blés, takk fyrir það hversu sterk- ur og traustur þú reyndist syst- ur þinni þegar mest reyndi á og fyrir að hafa tekið svona vel á móti mér þegar við hittumst fyrst. Far í friði, kæri mágur, minn- ingin um þig mun ávallt vera með okkur. Þinn mágur, Hörður Pétursson. Elsku Hemmi. Að fylgja þér til grafar í dag er svo erfitt. Þú varst svo stór hluti af lífi okkar lengi og þegar minningarnar hellast yfir þá standa upp úr þær skemmtilegustu. Þið Jóndi voruð æskuvinir og við systur, og var samheldnin og samveran engu lík. Þið strák- arnir unnuð saman og við systur líka á tímabili. Það leið varla sú helgi sem við komum ekki saman í Kjarrhólmanum eða á Hjalla- brautinni. Þá var horft á boltann í stofunni, krakkarnir að leika og maturinn undirbúinn í eldhúsinu (við ekkert spenntar fyrir bolt- anum á þeim árum). Kvöldin enduðu oftar en ekki á því að þú skelltir plötu á fóninn og urðu þá helst fyrir valinu Willie Nelson, The Rolling Stones og að sjálf- sögðu Bjöggi Halldórs og svo var dansað og sungið. Allar útileg- urnar og utanlandsferðirnar ein- kenndust af þínum einstaka húmor og stundum aðeins of mikið af því góða þegar saklausir nágrannar á tjaldsvæðum lands- ins lentu í klóm ykkar félaga. Alltaf stutt í smá fíflaskap sem var þó alltaf góðlátlegur. Þú varst tengdur fjölskyldu okkar á fleiri en einn hátt sem verður ekki útskýrt hér. Það minnir á eitt skiptið sem þið Jóndi til- kynntuð ömmu okkar að þið væruð mæðrasynir. Sú gamla rak upp stór augu og sagði: Eruð þið að meina það? Svo spurði hún alla viðstadda hvort þetta væri virkilega satt og fannst al- veg með ólíkindum hvernig allir væri skyldir öllum í þessari fjöl- skyldu. Þetta var útskýrt seint og síðar meir og þá hló hún og sagði sem oftar: Þið eruð nú meiri fíflin. Þú varst mikil tilfinningavera, elsku Hemmi, og tók það mjög á þig að horfa upp á litla frum- burðinn þinn þurfa að ganga í gegnum margar aðgerðir sem barn þar sem fætur hans voru réttir. Það var oft stutt í tárin þar sem þú máttir ekkert aumt sjá og samkenndin mikil. Þú varst vinmargur, traustur, bón- góður og einstaklega handlag- inn. Svo skildi leiðir en vináttan og væntumþykjan var alltaf til staðar gagnvart okkur og allri fjölskyldunni. Þú áttir það til að hringja í mömmu og pabba til að athuga hvernig þau hefðu það og við okkur systur gastu rætt í trúnaði, bæði saman og sitt í hvoru lagi. Það skipti ekki máli hversu langur tími leið, því alltaf þegar við hittumst var eins og það hefði verið í gær. Elsku Hemmi, við munum gera okkar til að halda minningu þinni á lofti og þú munt ávallt lifa í fallegu strákunum þínum sem við munum halda utan um og vera til staðar fyrir. Gullvagninn er kominn að sækja þig, hjartans vinur, og við okkur öll sem syrgjum þig og söknum veit ég að þú myndir segja: You better move on (Sto- nes). Sofðu rótt, elsku vinur. Anna Kristín og Lóa Birna. Það voru ömurlegar fréttir sem mér bárust 19. janúar síð- astliðinn um að gamli vinur minn hann Hemmi væri látinn langt um aldur fram. Við Hemmi kynntumst þegar vorum komnir yfir tvítugt og það tókst strax með okkur mikill vin- skapur. Þó við hefðum ekki hist mikið síðastliðin ár þá var alltaf eins og við hefðum hist í gær þegar við komum saman. Um tíma bjuggum við saman í kaupfélagsblokkinni í Hafnar- firði, Hemmi á fyrstu hæð og ég á sjöundu og það var mikið um heimsóknir á báða bóga og oft mjög glatt á hjalla og mikið spjallað, hlegið, sungið og grátið. Hemmi hafði einhvern mest smitandi hlátur sem ég hef heyrt og hann var ansi hláturmildur. Mikið á ég eftir að sakna þess að heyra ekki hláturinn þinn, elsku vinur. Oft vorum við í sambandi þeg- ar við fjölskyldan vorum á ferð- inni fyrir norðan þar sem ég á tengingu þangað og þú búinn að búa á Siglufirði í nokkur ár. Nokkrum sinnum ætluðum við að hittast en það varð einhvern veginn aldrei af því og mikið hvað ég sé núna eftir því að hafa ekki komið að heimsækja þig og Hrönn, elsku Hemmi minn, á Siglufjörð. Þetta kennir manni að lifa í núinu og rækta fjöl- skyldu og vini ef fremsta megni. Lífið getur verið svo hverfult og morgundagurinn er ekki sjálf- gefinn. Lífið er núna. Ég veit að nú ertu kominn í faðm mömmu þinnar sem lést langt um aldur fram og þú sakn- aðir svo sárt. Og það er alveg ljóst að þú átt heldur betur eftir að lífga upp á tilveruna hinum megin ef ég þekki þig rétt. Ég sendi fjölskyldu og að- standendum innilegar samúðar- kveðjur. Hvíldu í friði, elsku Hemmi minn, takk fyrir allt og allt. Þín verður sárt saknað. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Þinn vinur, Sveinbjörn Hannesson. MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 2021 ✝ Jóhanna DóraJóhannesdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 19. júní 1928. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Skjóli 12. jan- úar 2021. Faðir: Jó- hannes Hróðnýr Jó- hannesson Long, f. 18. ágúst 1894 á Firði í Seyðisfirði, d. 7. mars 1948. Móðir: Bergþóra Ástrós Árna- dóttir, f. 13. september 1888 á Grund í Vestmannaeyjum. Dóra ólst upp hjá föðurbróð- ur sínum, Karli Gísla Sigurjóni Jóhannessyni Long, f. 8. desem- ber 1885 á Fjarðaröldu, Seyð- isfirði, d. 6. júní 1956 og Jó- hönnu Jónínu Jensdóttur, f. 27. júní 1884, d. 9. maí 1955. Systkini Dóru voru Árni Theodór Long, f. 13. apríl 1920, d. 4. október 1970, Anna Hulda Long, f. 2. október 1923, d. 9. ágúst 2016, Ólafur Long, f. 19. febrúar 1926, d. 23. október 1996 og Lárus Garðar Long, f. 22. mars 1931, d. 13. maí 1999. Uppeldissystkin voru Jóhann Svav- ar Karlsson, f. 29. febrúar 1912, d. 2. desember 1972, Valborg Karlsdótt- ir, f. 24. september 1915, d. 9. október 1957 og Ingibjörg Karlsdóttir, f. 4. janúar 1919, d. 15. ágúst 1972. Dóra eignaðist einn son, Jó- hann Valbjörn Long Ólafsson, f. 20. desember 1960, nú búsettur í Þórshöfn í Færeyjum. Minningarathöfn verður í Fella- og Hólakirkju miðviku- daginn 27. janúar 2021, en jarð- arför verður í Þórshöfn í Fær- eyjum aðra viku í febrúar. Þaðan verður streymt. Í dag kveðjum við elskulega frænku okkar, Jóhönnu Dóru Jóhannesdóttur, eða Dóru frænku eins og hún var ávallt kölluð í fjölskyldunni. Dóra var frænka og uppeldissystir Val- borgar móðurömmu okkar og alltaf ein af stórfjölskyldunni. Hún, Valborg amma og Inda systir hennar voru afar sam- heldnar og héldu hópinn á stórhátíðum og í hversdagslíf- inu, eitthvað sem haldist hefur áfram hjá næstu kynslóðum. Dóra frænka var lengi mat- ráðskona á Hagaborg og mun- um við eftir að hafa heimsótt hana þangað. Auðvitað fannst manni hún bara eiga þetta eld- hús og eflaust leikskólann líka, með allt á hreinu og hafði greinilega unun af þessu starfi. Ekki var síðra að fá að koma til hennar í Suðurhólana þar sem borðin svignuðu undan kræs- ingum, Dóra var mikill af- bragðskokkur, svo maður tali nú ekki um kanilsnúðana. Hún gat rætt lengi við mann um matseldina á Hagaborg, hvað krökkunum þætti gott og henni stóð augljóslega ekki á sama um þessa skjólstæðinga sína þar. Fyrir einhverjum árum voru uppskriftir Dóru teknar saman í rit og geymir maður það sem gull. Dóra var um margt sérstök, hafði sinn stíl og fór ákveðin sína eigin leið í lífinu. Okkur fannst merkilegt að hún keppti í handbolta á yngri árum og vann á sögulegum stöðum eins og Hressingarskálanum og Hótel Valhöll. Eflaust var lífið ekkert alltaf dans á rósum hjá Dóru, en hún stóð allt af sér með reisn. Sýndi dugnað og hagsýni svo eftir var tekið, sem var svo innprentuð í okkur krakkana, að fara vel með og safna fyrir hlutum. Skemmtileg er sagan af því þegar hún hætti að reykja, eftir að hafa reykt nánast alla ævina en hætti svo bara einn daginn af því að sígaretturnar klár- uðust og hún nennti ekki út í búð eftir meiru. Dóra var húm- orísk og ræðin þegar sá gállinn var á henni. Hringdi og spjall- aði, sagði fréttir af Valbirni, einkasyninum sem var henni svo kær og öðru frændfólki, gaukaði að manni fatnaði og öðru sem hún átti og sá að gæti nýst okkur og bauð í stórveisl- ur í litlu íbúðina sína. Grunar að hún hafi verið hrókur alls fagnaðar í góðum hópi vina, glæsileg og hress. Við systkinin kveðjum kæra frænku með söknuði og þökk fyrir allt og sendum Valbirni og öðrum ástvinum innilegar sam- úðarkveðjur. Valborg, Íris, Tinna og Alexander Stefánsbörn. Jóhanna Dóra Jóhannesdóttir ✝ Ólafía Magn-úsdóttir fædd- ist 21. janúar árið 1942 í Fagurhlíð í Landbroti. Hún lést á Landspítala Fossvogi 19. des- ember 2020. Óla var fjórða í röðinni af ellefu börnum hjónanna Jónínu Kristínar Sigurðardóttur húsfreyju og Magnúsar Dag- bjartssonar bónda. Eiginmaður hennar var Óskar Engilbertsson og börn þeirra eru Kristín, f. 1963, Berta, f. 1964, Est- er, f. 1966, og Eng- ilbert Ágúst, f. 1975, og barna- börn eru sex. Að ósk hinnar látnu fór útför fram í kyrrþey frá Fossvogskapellu 8. janúar 2021. Óla ólst upp í Fagurhlíð í Land- broti, sú fjórða af 11 systkinum. Að loknu námi í Skógaskóla fluttist hún til Reykjavíkur þar sem hún kynntist eiginmanni sínum, Óskari Engilbertssyni. Gengu þau í hjónaband 1962 og eignuðust börnin Kristínu, Bertu, Ester og Engilbert Ágúst. Fyrst um sinn bjó fjölskyldan í Reykjavík, en flutti svo í tvígang til Suður-Kaliforníu, árin 1969 og 1979. Þar voru Óla og Óskar með sjálfstæðan rekstur síðari árin og eru margar og góðar minningar frá þeim tímum. Fóru svo Óla og Óskar, ásamt 3 af 4 börnunum, al- farin aftur til Íslands árið 1987. Þó að lífið vestan hafs hafi verið ævintýrinu líkast fannst henni gott að vera komin heim til Íslands þar sem æskuvinir og systkini voru. Hófu þau sjoppurekstur og voru með hann fram að andláti Óskars í nóvember 2000. Fór Óla þá að starfa í verslunargeiranum og starfaði við það fram að 65 ára aldri. Óla var hörkudugleg í öllum störfum. Hún var einstaklega handlagin – erfitt að koma tölu á þann fjölda af flíkum sem hún prjónaði, heklaði og saumaði í gegnum tíðina enda hélt hún um tíma ýmis prjóna- og heklinám- skeið í verslun sinni, Gæðagarn og lopi, sem hún átti um skeið með systur sinni, Guðlaugu. Hún hafði mikinn áhuga á lestri og las allt sem hún komst yfir. Einnig var hún mjög góð við að yrkja ljóð og kvæði og hafði gaman af orðaleikj- um og gátum af ýmsu tagi. Enda leituðu börnin og barna- börnin gjarnan til hennar þegar einhverja hjálp vantaði við ís- lenska málfræði og fannst henni ekki leiðinlegt að geta aðstoðað við það. Elsku mamma, amma og tengdamamma, við munum ávallt minnast þín með ást og hlýjum hug og þín er sárt saknað. Takk fyrir að vera samferða í þessu ferðalagi sem við köllum lífið. Við vitum að við lok þinnar síðustu ferðar verð- ur tekið á móti þér af ástvinum. Hvíl þú í friði. Kristín Óskarsdóttir, Berta Óskarsdóttir Potts, Michael Potts, Ester Óskarsdóttir, Engilbert Ágúst Óskarsson, Guðrún Dagný Pétursdóttir og barnabörn. Ólafía Magnúsdóttir Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, NJÁLL GUNNARSSON, bóndi frá Suður-Bár, lést laugardaginn 23. janúar. Jarðarförin fer fram frá Grundarfjarðarkirkju laugardaginn 30. janúar klukkan 13. Vegna aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir athöfnina sem verður streymt. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Grundarfjarðar. Sunna, Gunnar, Erna, Lilja, Valgeir, Rósa, Anna, Marteinn og fjölskyldur Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓNU ÁSGEIRSDÓTTUR, Breiðvangi 28, Hafnarfirði, sem lést 11. janúar. Þeim sem ekki áttu kost á að vera við jarðarförina eða horfa á streymið skal bent á að enn er hægt að horfa á útförina á slóðinni: https://youtu.be/B4pbyUKAO0U Sjöfn Arnbjörnsdóttir Gerhard Ball Edda Arnbjörnsdóttir Kristinn Arnbjörnsson Ivanka Sljivic Ásgeir Arnbjörnsson Oddný Gunnarsdóttir Guðjón Arnbjörnsson Ingibjörg Á. Magnúsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARÍA KRISTÍN SIGGEIRSDÓTTIR, lést föstudaginn 22. janúar á Landspítalanum við Hringbraut. Útförin fer fram frá Garðakirkju laugardaginn 30. janúar klukkan 14. Blóm og kransar vinsamlega afþakkað. Í ljósi aðstæðna verða eingöngu nánustu vinir og fjölskylda viðstödd, en streymt verður frá útförinni: https://www.facebook.com/groups/238117697884024. Fyrir hönd ástvina, Siggeir, Ástvaldur og Draupnir Rúnar Mig langar að- eins að minnast Gumma teiknó og líka föður Írisar vinkonu. Ég kynntist honum þegar ég var í Hagaskóla. Hann var einn uppáhaldskennari minn. Ekki var alltaf auðvelt að hafa hemil á 25 unglingum en við bárum mikla virðingu fyrir Gumma og þar voru ólætin í lágmarki. Ein sterk minning er þegar ég var að reyna að teikna einhvern Guðmundur Magnússon ✝ GuðmundurMagnússon fæddist í Reykjavík 11. ágúst 1936. Hann andaðist 16. janúar 2021. Útför Guðmundar fór fram 26. janúar 2021. sérstakan hlut og varð að orði: „Gummi, ég held að ég geti bara ekki teiknað.“ Hann var ekki lengi til svars og sagði: „Það geta allir teiknað!“ Ekki er ég nú viss um að honum hafi þótt það, en það fékk mig til að teikna í hverjum tíma. Gummi var mjög vandaður maður, hlýr og skilningsríkur við okkur krakkana. Elsku Íris mín, þú áttir góð- an pabba og minningarnar ylja. Ég votta Írisi, Magnúsi og Huldu og öllum aðstandendum mína dýpstu samúð. Svanhvít.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.