Morgunblaðið - 27.01.2021, Síða 20

Morgunblaðið - 27.01.2021, Síða 20
20 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 2021 SÉRBLAÐ SMARTLANDS BLAÐIÐ Fylgir Morgunblaðinu 12. febrúar –– Meira fyrir lesendur PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til 8. febrúar NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Fjallað verður um tískuna 2021 í förðun, snyrtingu, útliti og fatnaði auk umhirðu húðarinnar, heilsu, dekur o.fl. 60 ára Hallur er borinn og barnfæddur Akur- eyringur. Hann ólst upp í Skipagötu 4 og býr í Teigahverfinu. Hallur er offsetprentari að mennt og er framleiðslustjóri hjá Ásprenti. Maki: Laufey Petrea Magnúsdóttir, f. 1962, uppeldis- og menntunarfræðingur. Börn: Ása Sigríður, f. 1982, og Arnór Egill, f. 1989. Barnabörnin eru Tristan Gauti og Fanney Petrea Arnórsbörn. Foreldrar: Brynja Heiðdal, f. 1942, d. 2016, og Stefán A. Jónasson, f. 1938, d. 2016. Þau ráku gistiheimilið Ás í Skipa- götu 4. Hallur Jónas Stefánsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú hefur byrinn með þér til að klára þau verkefni sem setið hafa á hakanum. Slakaðu á og hleyptu ástinni inn í líf þitt. 20. apríl - 20. maí  Naut Hagaðu orðum þínum svo að ekkert fari á milli mála hvað þú átt við. Þú hefur sett allt þitt traust á ranga manneskju. Mundu að það styttir alltaf upp að lokum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Vertu á tánum gagnvart þeim tækifærum sem þér kunna að bjóðast. Haltu þig við skoðanir þínar, þú ert númer eitt í þínu lífi. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ert á tánum í dag en veist ekki af hverju, það kemur í ljós í kvöld. Við þurf- um öll að taka okkur tíma í einveru svona af og til. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Ef þú nennir að hafa fyrir hlutunum muntu undrast afraksturinn. Mundu bara að ofmetnast ekki, því dramb er falli næst. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú getur glaðst yfir góðu verki. Vertu opin/n fyrir að kynnast fólki. Spáðu í það hvert þig langar að stefna. 23. sept. - 22. okt.  Vog Horfur í peningamálum eru betri en oft áður. Hringdu nú í vini þína og fáðu góð ráð. Nágrannaerjur eru í uppsiglingu. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Eirðarleysi og/eða stefnuleysi gerir vart við sig í dag. Þú ferð fljótlega á blint stefnumót sem á eftir að breyta miklu í þínu lífi. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Vertu opin/n gagnvart tillögum samstarfsmanna þinna og leyfðu þeim að velta upp sem flestum flötum á málunum. Gefðu þér tíma til að vera með vinum þín- um. 22. des. - 19. janúar Steingeit Reyndu að halda í bjartsýni þína í vinnunni. Þú ættir ekki að slá hugmynd makans um breytingar á húsnæðinu út af borðinu, skoðaðu málið aðeins betur. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú stendur fast á þínu í sam- skiptum þínum við aðra í dag og ættir að klappa þér á bakið að því loknu. Einhver sendir þér skilaboð sem valda þér von- brigðum í stutta stund. 19. feb. - 20. mars Fiskar Stundum verður bara að kýla á hlut- ina en ekki bíða þess að þeirra tími sé kom- inn. Góður vinur gefur þér gjöf sem mun gleðja þig mikið. rödd með mér sem sannfærði mig um að nú og síðar á lífsleiðinni yrði ég alltaf að vera „sterk“. Mesta gæfuspor í lífi mínu var þeg- ar ég kynntist Guðmundi á balli í Oddfellow árið 1947. Hann fæddist með fulla heyrn en hafði lært fingra- fjölskyldu og félagsstörfum vann Hervör á Borgarspítalanum í ára- raðir. Afdrifaríku augnablikin – tveir tungumálaheimar „Ég er þakklát fyrir að hafa lifað glaðvær og sterk í 90 ár,“ segir Her- vör. „Einn erfiðasti en um leið af- drifaríkasti tími í lífi mínu var þegar ég hóf nám við Málleysingjaskólann í Reykjavík sjö ára gömul. Þegar móð- ir mín kvaddi mig mállausa og heyrn- arlausa í nýju umhverfi brast eitthvað í mínu hjarta. Ég skildi ekki af hverju mamma fór. Við tók margra daga táraflóð og mikill söknuður eftir fjöl- skyldunni og heimahögunum. Táknið mitt; Hervör, er táknað með vísifingri sem myndar bauga undir auga en táraflóðið varð tilefni nafngiftar minnar á táknmáli. En í skólanum lærði ég að tjá mig og ný vídd opn- aðist. En það var alltaf einhver innri S igurbjörg Hervör Guðjóns- dóttir fæddist 27. janúar 1931 á Hesti í Önundar- firði. Sjö ára, árið 1938, fór Hervör til Reykjavík- ur í fylgd móður sinnar til að dvelja í heimavist og hefja nám í Málleys- ingjaskólanum, síðar nefndur Heyrn- leysingjaskólinn. Hervör var afburðanemandi og til- finninganæm svo af bar. Hún var fljót að tileinka sér aðferðir sem voru kenndar í skólanum; munn-hand- kerfið, táknmál, fingrastafróf, vara- lestur og talkennslu. Hervöru var fljótt treyst fyrir mikilvægum verk- efnum. Hún túlkaði fyrir aðra nem- endur, opnaði faðminn og þerraði tár nýrra nemenda. Frá 15 ára aldri túlkaði hún m.a. yfir í eigið tal og táknmál til Brands Jónssonar skóla- stjóra og annarra í viðkvæmum dómsmálum þar sem heyrnarlausir komu við sögu. Hún var ein af stofn- endum Félags heyrnarlausra árið 1960. Hervör var formaður félagsins um árabil og fulltrúi þess í Norður- landasamstarfi heyrnarlausra. Hervör var fyrsta heyrnarlausa konan á Íslandi sem fékk bílpróf samkvæmt nýjum umferðarlögum árið 1964. Hervör og eiginmaður hennar, Guðmundur Egilsson, með Brandi, höfðu unnið málinu braut- argengi fyrir heyrnarlausa. Þau hjón túlkuðu og aðstoðuðu heyrnarlausa áður en túlkaþjónusta varð að veru- leika á Íslandi. Heimilið var eins og félagsmiðstöð, ætíð opið fyrir heyrn- arlausa vini og börnin þeirra fimm ól- ust upp við táknmál og íslensku hlið við hlið. Í formannstíð Hervarar eignaðist félagið eigið húsnæði og fyrsta tákn- málsorðabókin var gefin út. Unnið var að ýmsum framfaramálum, m.a. textun og táknmálsfréttum í sam- starfi við önnur félög. Hervör og Guðmundur túlkuðu þegar Helen Keller kom til landsins árið 1957. Þau hjón voru gerð að heiðursfélögum Félags heyrnarlausra á 25 ára afmæli félagsins. Samhliða uppeldi stórrar stafróf af heyrnarlausum vinnufélaga. Hann bauð mér í dans. Dansinn okk- ar varir enn þótt sporin séu hægari. Við giftum okkur 1956 og höfum verið samtaka í okkar lífsbaráttu. Skrítnar tilfinningar bærðust með mér þegar börnin okkar fimm fædd- ust. En óttinn við að þau myndu fæð- ast heyrnarlaus leið strax hjá um leið og ég leit þau augum. Skýrt og kvikt augnaráð var svarið sem ég leitaði eftir. Guðmundur minn var alltaf ná- lægur og hann skildi strax augna- tillitið sem ég gaf honum eftir fæðing- arnar. Allt yrði í lagi. Enda er ég þakklát fyrir allt fólkið mitt og barna- börn sem hafa gefið mér gæfuríkar stundir innanlands og erlendis í tíðum ferðalögum fjölskyldunnar. Ég er þakklát fyrir alla sem ég hef átt samleið með á lífsleiðinni í lífi og leik. Ég þakka áratugina sem ég vann á Borgarspítalanum með starfsfólki sem brosti á móti mínu brosi, leit ekki Hervör Guðjónsdóttir, fyrrverandi formaður Félags heyrnarlausra – 90 ára Geislandi brautryðjandi í málefnum heyrnarlausra Hjónin Hervör og Guðmundur. Fjölskyldan Hervör og Guðmundur ásamt börnum árið 1992. Afmælisbarnið Hervör árið 2020. Ljósmyndir/Gunnar Salvarsson 50 ára Emil er Hrís- eyingur, ólst þar upp til tvítugs og bjó síðan í Reykjavík, Sønder- borg og Berlín en hef- ur frá 2016 búið í Glerárhverfi á Akur- eyri. Hann er raf- magnstæknifræðingur að mennt og vinnur hjá Raftákni. Emil stundar flugu- veiði og uppáhaldsárnar eru Svartá í Bárðardal og Laxá í Aðaldal. Sonur: Magnús Ýmir, f. 2007. Foreldrar: Rósamunda Káradóttir, f. 1941, húsmóðir, búsett í Hrísey, og Ás- geir Halldórsson, f. 1934, d. 2016, málari í Hrísey. Emil Örn Ásgeirsson Til hamingju með daginn Reykjavík Margrét Bjarnadóttir fæddist 7. janúar 2020 kl. 17.34. Hún var 3.160 g að þyngd og 49 cm að lengd. Foreldrar hennar eru Kristín Sævarsdóttir og Bjarni Ingimar Júlíusson. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.