Morgunblaðið - 27.01.2021, Síða 23

Morgunblaðið - 27.01.2021, Síða 23
ÍÞRÓTTIR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 2021  Skoska knattspyrnufélagið Celtic mun minnast Jóhannesar Eðvaldssonar með einnar mínútu þögn fyrir leik liðs- ins gegn Hamilton í skosku úrvalsdeild- inni í kvöld. Jóhannes er látinn, sjötugur að aldri, en hann lék með Celtic á ár- unum 1975 til 1980 þar sem hann varð tvisvar skoskur meistari og var gríðar- lega vinsæll meðal stuðningsmanna fé- lagsins. Jóhannes, sem var landsliðsfyr- irliði Íslands um árabil, var kallaður „Big Shuggie“ en hann var búsettur í Glas- gow alla tíð eftir að ferli hans sem at- vinnuknattspyrnumanns lauk.  Handknattleikslandslið Katar sem er komið í átta liða úrslitin á heimsmeist- aramótinu í Egyptalandi hefur orðið fyr- ir gríðarlegu áfalli. Markvörðurinn snjalli Danijel Saric getur ekki leikið meira með liðinu á mótinu vegna meiðsla í öxl. Saric, sem er orðinn 43 ára, hefur verið í algjöru lykilhlutverki og átt nokkra stór- leiki á mótinu. Saric staðfesti þetta sjálfur við TV2 í Danmörku. Katar mætir Svíþjóð í átta liða úrslitunum í kvöld eft- ir að hafa skilið Króatíu og Argentínu eftir í harðri baráttu í milliriðlakeppn- inni.  Enska knattspyrnusambandið hefur viðurkennt að fyrra mark Manchester City í sigri liðsins á Aston Villa, 2:0, í úr- valsdeildinni í síðustu viku hefði ekki átt að standa og hefur í kjölfarið breytt áherslum í rangstöðureglunum. Rodri, leikmaður Manchester City, kom þá úr rangstöðu, náði boltanum af aftasta varnarmanni Aston Villa og lagði upp markið fyrir Bernardo Silva. Þetta gerð- ist á 79. mínútu þegar staðan var enn 0:0. Dean Smith, knattspyrnustjóri Villa, fékk rauða spjaldið fyrir að mót- mæla markinu kröftuglega.  Knattspyrnudeild Selfoss hefur sam- ið við bandaríska miðjumanninn Caity Heap um að leika með kvennaliði félags- ins á komandi keppnistímabili. Heap, sem er 26 ára gömul, er reynslumikill leikmaður. Hún var í sterku liði Texas Tech-háskólans en eftir útskrift samdi hún við Houston Dash í bandarísku at- vinnumannadeildinni og lék þar 2016 og 2017. Eftir það hélt hún til Evrópu og lék eitt tímabil með Mallbacken í sænsku B- deildinni áður en hún gekk til liðs við tékknesku meistarana í Sparta Prag.  Þróttur í Reykjavík hefur samið við fimm af lykilleikmönnum kvennaliðs fé- lagsins í knattspyrnu. Þetta eru þær Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, Andrea Rut Bjarnadóttir, Jelena Tinna Kuj- undzic, Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir og Linda Líf Boama, en þær eru allar fæddar á árunum 2000 til 2003.  Valþór Guðrúnarson, leikmaður Þórs á Akureyri, slasaðist á öxl í fyrrakvöld þegar lið hans tapaði naumlega fyrir Val á Hlíðarenda, 30:27, í úrvalsdeild karla í handknattleik, Olísdeildinni. Þetta kem- ur fram á Akureyri.net en sagt er að hann hafi lent illa á gólfinu eftir að hafa komið Þór í 20:19 þegar 20 mín- útur voru eftir af leiknum og farið úr axlarlið. Fagfólk hafi komið honum aft- ur í lið áður en Valþór fór af velli en hann hafi áður orðið fyrir sams- konar meiðslum og myndataka muni leiða í ljós hvort hann þurfi að fara í aðgerð. Eitt ogannað Það er fátt sem stoppar Englands- meistaraefnin í Manchester City þessa dagana en liðið vann sinn sjö- unda deildarleik í röð þegar liðið heimsótti WBA í ensku úrvalsdeild- inni í knattspyrnu á The Hawthorns í London í gær. City-menn byrjuðu leikinn í fimmta gír, skoruðu þrjú mörk á fyrsta hálftímanum og leiddu með fjórum mörkum gegn engu í hálfleik. Þeir gátu leyft sér að slaka á í síð- ari hálfleik enda leikmenn WBA löngu búnir að kasta inn hvíta hand- klæðinu eftir hörmulega frammi- stöðu í fyrri hálfleik. City er komið á toppinn í ensku úrvalsdeildinni en liðið er með 41 stig í efsta sæti deildarinnar og hef- ur eins stigs forskot á nágranna sína í Manchester United. Þá er Manchester City níunda lið- ið á tímabilinu sem er á toppi deild- arinnar í lok leikdags en miklar sviptingar hafa verið í efstu sætum deildarinnar undanfarnar vikur. Deildin hefur sjaldan verið jafn spennandi en alls eru átta lið með 30 stig eða meira og forskot City því ekki mikið, þrátt fyrir frábæra spila- mennsku í undanförnum leikjum. Þá er Arsenal komið í áttunda sæti deildarinnar eftir 3:1-sigur gegn Southampton á St. Mary‘s- vellinum í Southampton í gær. Það voru þeir Nicolas Pépé, Buka- yo Saka og Alexandre Lacazette sem skoruðu mörk Arsenal í leikn- um eftir að Stuart Armstrong hafði komið Southampton yfir á 3. mínútu. Eftir skelfilega byrjun á tíma- bilinu hefur Arsenal unnið fjóra af síðustu fimm deildarleikjum sínum og er liðið einungis 4 stigum frá Evr- ópusæti. Mikel Arteta, þjálfari liðsins, virð- ist vera búinn að finna sitt besta byrjunarlið en liðið var nokkrum stigum frá fallsæti rétt fyrir jól. Lacazette skoraði sitt tíunda mark á tímabilinu gegn Southamp- ton en hann hefur verið iðinn við kol- ann í undanförnum leikjum og átt stóran þátt í viðsnúningi Arsenal. Manchester City níunda liðið á toppi deildarinnar AFP 7 Manchester City er á miklu skriði þessa dagana með sjö deildarsigra í röð. Marcus Rashford, sóknarmaður Manchester United, er klár í slaginn gegn Sheffield United í ensku úr- valsdeildinni í kvöld en óttast var að hann yrði frá vegna meiðsla eftir að hann fór af velli gegn Liverpool í 4. umferð bikarkeppninnar á sunnu- daginn. „Marcus er tilbúinn. Hann æfði í morgun [gær], hann fékk ein- hvern slink á hnéð en það virðist vera í lagi,“ sagði Ole Gunnar Sol- skjær, knattspyrnustjóri United, á vef félagsins í gær og sagði að myndataka hefði leitt í ljós að ekkert alvarlegt hefði átt sér stað. Rashford ekki alvarlega meiddur AFP Frískur Rashford, t.h., fagnar marki sínu gegn Liverpool. Sigrún Árnadóttir fór á kostum fyr- ir Fjölni þegar liðið mætti SR í Hertz-deild kvenna í íshokkí í Eg- ilshöll í gær. Leiknum lauk með 9:1- sigri Fjölnis en Sigrún skoraði fjög- ur mörk fyrir Grafarvogsliðið. Laura Murphy skoraði tvö mörk fyrir Fjölni og þær Kristín Inga- dóttir, Maríana Birgisdóttir og Steinunn Sigurgeirsdóttir sitt markið hver. Fjölnir er í efsta sæti deildarinnar með 3 stig, líkt og SA, en SA á leik til góða á Fjölni. SR er á botni deildarinnar án stiga eftir fyrstu tvo leiki sína. Markaveisla í Egilshöll Ljósmynd/Þórir Tryggvason 4 Sigrún Árnadóttir var illviðráð- anleg í Egilshöllinni í gærkvöldi. Kristín Aðalheiður Jóhannsdóttir tryggði KA/Þór dýrmætt jafntefli gegn Val þegar liðin mættust í toppslag 6. umferðar úrvals- deildar kvenna í handknattleik í Origo-höllinni á Hlíðarenda í gær. Leiknum lauk með 23:23- jafntefli en mikið jafnræði var með liðunum allan leikinn og skiptust þau á að skora. Valskonur náðu mest tveggja marka forskoti í fyrri hálfeik en KA/Þór kom til baka og var stað- an jöfn í hálfleik, 11:11. „Ef annað liðið náði forystu jafnaði hitt jafnharðan. Allt var í járnum allt til enda leiks,“ skrif- aði Gunnar Egill Daníelsson m.a. í umfjöllun sinni um leikinn á mbl.is. Kristín Aðalheiður jafnaði met- in fyrir KA/Þór þegar fimmtán sekúndur voru til leiksloka. Valskonur fengu tækifæri til þess að jafna metin en sóknarbrot var dæmt á Lovísu Thompson og leikurinn fjaraði út. Lovísa Thompson var marka- hæst Valskvenna með átta mörk en Rut Arnfjörð Jónsdóttir skor- aði níu mörk fyrir KA/Þór, þar af sex af vítalínunni. Valur er áfram í efsta sæti deildarinnar með 9 stig eftir sex leiki en KA/Þór er í þriðja sætinu með 8 stig. bjarnih@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnúss Einvígi Lovísa Thompson, Val, sækir að Örnu Valgerði Erlingsdóttur, KA/Þór, á Hlíðarenda. Allt í járnum í toppslagnum Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Flest bendir til þess að Þorsteinn Halldórsson taki við starfi landsliðs- þjálfara kvenna í fótbolta á allra næstu dögum. Um leið þarf Breiða- blik að hefja leit að nýjum þjálfara fyrir kvennalið sitt en Þorsteinn hef- ur stýrt því í sex ár með frábærum árangri og uppskorið m.a. þrjá Ís- landsmeistaratitla. KSÍ tilkynnti í gær að íslenska landsliðið væri á leið á sterkt al- þjóðlegt mót, Tournoi de France, í Sedan í Frakklandi dagana 17. til 23. febrúar þar sem leikið verður gegn Frakklandi, Noregi og Sviss, sem eru í þriðja, ellefta og nítjánda sæti á heimslista FIFA. Þar fylgdi jafnframt sögunni að leikið yrði undir stjórn nýs þjálfara á mótinu en Jón Þór Hauksson hætti störfum í byrjun desember eftir að íslenska liðið hafði tryggt sér keppn- isréttinn í lokakeppni Evrópumóts- ins, sem fer ekki fram fyrr en sum- arið 2022. Eins og fram hefur komið var KSÍ einnig í viðræðum við Elísabetu Gunnarsdóttur um landsliðsþjálf- arastarfið en upp úr þeim slitnaði þegar Elísabet kvaðst ekki vera tilbúin til að hætta strax með lið Kristianstad til að taka við íslenska landsliðinu. Undankeppni HM í haust Leikirnir þrír í Frakklandi verða fyrsta verkefnið í undirbúningi liðs- ins fyrir Evrópumótið en nýr þjálf- ari mun jafnframt fara með liðið af stað í undankeppni heimsmeist- aramótsins. Lokakeppni þess fer fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi árið 2023. Undankeppnin á að hefjast í haust en ekki hefur verið dregið í riðla enn sem komið er. Þar á Ísland enn meiri möguleika en áður á að komast á HM því nú verða ellefu eða tólf Evrópuþjóðir í lokakeppninni í stað átta áður, þar sem liðum hefur verið fjölgað úr 24 í 32. Morgunblaðið/Eggert Líklegur Þorsteinn Halldórsson tekur væntanlega við landsliðinu. Undir stjórn Þorsteins í Frakklandi?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.