Morgunblaðið - 02.01.2021, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.01.2021, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2.1. 2021 Árið 2020 urðum við ekki aðeins fyrir höggi heimsfaraldurs heldur dundu á okkur lög- reglukylfur. Við fylgdumst með mótmælend- um um allan heim anda að sér lofti blönduðu táragasi, missa augu undan gúmmíkúlum, þjást undan pyntingum og í nokkrum tilfell- um hljóta bana. Í örvæntingu reyndum við að finna fólk okkur nákomið meðal þeirra sem voru handteknir og fangelsaðir fyrir að taka þátt í friðsamlegum mótmælum. Þetta var ár róttækrar pólitískrar hug- kvæmni: 2020 bauð upp á að við tækjum drauma okkar alvarlega og veitti okkur inn- blástur til að sjá fyrir okkur aðra og betri framtíðarkosti. Ég hef frá 2007 verið virk í samfélögum gegn alræði og í þágu femínisma og hinsegin fólks. Þegar ég stofnaði aðgerðahljómsveit- ina Pussy Riot ásamt öðrum árið 2011 gat ég aðeins látið mig dreyma um að sá tími myndi koma að feminísk samfélög og hin- seginsamfélög myndu blómstra í Rússlandi og listamenn úr straumnum miðjum tækju þátt í fundum okkar gegn Kreml. En aðger- ðasinnar í heiminum hafa fengið svo miklu áorkað á undanförnum árum. Handtaka mín og annars félaga úr Pussy Riot árið 2012 ásamt því að við neituðum af þrákelkni að gefa eftir þegar okkur var sleppt síðla árs 2013 átti þátt í að hvetja félaga okkar úr hópi lista- og tónlistarmanna til að blanda sér í pólitík. ég hef lært að þótt breytingar eigi sér ekki stað á einni nóttu geta litlar að- gerðir með tímanum komið einhverju var- anlegu og djúpstæðu til leiðar: Hægt er að hafa áhrif á lögregluþjóna til hins betra einn af einum eða skipta út þar til andlát óvopn- aðs karls, konu eða kynsegin manneskju í höndum laganna varða heyrir fortíðinni til. Hið sorglega andlát George Floyd í hönd- um lögreglu 25. maí 2020 varð aflvaki ein- hverrar umfangsmestu félagshreyfingar í sögu Bandaríkjanna. Það vakti hreyfinguna svört líf skipta máli til lífs að nýju. Kannanir gáfu til kynna að á milli 15 og 26 milljónir manna í Bandaríkjunum hefðu tekið þátt í fjöldafundum undir merkjum Svört líf skipta máli vikurnar eftir dauða Floyds. Svört líf skipta máli munu hafa djúpstæð áhrif á hvaða augum við munum líta réttlæti árið 2021 og áfram. Réttlæti þarf að þýða kynþáttaréttlæti. Það þarf einnig að þýða efnahagsréttlæti, kynjaréttlæti og umhverf- isréttlæti. Fjöldahreyfingar ársins 2020 kenndu okkur að hugsa út frá heildarhyggju og þvert á mörk, að spyrja grundvall- arspurninga og ímynda okkur betri framtíð. Á þessu ári fórum við að gera okkur í hugarlund gerólíkar leiðir fyrir siðmenningu okkar: Hvað ef við endurhugsuðum öryggis- mál með nýjum og róttækum hætti? Gætum við hagnast á minni löggæslu í lífi okkar? Ættum við að beina framlögum til lögreglu til verkefna í jaðarsettum samfélögum og leggja einhverjar af skyldum lögreglu á herðar félagsráðgjafa? Hvað ef lögreglan, stofnun sem hefur glatað trausti okkar, yrði leyst upp og önnur félagsleg stofnun, sem sætti ábyrgð, leysti hana af hólmi? Hverjum þjóna lögregluþjónar og hverja vernda þeir? Vernda þeir mig? Þurfum við enn að læsa fólk inni? Hefur fangelsiskerfið betrumbætt nokkurn mann? Er það að nota nánast ókeypis vinnuafl í fangelsum önnur mynd þrælahalds? Getum við gert okkur í hugar- lund heim án lögreglu, án fangelsa? Ríkisstjórnir, sérstaklega þær sem hneigjast til alræðis, eru á nálum vegna dirfskufullrar róttækni pólitísks ímyndunar- afls borgara sinna. Trump forseti hefur sett merkimiðann „hryðjuverkamenn“ á þá sem beita sér fyrir félagslegu réttlæti og sagt að hann vilji „ríkja yfir“ þeim. Vladimír V. Pút- ín, forseti Rússlands, er þeirrar hyggju að ef þú gagnrýnir hann sértu óvinur ríkisins og það þurfi að þagga niður í þér. Í mínu landi, Rússlandi, hefur réttarkerfið verið upptekið af því í næstum tíu ár að handtaka félaga í Pussy Riot. Í tónlistar- myndböndum okkar er sjónum beint að lög- regluofbeldi bæði heima og erlendis vegna þess að við teljum að vandinn sé útbreiddur og verði aðeins leystur með sameiginlegu átaki aðgerðasinna um heim allan. Í febrúar 2015 gáfum við út fyrsta lagið okkar á ensku, „I Can’t Breathe“ („Ég get ekki and- að“), í minningu Ercis Garners, sem lést sumarið áður eftir að lögregluþjónn í New York-borg tók hann kverkataki. Í ágúst gerðu rússnesk stjórnvöld tilraun til að myrða stjórnarandstöðuleiðtogann Alexei Navalní, vin minn, með því að byrla honum taugaeitur. Á sama tíma í Hvíta- Rússlandi stýrði stjórn Aleksandrs G. Lúkasjenkós, félaga Pútíns, handtökum, barsmíðum og pyntingum friðsamlegra mót- mælenda – sem stappaði aðeins í þá stálinu. Þegar ríkisstjórnir bregðast við með offorsi, eins og þær hafa gert um allan heim, þegar þeim tekst ekki að vernda friðsama mót- mælendur, kveikir það með réttu öflugri andspyrnu. Árið 2020 kviknuðu mótmæli gegn stjórnvöldum og fjöldahreyfingar gegn lögregluofbeldi í Hong Kong, Síle, Líbanon, Mexíkó, Bretlandi og Frakklandi. Kórónuveiran hefur afhjúpað bresti í póli- tískri forystu heimsins og fengið okkur til að spyrja okkur spurninga um misréttið sem við búum öll við í efnahags-, kynþátta- og kynjamálum. Meðhöndlun stjórnvalda á far- aldrinum hefur leitt til þess að mörg okkar berjumst í bökkum til að lifa af peningalega og heilsufarslega. Í Bandaríkjunum hafa milljóna- og milljarðamæringar fengið gríð- arlegar skattaívilnanir hjá ríkisstjórninni, en allt of margt venjulegt fólk hefur verið skilið eftir án þess að hafa aðgang að viðráð- anlegri heilsugæslu eða eiga fyrir leigunni. Veiran hefur stundum takmarkað getu okkar til að mótmæla á götum úti, en við höfum tileinkað okkur nýjar leiðir til að rækja borgaralegar skyldur okkar og verða skilvirkari stafrænir aðgerðarsinnar. Með það mögulega tjón, sem félagsmiðlar geta valdið andlegri heilsu okkar, í huga höfum við verið að vinna að fyrirbæri, sem ég kalla „netsóttvarnir“, markvissri notkun staf- rænna verkfæra. Um þessar mundir er með myndum og myndskeiðum, sem dreift er á netinu, hægt að ná ótrúlegri viðspyrnu gegn áróðri, falsfréttum og hroka þeirra, sem sitja við völd, með einföldum, en áhrifarík- um sjónrænum staðreyndum. Í Hvíta- Rússlandi gegnir Telegram, vinsælt skila- boðasmáforrit netrásarinnar Nexta, lykil- hlutverki í andspyrnunni við alræðisstjórn Lúkasjenkós. Mediazona, fjölmiðill Pussy Riot, og Navalny Live, YouTube-rás Navalnís, hafa fengið marga Rússa til að skipta um skoðun með því að afhjúpa spill- ingu, getuleysi og grimmd hins pólitíska stjórnarfars Pútíns. Framtíð okkar er enn óskrifuð. Þegar Pussy Riot semur nýja tónlist spyrjum við okkur: Hvernig mun aðgerðapönk hljóma árið 2030? Um hvað mun það fjalla? Vorið 2021 mun Pussy Riot gefa út sína fyrstu hljóðversplötu, „RAGE“. Lögin á plötunni fjalla um hnattræn málefni á borð við öryggi almennings, andlega heilsu og samskipti borgaranna við stjórnvöld sín. Viðvarandi, skipulögð, skapandi, frið- samleg og klók aðgerðahyggja mun færa okkur nær heimi, sem verður að fullu lýð- ræðislegur, árið 2021 og á komandi árum. ©2020 The New York Times Company og Nadía Tolokonnikóva. Á vegum The New York Times Li- censing Group. Mótmælandi tekur í hönd þjóðvarðliða í Los Angeles í Bandaríkjunum 31. maí í miðri ólgunni vegna andláts George Floyds í haldi lögreglu. Bryan Denton/The New York Times Ár róttækrar, pólitískrar hugkvæmni Fjöldamótmæli breyttu afstöðu heimsins til félagslegs réttlætis NADÍA TOLOKONNIKÓVA er aðgerðasinni, listamaður og tónlistarmaður og stofnandi feminísku hljómsveitarinnar og lista- samsteyptunnar Pussy Riot. Hún er höfundur „Read and Riot: A Pussy Riot Guide to Activism“. Kórónuveiran hefur afhjúpað bresti í pólitískri forystu heimsins og fengið okkur til að spyrja okkur spurninga um misréttið sem við búum öll við í efnahags-, kynþátta- og kynjamálum. TÍMAMÓT: ANDLÁT GEORGE FLOYDS HRATT AF STAÐ MÓTMÆLUM UM ALLAN HEIM ’’
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.