Morgunblaðið - 02.01.2021, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 02.01.2021, Qupperneq 58
58 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2.1. 2021 „Líf ólifað“ er ljóð eða dramatísk skissa, sem snýst um nýja tíma. Þar er sjónum beint að því sem gerist innra með þeim, sem búa í text- anum, og innra með okkur lesendum á meðan við horfum á ballettinn, sem lýst er í ljóðinu. Kannski þráum við að gera eitthvað raunveru- legt. Kannski þráum við okkar eigið líf. Í ljóðinu hittast Ísak og Ísmael á ný. Ég ímynda mér að þessir bræður hafi saknað hvor annars lengi. Ég hef hugsað um þá árum sam- an. Þeir tala um dúfur og dauða, hinn mikla kondór, og allan tímann eru þeir að horfa á ballettinn. Ég vil trúa því að þessi texti sé lifandi svar við spurningunni um hvað sé mögulegt, jafnvel á ári eins og 2020. LÍF ÓLIFAÐ Svið undir berum himni, dögun, allar hreyfingar eru í takti, föst dansforskrift, dansararnir dansa ballett Maður heldur á klukku, að lokum heyrum við bara tifið í klukkunni (skipt frá sömdum hreyfingum dansarans yfir í einfalt tif klukkunnar) Ég hef beðið um að nýtt skeið hefjist Hér hjá okkur Eldingu lýstur niður (hún sýnir sig) Þú mátt velja einn vísdóm til að taka með þér Bara einn Þú getur eiginlega valið eftir eigin höfði, frelsið er þitt, en ef þú vilt takmarkanir eru þær fyrir hendi (trekkir klukkuna) Það sem deyr verður upphaf, skiljið allt eftir Minningarnar mínar? Já, þær líka. Það verður ekki hægt að muna. Þú deyrð. Við deyjum öll Bara si svona? Já, með ákveðnum hætti, með ákveðnum hætti ekki Þú munt ekki geta valið hvenær En það mun gerast Hvað munt þú vita um hið nýja skeið? Þú hefur reynsluna. Það sem þú sérð fyrir framan þig. Það þýðir ekki að vera hræddur. Gott, gott, það er rétt Taktu á móti því nýja með sjálfstrausti, sýndu sanngirni Hver ert þú, sá sem mun skýra þetta allt fyrir okkur? Aldrei, engar slíkar hugsanir, skiptu um laglínu og hlustaðu á það sem varla heyrist Og samt vex það Hinir dauðu: það vex, það vex, það vex Rís upp þegar ég tala við þig Ert þú maður ofbeldisins? Ég er með hugmyndir, hugsanir. Hverjar, ef mér leyfist að spyrja? Hvernig ríkir þú án ofbeldis? Allt veltur á því að þú trúir mér, hverju einasta orði mínu Ekki halda eitt augnablik að ég muni leyfa þér að vita neitt um mig Hinir dauðu: Um mig, mig, mig, mig, mig, mig, mig, mig Maðurinn sem talaði um nýja tíma gengur með klukkuna sína út af sviðinu Atarna, þarna fara þeir, allir fífl Þeir koma ekki til baka, hér erum við ein, við erum frjáls, og þó ekki Ég skil ekki neitt, segðu nú hvað þú ert að fara Lífið, það leið hjá, það kemur ekki til baka Nú þurfa allir að lækna sig sjálfir Erum við þegar dáin? Muldur hinna dauðu liggur að baki því, neðan þess, muldraðu eins og þig lystir Hvað margir, tveir, eða þrír, fimmtíu, hundrað þúsund, sjö hundruð þúsund og þrjátíu? Gjörðu svo vel, leggstu bara niður, þarna. Hann bendir á hina dauðu, muldur þeirra Svefn þinn verður draumlaus Ég elska drauma mína Vertu þá kyrr þarna, þar muntu fá að dreyma Er það svona auðvelt, bara nokkur orð, hann hlær Allt byrjar aftur. Ísak, Ísmael, fórnin og eyðimörkin Hinir dauðu muldra: Ísak, Ísmael, fórnin Þrumur dyrnja, eldingar leiftra, í bjarma þeirra sjáum við ballett dansaranna Hver og einn horfir á þá dansa, hver í eigin huga, hugsunum, ef við gætum heyrt í þeim Fagnaðarlæti Horfið bara Ísak og Ísmael faðmast, hlæja saman Ísak: Horfðu á ballettinn, þau dansa Ísmael: Ég verð svo glaður að sjá þetta, svo glaður. Ísak: Þú ert svo öruggur, aðeins þeir sem eru öruggir fyllast gleði af að horfa á dans Ísmael: Kannski það Þeir hlæja Maðurinn með klukkuna kemur inn Maðurinn: Tíminn líður. Ekki gleyma því. Ísak: Við hittumst og þurfum strax að skilja Ísmael: Þannig er það skrifað Ísmael kyssir bróður sinn í kveðjuskyni, verður að fara, strax Munum við sakna hvor annars? Í árþúsundanna rás Vertu sæll. Ísak og Ísmael fallast í faðma Horfa aftur á ballettinn Ballettinn á ný um hábjartan dag Ísmael: Hvaða áhrif hefur það á þig að horfa á þau dansa Ísak: Það fær mig til að verkja Ísak: Sannlega, mig verkjar, mig verkjar Ísmael: Það er þráin eftir hinu ólifaða lífi Eilífð síðar Vel mætt Ísak Ísmael Heyrið þetta, sleppið engu smáatriði, þau hvísla hvert að öðru, landslagi hugsana þeirra er varpað upp fyrir aftan þau. Fugl flýgur í gegnum landslagið, fellur niður fyrir framan Ísak og Ísmael. Það er dauðinn, kondórinn, stoltur boðberi dauðans. Þetta er bara fugl. Fugl segir þú, hefði þetta verið dúfa værum við þegar farnir að fagna, en kondórinn, með vængi til að flytja hann úr víti og til baka Svo fljótur að kljúfa hugsanir, Ísmael, bróðir minn Um hvað ertu að hugsa? Akrana sem ég reið um sem barn. Hugsanir, von ef til vill jafn einföld og þetta Já, von og þrá Þeir sem þrá lifa. Bara þeir? Já. Bara þeir. ©2020 The New York Times Company og Linda Boström Knausgård. Á vegum The New York Times Licensing Group. Kenneth W. OVeal Jr. með klukkulaga tösku í hönd á afrópönk-hátíðinni í Brooklyn í ágúst 2019. Jeenah Moon fyrir The New York Times Dansarar við New York City-ballettinn koma fram á sviði í Lincoln Center í New York í september 2014. Andrea Mohin/The New York Times Þrá eftir okkar eigin lífi Fyrir rithöfundinum Lindu Boström Knausgård var árið 2020 tími íhugunar og stöðug áminning um að tíminn er hverfull. LINDA BOSTRÖM KNAUSGÅRD er skáld. Nýjasta skáldsaga hennar heitir „Velkomin til Ameríku“ og kom út á íslensku 2017. Kannski þráum við að gera eitt- hvað raunveru- legt. Kannski þráum við okkar eigið líf. SÝN LJÓÐSKÁLDS Á ÁRIÐ ’’
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.