Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2021, Qupperneq 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2021, Qupperneq 4
FRÉTTIR VIKUNNAR 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.1. 2021 Fram kom að íslensk stjórnvöldræddu nú við fleiri lyfja-framleiðendur en Pfizer um tilraunaverkefni um hjarðónæmi við bólusetningu. Óþolinmæði hefur gætt með hve hægt og lítið berst af bóluefni til landsins, en Evrópusam- starf um bóluefnisöflun hefur ekki virkað eins og vonir stóðu til. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sat þó fast við sinn keip um að þorri þjóðarinnar yrði bólusettur fyrir mitt ár. Lögspekingar á sviði persónuréttar komust að þeirri niðurstöðu að heimildir yfirvalda til smitrakninga væru óskýrar. Þar horfðu þeir sér- staklega til þess þegar sótt- varnalæknir aflaði sér upplýsinga úr kortafærslum á knæpu, þar sem hópsmit kom upp í haust. Upplýs- ingar um innvortis sprittun fólks væru tvímælalaust „viðkvæmar per- sónuupplýsingar“. Ákvörðun heilbrigðisráðherra um að skimun með brjósta- og legháls- krabbameini færðist frá Krabba- meinsfélaginu til hins opinbera sætti mikilli gagnrýni og ekki þó síður hitt að nú væru konur á aldrinum 40-49 ekki lengur boðaðar í skimun. Fallið var frá þessu nokkrum dögum síðar. Hótelhaldarar telja Reykjavíkur- borg vilja gullgæsina feiga. Hana skorti minnsta vilja til þess að verja rekstur gistihúsa í borginni eftir að fram kom að hún legðist gegn hug- myndum um frestun fasteigna- gjalda þeirra, en þau hafa verið nán- ast tekjulaus undanfarið ár. Íslendingar eru aufúsugestir í Eist- landi sem fyrr, jafnvel sem aldrei fyrr, því þeir eru nú einir þjóða, sem eru undanþegnir öllum sóttvarna- reglum við komuna til landsins. Hvort það auki mönnum ferðahug er önnur saga, þar eru barir og líkams- ræktarstöðvar líka lokuð, 11 stiga frost og bylur, en veiran í miklum uppgangi. Svo takk, en nei takk.    Greint var frá því að frá og með þessari viku yrði öll dagskrá Stöðv- ar 2 aðeins aðgengileg áskrifendum, þar á meðal fréttir og fréttatengt efni, sem hefur undanfarin 34 ár ver- ið sent út í opinni dagskrá. Má því segja að klukkan hafi færst 34 ár aft- ur og þorri landsmanna mun því að- eins fá sjónvarpsfréttir af sjónarhóli hins opinbera. Menningarmálaráðherrann Lilja Al- freðsdóttir sagði þetta brotthvarf frétta Stöðvar 2 slæmt og að sam- keppni minnkaði fyrir vikið. Hún sagði skynsamlegast að Ríkis- útvarpið færi af auglýsingamarkaði, en áður en af því gæti orðið þyrfti þingið samt að samþykkja frumvarp sitt um styrkjakerfi fyrir frjálsa fjöl- miðla. Sem þá yrðu auðvitað háðir fjárveitingavaldinu og vafamál hversu frjálsir væru. Farsóttin hefur breytt hegðan og neysluháttum þjóðarinnar mikið. Aukin dagdrykkja veldur því að vín- búðirnar hafa slegið hvert sölumetið á fætur öðru, en ofan á það að eng- inn kemst í ræktina hefur velta mat- vöru í netverslunum þrefaldast á einu ári. Þá jókst innflutningur neysluvöru einnig verulega. Fyrsta sendingin af bóluefni Mod- erna kom til landsins, heilir 1.200 skammtar, sem duga fyrir bólusetn- ingu 600 manns. Að sögn er von á meiru síðar. Kirkjugarðasamband Íslands and- æfði lagafrumvarpi sem heimila myndi aukið frelsi fólks til þess að strá ösku látinna. Í umsögn kom fram að það gæti haft bæði ófyrir- séðar og óæskilegar afleiðingar, en sjálfsagt telur það kirkjugarðana einnig missa reku úr sínum sverði. Ellefu af 20 stærstu sveitarfélögum landsins sýndu íbúum sínum það ör- læti að lækka fasteignaskatta og var meira að segja Reykjavíkurborg í þeim hópi. Borgin fór alla leið úr 1,65% sem er hæsta leyfilega skatthlutfall, niður í 1,60%. Ekkert þeirra var hins vegar í námunda við það hlutfall sem lögin gera ráð fyrir, en það er 1,32% Íbúar í Úlfarsárdal höfðu þó ekki tíma til þess að fagna lægri fast- eignaskatti. Til þess voru þeir of uppteknir við að mótmæla áformum borgarinnar um breytingu á að- alskipulagi hverfisins. Hún felst í að setja niður lítið létt iðnaðarhverfi, í ætt við það sem nú má finna á Bílds- höfða, fyrir ofan íbúðahverfið. Þrátt fyrir mikið atvinnuleysi er töluvert af lausum störfum á mark- aði, Þau voru um 2.800 á síðasta árs- fjórðungi, en á sama tíma voru 14.900 manns atvinnulausir. Senni- lega eru margir þeirra að vænast þess að fá sín fyrri störf aftur þegar plágunni linnir og vilja því síður fast- ráða sig annars staðar.    Meirihlutaeigendur í Skeljungi hafa uppi ýmis áform um breytingar á rekstrinum, t.d. með frekari smá- sölu. Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Skeljungs, segist eygja ýmis tækifæri, þar á meðal fjárfestingu í Bretlandi. Vörumerkið Útrás 2.0 er laust til umsóknar. Stjórnarandstaðan og þá sér- staklega Samfylkingin settu sig upp á móti fyrirhugaðri sölu á hlut rík- isins í Íslandsbanka og telur hana getað valdið Hruninu 2.0 ef ekki annarri fjármálakreppu á heimsvísu. Sem auðvitað væri verra. Oddný Harðardóttir sagði söluna ekki tímabæra, eins og hún ætti best að vita, enda mælti hún sjálf fyrir frum- varpi um sölu ríkisins á eignarhlut í fjármálafyrirtækjum þegar hún var fjármálaráðherra Samfylking- arinnar árið 2012. Þrátt fyrir að farsótt lamaði stóran hluta atvinnu- og þjóðlífs á síðasta ári kom á daginn að staðgreiðsla út- svars á seinni hluta þess reyndist 7,2% hærri en á sama tíma árið 2019. Komu þær greiðslur í lok liðins árs mörgum sveitarfélögum skemmti- lega á óvart, en þær voru nokkuð misjafnar eftir landshlutum. Kórónuveirusmit var greint á hjartadeild Landspítala og var um- svifalaust lokað fyrir innlagnir, sjúk- lingar og starfsfólk skimað. Eftir nokkurt japl, jaml og fuður kom þó í ljós að eitthvað var bogið við skim- unina, sem að líkindum greindi þar gamalt smit. Þingmenn úr flestum flokkum tóku undir sjónarmið Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra um að Rík- isútvarpið færi af auglýsingamark- aði, en vinstri græn áttu þó erfitt með að fella sig við það nema því yrði bættur skaðinn með enn glæsi- legri fjárframlögum úr ríkissjóði. Hafði Kolbeinn Óttarsson Proppé það á orði að ríkisfjölmiðill gegndi lykilhlutverki við að viðhalda réttum og sameiginlegum skilningi þjóð- arinnar á staðreyndum mála. Eitthvað skorti þó á sameiginlegan skilning lögregluþjóna og heilbrigð- isyfirvalda á lögmæti þess að skylda fólk í sýnatöku eða 14 daga sóttkví í farsóttarhúsi við komuna til lands- ins. Svandís Svavarsdóttir kvaðst vilja skoða lagagrundvöllinn áður en svo langt væri gengið. Ásmundur Einar Daðason, barna- og félagsmálaráðherra, ákvað að færa sig úr Norðvesturkjördæmi á mölina í komandi kosningum.    Samtök fyrirtækja á veitingamark- aði sendu stjórnvöldum harðorða áskorun um að bregðast tafarlaust við stöðu veitingageirans, sem væri kominn á hnén eftir sóttvarnatak- markanir á rekstrinum. Helmingur félagsmanna telur að rekstur þeirra lifi að óbreyttu ekki út febrúar. Kalla þurfti út sérsveit lögreglu í Borgarholtsskóla þegar maður vopnaður hafnaboltakylfu og hníf réðst að nemendum og kennurum um hábjartan dag, eftir að hópáflog höfðu brotist út. Árásin var tekin upp á síma og dreift á félagsmiðlum. Rannsókn Ragnheiðar Jónsdóttur íslenskufræðings bendir til þess að unglingar noti ensk tökuorð og slangur í æ ríkara mæli. Word. Maður á sextugsaldri var dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir að hafa orðið konu sinni að bana í Sandgerði í fyrravor. Tryggingafélagið VÍS sendi frá sér jákvæða afkomuviðvörun um að hagnaður þess árið 2020 yrði 39% meiri en vænst hafði verið. Markaðs- aðilar voru felmtri slegnir og hluta- bréfaverð VÍS féll um 3,5%. Þórunn Egilsdóttir, oddviti Fram- sóknarflokksins í Norðaustur- kjördæmi, greindi frá því að hún myndi ekki sækjast eftir sæti á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Hún er í leyfi eftir að hún greindist með krabbamein fyrir skömmu. Guðmundur Felix Grétarsson, raf- virki sem missti báða handleggi í slysi árið 1998, gekkst undir tvöfalda handleggjaágræðsluaðgerð í Lyon í Frakklandi. Sóttin, bóluefnið og borg óttans Hópáflogum í Borgarholtsskóla lyktaði með því að maður réðst á nemendur og kennara með hníf og hafnaboltakylfu. Það var þó alls ekki eina líkamsárásin og áflogin, sem lögregla þurfti að rannsaka í vikunni. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon 10.1.-16.1. Andrés Magnússon andres@mbl.is Kaja organic, Kalmansvellir 3, kajaorganic.com, kajaorganic@gmail.com Sölustaðir: Hagkaup, Nettó, Melabúð, Fjarðarkaup, Heilsuhúsið, Frú Lauga, Matarbúðin, Brauðhúsið, Fiskkompaní, Mamma veit best og Matarbúr Kaju Akranes Frækex Gott með ostum Gott með áleggi Gott fyrir umhverfið Gott fyrir þig Keto, vegan, gluteinlaust og að sjálfsögðu lífrænt í umhverfisvænum umbúðum

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.