Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2021, Qupperneq 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2021, Qupperneq 8
SKÁKLIST 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.1. 2021 É g hafði ekki hugmynd um að þessi tæplega fimmtíu ára gamla mynd væri til fyrr en Helgi Ólafsson stórmeistari hafði samband við mig fyrir nokkrum dögum. Banda- rískur vinur hans hafði rekist á hana á eBay og spurt Helga hvort hann vissi einhver deili á þessari ungu stúlku. Helgi hélt það nú og sendi mér póst. Því miður gat ég lítið hjálpað honum með sögu í kringum skákina; man satt best að segja ekki mikið eftir þessu,“ segir Guðlaug Þorsteinsdóttir, skákkona og læknir, en vatns- litamynd af henni, ellefu ára, og argentínska stórmeistaranum Miguel Najdorf að tefla í Reykjavík árið 1972, eftir þekktan bandarísk- an listamann, LeRoy Neiman, er nú föl á upp- boðsvefnum eBay fyrir tæpa 12 þúsund doll- ara, sem samsvarar ríflega einni og hálfri milljón króna. Guðlaug er ánægð með myndina. „Svala Jónsdóttir listakona teiknaði ólympíuliðið í skák 1978 en þetta er eina málverkið sem ég veit um,“ segir hún en Neiman var á sinni tíð þekktur málari í Bandaríkjunum sem sérhæfði sig í myndum af tónlistar- og íþróttafólki, eins íþróttaviðburðum. Hann lést árið 2012, 91 árs að aldri. Mótið fór fram í Útgarði í Glæsibæ í júlílok 1972 en á sama tíma stóð „einvígi aldarinnar“ milli Bobby Fischers og Borisar Spasskís yfir í Laugardalshöllinni. Fjölda erlendra skák- manna dreif til landsins af því tilefni og mikið teflt um allan bæ. Guðlaug var yngsti keppandi mótsins, sem Skáksamband Íslands stóð að, aðeins ellefu ára, en Najdorf sá næstelsti, 62 ára, að því er kom fram í Morgunblaðinu á þessum tíma. Hann sigraði á mótinu, með fimm og hálfum vinningi af sex mögulegum. Aðeins Björn Þorsteinsson náði jafntefli. Það þýðir að Guðlaug hefur tapað skákinni á mynd- inni. „Eins og ég segi, þá man ég ekki mikið eftir þessu móti, en augljóslega hef ég skrifað skák- ina niður og kannski er til afrit af skorblaðinu hjá Skáksambandi Íslands; eflaust ekki gert mér grein fyrir því að ég væri að tefla við svona frægan skákmann. Ég þekkti ekki mikið til skákheimsins þá,“ segir Guðlaug brosandi. „Myndin nær þó að fanga andrúmsloftið ágæt- lega en á þessum árum var ég oft að tefla við eldri menn, að mér fannst, sem reyktu án af- láts. Það þurfti maður bara að þola.“ Hún hlær. Allt snerist um „einvígi aldarinnar“ Allt snerist um „einvígi aldarinnar“ og Guð- laug var með annan fótinn í Laugardalshöllinni þetta sumar; að fylgjast með skákunum, anda að sér stemmningunni og fá eiginhandarárit- anir hjá hinum og þessum sem hún vissi lítil deili á. „Mamma, Sigurlaug Sigurðardóttir, skutlaði mér og sótti mig svo bara seinna um daginn. Ég var oft ein að þvælast þarna. Það var ógleymanlegt að fylgjast með Fischer og Spasskí tefla enda einvígi þeirra einn stærsti viðburður Íslandssögunnar – ef ekki sá stærsti. Það eru líka allir sammála um að þetta sé merkasta einvígi skáksögunnar; það var allt undir, ekki bara í skákinni, heldur var kalda stríðið í algleymingi og stórveldin í mikilli störukeppni. Ég held að við Íslendingar höfum ekki fyllilega áttað okkur á þessu fyrr en löngu eftir einvígið.“ Þess utan gekk á ýmsu, ekki síst vegna und- arlegra uppátækja Fischers sem bjó sem kunnugt er að sérstakri lund. „Það er í raun kraftaverk að þetta einvígi hafi klárast. Flestir héldu með Spasskí enda var hann viðkunnan- legur og kurteis; hinn fullkomni séntilmaður.“ – Hélst þú með honum? „Já, ég hélt með Spasskí. Kannski litaðist það að einhverju leyti af pólitíkinni en pabbi var svolítið rauður.“ Hún brosir. Sjálf velgdi Guðlaug þessum merku köppum undir uggum þetta sumar. Þannig birtist í Þjóðviljanum risastór mynd af henni í ágúst- mánuði 1972 með fyrirsögninni: „Þrátt fyrir Fischer og Spasskí er þetta skákstjarnan í ár.“ Fleiri en Íslendingar voru upptendraðir yfir hæfileikum stúlkunnar. Júgóslavneska skák- konan Milunka Lazarevic komst þannig að orði í samtali við Morgunblaðið 19. júlí 1972: „Hún hefur þá stórkostlegustu hæfileika, sem ég hef fyrirhitt hjá svo ungri stúlku. Ég hef teflt við hana tvær skákir hingað til, og hún hefur sýnt að hún hefur allt sem þarf, ímyndurarafl, ein- beitingu, allt. [...] Með ástundun og rækt gæti Guðlaug orðið meistari eftir nokkur ár. Mér finnst svo mikið til hennar koma að ég held að eftir um 10 ár gæti hún verið orðin nýr Bobby Fischer. Ég segi þetta ekki bara í gamni held- ur líka í alvöru.“ Var ekki undrabarn „Já, hugsaðu þér,“ segir Guðlaug hlæjandi, þegar ég ber þetta undir hana. Hún gengst þó ekki við því að hafa verið undrabarn. „Ég hafði mikla skákhæfileika sem krakki en ég var ekki undrabarn. Ég átti auðvelt með að læra og var hugmyndarík en var ekki með þessa ólækn- andi dellu sem þarf til að ná alla leið á toppinn. Fischer til dæmis vakti og svaf með taflið stöð- ugt hjá sér.“ Faðir Guðlaugar heitinn, Þorsteinn Karl Guðlaugsson, var mikill áhugamaður um skák og tefldi alla tíð mikið. Þegar hann var að kenna bróður hennar, Sigurði, sem er þremur og hálfu ári eldri, mannganginn fylgdist sú stutta með, fjögurra eða fimm ára. „Það hvarfl- aði ekki að pabba að kenna mér mannganginn enda tefldu stelpur ekki á þessum tíma,“ rifjar Guðlaug upp brosandi. „En þegar ég var farin að gefa bróður mínum holl ráð þegar þeir voru að tefla áttaði hann sig á því að ég var farin að kunna sitthvað fyrir mér eftir að hafa fylgst með þeim. Þá skynjaði pabbi að áhugi minn var ósvikinn og byrjaði að tefla við mig líka.“ Næsta skref var að tefla og taka þátt í mót- um í Kársnesskóla og fara sem „viðhengi“ með bróður sínum og tefla í klúbbum í heima- Morgunblaðið/Eggert Ég vildi ekki vera fræg! Vatnslitamynd af Guðlaugu Þorsteinsdóttur, þá ellefu ára, að tefla við argentínska stórmeistarann Miguel Najdorf í Reykjavík ár- ið 1972 er nú til sölu á uppboðsvefnum eBay. Fjölmiðlar hossuðu Guðlaugu mikið á þessum tíma, þannig að sjálfir Fischer og Spasskí áttu fullt í fangi með að brjótast fram úr skugganum. Þetta var skákkonunni ungu til ama enda vildi hún ekki vera fræg. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’Með ástundun og rækt gætiGuðlaug orðið meistari eftirnokkur ár. Mér finnst svo mikiðtil hennar koma að ég held að eftir um 10 ár gæti hún verið orðin nýr Bobby Fischer. Guðlaug Þorsteinsdóttir lærði mannganginn ung og teflir enn, mest á netinu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.