Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2021, Qupperneq 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2021, Qupperneq 13
17.1. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 hjá og það væri óvarlegt af okkur að horfa að- eins til næstu landa og setja öll okkar egg í sömu körfu. Við eigum að horfa til heimsins alls.“ Við búum samt sem áður að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES), sem gefur okkur aðgang að hinum sameiginlega markaði ESB, án þess að binda okkur þar inni. Er það ekki frábær staða? „Jú, það má segja það. Þetta var mjög góð- ur samningur að flestu leyti, við fengum mikilvægar undanþágur og mikilvægan að- gang.“ Breytir Brexit þar einhverju um? Við sjáum að Bretar fengu samning við ESB nú um jólin, sem sumum þykir ekki lakari. „Það er ekki enn komin endanleg nið- urstaða í samningum Breta og ESB og því ekki hægt að segja hvort öðrum stæði slíkur samningur til boða. Við sjáum það líka á tví- hliða samningum ESB við Sviss að þar ríkir ekki fullkomin hamingja um allt. En kannski það segi mesta sögu að ESB hefur ekki boðið neinum öðrum ríkjum viðlíka samning og EES og alls óvíst að það myndi fella sig við að fleiri ríki kæmu þeim megin að sambandinu með inngöngu í EFTA.“ Króna, evra eða dollar Því lítillega tengt eru gjaldmiðilsmálin, sem Íslendingar hafa talað um í meira en öld, nú upp á síðkastið evruna. Þú ert ekki alveg þar? „Mín skoðun hefur alveg legið fyrir í því, en menn þurfa ekkert að hafa hana til leiðsagnar. En eins og kemur fram í þessari skýrslu, þá tala staðreyndir málsins sínu máli. Ef menn vilja taka upp annan gjaldmiðil – og það gerum við ekki nema að gaumgæfa það mjög vel, það verður enginn dans á rósum að skipta um gjaldmiðil – þá þurfum við að vera undir það búin að vera með gjaldmiðil sem ekki tekur neitt mið af íslenskum aðstæðum, gengið ekki í takt við útflutningsatvinnuveg- ina, vaxtaákvarðanir ekki í takt við efnahags- ástand og áhættu í íslenskum fjárfestingum og svo framvegis, alveg óháð því hvaða gjald- miðill yrði fyrir valinu. Það er enginn vandi að finna ýmsa galla á krónunni, en við sjáum líka við aðstæður eins og núna að krónan er til mikillar sársauka- minnkunar og gengið hreyfist í takt við að- stæður. Það þýðir einfaldlega að atvinnuleysi er miklu minna en annars væri, svo við tölum nú bara hreint út á máli sem allir skilja. Við Ís- lendingar þolum atvinnuleysi mjög illa og við eigum ekki að þola það. Svo að krónan er alls ekki án verulegra kosta heldur. En ef menn vilja þrátt fyrir allt taka upp annan gjaldmiðil, þá þarf að vanda valið og gera það á málefnalegum og skynsamlegum forsendum. Það er hins vegar einhver landlægur mis- skilningur að evran sé mikilvægasti viðskipta- gjaldmiðill okkar. Sem er einfaldlega rangt. Það er án nokkurs vafa dollarinn og um það er ekkert hægt að deila þegar menn skoða töl- urnar. Og þannig hefur það verið lengi. Doll- arinn er mun stærri hvað varðar útflutninginn, en ámóta stór þegar kemur að innflutn- ingnum.“ Viðspyrnan viðsjála En ef við horfum nú aðeins skemmra fram á veginn, ímyndum okkur að bólusetning gangi hratt og vel fyrir sig og að við verðum ekki enn einni bylgju faraldursins að bráð, þannig að ís- lenskt þjóðlíf komist í fyrra horf með sumrinu. Hefur það mikið upp á sig ef okkar helstu við- skiptalönd verða að miklu leyti enn í vandræð- um, eins og margt bendir til? „Maður er nú alveg hættur að þora að spá mikið um framtíðina á fordæmalausum tímum. Við sjáum það bara á því hvað okkur hefur skjátlast um margt, hvernig lönd sem voru til fyrirmyndar síðasta sumar eru það ekki lengur og svo framvegis. Eftir sem áður þurfum við að fylgjast vel með og vera fljót að bregðast við. En ef okkur Íslendingum tekst að komast klakklaust í gegnum þetta, þá varðar það öllu. Og jafnvel þó svo að viðskiptalöndin verði eitt- hvað lengur að ná sér á strik, þá þarf það ekki að hafa veruleg áhrif hér á landi. Við sjáum það nú þegar að það er talsverður fjöldi fólks, sem er þegar búið að fá Covid-19, og vill fara að hugsa sér til hreyfings. Eftir því sem bólusetn- ingu vindur fram mun bera æ meira á því. Það kæmi mér mjög á óvart ef þetta fólk vildi ekki fara að ferðast þegar fært er, hvort sem er vegna vinnu eða til þess að fara í frí. Þar hefði Ísland mikið að bjóða, þegar okkur er fært að opna landið frekar. Rannsóknir benda til þess að þar höfum við talsverð tækifæri.“ Ríkisstjórnarsamstarf og kosningar Nú styttist í kosningar og ríkisstjórninni hefur gengið bara nokkuð bærilega í viðureigninni við faraldurinn og raunar verið mjög samstiga, kannski meira en margur átti von á hjá svo ólíkum flokkum. En ef menn eru farnir að sjá ljósið við enda Covid-ganganna, er engin hætta á að lokaspretturinn verði svolítið út og suður? „Það er alltaf hætta á því í aðdraganda kosn- inga, burtséð frá aðstæðum. Og svo þarf nú að horfa svolítið langt aftur til þess að rifja upp „eðlilegt ástand“ í pólitíkinni. En það er alveg rétt að samstarfið hefur gengið ágætlega. En það er eins og annað, það gerist ekki af sjálfu sér. Það þarf að hafa fyrir því að stilla streng- ina saman, sýna umburðarlyndi og tillitssemi. Sérstaklega auðvitað þegar í hlut eiga mjög ólíkir flokkar, fólk með mjög ólíkar lífsskoð- anir. Ef fólk heldur að það sé áreynslulaust, þá er það mikill misskilingur.“ Hefur samstarfið verið erfitt? „Við getum bara orðað það sem svo, að það er vandi fyrir svo ólíka flokka að vera sam- stiga. Við erum oft mjög ósammála, stundum um hluti, sem okkur finnast vera grundvallar- atriði.“ Er rifist í ríkisstjórninni? „Neeei, ég get ekki sagt það. En við skipt- umst á skoðunum, kannski meira á milli ríkis- stjórnarfunda, einmitt til þess að þeir séu skil- virkir. En það er engin háreysti á milli manna og menn leggja sig fram um að leysa hlutina í friði. Eins og mér finnst að fólk eigi að vinna, hvort sem er í ríkisstjórn eða á öðrum vinnu- stöðum. Stutta sagan er þessi: Okkur hefur gengið jafnvel að sannfæra vinstri græn um ágæti okkar hugmynda og hugsjóna og þeim hefur gengið við okkur. Bara ekki neitt. En við náum málamiðlunum og gætum þess yfirleitt að ganga ekki of nærri samstarfsflokkunum. Svo megum við ekki heldur gleyma hinu, að oft hefur það komið sér vel að við erum ekki sammála um alla hluti og að við komum sitt úr hverri áttinni. Við sumar aðstæður var það beinlínis til farsældar fallið að þessir flokkar sátu saman við ríkisstjórnarborðið og þá er ég t.d. að hugsa um kjarasamningana. Sum mál eru auðvitað aðallega praktísk í eðli sínu, en stjórnmálin eru aldrei langt undan og um þau tökumst við á. Það er okkar hlutverk.“ Getur það samt ekki tekið á taugarnar? Fólk sem velur sér stjórnmálin að starfi er yfirleitt með nokkuð eindregnar hugsjónir og fastmót- aðar skoðanir á öllum hlutum. Eru málamiðl- anir ekki eitur í ykkar beinum? „Sko, ég er alltaf pirraður yfir því þegar hugsjónir Sjálfstæðisflokksins ná ekki fram að ganga. Á því verður engin breyting,“ segir Guðlaugur og hlær. „En maður er fyrir löngu búinn að læra að taka því þegar fólk er á önd- verðum meiði og sömuleiðis hvenær og hvern- ig er hægt að ná saman. En svo er líka annað í þessu sem hefur orðið til þess að stjórnmálin eru ekki alltaf jafn- skilvirk og væri æskilegt og hefur jafnvel vald- ið uppákomum, en það er hvað það hefur orðið gríðarlega ör endurnýjun í þingliði allra flokka. Eitt er að fólk sé ósammála, en það skiptir máli að það sé líka til staðar reynsla og stofnanaminni til þess að auðvelda samstarf og ná árangri. Það á ekki aðeins við í pólitíkinni, við sjáum þetta líka á vinnumarkaði og víðar.“ Áfram í Reykjavík norður Talandi um það, þá verður nú ekki séð að það verði verulegar breytingar á framboðslistum, svona enn sem komið er. Hvað um þig? „Ég hef leitt lista flokksins í Reykjavík norð- ur, hef verið svo lánsamur að vera fyrsti þing- maður þess kjördæmis tvö kjörtímabil í röð, og mun sækjast eftir því að gera það áfram.“ Fyrsti þingmaður Grafarvogs, var einhvern tímann grínast með. „Ja, ég var lengi vel eini kjörni borgar- fulltrúinn úr úthverfum borgarinnar og tel mér það nú frekar til tekna að vera í góðu sam- bandi við fólkið þar. Og eini þingmaðurinn í Grafarvogi. Sjálfur hef ég svo auðvitað teng- ingar á fleiri staði, kem úr Borgarnesi, fór í skóla á Akureyri, búinn að búa í bænum mest- alla tíð síðan. Maður mótast af því öllu og ég held að það nýtist manni vel. Í pólitíkinni skiptir það hins vegar meira máli hvaðan og hvernig maður nálgast verk- efnin. Þar verður stóra málið það að eftir kosn- ingarnar sé starfhæfur meirihluti með raun- hæfa sýn á ástandið og heilbrigða framtíðarsýn. Hættan er auðvitað sú að hér komi aftur rík- isstjórn svipað samsett og borgarstjórn- armeirihlutinn í Reykjavík, sem tókst að stór- auka skuldir allt góðærið og komst að því að Reykjavíkurborg væri að stórtapa á ferða- mönnum. Nú er borgin laus við ferðamenn, en samt batnar fjárhagur borgarinnar ekkert. Allt þetta ber vott um að tengslin við raun- veruleikann séu ekki upp á marga fiska. Það væri skelfilegt ef sömu sömu sjónarmið fengju að ráða í landsstjórninni, Því þá er voðinn vís, þá munum við aldrei ná viðspyrnu og aldrei vinna okkur út úr þessu, munum aldrei verða það sem við viljum vera, sem er opið og al- þjóðlegt land, þar sem allir, og sérstaklega unga fólkið, fá tækifæri til þess að njóta hæfi- leika sinna og byggja undir sig og sína.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon ’Alþjóðamál snerta alla Íslend-inga með beinum hætti ogreyndar eru fáar þjóðir sem eigajafnmikið undir alþjóðasam- skiptum og að alþjóðalög séu virt. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.