Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2021, Side 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2021, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.1. 2021 LESBÓK TRÖLL Synd væri að segja að Chris gamli Holmes, sem frægastur er fyrir að hafa verið gítarleikari W.A.S.P. á gullaldarárum málmbandsins glysgjarna, hafi verið áberandi í tónheimum hin síðari ár og misseri. Þeir sem sakna kappans geta á hinn bóginn tekið gleði sína á ný því fyrir helgina kom út flunkuný heimildarmynd um hann, Mean Man: The Story Of Chris Holmes, eftir Frakkana Antoine De Montremy og Laurent Hart. Hol- mes flutti til Frakklands með viðkomu í Finnlandi árið 2014 og kveðst í samtali við Duke TV ekki hafa hug- mynd um hvenær hann troði næst upp í heimalandi sínu, Bandaríkjunum. Lítið sé þangað að sækja enda hlusti æska þess lands bara á rapp og hipphopp. „Þetta eru rokkleysingjar upp til hópa,“ sagði okkar maður. Tíðindi af Holmesheiði Chris Holmes er ekki dauður úr öllum æðum. Wikimedia.org PÖNK Enski leikstjórinn Danny Boyle hyggst gera leikna sjónvarpsseríu í sex hlut- um um pönkbandið goðsagnakennda Sex Pi- stols. Þættirnir munu kallast Pistol og byggj- ast á endurminningum Steve Jones gítarleikara, Lonely Boy, sem komu út 2018. „Hugsið ykkur að brjótast inn í heim The Crown og Downton Abbey með félögunum og öskra lögin ykkar og tjá gremjuna vegna alls sem þetta stendur fyrir,“ sagði Boyle við The Guardian. „Þarna sprakk bresk götumenning út, þar sem venjulegt ungt fólk hafði sviðið og tjáði angist sína og flaggaði tískunni. Og allir urðu að horfa á, skelfast eða fylgja.“ Leiknir sjónvarpsþættir um Sex Pistols Sex Pistols á hátindi ferils síns árið 1977. AFP Julie Andrews á marga aðdáendur. Kafnaði næst- um úr gleði GLEÐI Julia Quinn, höfundur Brid- gerton-ástarsagnanna, kveðst hafa misst andann svo lengi þegar hún frétti að stórleikkonan Julie And- rews myndi ljá lafði Whistledown rödd sína í sjónvarpsþáttunum eftir bókaflokknum, að með réttu hefði átt að úrskurða hana látna. Téðir þættir hafa slegið í gegn á efnis- veitunni Netflix og lýsir Quinn ánægju sinni með aðlögunina í sam- tali við breska blaðið The Guardi- an. Það truflar hana til dæmis ekki neitt að sumir karakterar hafi breytt um litarhaft enda sé hún vön því að „nákvæmnislögreglan“ andi ofan í hálsmálið á henni en Bridger- ton sögurnar eiga sér stað á önd- verðri nítjándu öld. Ég var að rápa í Sjónvarpi Sím-ans Premium að leita að ein-hverju áhugaverðu til að horfa á og það var úlpan sem setti öngulinn í mig. Ég mundi eftir henni úr fyrstu seríunni. Sú ágæta sería, sem ég sá fyrir einhverjum miss- erum, var að vísu að mestu leyti í móðu en ég mundi eftir úlpunni hans Nellys Rowe, eins og ég hefði séð hann seinast í gær. Klæðileg flík, heiðgul léttdúnúlpa, sem söguhetjan í Save Me fer nánast aldrei úr; sofn- ar ósjaldan í henni á kvöldin. Smám saman rifjaðist þetta allt upp fyrir mér; dóttir Nellys hafði horfið í fyrri seríunni og hann lá um tíma undir grun enda var hún talin hafa verið á leið til hans síðast þegar til hennar spurðist. Nelly er löngu skilinn við móðurina og hafði stimpl- að sig út úr lífi dótturinnar. Ekki kom dóttirin í leitirnar í fyrstu seríunni og leitin heldur nú áfram, sautján mánuðum síðar, og Nelly er staðráðnari en nokkru sinni í því að hafa upp á henni, með góðu eða illu. Bjartsýnin hefur dofnað mjög í kringum hann og barnsmóðir hans viðurkennir að suma daga óski hún þess að dóttir hennar sé látin, fremur en að hugsa til þess að hún hafi lent í klóm níðinga. Guð einn veit hvað þeir kunna að gera henni. Nelly heldur á hinn bóginn í von- ina og allt hans líf snýst um leitina. Hvað varð um dóttur mína? Feður leita í ofboði að horfnum dætrum sínum í sjónvarpi um þessar mundir; bæði í bresku þátt- unum Save Me Too og dönsku þáttunum DNA. Eru þær látnar eða í klóm misindismanna? Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Rolf Larsen veltir vöngum í dönsku spennu- og ráðgátuþáttunum DNA. Nordicdrama.com Það er breski leikarinn og handrits- höfundurinn Lennie James sem er maðurinn á bak við Save Me og Save Me Too. Hann á hugmyndina og skrifaði handritið ásamt Daniel Fajemisin-Duncan og Marlon Smith, auk þess sem hann leikur sjálfur aðalhlutverkið, Nelly Rowe. Af öðrum leikurum í þáttunum má nefna Suranne Jones, Leslie Man- ville, Stephen Graham, Olivia Gray og Jason Flemyng. Höfundur dönsku þáttanna DNA er Torleif Hoppe. Anders W. Berthelsen fer með aðalhlutverkið en íslenskir áhorfendur kannast vel við hann úr þáttum á borð við Krónikuna og Glæpinn sem nutu mikilla vinsælda hér um slóðir. Zofia Wichlacz leikur Julitu og Charlotte Rampling Claire Bobain. Þá fer Olivia Joof Lewerissa með hlutverk lögreglukonunnar Neel sem reynist Rolf Larsen betri en engin í leit hans að sannleikanum. Skrifar handritið sjálfur Zofia Wichlacz leikur í DNA. NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Heilsa& útivist –– Meira fyrir lesendur Nú er tíminn til að huga að betri heilsu og bættum lífstíl. Í blaðinu verður kynnt fullt af þeim möguleikum sem í boði eru fyrir þá sem stefn PÖNTUN AUGLÝSINGA: Fyrir þriðjudaginn 26. janúar. fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 29. janúar SÉRBLAÐ

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.