Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2021, Síða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2021, Síða 18
Í sabella, sem er 22 ára verkfræðinemi við Háskóla Íslands, prjónar mest á sjálfa sig en líka fólkið í kringum sig. Hún er hluti af prjónasamfélaginu Ungir prjón- ar á Instagram þar sem ungar hann- yrðakonur sýna frá handavinnunni sinni. Prjónaæði hefur gripið um sig í heimsfar- aldrinum og ekki bara á Íslandi heldur líka í Skandinavíu. Það sést greinilega á samfélags- miðlum þar sem skandinavíska prjóna- samfélagið blómstrar. Ísabella Rós tók einmitt aftur upp prjónana í fyrstu bylgjunni í vor og hefur varla lagt prjónana frá sér síðan. Þá hafa margar peys- ur af öllum stærðum og gerðum, vesti, pils og hárbönd dottið af prjónunum hjá henni og núna vinnur hún í að búa til sína fyrstu uppskrift að peysu. „Ég hef alltaf haft gaman af því að sinna alls kyns handavinnu, en amma mín kenndi mér að prjóna og hekla þegar ég var mjög ung. Hún er mín helsta fyrirmynd í allri handavinnu og það er gott að geta alltaf leitað til hennar hvort sem ég þarf aðstoð, innblástur eða hvatningu. Á seinni árum í grunnskóla prjónaði ég og hekl- aði mikið og fannst það ótrú- lega skemmtilegt. Þegar ég fór í menntaskóla minnkaði handavinnan aðeins en í fyrri bylgju Covid tók ég aftur upp prjónana og hef ekki stoppað síðan. Í dag er handavinna, og þá sérstaklega prjón, mitt helsta áhugamál en það er klárlega mín leið til að bæði slaka á og vera skapandi.“ Margt ungt fólk búið að taka upp prjónana „Mér finnst ótrúlega heillandi að hugsa til þess að flestar, ef ekki allar, formæður mínar kunnu að prjóna og það hafi verið gert hér á landi í aldanna rás. Í dag eru það samt alls ekki bara ömmur og mömmur sem eru að prjóna, þrátt fyrir að þær séu eflaust margar, heldur ótrúlega margir á mínum aldri. Með til- komu samfélagsmiðla er töluvert einfaldara að fá innblástur og deila fallegum myndum af prjóninu sínu sem er ofboðslega hvetjandi. Mjög margt yngra fólk hefur byrjað að prjóna eða hekla aftur í Covid sem er ótrúlega skemmtilegt og gaman að sjá hvernig prjóna- samfélagið á Íslandi er sífellt að stækka á sam- félagsmiðlum.“ Í haust fékk hún boð um að vera með í Ekki lagt frá sér prjónana síðan í fyrstu bylgju Amma Ísabellu Rósar Ingimundardóttur kenndi henni fyrst að prjóna þegar hún var lítil stelpa. Síðan þá hefur handavinna verið eitt af aðaláhugamálum Ísabellu og í dag er hún farin að hanna sínar eigin uppskriftir. Sonja Sif Þórólfsdóttir sonja@mbl.is Einlitar peysur eru í tísku um þessar mundir. Hún vinnur nú að því að hanna sína fyrstu uppskrift. Ísabella tók prjón- ana aftur upp í fyrstu bylgjunni. Hárbönd og teygjur. 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.1. 2021 LÍFSSTÍLL

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.