Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2021, Blaðsíða 32
SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 2021
Suðurlandsbraut 24
108 Reykjavík
Sími 554 6969
lur@lur.is • lur.is
LÁTTU ÞÉR
LÍÐA VEL
MADE INDENMARK
Lama rúmin eru vönduð, falleg og þekkt
fyrir að veita heilbrigðan og góðan svefn.
Þau hafa verið framleidd í Danmörku síðan 1939.
Hægt er að fá þau með eða án stillanlegum botni. Í
boði eru þrír litir á áklæði og margar tegundir fóta
og rúmgafla.
Lama Premium rúmin eru með sérstakan mjóbaks-
stuðning og meiri dýpt fyrir axlir. Ef þú vilt að öxlin
detti meira ofan í dýnuna er Premium línan fyrir þig.
„Skemmtileg mynd frá þessum leik, þarna er ég fyrir miðju með
hendur hátt upp í loft en þá var ég gjaldkeri HSÍ (1996-2005) og
við hlið mér er sonur minn, Viggó, sem lyftir höndum hátt upp
við hlið mér og glittir í andlit hans, nú er hann að fara á sitt
fyrsta HM sem leikmaður.“
Sunnudagsblaðinu barst svohljóðandi bréf frá Ásgerði Hall-
dórsdóttur eftir að meðfylgjandi mynd birtist í myndasyrpu í
blaðinu frá gömlum heimsmeistaramótum í handbolta um liðna
helgi. Téður Viggó er vitaskuld Kristjánsson, vinstrihandar-
skyttan sem hefur verið að gera það gott með Stuttgart í Þýska-
landi og landsliðinu að undanförnu.
Myndin var tekin á sigurleik Íslands gegn sjálfum Frökkum
2007. „Þessi leikur á móti Frakklandi var með ólíkindum og við
sem horfðum á leikinn trylltumst af gleði með hverju markinu.
Vonandi verður þetta mót okkur farsælt,“ segir Ásgerður.
Ásgerður og Viggó
fagna fræknum sigri Ís-
lendinga á Frökkum á
HM í Þýskalandi 2007.
Morgunblaðið/Günter Schröder
Úr stúkunni út á gólfið
Viggó Kristjánsson í landsleik með Íslandi gegn
Litháen á síðasta ári. Hann er nú á sínu fyrsta HM.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Viggó Kristjánsson lætur drauminn ræt-
ast og tekur þátt í HM í handbolta.
„Sjónvarp ryður sjer mjög til
rúms erlendis og þykir að sjálf-
sögðu hin besta skemmtun.“
Þetta sagði Víkverji í Morgun-
blaðinu í óspurðum fréttum á
þessum degi fyrir sjötíu árum, 17.
janúar 1951. Fram kom í pistl-
inum að í Ameríku, þar sem sjón-
varpið var útbreiddast, hefði það
þegar haft mikil áhrif á aðsókn að
kvikmyndahúsum.
„Jafnvel á Norðurlöndum er far-
ið að gera tilraunir með sjónvarp,
en talið er alllangt í land, þar til
hinar smærri þjóðir geta komið
upp hjá sjer sjónvarpsstöðvum,
þannig að allir hafi af því not, líkt
og t.d. útvarpi. Þessvegna hefir
það þótt fjarstæða ein, að sjón-
varpið myndi nokkru sinni ná til Ís-
lands. Og þó, hver veit,“ sagði Vík-
verji en varaði þó við bjartsýni:
„Ísland er sjerstaklega illa sett,
hvað snertir sjónvarp, vegna þess,
hve landið er fjöllótt og sjónvarps-
stöðvar draga skammt ennþá. Til
þess að allt Ísland hefði gagn af
sjónvarpsstöð, þyrfti að byggja
margar endurvarpsstöðvar víðs-
vegar um landið. Og kostnaður við
það yrði að sjálfsögðu mikið meiri,
en íbúatala Íslands gæti borið.“
GAMLA FRÉTTIN
Aldrei
sjónvarp á
Íslandi?
Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri þegar Sjónvarpið tók til starfa 1966.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Richard M. Nixon
37. forseti Bandaríkjanna
Bob Paisley
knattspyrnugoðsögn
Jón Ásgeirsson
tónskáld og tónlistargagnrýnandi