Morgunblaðið - 05.02.2021, Síða 23

Morgunblaðið - 05.02.2021, Síða 23
✝ Hrönn Geir-laugsdóttir fæddist í Reykja- vík 11. september 1959. Hún lést á heimili sínu 20. janúar 2021. Hún var dóttir hjón- anna Jóhönnu Jó- hannsdóttur, f. 22. október 1922, d. 5. júlí 2010, og Geir- laugs Jónssonar bókbindara, f. 29. mars 1932, d. 16. júní 2014. Systir Hrann- ar er Sigríður Hulda píanó- leikari, f. 9. apríl 1963. Eigin- maður hennar er Paulo Weglinski tónlistarmaður, f. 3. nóvember 1959. Börn þeirra eru Þór Weglinski, f. 11. apríl 1989, og Jóhanna Weglinski, f. víkur. Hún stundaði fiðlunám jafnhliða skólagöngu allt til fiðlukennaraprófs frá Tónlist- arskóla Reykjavíkur árið 1980 og lauk jafnframt stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð árið 1979. Frá 1978 starfaði Hrönn við stundakennslu við Tónmennta- skóla Reykjavíkur, allt þar til hún var ráðin í fullt starf árið 1983. Þar starfaði hún allt til ársins 2015. Hrönn lék með fjölmörgum tónlistarmönnum á tónleikum og skemmtunum, við margs konar athafnir en ekki síst í Bústaðakirkju við hjónavígslur og aðrar kirkju- legar athafnir. Hún var flug- freyja hjá Flugleiðum og síðar Icelandair frá 1985 til 2020. Útför Hrannar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag, 5. febrúar 2021, klukkan 13 og verður streymt frá útförinni á: https://www.sonik.is/hronn Virkan hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat 2. september 1991. Sonur Hrannar er Freyr Ómars- son viðskiptafræð- ingur, f. 11. jan- úar 1987, eigin- kona hans er Sigrún Ásta Ein- arsdóttir fram- kvæmdastjóri, f. 8. september 1980. Dóttir þeirra er Katrín María, f. 21. september 2016. Faðir Freys er Ómar Hallsson veitingamaður, f. 17. mars 1948. Hrönn ólst upp í foreldra- húsum við Grensásveg í Reykjavík. Hún lærði ung á fiðlu í Barnamúsíkskólanum, nú Tónmenntaskóla Reykja- Hrönn systir mín. Ég er eina manneskjan sem getur sagt „Hrönn systir“. Hún er mín einkasystir. Á gamalli mynd sést Hrönn, um fjögurra ára gömul, halda í barnavagn þar sem ég svaf nýfædd. Blíður augnsvipur og umhyggja í and- litinu. Þannig var það alltaf í gegnum uppeldisárin. En það er svo undarlegt að þetta fyrsta systraband, sem sést á þessari gömlu mynd, er svo fastgróið í mér að jafnvel eftir að við höf- um búið hvor í sinni heimsálf- unni í yfir 30 ár finnst mér eins og hún haldi enn í vagninn minn: „Eigum við þá ekki að heyrast á morgun? Verum í bandi.“ Ég er mjög þakklát fyrir heimsókn hennar hingað til Ríó í júlí 2018. Við áttum góðar stundir saman, ferðuðumst um landið og börnin mín, Þór og Jó- hanna, náðu að mynda náið samband við hana. Árið 2019 fórum við, ég og Paulo maður- inn minn, til Íslands og ákváðum að halda tónleika með brasilískri tónlist. Við buðum Hrönn þá að spila með okkur á fiðluna í bossanovalagi eftir Antonio Carlos Jobim sem heit- ir „Insensatez“ (íslensk þýðing: Kaldlyndi). Við höfðum ekki spilað saman á fiðlu og píanó síðan á unglingsárunum og þetta var mikil upplifun. Og hún spilaði frá hjartanu, eins og hún hafði alltaf gert. Orðlausir fiðlu- tónarnir gáfu ljóðinu líf, eins og þeir gætu komið orðunum til skila: Ó, kaldlyndi, hvað hefurðu gert? Þetta gálausa hjarta þitt lét ástina gráta af kvöl þessa fíngerðu ást Hrönn var mjög listræn manneskja. Auk þess að vera góður fiðluleikari og gefandi fiðlukennari hafði hún mikinn áhuga á listum og listmálun. Sjálfsagt voru til staðar einhver áhrif frá föðurbróður hennar, Jóhannesi Geir Jónssyni list- málara. Á veggjunum heima hjá henni héngu nokkur olíumál- verk eftir hana sjálfa og önnur nokkur eftir Jóhannes Geir frænda, sem hún dáðist mikið að. Og hún hélt í barnavagninn, besta eldri systir sem hugsast getur. Hún var mín einkasystir. Enginn annar getur sagt „Hrönn systir“. Jafnvel eftir að líf og dauði hafa nú skilið okkur að, meira en heimsálfurnar gerðu áður, mun hún alltaf búa í mér, falleg, hæfileikarík, hug- ulsöm. Ég elska þig, Hrönn systir, hvar sem þú ert. Megir þú öðl- ast hvíld og ró. Hulda. Skjótt hefur sól brugðið sumri. Hrönn frænka mín er fallin frá. Stór hópur systkina- barna átti frá kornæsku langar stundir saman. Foreldrar okk- ar, sjálf af meitluðu uppeldi, freistuðu þess að færa það yfir á okkur ormana. Þegar litið er til baka við þessi hryggilegu tíma- mót má muna gleði, gáska og káta fundi úr þessum fyrir- ferðamikla stapa. Orðin frændi og frænka tákna í þennan rann ekki bara ættartengsl heldur ekki síður vináttu og væntum- þykju. Þannig hafa þau ætíð hljómað af okkar vörum. Hrönn var frænka kær, dóttir Geir- laugs móðurbróður míns, Gilla frænda, yngsta barns afa og ömmu og næstur móður minni. Tengsl fjölskyldna okkar voru mikil og náin alla tíð. Við frænka þroskuðumst síðan hvort í sína áttina eins og vera ber, hún af sinni hugþekku hóg- værð, en við bæði alla tíð með vitund um vináttu og frændsemi uppeldisins. Hrönn sýndi snemma yfirburðahæfileika í fiðluleik, lauk einleikaraprófi og um árabil stundaði hún kennslu og lék víða á tónleikum og sam- komum með öðru hæfileikafólki. Hún gerðist snemma flugfreyja og og smám saman saman viku viðkvæmir strengir hljóðfæris- ins fyrir þungu þrýstilofti hreyflanna í árföstu starfi skýj- um ofar. Í flugfreyjustarfinu átti Hrönn langan og farsælan starfsaldur, vini og burðarása. Hin síðari ár lágu leiðir okkar oft saman í háloftum þessara flugferða, í mörgum ferðum misábatasamra viðskipta. Var þá oft gott að vera komin hálfa leið heim þegar Hrönn birtist með sitt fágaða fas og fallega bros. Teinrétt, svipdjörf og ljúf í lund bauð hún frænda sínum hressingu. En nepjan blés og lífið varð vossamt í baráttunni við heilsubrest og óvæg mótgangsöfl. Ég minnist frænku minnar nú og ætíð með hlýjum hug frá öllum stundum; uppeldis, fjölskyldufunda og vináttu. Kæri Freyr og fjölskylda. Við Hrafnhildur sendum ykkur samúðarkveðjur; frændi. Megi miskunnandi græðihönd tímans lækna sár sorgarinnar. Í Guðs friði Óskar Magnússon. Nú er jarðnesku æviskeiði Hrannar frænku lokið og á slíkri stundu vill hugur hverfa aftur í tíma og minningar þeysa fram. Já, það var oft kátt á hjalla þegar við frændsystkinin hittumst við hin ýmsu tækifæri hjá þeim systrum, mæðrum okkar. Samgangur var mikill, þétt staðið saman og margt brallað. Það er gott og nauðsyn- legt að ylja sér við góðar minn- ingar á svona stundum. Hrönn var alltaf tilbúin að gefa af sér. Þjónandi allt sitt líf og vildi öllum gott gera. Hvort sem litið er til þjónustu við þá sem voru á flugi milli landa eða að njóta hennar einstöku náð- argáfu sem fólst í fiðluleik. Hún var einstaklega fær listamaður með fiðluna, hvort sem var til að gleðja áheyrendur eða leiðbeina og kenna þeim sem vildu leggja fiðluleik fyrir sig. Starf þjónsins í þessu lífi get- ur reynt á og það hefur Hrönn þurft að takast á við. Já, öll þurfum við að takast á við byrð- ar lífsgöngunnar þegar við fet- um okkur áfram þá leið, þó að á stundum finnist manni því oki misskipt. Núna hefur þú, elsku Hrönn, lagt frá þér þínar byrð- ar af þessu veraldlega lífi og gengið inn í ljósið eina og sanna. Þar munu tónar fiðlu þinnar hljóma í hásölum. Í margra huga er minning skær og mynd í hjarta geymd. Stöðugt okkur stendur nær, stund sem ekki er gleymd. Nú komið er að kveðjustund, klökkvi hjartað sker, genginn ertu Guðs á fund, sem góður líknar þér. (Kristján Runólfsson) Far þú í friði elsku Hrönn og góður Guð blessi minningu þína. Elsku Freyr og fjölskylda, elsku Hulda og fjölskylda, við sendum ykkur hlýjar hugsanir og okkar innilegustu hluttekn- ingu. Bjarni, Jóhann, Valtýr og Sigríður Þórdís Valtýsbörn. Að eiga vin er vandmeðfarið að eiga vin er dýrmæt gjöf. Vin, sem huggar, hlustar, styður hughreystir og gefur von. Vin sem biður bænir þínar brosandi þér gefur ráð. Eflir þig í hversdagsleika til að drýgja nýja dáð. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Á köldum vetrardegi, þegar sólin hækkar á lofti og dagurinn lengist, kveður elskuleg vinkona og samstarfsfélagi þessa jarð- vist. Við Hrönn kynntumst hjá Icelandair þar sem við störfuð- um saman sem flugfreyjur til margra ára. Það var gott að vinna með henni, hún var ljúf og notaleg, ekki bara við okkur samstarfsfólkið heldur farþeg- ana okkar líka. Allir fengu hennar tender, love and care- meðferð. Fyrir nokkrum árum flutti ég í götuna hennar og kynntumst við enn betur, jafn- vel þótt við værum ekki í dag- legu sambandi þótti okkur báð- um svo gott að vita hvor af annarri. Við nutum þess að fara saman í göngutúra um hverfið okkar og spjalla saman og fá smá heilsubót í leiðinni. Aldrei skorti okkur umræðuefni því margt áttum við sameiginlegt, eins og klassíska tónlist og mat- argerð. Ég á margar uppskriftir sem Hrönn gaf mér sem eru al- veg par excellence. Hrönn starf- aði ásamt fluginu í mörg ár sem fiðlukennari við Tónmennta- skóla Reykjavíkur við Lindar- götu. Þær eru ófáar veislurnar og tónleikarnir sem Hrönn spil- aði af sinni einstöku list. Fjöl- skyldan átti hug hennar allan og þegar hún sagði mér að hún væri að verða amma ljómaði hún öll og gat varla beðið eftir litla barninu. Hvort sem það var dúkkuleikur eða búðarleikur, hún naut þess svo innilega að leika við litla ömmugullið sitt. Það er sárt að vita til þess að við förum ekki í fleiri göngu- ferðir saman, en hún er alltaf með mér í hjarta mínu. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur sendi ég fjölskyldu hennar og vinum. Hvíl í friði, elsku Hrönn mín. Þín vinkona, Sigrún Siggeirsdóttir. Kynni okkar Hrannar hófust er við lukum kennaraprófi við Tónlistarskólann fyrir 40 árum, hún á fiðlu en ég á píanó. Við tókum nokkra sameiginlega áfanga í sálfræði og uppeldisfræði. Þá var Hrönn brosmildur og glæsilegur fiðluleikari sem þá þegar hafði reynslu af kennslu. Hún kenndi í forföllum móður- systur sinnar Gígju sem var þá aðalfiðlukennari Tónmennta- skólans. Við kenndum saman við Tón- menntaskólann í Reykjavík í yf- ir 30 ár. Ég spilaði undir hjá nemendum hennar á tónleikum skólans og við próf. Mér er minnisstætt hversu uppörvandi hún var og hlýleg við nemendur sína. Auk þessi stjórnað hún yngri strengjasveit skólans með mikl- um glæsibrag. Hrönn var ávallt glöð í bragði og eftir því tekið hvað hún var smart og vel til fara enda starf- aði hún oftast sem flugfreyja meðfram kennslunni. Á kennarastofunni eru minn- isstæðar dýrindisveitingar sem hún töfraði fram. Það var keppi- kefli okkar píanókennara að spila með strengjaleikurunum Hrönn og Gígju því þar var allt- af gott með kaffinu að blásara- kennurunum okkar ólöstuðum. Hrönn var góður félagi og dugleg að spyrja um hag ann- arra. Sjálf var hún einstaklega ræktarsöm við foreldra sína. Hag einkasonarins bar hún þó mest fyrir brjósti. Við áttum báðar barn í jan- úar 1987, bárum saman bækur okkar um uppeldi og vorum sannfærðar um að hér værum við með undrabörn á ferðinni. Í mörg ár höfum við hist, mánaðarlega gamlir samstarfs- félagar úr Tónmenntaskólanum. Þar mætti Hrönn oft og tók þátt í fjörugum umræðum. Hún sýndi okkur myndir af ömmu- barninu sem tók að sjálfsögðu öllum börnum fram. Við kollegar hennar kveðjum hana með miklum söknuði og þakklæti fyrir dýrmæta sam- veru og vottum Frey einkasyn- inum og fjölskyldu innilega samúð svo og Huldu, Gígju og allri fjölskyldunni. Blessuð sé minning Hrannar Geirlaugsdóttur. Áslaug Gunnarsdóttir. Yndislega Hrönn, fiðlukenn- arinn minn sem hafði svo mikil áhrif á mig, er fallin frá. Hún tók á móti mér í tónlistarskól- anum þegar ég var níu ára göm- ul en þá var ég svo feimin að við hvísluðumst á fyrstu árin – þol- inmæði hennar var svo mikil. Ég þakka Hrönn fyrir að tón- listin hefur leitt mig í gegnum lífið. Tónlistin er mögnuð og í gegnum hana hef ég eignast mína bestu vini og fyrir það er ég óendanlega þakklát. Hrönn var glæsileg kona, svo falleg og það geislaði frá henni svo mikil hlýja. Hún studdi mig og hvatti í gegnum fiðlunámið og sýndi mér svo mikla þolinmæði og væntumþykju. Hún er falleg fyrirmynd fyrir mig sem spreyti mig nú á þessu vandasama hlut- verki að vera fiðlukennari. Ég hugsa til þín elsku Hrönn. Hvíl í friði. Elsku Freyr og fjölskylda, ykkur sendi ég mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Íris. Í dag kveðjum við elsku Hrönn okkar, sem allt of snemma yfirgaf þessa jarðvist, en við trúum því að hún hafi öðl- ast hugarró á betri stað. Minning um hörkuduglega, glæsilega unga konu sem flögr- aði um bæinn og spilaði undur fallega á fiðluna sína öðrum til skemmtunar á hinum ýmsu við- burðum og samkomum. Þess á milli flaug hún sem flugfreyja um heiminn þveran og endilang- an ásamt því að kenna ungum nemendum á fiðlu við Tón- menntaskólann í Reykjavík. Það vantaði ekki kraftinn í okkar konu sem að kvöldi hins 10. janúar 1987 yfirgaf brúð- kaupsveislu undirritaðra og fór upp á Landspítala og eignaðist yndislega drenginn sinn, Frey Ómarsson. Sex mánuðum síðar fæddist frumburður okkar hjóna, Valdimar Viktor, en með þeim Frey myndaðist einstakt vina- samband sem hefur tengt okkur þéttum böndum æ síðan. Í seinni tíma var lífsferill hennar ekki alltaf blómum skrýddur, en í hjarta okkar geymum við mynd af okkar ein- lægu og hjartahlýju Hrönn sem alltaf var boðin og búin til hjálp- ar ef á þurfti að halda svo ekki sé minnst á hversu einstaklega gjafmild hún var. Elsku hjartans Freyr okkar, Sigrún Ásta, Katrín María, Hulda og fjölskylda, megi góður Guð styrkja ykkur í þeirri veg- ferð sem framundan er. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma, gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þó komin sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Sigríður Hörn Lárusdóttir) Íris Björk og Jóhann Friðgeir. Elsku vinkona mín Hrönn er látin, mikið á ég eftir að sakna hennar. Okkar kynni hófust 1983 þegar dóttir mín hóf fiðlunám hjá henni. Ég dáðist mjög að prúðri og blíðri framkomu Hrannar og hvað hún var ljúf við nemendur sína. Það skein væntumþykja og hlýja til þeirra allra eins og þau væru hennar eigin börn. Það tókst með okkur vin- skapur sem hefur svo vaxið með árunum. Þrátt fyrir 9 ára aldursmun hefur gagnkvæm tryggð og traust fylgt okkur í öll þessi ár. Ég kem til með að sakna okkar daglegu samtala. Ekki minna sakna ég okkar sameig- inlegu göngutúra núna síðustu mánuði, þegar við hringdumst á og fórum í göngutúr hvor fyr- ir sig en samt saman. Hvor í sínu landi. Við Gísli söknum Hrannar og þökkum henni allar sam- verustundirnar bæði á Íslandi og svo hér hjá okkur í Dan- mörku. Elsku Freyr og fjölskylda, við samhryggjumst ykkur inni- lega. Erna og Gísli. Það var áfall að heyra af frá- falli Hrannar, samkennara okkar til margra ára við Tón- menntaskóla Reykjavíkur. Hrönn átti þátt í að byggja upp öfluga fiðludeild við skól- ann ásamt móðursystur sinni, Gígju Jóhannsdóttur, auk þess að stjórna hljómsveit skólans um árabil. Hrönn var góður kennari, ákveðin og skýr og bar hag nemenda sinna fyrir brjósti. Ég man fyrst eftir Hrönn þegar ég var lítil fiðl- ustelpa niðri í skóla. Við vin- konurnar horfðum á þennan kennara af aðdáun, hún var svo falleg og fín að hún hlaut að vera módel. Hrönn var líka alltaf svo góð við okkur. Seinna komst ég að því að hún var einnig flug- freyja og þá fannst mér hálf- ofurmannlegt að vera í tveimur svo ólíkum störfum. Það var ævintýri líkast að hægt væri að mæta í kennslu og rúlla því upp, eftir að hafa verið í Am- eríku „í gær“! Líf Hrannar var ekki alltaf dans á rósum, en hún var af- skaplega vel liðin af samkenn- urum sínum, alltaf svo hress og kát. Hún hafði líka einlægan áhuga á hvað við hin höfðum fyrir stafni og var alltaf til í spjall. Hún stóð vaktina við Tónmenntaskóla Reykjavíkur í 35 ár og skilaði fjölmörgum betri einstaklingum út í þjóðfé- lagið. Fyrir það ber að þakka. Fyrir hönd samstarfsfólks við Tónmenntaskóla Reykja- víkur sendi ég Gígju, Frey og fjölskyldunni allri innilegustu samúðarkveðjur. Anna Rún Atladóttir. Hrönn Geirlaugsdóttir HINSTA KVEÐJA Fósturlandsins Freyja, fagra vanadís, móðir, kona, meyja, meðtak lof og prís. Blessað sé þitt blíða bros og gullið tár. Þú ert lands og lýða ljós í þúsund ár. (Matthías Jochumsson) Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyju- félags Íslands. MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2021 Ástkær eiginmaður, faðir, stjúpfaðir, bróðir, tengdafaðir, afi og langafi, HAFSTEINN LINNET vélvirki, Lækjargötu 10, Hafnarfirði, lést 27. janúar á Landspítalanum við Hringbraut. Útför fer fram 12. febrúar klukkan 11 í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Sérstakar þakkir fær allt starfsliðið á blóðlækningadeild 11G á Landspítalanum við Hringbraut fyrir alúð og hlýju. Útförinni verður streymt. Anna Snjólaug Arnardóttir Helga Linnet Stefán Hreinn Stefánsson Jóhann Linnet Suzen Mapulanga Logi Þröstur Linnet Guðrún Alda Linnet Gunnar Linnet Elín Gísladóttir Rósa Guðrún Linnet Þorvaldur Helgi Þórðarson Eiður Ingi Sigurgeirsson Svava Björg Sigurgeirsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.