Morgunblaðið - 05.02.2021, Side 10

Morgunblaðið - 05.02.2021, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2021 Í baráttu við COVID-19 býður Donnamaska, grímur og andlitshlífar sem eru gæða vara frá DACH og notuð um allan heim. Vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Öryggið í fyrirrúmi fyrir lærða sem leika Sími 555 3100 www.donna.is Heildsöludreifing Type II 3ja laga medical andlitsgríma FFP3 Respirator Comfort andlitsgríma með ventli FFP3 High-Risk andlitsgríma Andlitshlíf móðufrí C-gríma Pandemic Respirator andlitsgríma Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Íbúaráð Háaleitis og Bústaða í Reykjavík tekur undir áhyggjur íbúa vegna umferðarhraða á nokkr- um götum í hverfinu í bókun á síð- asta fundi sínum. Íbúaráðið fer þess jafnframt á leit að farið verði í umfangsmiklar hraðamælingar í Álmgerði, Hæðargarði, Sogavegi og Réttarholtsvegi og lausnir verði skoðaðar hið fyrsta til að draga úr of hröðum akstri á þessum götum. Álmgerði tekur við af Hæðar- garði, vestan Grensásvegar, og hafa íbúar ítrekað látið í ljós áhyggjur sínar vegna umferðar- hraða á götunum, segir í bókun íbúaráðsins. „Nú síðast á þræði í íbúagrúppu Bústaða (108 RVK – hverfagrúbba) á Facebook 26. jan- úar (252 læk og 48 ummæli) þar sem íbúar eru allir á sama máli,“ segir þar. Íbúi í Hlyngerði sendi íbúaráðinu bréf með ósk um að það yrði tekið til skoðunar hvernig bregðast skuli við miklum umferðarhraða í Álm- gerði en börn sem búa við Furu- gerði, Hlyngerði, Seljugerði og Viðjugerði þurfa að fara yfir götuna á leið sinni í Hvassaleitisskóla. Leyfilegur hámarkshraði í Álm- gerði er 30 km/klst. en samkvæmt mælingum lögreglu sé brotahlutfall þar hátt. Tiltekur hann sex hraða- mælingar lögreglu, sem gerðar voru í Álmgerði á árunum 2017- 2019. Hlutfall bíla sem óku of hratt hafi verið 33-51% af fjölda bíla sem voru mældir. Sá sem hraðast ók mældist á 61 km/klst. „Sá hraðakstur sem íbúi tíundar er á pari við of hraðan akstur í Hæðargarði og ræddur var á vett- vangi Hverfisráðs Háaleitis og Bú- staða í nokkur skipti 2014-2018 en ekki þótti ástæða til að bregðast við þó í götunni sé leikskóli, grunnskóli og félagsmiðstöð aldraðra og mikið um börn og eldri borgara á gangi,“ segir í bókun íbúaráðsins. Einnig tók íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis fyrir ályktun stjórnar Foreldrafélags Réttar- holtsskóla sem lýsir yfir áhyggjum af miklum hraðakstri á götum í ná- grenni skólans, þar á meðal Rétt- arholtsvegi, Sogavegi, Hæðargarði og Álmgerði en á öllum þessum götum er 30 km hámarkshraði. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu hafi hún með reglulegu millibili fram- kvæmt hraðamælingar í umrædd- um götum. Hátt brotahlutfall ökumanna Niðurstöður mælinganna stað- festi að ökumenn aka allt of hratt og að brotahlutfall sé hátt. Að sögn lögreglu hefur borgaryfirvöldum í öllum tilvikum verið gerð grein fyr- ir niðurstöðum mælinga. Að undanförnu hafi átt sér stað töluverð umræða á samfélags- miðlum meðal foreldra barna sem búa við framangreindar götur eða þurfa að fara um eða yfir þær á leið sinni í Hvassaleitisskóla, Breiða- gerðisskóla og Réttarholtsskóla. Foreldrarnir hafa áhyggjur af ör- yggi barna sinna, hvort tveggja vegna gáleysislegs aksturslags og mikils umferðarhraða, segir í álykt- un foreldrafélagsins. Hafa áhyggjur af hraðri umferð  Íbúaráð Háaleitis og Bústaða tekur undir áhyggjur íbúa vegna umferðarhraða á nokkrum götum í hverfinu  Hraðamælingar verði gerðar í Álmgerði, Hæðargarði , Sogavegi og Réttarholtsvegi Réttarholtsskóli Foreldrafélagið segir að niðurstöður mælinga lögreglu staðfesti að ökumenn aki allt of hratt. Morgunblaðið/Árni Sæberg Guðni Einarsson gudni@mbl.is Hvers vegna velja sumir einstak- lingar fuglategundar að dvelja á Ís- landi yfir veturinn en aðrir af sömu tegund fljúga á hlýrri slóðir? Tjald- urinn er bæði farfugl og staðfugl á Íslandi. Tæplega þriðjungur stofns- ins, um 11.000 fuglar, dvelur hér allt árið en um 70% fara til vetr- ardvalar í Stóra-Bretlandi, á Ír- landi og meginlandi Evrópu. Vísindamenn hafa leitað skýr- inga á þessu. Allt bendir til þess að ungar frá sumrinu fylgi feðrum sínum og val föðurins ráði því hvort ungarnir verða staðfuglar eða farfuglar. Þetta kemur fram í nýrri grein í vísindatímaritinu Sci- entific Reports eftir dr. Veronicu Méndez Aragón og samstarfsmenn hennar. Talið er að í varpstofni íslenska tjaldastofnsins séu um 13.000 pör eða 26.000 fullorðnir fuglar. Tjald- urinn fer að verpa 4-6 ára gamall svo nokkuð er um geldfugla auk unga að hausti þannig að áætla má gróflega að íslenski stofninn sé í kringum 36.000 fuglar. Feðurnir taka við uppeldinu Veronica segir að bæði karl- og kvenfuglinn annist hreiðrið og liggi á eggjunum til skiptis. Það sama á við um flesta vaðfugla, t.d. lóu, spóa og jaðrakan. Þegar eggin klekjast og ungarnir komast á legg sýna tjaldarnir annað atferli en flestir aðrir vaðfuglar. Ungar flestra þeirra þurfa að finna fæðu sína sjálfir en tjaldar bera fæðu í ungana. Í fyrstu gera báðir foreldr- arnir það en svo kemur að því að kvenfuglinn kveður fjölskylduna. Það á við um flesta vaðfugla að kvenfuglinn yfirgefi ungana á und- an karlfuglinum, að sögn Veronicu. Karlfuglar í hópi tjalda taka því við ungunum. Líklega slitnar upp úr sambandi unga og föður þegar líð- ur á haustið. Dæmi eru um að ung- ar tjalda þiggi fæðubita þegar langt er liðið á vetur. Farfuglarnir í hópi tjalda fara að safnast saman á túnum sunnan- lands í lok ágúst og byrjun sept- ember. Talið er að ungar sem eru í umsjá karlfugla sem hyggja á far- flug fylgi feðrum sínum og samein- ist þessum flokkum og læri af þeim. Þeir karlfuglar sem dvelja hér yfir veturinn halda á vetrarstöðvarnar og ungar þeirra fylgja þeim. Í þessu hegða tjaldar sér öðruvísi en flestir aðrir vaðfuglar á Íslandi. Tjaldar sem hafa vetursetu á Ís- landi dvelja mikið á Vesturlandi, einkum við Faxaflóa og Breiða- fjörð. Veronica segir að talið sé að félagslegt atferli ráði því hvort tjaldsungi verður staðfugl eða far- fugl. Unginn læri af hópnum sem faðir hans velur sér. Veronica segir að það sé þekkt að t.d. tjaldastofn- inn í Hollandi skiptist í staðfugla og farfugla, líkt og íslenski tjalda- stofninn. Það næsta sem vísindamennirnir hyggjast athuga er hve lengi ung- arnir eru samvistum við feðurna. Talið er að ungar í hópi staðfugla dvelji lengur með föður sínum en ungar þeirra sem verða farfuglar. Áhugi er á að kanna það og hvenær leiðir unganna og feðranna skilur. Morgunblaðið/Ómar Tjaldur með unga Foreldrar í hópi tjalda bera fæðu í unga sína til að byrja með. Svo yfirgefur kvenfuglinn fjöl- skylduna og þá taka karlfuglarnir við ungunum. Þeir taka upp háttu feðranna og verða staðfuglar eða farfuglar. Feðurnir ráða því hvar ungarnir verja vetrinum  Forvitnilegar niðurstöður um háttalag íslenska tjaldsins „Bæjarráðið setur þetta ekki af stað með væntingum um eina niðurstöðu fram yfir aðra. Við höfum ekki átt í neinum viðræð- um við önnur sveitarfélög,“ segir Bergur Álf- þórsson, formað- ur bæjarráðs í sveitarfélaginu Vogum. Samþykkt var á fundi ráðsins í vikunni að Róbert Ragnarsson ráð- gjafi verði fenginn til að vinna val- kostagreiningu um mögulega sam- einingu við önnur sveitarfélög. Róbert var eitt sinn bæjarstjóri í Vogum en hefur síðustu ár starfað við ráðgjöf og gefið sig mjög að sam- einingarmálum. Bergur rifjar upp í samtali við Morgunblaðið að árið 2005 hafi íbúar í Vogum kolfellt tillögu um samein- ingu við Hafnarfjörð. „Núna er kannski allt í lagi að skoða þessi mál upp á nýtt. Menn verða bara að hafa augun opin og þessi könnun leiðir vonandi í ljós hvort yfir höfuð er skynsamlegt að leitast eftir samein- ingu og þá við hvern. Kannski er bara langbest að við séum ein.“ Eins og kunnugt er hafa stjórn- völd boðað þá stefnu að fyrir sveit- arstjórnarkosningarnar 2022 verði sveitarfélög með 250 íbúa og færri þvinguð til að sameinast öðrum og fjórum árum seinna verði lágmarks- tala íbúa 1.000 manns. Íbúar í Vog- um voru ríflega 1.300 á síðasta ári. Bergur segir að núverandi að- stæður í þjóðfélaginu hafi ekki kom- ið vel við Voga. „En þetta er stækk- andi sveitarfélag og það er engu að síður bjart fram undan.“ hdm@mbl.is Sameiningarmál skoðuð í Vogum  Ráðgjafi greinir kosti  Felldu 2005 Bergur Álfþórsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.