Morgunblaðið - 05.02.2021, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 05.02.2021, Qupperneq 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2021 ✝ Ármann Gunn-arsson fæddist á gömlu Steins- stöðum á Akranesi 1. janúar 1937. Hann lést á Dval- arheimilinu Höfða 26. janúar 2021. Foreldrar hans voru Guðríður Guð- mundsdóttir, fædd 10. október 1899, dáin 22. apríl 2000, og Gunnar L. Guðmundsson, fæddur 10. ágúst 1897, dáinn 10. febrúar 1988. Ármann ólst upp á Akranesi, sjöundi í röð níu systk- ina. Þrjú þeirra eru á lífi. Þau eru í aldursröð Guðmundur, f. 1920, Svava, f. 1921, Halldóra, f. 1923, Sigurlín, f. 1927, Sigurður, f. 1929, Gunnar, f. 1931, Svein- björn, f. 1939, Guðrún, f. 1942. Sigurður, Sveinbjörn og Guð- rún eru á lífi. Ármann kvæntist Helgu Sól- veigu Bjarnadóttur frá Eskiholti Bjarni er kvæntur Helgu Sverrisdóttur og eiga þau fjög- ur börn, Tómas, Benedikt, Helgu Guðrúnu og Auði. Barnabarnabörnin eru átta. Ármann tók meirapróf bif- reiðarstjóra á Akranesi 1957, þá tvítugur. Hann lauk sveins- prófi í vélvirkjun 1966. Hann vann alla sína starfsævi hjá Haraldi Böðvarssyni & co., fyrst á vélaverkstæðinu og síðan sem vélstjóri í frystihúsinu. Hann lét af störfum árið 2004 og sinnti þá alfarið fjárbúskap og upp- byggingu á aðstöðu við Flæði- læk, eftir að fjárhús og aðstaða til búskapar var rifið við Steins- staði, þar sem nú er risið Flata- hverfi. Ármann hafði alla ævi mikla unun af söng og söng til fjölda ára með Karlakórnum Svönum á Akranesi og eins söng hann með nokkrum félögum sínum af Innnesinu í kvartett. Útför Ármanns fer fram frá Akraneskirkju 5. febrúar kl. 13. Streymt verður á vef Akra- neskirkju. Stytt slóð á streymi: tinyurl.com/vdwictj0 Virkan hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat í Borgarhreppi, f. 13. september 1933, þann 1. júní 1963. Þau stofnuðu heim- ili á Steinsstöðum og bjuggu þar frá 1962 til 2009 þegar Ármann fékk heila- blóðfall, þá fluttu þau að Höfðagrund 10 og þar bjó hann þar til hann fluttist á Dvalarheimilið Höfða árið 2018 þar sem hann lést Þau eignuðust þrjú börn, Kristínu, f. 1963, Gunnar Má, f. 1964, og Bjarna, f. 1968. Kristín er gift Guðgeiri Svav- arssyni og eiga þau þrjú börn, Ármann Veigar, Svavar Pál og Láru Guðríði. Gunnar Már er kvæntur Önnu Kristjánsdóttur og eiga þau fjóra syni, Kristján Má, Ármann Stein- ar, Helg Grétar og Guðmund Svein. Ó, Jesús bróðir besti og barnavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mína. (Páll Jónsson) Tæplega 60 ár er langur tími af hverri mannsævi. Það er sá tími sem við Ármann höfum gengið saman okkar æviskeið. Það er því margs að minnast þeg- ar horft er yfir farinn veg. Fyrst og fremst er ég þakklát fyrir það sem lífið hefur gefið mér. Sam- leið með Ármanni hefur verið stór hluti þess. Að eiga barnaláni að fagna er yndislegt og að njóta þess með barnabörnum jafnvel enn betra. Ég veit að þau eiga góðar minningar frá Steinsstöð- um og öll náðu barnabörnin að njóta samvista við afa sinn. Hann var bæði barngóður og glettinn. Hafði gaman af að stríða þeim aðeins og leika við þau. Það átti við um öll börn. Margir eiga góðar minningar úr heyskap á Steinsstöðum og margir sem lögðu hönd á plóginn við að koma heyi í hús. Kindurn- ar og kindabúskapurinn var þar sem hjarta Ármanns sló. Allt miðaðist við skepnuhaldið. Við ferðuðumst víða um landið með fjölskyldu og vinafólki. Það hefur skilið eftir ógleymanlegar stundir. Minningar sem lifa. Síðustu ár hafa ekki verið auð- veld vegna veikinda Ármanns. Fyrst og fremst er ég þó þakklát öllu því góða fólki sem hefur að- stoðað mig og Ármann á þessum tíma. Ég vil sérstaklega þakka starfsfólki Dvalarheimilisins Höfða fyrir óeigingjörn og ósér- hlífin störf. Ég veit að þú hvílir í friði, Ár- mann minn. Það er mér mikil- vægt að þú fékkst að fara í svefni. Ég er þakklát fyrir okkar líf sam- an. Það koma bara góðar minn- ingar upp í hugann. Helga Sólveig (Veiga). Aðfaranótt 26. janúar lést pabbi minn Ármann 84 ára gam- all. Hann kvaddi okkur saddur líf- daga en hann lést í svefni og fékk friðsælt andlát. Það vissu þeir sem þekktu til að hann var búinn að vera veikur lengi og hafði dregið mjög af hon- um síðastliðið ár. Pabbi var mikill vinnumaður og féll aldrei verk úr hendi og eft- ir að vinnudegi lauk hjá HB og Co. biðu eftir honum 100 kindur sem átti eftir að gefa og hugsa um þannig að vinnudagurinn var oft ansi langur. Söngur var hans líf og yndi og hann söng með karlakórnum Svönum í fjölda ára og einnig söng hann í kvartett með fé- lögum sínum og bræðrum. Það var mikið sungið heima, þegar talið barst að pabba og söng sögðu ótrúlega margir já, ég man vel eftir pabba þínum á traktorn- um, hann söng svo hátt og fal- lega. Pabbi var mikill dýravinur, átti kindur, hesta, hænur og end- ur. Mikil vinna var hjá honum og fjölskyldunni við heyskapinn, en þó að þetta væri mikil vinna var oft mikið fjör, ekki síst í kringum baggaheyskapinn og eiga margir góðar minningar frá þeim dög- um. Þegar pabbi var 18 ára keypti hann nýjan Ferguson og á þess- ari vél vann hann mikið bæði í heyskap og kringum búið og við að tæta kartöflugarðana fyrir Skagamenn en þá voru kartöflu- garðar í hverjum garði. Árið 1958 kaupir hann aðra Ferguson-vél sem unnið var á í görðunum. Unnu margir frændur hans hjá honum og seinna við bræðurnir. Um aldamótin 2000 fór Akra- nesbær að hugsa sér til hreyfings í átt að Steinsstöðum en hingað til hafði bærinn þanist út í átt að Ásfelli en nú varð ekki lengur komist í þá átt. Pabba var ljóst að hann gæti ekki og vildi ekki standa í vegi fyrir útþenslu bæjarins en það hefur verið erfitt fyrir hann að láta af hendi allar byggingarnar. Stefnan var samt tekin áfram og saman festu þau mamma kaup á landi inni við Flæðilæk og þar reistu þau nýtt fjárhús og litla vélageymslu. Farið var í að stækka landið og reyna að verja það fyrir ágangi sjávarins og var mikil vinna lögð í þetta af þeirra hendi. Árið 2004 lét pabbi af störfum hjá HB og Co. og hafði þá starfað þar óslitið frá árinu 1962, yfir 40 ár á sama vinnustað, reyndar fyrst á véla- verkstæðinu og svo seinna sem vélstjóri í frystihúsinu. Þegar hann lét af störfum var öll hans starfsorka lögð í nýja landið eins og það var kallað og mikið framkvæmt. Þegar hann hafði fengið að njóta þessa sælureits í um fimm ár fékk hann heilablóðfall sem að svipti hann alveg stjórn á vinstri hluta líkama síns en með mikilli vinnu og þrautseigju náði hann þó nokkrum bata með fótinn en hann fékk aldrei afl í höndina þannig að hann var orðinn nánast upp á aðra kominn með flest. Mamma hjúkraði honum með mikilli ást og alúð í 9 ár en þegar ljóst var að hann gæti ekki verið lengur heima hjá þeim fékk hann inni á Höfða þar sem að hann dvaldist síðustu þrjú æviár sín. Fjölskyldan þakkar starfsfólki Höfða og heimahjúkrun þá miklu alúð og umhyggju sem honum var sýnd. Margs er að minnast og margt ber að þakka. Takk fyrir allt, pabbi minn. Far þú í friði, friður guðs þig blessi. Þinn sonur, Gunnar Már. Þegar ég rifja upp þessi 30 ár sem líf mitt hefur verið tengt tengdaföður mínum eru minn- ingarnar sem koma upp í hugann aðeins ljúfar og góðar. Það var mikil upplifun fyrir mig að koma á Steinsstaði, því þótt leiðin úr Vesturbænum upp á Skaga væri ekki löng var lífið þar býsna ólíkt mínu lífi. Það varð mér ákaflega hollt að kynn- ast þessum harðduglega manni sem aldrei féll verk úr hendi, sagði aldrei illt orð um nokkurn mann, þótt stríðinn væri, og gekk til allra verka af ró og gleði. Hús- ið stóð í miðjum bænum, en lífið á Steinsstöðum var sveitalíf, þar var heitur matur á borðum í há- deginu og alltaf eitthvað með kaffinu og þá gerði Ármann hlé á sínum störfum og settist inn í eldhús til að fá sér bita og spjalla um heima og geima – nema þegar það voru fréttir eða veðurfréttir, þá var manni hollast að vera ekki að gaspra. Hann hafði einstaka kímni- gáfu og leyndi því ekki að honum væri skemmt yfir vankunnáttu minni í búskap þegar ég fór að venja komur mínar á Steinsstaði, borgarbarnið sem hélt að það væru fjögur læri á hverri kind. Steininn tók svo úr þegar ég vissi heldur ekki mikið um eigin ættir. Þá fór ég heim og aflaði mér upp- lýsinga um það og bað hann svo að kenna mér hvað sneri aftur og fram á kindaskrokkum, lærði að úrbeina, hakka og elda mér fram- andi sveitamat, og allt hefur þetta gert mig að betri mann- eskju. Það var alltaf notalegt á Steinsstöðum og mjög gest- kvæmt, enda allir velkomnir. Margir minna vina og ættingja nutu þar gestrisni þeirra hjónanna og minnast Ármanns með vinsemd og virðingu, ekki síst börnin. Krakkarnir okkar Bjarna voru alltaf velkomin í pössun og fengu að vesenast endalaust með afa sínum og ömmu og geyma dýrmætar minningar frá þeim stundum, enda vissu þau fátt betra en að fara í pössun til afa og ömmu. Allt sem Ármann gerði var unnið af alúð, hvort sem var hjá Haraldi Böðvarssyni, þar sem hann vann allan sinn starfsaldur, eða búskapurinn sem hann sinnti í frístundum. Hann lifði fyrir skepnurnar og annaðist þær af mikilli umhyggju. Hann var sér- lega þægilegur í samskiptum, áhugasamur um menn og mál- efni, en þó fyrst og fremst um- hugað um sitt fólk í víðtækum skilningi þess orðs. Ef allir voru sáttir og leið vel var hann ánægð- ur. Enda var hann vinmargur og vel liðinn alls staðar þar sem hann kom. Það er margs að minnast, en ég mun einkum minnast Ár- manns sem vinnandi manns, á traktornum eða úti í bílskúr að sansa eitthvað, oftar en ekki með eitthvert barnabarnanna með, því þau voru líf hans og yndi, eða að koma eða fara af verkstæðinu. Ég sé hann líka fyrir mér lygna rólega aftur augunum þegar hann rifjaði upp sögur af mönn- um og málefnum, enda fróður um margt. Hann var bæði tón- og söngelskur og hafði yndi af tón- list allt fram á síðasta dag. Þegar veikindin sviptu Ár- mann nær öllu því sem hann lifði helst fyrir tók hann því af aðdá- unarverðu æðruleysi. Það er ekki síður að þakka einstakri umönn- un sem hann naut hjá Veigu sinni og fjölskyldunni á Skaganum og síðar starfsfólkinu á Höfða. Hvíldu í friði. Helga Sverrisdóttir. Ármann tengdafaðir minn hef- ur nú lokið sinni vegferð hér með okkur, en hann lést aðfaranótt þriðjudagsins 28. janúar. Hugur- inn hverfur til baka, hvenær hitt- umst við fyrst? Það eru komin 38 ár síðan Gunnar bauð mér heim til sín, pabbi hans og mamma voru á hátíðarskemmtun og komu heim, hann í kjólfötum og hún í síðkjól. Bæði stórglæsileg. Þau tóku vel á móti mér. Í gegn- um lífið höfum við Gunnar búið með strákana okkar í nágrenni við þau. Við höfum notið þess á báða bóga, tekið þátt í lífi hvert annars. Ármann kom mikið til okkar. Of snemma um helgar var hann mættur og ræsti alla með orðunum hvurslags er þetta á bara að sofa og sofa? Eftir að hann fékk heilablóðfallið og missti heilsuna breyttist lífið. Þá saknaði maður morgunheim- sóknanna. Hann sem var mjög heilsuhraustur með mikla starfs- orku varð þá upp á aðra komin. Það var samt sem áður svo ótrú- legt að fylgjast með honum, hug- urinn var alltaf á fullu. Ég man eftir því í örfá skipti að hann sagði við mig Anna, það er aga- legt að hafa farið svona. Ármann var fjárbóndi af lífi og sál þótt atvinnan hans væri hjá HB. Fyrir mig sveitastelpuna hefur verið mjög dýrmætt að fá að taka þá í þessu með honum. Strákarnir okkar fylgdu honum ansi oft, Kristján Már og Ár- mann Steinar fóru með afa sínum í leitir í Grafardal og margt fleira. Helgi Grétar var mjög mikið með afa sínum þegar hann var yngri, þá var afi hættur að vinna hjá HB en það var yfirfullt að gera við að byggja um aðstöð- una í Flæðilæk og þar voru þeir heilu og hálfu dagana. Þar mátti gera ýmislegt sem var ekkert endilega leyft annars staðar Ármann var mikill fjölskyldu- maður, hafði gaman af að hafa barnabörnin sín með sér. Gaml- árskvöld voru hans eftirlæti, kaupa skjóterý og svo var mikið stuð að sprengja á hólnum heima á Steinsstöðum, hann breyttist eiginlega í unglingsstrák og krakkarnir skemmtu sér kon- unglega með honum. Eftir mið- nætti var Veiga með heitt súkku- laði og hlaðið borð af kræsingum því þá var afmælið hans. Hann talaði oft um gildi þessa að mennta sig. Menntun er eitt- hvað sem ekki verður frá manni tekið hvert sem leiðin liggur. Síð- asta kvöldið hans sátum við Guð- mundur Sveinn hjá honum og þá talaði afi um það við hann að fara varlega á bílnum, passa sig og vera duglegur. Gummi Sveinn og afi áttu einstakt samband, síð- ustu árin var það fastur liður hjá honum að heimsækja afa á þriðjudögum, þeir spjölluðu sam- an um allt mögulegt en stundum fannst þeim líka bara gott að hlusta saman á þögnina. Já það er margs að minnast, orðatiltækin, glettna brosið, stríðnin og þrjóskan, vinnusemin og svo ótal margt. Myndin af honum sitjandi við eldhúsborðið heima á Steinsstöðum þar sem hann horfði út um gluggann á Akrafjallið er svo ljóslifandi, það er mynd sem ég geymi. Mig langar að þakka starfs- fólki Höfða fyrir einstaka hlýju og alúð, dagvistinni á Höfða og starfsfólki heimaþjónustu en Ár- mann naut þjónustu þeirra í mörg ár. Elsku Veiga, styrkur þinn og dugnaður var einstakur í gegnum þessi ár. Guð blessi minningu þína, elsku Ármann, takk fyrir allt. Þín tengdadóttir, Anna. Það voru þung skrefin upp stigann á Steinsstöðum aðfara- nótt 26. janúar. Við höfðum átt okkar síðustu stund saman, stund sem ég mun ávallt geyma í hjarta mínu. Við vorum tvö í myrkrinu, ég hlustaði á þakrenn- urnar syngja fyrir utan og það minnti mig á aðfangadagskvöld þegar við fórum oft saman í kirkju fyrir matinn. Við vorum þarna tvö en samt var eins og all- ir væru hjá okkur. Ég horfði í kringum mig á allar myndirnar af fjölskyldunni sem var þér svo kær og þakkaði ömmu í huganum fyrir að setja þær allar upp. Fjöl- skyldan var þér svo mikilvæg enda stór og náin. Á Steinsstöð- um var alltaf mikið líf og fjör og mikill gestagangur. Það fylgir húsinu mikil gleði sem ég vona að lifi áfram hjá okkur. Búskapurinn var þér ávallt efst í huga og kindurnar þar í for- ystu. Við höfðum alltaf gaman af öndunum sem krakkar og þú átt- ir alltaf hesta þótt þú hafir aldrei riðið út. Eitt sinn fengum við Magnús vin minn til að unga út fyrir okkur hænuungum og kom- um þeim á legg í fiskikari í bíl- skúrnum á Steinsstöðum. Það var ýmislegt brallað í sveitinni. Það eru margar minningarnar sem fara um hugann þessa daga og er ég þakklát fyrir þær. Við munum minnast þín alla daga og sérstaklega á nýársdag þegar við fáum okkur heitt súkkulaði og tertusneið með eins og þér var einum lagið. Hvíldu í friði elsku afi. Lára Guðríður Guðgeirsdóttir. Ég hugsa alltaf um afa þegar ég fæ mér appelsínur. Hann not- aði alltaf svo sérstaka aðferð til að opna þær, hann nuddaði þær fram og til baka. Stundum í höndunum, stundum á litla brúna tréborðinu sem var við hliðina á hægindastólnum hans. Hann nuddaði appelsínurnar í langan tíma, fram og til baka, loftið fylltist appelsínuilmi og þegar maður var orðinn ær af appelsínuþrá þá reif hann börk- inn utan af og reif báta fyrir okk- ur krakkana að borða. Þegar ég fæ mér appelsínur í dag velti ég því fyrir mér, á ég að opna hana eins og afi? Ég efast um að þetta sé það sem hann hélt að ég myndi muna eftir. Afi var stórmerkilegur, duglegasti einstaklingur sem ég þekkti, fullur af brjáluðum hug- myndum eins og að vera bóndi í miðjum kaupstað eða halda úti öndum sem sluppu í sífellu. Hann var blíður, staðfastur, óöruggur, verklaginn, erfiður, undarlegur, stórkostlegur og eðlilegur bóndi sem þekkti alla. Ég fór á fjöll fyrir hann, ég safnaði böggum fyrir hann og smíðaði hús úr þeim á sumrin, ég sá hann svíða hausa í svið, ég kom og spilaði nintendo heima hjá honum, við krakkarnir plöt- uðum ömmu og afa til að setja upp blóðugan leik í tölvuna hjá þeim því ekkert foreldri myndi leyfa okkur að spila hann heima. Hann átti þúsund sögur og þúsund orð, hann hafði hjarta listamanns, rödd sem hljómaði svo fallega þegar hann söng og skapgerð sem mótaðist af vilja, þrautseigju og óbilandi, óstjórn- legri, óskiljanlegri þrjósku. En þrátt fyrir það man ég fyrst og fremst eftir appelsínun- um. Þegar við fæðumst erum við allt það sem við getum orðið. Þegar við eldumst erum við allt það sem við gerum. Þegar við deyjum erum við allt það sem aðrir muna eftir. Við erum litli Ármann Gunnarsson Elsku mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, ANNA MARÍA HARALDSDÓTTIR, Miðtúni 9, Seyðisfirði, lést miðvikudaginn 27. janúar á hjúkrunarheimilinu Fossahlíð á Seyðisfirði. Jarðsett verður laugardaginn 6. febrúar klukkan 11 frá Seyðisfjarðarkikju. Hægt verður að fylgjast með á https://youtu.be/0b0W_GLonqs. Blóm og kransar afþakkast en þeim sem vilja minnast hennar er bent á hjúkrunarheimilið Fossahlíð eða Slysavarnafélagið Rán á Seyðisfirði. María S. Sigurðardóttir Þráinn E. Gíslason Haraldur Sigurðsson María Cecilia Sigurðsson Unnar Sigurðsson Adela Sigurðsson Ingibjörg I. Sigurðardóttir Trausti Marteinsson Þorsteinn Guðmundsson barnabörn og langömmubörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLL STEFÁNSSON bifvélavirki, Hrafnistu Boðaþingi, lést á Landspítalanum 22. janúar. Jarðsett verður frá Lindakirkju 5. febrúar klukkan 11. Í ljósi aðstæðna verða aðeins aðstandendur og nánustu vinir viðstaddir athöfnina en henni verður streymt á slóðinni: https://www.lindakirkja.is/utfarir/. Stefán E. Pálsson Sigrún Lilja Jónsdóttir Katrín Pálsdóttir Ásgeir Árnason Jónína Pálsdóttir Guðjón Kolbeinsson Páll Svavar Pálsson Birna Huld Helgadóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.