Morgunblaðið - 05.02.2021, Side 12

Morgunblaðið - 05.02.2021, Side 12
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Íþróttavöruverslunin Sport 24 Out- let verður opnuð á Smáratorgi á laugardag. Með því verða Sport 24- verslanirnar á Íslandi fjórar. Ævar Sveinsson, stofnandi og eig- andi verslunarinnar, segir hana njóta góðs af samstarfi við dönsku Sport 24-keðjuna. Það tryggi aðgang að samkaupum sem skili íslenskum neytendum lægra verði. Danska keðjan hafi 186 Sport 24-verslanir í Danmörku og þar með talið 44 Sport 24 Outlet-verslanir. Fyrir voru þrjár Sport 24-versl- anir á Íslandi en þær eru í Miðhrauni í Garðabæ, í Reykjanesbæ og á Akureyri en síðastnefnda verslunin er rekin með sérleyfissamningi. Nærri þrjátíu ára reynsla Ævar hóf störf hjá heildsölunni Austurbakka árið 1994 en hún seldi meðal annars vörur frá Nike. „Það eru ekki margir sem hafa haft meira úthald í þessu,“ segir Ævar um fyrstu skrefin. Árið 1999 stofnaði hann svo heild- sölu með íþróttavörur sem þróaðist út í heildsöluna Dansport árið 2003. Það var svo um haustið 2018 að Ævar opnaði Sport 24-verslun í Sundaborg í Reykjavík. „Við komum úr heildsölugeiranum og vorum að dreifa vörum í aðrar verslanir á Íslandi. Svo þegar versl- unum Intersport var lokað [sumarið 2017] myndaðist svigrúm á mark- aðnum. Við höfðum verið í samstarfi við eitt af félögunum sem Sport 24 eiga í Danmörku og ákváðum að grípa tækifærið. Við vildum þó hafa vaðið fyrir neðan okkur og prófa alla ferlana hjá Sport 24 áður en við fær- um út í stærri fjárfestingar. Um ári síðar opnuðum við svo 800 fermetra verslun í Miðhrauni með öllu því nýjasta og flottasta frá Adi- das, Nike og fleiri framleiðendum.“ Keyptu verslun í Keflavík Næsta skref var að kaupa íþrótta- verslunina K-sport í Keflavík í mars 2020, í upphafi kórónuveirufarald- ursins, og varð hún Sport 24-verslun. „Síðan tókum við þá ákvörðun að breyta Sport 24-versluninni í Sundaborg í Sport 24 Outlet verslun og var hún í rekstri fram í janúar er henni var lokað,“ segir Ævar. En verslunin á Akureyri er sem áður segir rekin með sérleyfissamn- ingi, nánar tiltekið við Dansport. Nýja verslunin á Smáratorgi verður stærri útgáfa af slíkri Outlet- verslun og með meira vöruúrvali. Að sögn Ævars er Sport 24 lang- stærsti söluaðili á íþróttafatnaði í Danmörku en fyrirtækið reki keðjur undir ýmsum nöfnum. Með sam- starfinu við fyrirtækið geti Dans- port gert hagstæðari innkaup með aðgangi að víðara innkaupaneti. Outlet-verslunin á Smáratorgi verði afsláttarverslun sem verði stöðugt með tilboðsverð í gangi. Sport 24 í Danmörku er með net- verslunina Sport24.dk. Önnuðu ekki eftirspurn Spurður hvort til greina komi að opna netverslun segir Ævar að Sport 24 á Íslandi hafi opnað netverslun í október síðastliðnum. „Eftirspurnin var slík að við áttum ekki vörur til að afgreiða allar pant- anir. Nóvember var ótrúlegur mán- uður í netverslun. Við urðum að taka ákvörðun um hvort við ætluðum að þjónusta viðskiptavini á netinu eða í verslunum og völdum síðarnefnda kostinn í bili. Við ætlum að opna net- verslunina aftur og erum raunar byrjuð að panta vörur,“ segir Ævar. Hann segir söluna hjá Sport 24 hafa aukist í faraldrinum. Ein skýr- ingin sé að fólk hafi ekki komist í verslunarferðir til útlanda og margir þannig uppgötvað íslensku verslan- irnar. „Við höfum fengið til okkar fólk sem hefur haft á orði að vörurn- ar séu á svipuðu verði og í Banda- ríkjunum,“ segir Ævar. Þessi aukna sala hafi skilað því að veltan fór í tæpan milljarð 2020. Með því séu Sport 24-verslanirnar orðnar með stærri söluaðilum á íþrótta- vörum á Íslandi. Spurður um breyt- ingar á markaðnum síðan hann hóf störf hjá Austurbakka 1994 segir Ævar að nú sé íþróttafatnaður orð- inn hversdagsfatnaður. „Fyrir 10-15 árum var til dæmis ekki horft á 60 ára og eldri sem kaupendahóp en hann er gríðarlega sterkur kaup- endahópur í dag,“ segir Ævar. Sport 24-verslanirnar veltu tæpum milljarði árið 2020  Ný verslun á Smáratorgi  Fyrirtækið orðið eitt það stærsta á markaðnum Morgunblaðið/Árni Sæberg Á Smáratorgi Frá vinstri: Hjónin Ævar Sveinsson og Berglind Þóra Stein- arsdóttir, eigendur Sport 24, og Júlíus Óskar Ólafsson framkvæmdastjóri. BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Thomas Möller, fulltrúi Viðreisnar í stjórn Póstsins, segir að gjaldskrár- breyting Póstsins, sem gerir ráð fyr- ir sama verði í pakkasendingum und- ir 10 kg úti á land, eins og er á höfuðborgarsvæðinu, sé andstæð stefnu Viðreisnar enda skaði gjald- skrárbreytingin augljóslega sam- keppnisstöðu einkarekinna fyrir- tækja á landsbyggðinni. Eins og fram kom í samtali Morg- unblaðsins við Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra Samtaka versl- unar og þjónustu, grefur gjaldskrá Íslandspósts undan samkeppni vegna undirverðlagningar póstsend- inga út á land, en samtökin gæta m.a. hagsmuna flutningafyrirtækja. Í dæmi sem Andrés nefndi í blaðinu kostaði aðeins 800 krónur að senda helluborð frá Reykjavík til Víkur í Mýrdal enda er það undir 10 kílóum. Á höfuðborgarsvæðinu sé hins vegar algengt að það kosti a.m.k. fimm þúsund krónur að fá raf- tæki send heim, að sögn Andrésar. Styrkir höfuðborgarsvæði Að auki sagði Andrés að niður- greiðslurnar styrktu samkeppnis- stöðu verslana á höfuðborgarsvæð- inu á kostnað verslana úti á landi, sem veiki rekstrarforsendur þeirra síðarnefndu. Benti Andrés á máli sínu til stuðnings að þrátt fyrir met- fjölda pantana hjá netverslunum í nóvember sl. hefði einkafyrirtækjum á flutningamarkaði gengið illa að fá viðskipti úti á landi. Samkvæmt lögum ber Póstinum að sinna alþjónustu á sendingum undir 10 kg, en á sama tíma að vera með sama verð um allt land. Varð þetta til þess að verð á landsbyggð- inni var lækkað niður í það sem það var á höfuðborgarsvæðinu og þar með langt undir samkeppnisverð hjá samkeppnisaðilum. Það þýðir að um ólöglegt undirboð er að ræða að mati SVÞ. „Gjaldskrárbreyting Póstsins er andstæð stefnu Viðreisnar enda er- um við talsmenn einkaframtaks og samkeppni. Þá styður Viðreisn eig- endastefnu ríkisins sem segir að rík- isfyrirtæki ættu að styðja við og efla samkeppni og að ríkið ætti að draga úr starfsemi þar sem næg sam- keppni sé fyrir á markaðnum,“ segir Thomas Möller. Stjórnin ekki samþykkt Samkvæmt samþykktum Póstsins ber stjórn félagsins að samþykkja gjaldskrárbreytingar, en komið hef- ur fram í umfjöllun Viðskiptablaðs- ins um málið að ekki sé að sjá af fundargerðum stjórnar að stjórnin hafi samþykkt gjaldskrána. Morgunblaðið hafði samband við aðra stjórnarmenn í Póstinum, en þeir vísuðu á Bjarna Jónsson stjórn- arformann, sem ekki svaraði spurn- ingum blaðsins í gær. Andstæð stefnu flokksins  Thomas Möller segir gjaldskrárbreytingu Póstsins aug- ljóslega skaða samkeppnisstöðu fyrirtækja á landsbyggðinni Morgunblaðið/Hari Samkeppni Samtök verslunar og þjónustu segja að Pósturinn grafi undan samkeppni vegna undirverðlagningar póstsendinga út á land. 12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2021 Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10-17 kg Erlendir ferðaheildsalar hafa vax- andi trú á Íslandi og íslenskri ferða- þjónustu samkvæmt nýrri könnun. Frá þessu er sagt í frétt á vef Ís- landsstofu. Í könnuninni er mæld svokölluð meðmælatryggð en hugtakið metur samspil þeirra sem mæla með ferðalögum til Íslands og þeirra sem gera það ekki. „Meðmæla- tryggð áfangastaðarins hefur aldr- ei mælst hærri en nú,“ segir í frétt- inni. Könnunin er gerð tvisvar á ári. Öryggi hefur áhrif Einnig kemur fram að þættir eins og öryggi, viðbrögð stjórnvalda við Covid-19-heimsfaraldrinum, lág tíðni smita og sjálfbærni hafa áhrif. „Niðurstöður könnunarinnar gefa góð fyrirheit um endur- uppbyggingu greinarinnar þegar faraldrinum lýkur. Við verðum þó að vera raunsæ og væntingar um bókanir í upphafi árs eru töluvert neikvæðari en við höfum séð í fyrri könnunum,“ segir Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferða- þjónustu hjá Íslandsstofu, í frétt- inni. „Það er ljóst að við þurfum að sýna þolinmæði. Það er þó áhuga- vert að sjá að meirihluti þátttak- enda í könnuninni telur að bókanir á ferðum til Íslands taki við sér strax á fyrri hluta ársins og verði orðnar álíka margar á næsta ári og þær voru áður en landamærin lok- uðust.“ Nærmarkaðir fyrstir Könnunin bendir til þess að nær- markaðir, Norðurlönd, Mið- og Suður-Evrópa og Bretland verði fyrstir til að taka við sér sem er í samræmi við áætlanir Íslandsstofu, samkvæmt fréttinni. „Þessar nið- urstöður eru í takt við áherslur í markaðsverkefninu Saman í sókn. Við fylgjumst að sjálfsögðu vel með þróuninni á okkar helstu markaðs- svæðum og lögum aðgerðir að breytingum sem kunna að verða,“ segir Sigríður Dögg að lokum. Túristar Bókanir munu taka við sér. Vaxandi trú ferðaheild- sala á Íslandi 5. febrúar 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 129.94 Sterlingspund 177.09 Kanadadalur 101.56 Dönsk króna 20.988 Norsk króna 15.078 Sænsk króna 15.409 Svissn. franki 144.51 Japanskt jen 1.2368 SDR 186.46 Evra 156.1 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 189.1238 Hrávöruverð Gull 1834.7 ($/únsa) Ál 1958.0 ($/tonn) LME Hráolía 57.85 ($/fatið) Brent

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.