Morgunblaðið - 05.02.2021, Qupperneq 33
DÆGRADVÖL 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2021
„ÞETTA ER Í FYRSTA SKIPTI SEM ÉG
FLÝG MEÐ ÖÐRUM.”
„MÆTTUM VIÐ FÁ FRAKKANN ÞINN
LÁNAÐAN? VIÐ ÆTLUM Á BANNAÐA MYND Í
BÍÓ.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að vona.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
„KÆRA SPYRÐU HUNDINN, ÉG ER
EKKI HUNDUR EN ÉG NÝT ÞESS AÐ
SPANGÓLA Á TUNGLIД
„HVERNIG SKÝRIR
ÞÚ ÞAÐ?”
VOFF!
VOFF!
ÞÚ ERT
KLIKK
JI! ER HANN
LEITARHUNDUR?
HVERS VEGNA? ERTU BÚIN AÐ
TÝNA EINHVERJU?
að alltaf í sturtu og eiginlega bara alls
staðar. Ég hef verið viðloðandi Karla-
kórinn Esju með hléum í mörg ár sem
er skemmtilegur hópur. Formlegt
tónlistarnám var lítið sem ekkert en
ég fór snemma að kenna sjálfum mér
á nótur og hljóðfæri. Djassinn er í
miklu uppáhaldi og hef ég reynt að
sækja djasshátíðir erlendis og helstu
djassklúbbana þegar tækifæri gefast.
Einhverjir minnisstæðustu djass-
tónleikar sem ég hef sótt eru án efa
tónleikar Hiromi Uehara og fylgifiska
hennar á Blue Note í New York árið
2014 en mögulega bestu tónleikar
sem ég hef upplifað voru aftur á móti
með Leonard Cohen heitnum í
Madrid árið 2012. Þeir tónleikar og sú
ferð með mínum bestu vinum var töfr-
um líkust. Ég stefni á að gefa í hvað
ferðalög varðar með fjölskyldunni um
leið og þessi veira játar sig sigraða.“
Fjölskylda
Unnusta Sindra er Fríða Sigríður
Jóhannsdóttir, f. 28.12. 1982, iðn-
aðarverkfræðingur og verkefna-
stjóri í Hringbrautarverkefni hjá
Landspítalanum. Þau eru búsett í
107 Reykjavík. Foreldrar Fríðu Sig-
ríðar eru hjónin Jóhann Sigurjóns-
son, f. 25.10. 1952, ráðgjafi í utanrík-
isráðuneytinu og fyrrverandi
forstjóri Hafrannsóknastofnunar, og
Helga Bragadóttir, f. 5.1. 1954, arki-
tekt hjá Kanon arkitektum, búsett í
Reykjavík.
Synir Sindra og Fríðu Sigríðar
eru Jóhann Helgi, f. 30.11. 2015, og
Sigurjón Magni, f. 1.11. 2018.
Systkini Sindra eru 1) Ása Sigurð-
ardóttir, f. 3.12. 1969, nemi í nátt-
úrulækningum, búsett í Noregi; 2)
Vigdís Sigurðardóttir, f. 4.7. 1972,
búsett á Ítalíu; 3) Þorsteinn Tandri
Helgason, f. 8.7. 1979, múrarameist-
ari, búsettur í Reykjavík.
Foreldrar Ólafs Sindra eru Krist-
ín Magnadóttir, f. 2.2. 1953, bókari,
búsett í Reykjavík og Helgi Þor-
steinsson, f. 3.9. 1946, d. 16.7. 2020,
rennismiður, og stjúpmóðir er Birg-
itta Thorsteinsson, f. 6.4. 1949, bú-
sett í Svíþjóð.
Ólafur Sindri
Helgason
Steinunn Guðmundsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Helgi Sigurðsson
húsgagnasmiður í Reykjavík
Vigdís Helgadóttir
húsfreyja í Reykjavík og á Selfossi
Þorsteinn Ólafur Árnason
verslunarmaður í Reykjavík
Helgi Þorsteinsson
rennismiður, bjó lengi í Svíþjóð
Hallfríður Ólafsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Árni Þorsteinsson
forstjóri í Reykjavík
Kristín Helgadóttir
húsfreyja á Álfatröðum í Hörðudal, Dalasýslu
Hjörtur Ögmundsson
hreppstjóri og bóndi á
Álfatröðum
Ása Hjartardóttir
húsfreyja í Reykjavík
Magni Guðmundsson
doktor í hagfræði, bjó í Reykjavík
Guðrún Einarsdóttir
húsfreyja í Stykkishólmi
Guðmundur Jónsson
frá Narfeyri, útgerðarstjóri í Stykkishólmi
Úr frændgarði Ólafs Sindra Helgasonar
Kristín Magnadóttir
bókari í Reykjavík
Helgi R. Einarsson segir aðvandamálin finnist víða, kast-
ar fram limru og kallar „Vonbiðil-
inn“:
Sem ég forðum sá ’ana
allvel leist mér á ’ana.
Nú vandinn er
virðist mér,
hvort ég fái’ að fá ’ana.
Síðan bætir Helgi við, að á hinum
endanum megi finna „Bakþanka
öldungs“ og biður menn brosa mót
hækkandi sól:
Unaðsstundir margar myndi,
ef minnið væri’ í lagi
og kunnuglegan fiðring fyndi
fljóðin ef ég sæi.
Á Boðnarmiði yrkir Guðmundur
Arnfinnsson þetta fallega erindi og
kallar „Næturhvíld“:
Nóttin er hljóð og hlý
hyldjúpan í
brátt hennar faðm ég flý,
fagna má því,
svefninn mér sætur þá
sígur á brár.
Gleymskunnar guði hjá
gróa mín sár.
Þetta er eina af fyrstu limrunum
sem ég lærði og er eftir Kristján
Karlsson. Hún kom mér á bragðið:
Tóta frá Tindriðastöðum
var töluvert lesin í blöðum
og ljóðum og vísum
jafnvel leiðarvísum.
En það lagaðist, sagði hún, með böð-
um.
Hér er önnur limra eftir Kristján
og gefur hann þessa skýringu, sem
nauðsynlegt er að hafa í huga:
„„Gyðjan er hugsi, eftir Kristmann
Guðmundsson. (Þögn). Mun eiga að
vera Gyðjan er uxi“ – Úr tilkynn-
ingum í útvarpi fyrir mörgum ár-
um.“
„Nú hættum við hordómi og sluksi,“
mælti Hermundur, „gyðjan er uxi.“
Hann bíður um stund
brýtur stól, lemur hund.
Enn bíður hann. Gyðjan er hugsi.
Allt er þegar þrennt er og enn er
limra eftir Kristján:
Af ástæðum ótilgreindum
ef til vill flóknum leyndum
hann gat ekki pissað
það gjörði oss svo hissa að
vér gátum ei heldur sem reyndum.
Arnþór Árnason frá Garði orti:
Lítið mína léttúð græt,
lífinu er þannig varið.
Ennþá finnst mér syndin sæt,
sækir í gamla farið.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Bakþankar öldungs
og næturhvíld
HLÍÐASMÁRI 19, 2.HÆÐ · 201 KÓPAVOGI · SÍMI 534 9600
Hljóðnemi í hlustinni notar hæfni eyrans til að safna upplýsingum sem heilinn þarf til að skilja hljóðin.
Auðveldara að taka þátt í samræðum í virku hljóðumhverfi.
Betri talgreining um leið og bakgrunnshávaði er lágmarkaður í háværu hljóðumhverfi.
Fjarþjónusta. Fáðu heyrnartækin þín stillt án þess að mæta á staðinn.
NÝ TÆKNI!
NÝ BYLTINGARKENND HEYRNARTÆKI
MEÐ ÞREMUR HLJÓÐNEMUM
FAGLEG ÞJÓNUSTA HJÁ LÖGGILTUM HEYRNARFRÆÐINGI