Morgunblaðið - 05.02.2021, Side 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2021
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Raðauglýsingar
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Ath. Grímuskylda er á uppboðum
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á
þeim sjálfum, sem hér segir:
Berjarimi 22, Reykjavík, fnr. 203-9947, þingl. eig. Arnar Þór Helga-
son, gerðarbeiðendur Reykjavíkurborg, Landsbankinn hf., TM hf. og
Orkuveita Reykjavíkur-vatns sf., þriðjudaginn 9. febrúar nk.
kl. 10:00.
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
4. febrúar 2021
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30. Zumba Gold kl. 10.30,
pláss fyrir fleiri. BINGÓ kl. 13.30-14.30, spjaldið kostar 250 kr. Kaffi
kl.14.30. Vegna fjöldatakmarkana þarf að skrá sig í viðburði hjá okkur
og jafnframt er grímuskylda í Samfélagshúsinu, gestir bera ábyrgð á
að koma með eigin grímu og passa uppá sóttvarnir. Nánari upplýs-
ingar og skráning í síma 411-2701 og 411-2702. Allir velkomnir.
Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9-16.
Stólajóga með Hönnu kl. 9. Opin vinnustofa kl. 9-15. Bókabíllinn kem-
ur við Árskóga 6-8 kl. 16.30-17.15. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffi-
sala kl. 14.15-15.30. Heitt á könnunni, allir velkomnir. Grímuskylda og
það þarf að skrá sig í viðburði eða hópa í síma 411-2600.
Boðinn Sundlaugin er opin frá kl. 13.30-16. Línudans kl. 15. Grímu-
skylda er í Boðanum og tveggja metra reglan í gildi.
Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Myndlist með
Margréti Z. kl. 9.30. Morgunkaffi í kaffihorninu kl. 10. Gönguferð um
hverfið kl. 10.30 ef færð og veður í lagi. Opið kaffihús kl. 14.30. Vegna
sóttvarnaregla biðjum við ykkur að skrá ykkur fyrirfram í alla viðburði
hjá okkur í síma 535-2760.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Opið frá kl. 8.10-16. Kaffisopi og
spjall kl. 8.10-11. Thai chi kl. 9-10. Hreyfiþjálfun með sjúkraþjálfara kl.
10. 10-10.40. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Síðdegiskaffi kl. 14.30-
15.30. Þátttökuskráning í síma 411-2790 og á skrifstofu. Grímuskylda
og fjöldatakmörk miðast við 20 manns. Virðum allar sóttvarnir. Nánari
upplýsingar í síma 411-2790.
Hraunsel Dansleikfimi á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 8.30 og
9.30. Bingó á miðvikudögum kl. 13. Handverk á miðvikudögum kl. 13.
Píla á fimmtudögum kl. 13. Línudans á föstudögum kl. 10 og 11.
Grímuskylda og 2ja metra reglan eru í gildi og nauðsynlegt að skrá
sig í allt starf fyrirfram í síma 5550142.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Handa-
vinna, opin vinnustofa 9-16. Útvarpsleikfimi kl. 9.45. Bíósýning kl. 13.
Korpúlfar Hugleiðsla og létt jóga kl. 9 í Borgum, ganga kl. 10 frá
Borgum, þrír styrkleikar og gengið inni í Egilshöll. Hannyrðahópur kl.
12.30 skráning liggur frammi í Borgum. Tréútskurður á Korpúlfsstöð-
um kl. 13 í dag, grímuskylda í Borgum og á Korpúlfsstöðum og allar
sóttvarnir í hávegum hafðar. 20 manns hámark í hverju rými.
Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Söngur og gleði kl.
10.45 í salnum á Skólabraut. Virðum 2ja metra regluna, grímunotkun
og aðrar almennar sóttvarnir.
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
með
morgun-
nu
✝ Guðný Sigurð-ardóttir fædd-
ist í Reykjavík 23.
september 1943.
Hún lést á heimili
sínu í Reykjavík 22.
janúar 2021. For-
eldrar hennar voru
hjónin Sigurður
Guðmundsson ljós-
myndari, f. 14.
ágúst 1900 í
Reykjavík, d. 24.
desember 1986, og Elínborg Ása
Guðbjarnadóttir, f. 5. febrúar
1908 á Flateyri, d. 31. desember
1984. Alsystir Guðnýjar er Sig-
ríður, f. 1945. Eiginmaður henn-
ar er Hilmar Hjartarson. Þau
eiga þrjú börn. Hálfsystir Guð-
nýjar var Svanlaug Sigurðar-
dóttir, f. 1929, d. 1995. Eig-
inmaður hennar var Pétur
Hreiðar Sigurjónsson, f. 1926, d.
1994. Þau eignuðust átta börn.
Guðný giftist árið 1963 Peter
Russel, f. 1938. Þau skildu. Syn-
ir þeirra: 1) Bent, f. 1964, sam-
býliskona hans er Helga Ingi-
björg Reynisdóttir, f. 1963. 2)
Rúnar, f. 1965, eiginkona hans
er Tuti Ruslaini, f. 1979. Synir
hans með fyrri konu sinni Þóru
Karlsdóttur, f. 1962, eru; Ari,
Logi, f. 1991, og Ylfa Þöll, f.
1993. Dóttir Ylfu, Sonja Björt, f.
2014. 2. Solveig Björk Svein-
björnsdóttir, f. 1967. Dóttir
hennar og Aðalsteins Leifs-
sonar, f. 1967, Helena, f. 1990.
Guðný ólst upp í foreldrahús-
um í húsinu Sólbakka, sem stóð
við Laugalæk í Reykjavík. Hún
gekk í Laugarnesskóla og lauk
síðar námi við Gagnfræðaskóla
verknáms við Brautarholt. Hún
útskrifaðist frá Húsmæðraskól-
anum á Blönduósi vorið 1961.
Hún flutti til Kaupmannahafnar
með fyrsta eiginmanni sínum.
Eftir skilnað flutti hún til
Reykjavíkur, en síðar til Grund-
arfjarðar 1972, þar sem hún
starfaði við fiskvinnslu hjá Sæ-
fangi. Guðný flutti aftur til
Reykjavíkur 1995 og hóf störf
við heimilishjálp. Haustið 1998
sótti hún námskeið til Danmerk-
ur í umönnun daufblindra.
Starfaði næstu árin sem að-
stoðamaður Jakobínu Þórmóðs-
dóttur, sem var daufblind og
hreyfihömluð, til 2002, þegar
Jakobína lést. Guðný útskrif-
aðist í fyrsta hópi félagsliða
2004. Hún starfaði ásamt eig-
inmanni sínum í Félagi harm-
onikuunnenda í Reykjavík.
Guðný verður jarðsungin frá
kirkju Óháða safnaðarins í dag
klukan 15. Útförinni verður
streymt:
https://tinyurl.com/kirkjaohada
Virkan hlekk má finna á:
https://www.mbl.is/andlat
Daði og Ottó Rún-
arssynir, f. 1990. 3)
Frank, f. 1966. Syn-
ir hans með Sinead
Gillespie, f. 1967.
Kristófer Gillespie,
f. 1990, sem á einn
son, Jake Edmund
Gillespie, f. 2020,
og Pétur Gillespie,
f. 1992.
Guðný giftist
1971 Ólafi Arnari
Ólafssyni, f. 1940, þau skildu.
Synir þeirra; 4) Ólafur Björn, f.
1973. Eiginkona hans er Jolanta
Glaz, f. 1975. Þeirra dætur,
Viktoría Ása, f. 2003, nemi í
Keflavík og María Júlía, f. 2010.
5) Þorsteinn Bjarki, f. 1974. Eig-
inkona hans Tatiana Malai, f.
1979. Þeirra dætur Elín María,
f. 2008, og Linda Rós, f. 2014.
Guðný giftist 1997 Friðjóni Hall-
grímssyni, f. 1946. Hans dóttir
er Helga Kristín, f. 1972. Eig-
inmaður hennar er Michael
Kline, f. 1965. Sonur Helgu
Kristínar, Gabríel Noor, f. 2007.
Fósturdætur Friðjóns frá fyrra
hjónabandi. 1. Rannveig Þöll
Þórsdóttir, f. 1964. Eiginmaður
hennar Ólafur Sveinbjörnsson,
f. 1961. Þeirra börn. Anton
Elsku systir mín er látin. Ég
bjóst við að eiga meiri tíma með
henni.
Við systur áttum góða æsku á
Sólbakka við Laugalæk sem þá
var hálfgerð sveit. Laugalækur-
inn rann meðfram húsinu og stór
garður sem var ævintýraheimur
okkar systra. Það var gest-
kvæmt á heimilinu og við fengum
að vera með í lífi og störfum for-
eldra okkar. Fjölskyldan var ná-
in og okkur fannst gaman að um-
gangast börn Hallýjar systur
okkar sem átti átta börn sem
voru ávallt velkomin. Þau komu
við þegar þau fóru í Laugardals-
laug og þá bakaði mamma lumm-
ur. Oft var mikið hlegið því hún
hafði aldrei undan.
Foreldrar okkar höfðu unun
af því að ferðast. Við fórum í löng
ferðalög, til dæmis til Akureyrar,
sem á þeim tíma var þriggja
daga leiðangur með botnlaust A-
tjald og steinolíuprímus. Þá var
sungið í bílnum og aldrei verið að
flýta sér. Pabbi okkar var ljós-
myndari og því fórum við oft á
fallega og fjarlæga staði. Við átt-
uðum okkur á því seinna hversu
mikil forréttindi þetta voru og
höfum oft rifjað upp þessi ferða-
lög. Guðný var sérlega minnug á
ýmis atriði úr bernsku.
Þegar hún var um tvítugt fór
hún til Danmerkur í lýðháskóla.
Þar kynntist hún Dananum Pet-
er og eignuðust þau synina Bent,
Rúnar og Frank á þremur árum.
Þetta var krefjandi tími hjá
henni, við skrifuðumst á um
áskoranir lífsins. Guðný flutti á
Sólbakka þegar hún kom heim
með strákana og það var ynd-
islegt að fá að vera með í þeirra
lífi.
Guðný giftist Óla Storm, eins
og hann er kallaður, og fluttust
þau til Grundarfjarðar. Hún varð
vinmörg, vann og naut lífsins,
var virk í því góða samfélagi
Grundarfirði. Þar eignaðist hún
yngstu synina tvo, Óla og
Bjarka. Alla tíð höfum við notið
þess að fylgjast með börnum
hvor annarrar, og barnabörnum,
og taka þátt í stórum stundum
lífsins. Guðný stóð alltaf með
sínu fólki en líka þeim er minna
máttu sín og tók málstað þeirra.
Hún hafði líka sterkar skoðanir á
þjóðmálum og lét heyra ef henni
mislíkaði. Í Reykjavík starfaði
hún við umönnun fatlaðra og var
ótrúlega fljót að tileinka sér sam-
skiptaleiðir skjólstæðinga sinna.
Leiðir okkar systra tengdust
ánægjulega saman þegar Guðný
hóf samband með miklum vini
okkar hjóna honum Friðjóni. Þá
hittumst við í gegnum
harmonikustarf og eyddum
sumrum saman í útilegum.
Guðný elskaði að ferðast um
okkar fagra land og naut þess að
vera í stemningu og innan um
fólk. Guðný og Friðjón giftu sig í
Þrastaskógi á harmonikumóti og
var það ógleymanleg stund fyrir
okkur öll sem þar vorum. Þau
áttu sameiginleg áhugamál; ætt-
fræði, tónlist og ferðalög. Á ferð-
um um landið sat hún með landa-
kortið, fylgdist með örnefnum og
Friðjón ók. Í útilegum var oft
sameiginlegt grill og þá var
Guðný sósumeistarinn, því hún
gerði bestu sósurnar. Við höfum
átt margar góðar stundir í þess-
um ferðum og eigum þaðan dýr-
mætar minningar.
Áramótakveðja systur minnar
til mín var: „Gleðilegt útileguár,
elsku systir.“ Við munum stefna
að því, með Guðnýju í anda.
Ég votta okkar góða vini Frið-
jóni, sonum Guðnýjar, mökum,
barnabörnum og öðrum aðstand-
endum mína dýpstu samúð.
Þín systir,
Sigríður (Sirrý).
Við í Félagi harmonikuunn-
enda munum fyrst eftir Guðnýju
fyrir nærri 30 árum. Hún kom
með systur sinni og mági, þeim
Sirrý og Hilmari, í harmoniku-
útilegu í Þrastaskógi. Hún féll
fljótt inn í hópinn og hafði ein-
staklega gaman af að syngja,
ræða málin og segja sögur. Hún
kunni mikið af dægurlagatextum
og söng oft manna hæst og hló
og skemmti sér og öðrum. Þau
Friðjón kynntust í Þrastaskógi
og brúðkaup þeirra fór þar fram
nokkrum árum síðar. Séra Pétur
í Óháða söfnuðinum gaf þau sam-
an og þetta var einstaklega fynd-
ið og skemmtilegt brúðkaup al-
veg í anda þeirra Guðnýjar og
Friðjóns. Hún aðstoðaði kaffi-
konurnar við kaffisölu á
skemmtifundum félagsins á ár-
um áður. Kaffikonurnar höfðu
gefið fána á 10 ára afmæli félags-
ins en svo fóru þær líka í
ánægjulegar skemmtiferðir til
Írlands og Guðný fór með til
Skotlands og út að borða fyrir
þann sjóð sem safnaðist við hlut
kaffikvenna af kaffisölunni.
Landsmótin og harmonikuútileg-
urnar og haustfundir Sambands
íslenskra harmonikuunnenda eru
svo mörgum í minni og þar voru
að sjálfsögðu Friðjón og Guðný.
Útileguútbúnaður breyttist mik-
ið á þessum árum en þau voru
fyrst í Votmúlatjaldinu og síðar
Esterellu-vagninum og svo hjól-
hýsinu. Núna svífur hún um í
Sumarlandinu.
Við kveðjum Guðnýju með
hlýju og þakklæti og vottum
Friðjóni heiðursfélaga okkar,
Sirrý og öllum aðstandendum
okkar dýpstu samúð.
Félag harmonikuunnenda í
Reykjavík,
Elísabet Halldóra
Einarsdóttir formaður.
Guðný
Sigurðardóttir
✝ Jón ValgarðurJóhannesson
fæddist á Hóli í
Höfðahverfi 29. júlí
1933. Hann lést á
dvalarheimilinu
Hlíð 23. janúar
2021.
Foreldrar hans
voru hjónin Sigrún
Guðfinna Guðjóns-
dóttir, f. 1905, d.
1989, og Jóhannes
Jónsson, f. 1904, d. 1999. Systk-
ini Jóns eru Árni, f. 1929, d.
2018, Sigríður, f. 1932, d. 2014,
Sveinn, f. 1937, Halldór, f. 1939,
d. 2002, Þórsteinn Arnar, f.
1941, Anna, f. 1944, og Tómas,
f. 1953.
Jón kvæntist árið 1959 Guð-
obsson. 4) Valgerður Anna, f.
1966, gift Rúnari Ísleifssyni,
synir þeirra eru Eyþór og Ívar,
dóttir Rúnars er Sigurlaug.
Langafabörnin eru sextán.
Jón ólst upp í foreldrahúsum
á Hóli og gekk í grunnskólann
á Grenivík og síðan í Héraðs-
skólann á Laugum. Jón og
Guðný tóku síðan við búi for-
eldra hennar á Espihóli árið
1960.
Útför Jóns fer fram frá
Grundarkirkju 5. febrúar 2021
kl. 13.30. Vegna aðstæðna í
þjóðfélaginu verða einungis
nánustu ættingjar og vinir við-
staddir en athöfninni verður
streymt á facebooksíðunni
Jarðarfarir í Grundarkirkju –
beinar útsendingar.
Stytt slóð: tinyurl.com/1scthq4i
Virkan hlekk á slóð má nálg-
ast á:
https://www.mbl.is/andlat
nýju Kristinsdóttur
frá Espihóli í Eyja-
fjarðarsveit, f.
1941, d. 2015. Börn
þeirra eru: 1) Sig-
rún Eydís, f. 1960,
gift Guðmundi
Bjarnari Guð-
mundssyni, synir
þeirra eru Jón Þór,
Guðni Bjarnar,
Andri og Heimir.
2) Kristinn Viðar,
f. 1962, kvæntur Ástu Guðrúnu
Sveinsdóttur, synir þeirra eru
Ágúst Freyr og Egill Már, dótt-
ir Ástu er Sandra Dögg Páls-
dóttir. 3) Jóhannes Ævar, f.
1965, kvæntur Sigurlaugu
Björnsdóttur, sonur Sig-
urlaugar er Björn Már Jak-
Þegar við minnumst pabba
kemur fyrst upp í hugann rólyndi,
traust og væntumþykja. Pabbi var
ekki maður margra orða, en hann
sagði það sem þurfti að segja og
hafði sitt fram með hægðinni.
Hann var afkastamikill þrátt fyrir
rólyndið, var alltaf að og úthaldið
var oft með ólíkindum, jafnvel
þegar hann var kominn á efri ár.
Þau mamma voru um margt
ólík. Hún ákveðin, skipulögð og
hamhleypa til verka, pabbi rólynd-
ið uppmálað, haggaðist ekki hvað
sem á gekk. Þessi blanda virkaði
vel, þau voru samstillt og byggðu
upp jörðina í sameiningu. Þau áttu
sameiginleg áhugamál, nutu þess
að ferðast innanlands og utan og
fengu sem betur fer nokkur góð ár
eftir að þau hættu búskaparstrit-
inu til þess að sinna ferðalögum og
félagslífi.
Eftir að mamma féll frá hélt
pabbi áfram að rækta líkama og
sál, meðal annars með því að taka
þátt í félagslífi í sveitinni og sækja
fundi og viðburði í reglu Oddfel-
low, en þau höfðu bæði verið þar
virkir félagar um nokkurra ára
skeið. Pabbi mætti í sund á hverj-
um virkum morgni ásamt hópi af
sveitungum, allt þar til heilsan
brast. Sundið var honum mikils
virði og kaffispjallið eftir sundið
ekki síður.
Pabbi var mikill fjölskyldumað-
ur og ræktaði vel sambandið við
ættingjana, hópurinn hans er orð-
inn fjölmennur, en hann fylgdist
vel með lífi og starfi okkar allra og
hafði sérstaklega gaman af uppá-
tækjum og tilsvörum yngstu fjöl-
skyldumeðlimanna.
Pabbi var víðsýnn og til í að
prófa flest, hann vildi þó gjarnan
halda í hefðir og var lítið gefinn
fyrir pakka- og skyndimat, en
þeim mun hrifnari af íslenskum
þjóðlegum mat. Hann hélt súrmeti
að barna- og barnabarnabörnun-
um og náði góðum árangri í að
venja sum þeirra á súra sviðafæt-
ur, svið og súrt slátur. Fátt gladdi
hann meira en þegar ungdómur-
inn hámaði í sig þessar kræsingar.
Pabbi naut þess að vera úti í
náttúrunni, sérstaklega voru
haustin hans tími, að fara í berja-
mó var hans uppáhaldsiðja, það
voru ófáir lítrarnir sem hann tíndi
og nutum við afurðanna í ríkum
mæli, enda naut hann þess ekki
síður að gauka berjafötu að ætt-
ingjunum en að njóta þeirra sjálf-
ur.
Við erum þakklát fyrir að börn-
in okkar og barnabörn fengu tæki-
færi til að njóta samvista við for-
eldra okkar, þau voru ætíð
aufúsugestir á Espihóli, alltaf tími
til að gera það sem afar og ömmur
gera best; hlusta, spjalla, leika og
fræða.
Að leiðarlokum viljum við
þakka starfsfólki lyflækninga-
deildar SAK og dvalarheimilisins
Hlíðar fyrir einstaka umönnun
pabba síðustu mánuði.
Hvíl í friði elsku pabbi!
Sigrún, Kristinn,
Jóhannes og Valgerður.
Jón V. Jóhannesson