Morgunblaðið - 10.02.2021, Page 2

Morgunblaðið - 10.02.2021, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 2021 Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Fékk bíllinn ekki skoðun? Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl Sameinuð gæði BJB-Mótorstilling þjónustar flesta þætti endurskoðunar anngjörnu verði og að ki förum við með bílinn n í endurskoðun, þér kostnaðarlausu. á s au þin að Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Andrés Magnússon andres@mbl.is Forsetaskipti í Washington virðast engu hafa breytt um stefnu Banda- ríkjastjórnar um aukin samskipti við Ísland og áhrif á norðurslóðum, en æðstu ráðamenn þar hafa látið áhuga sinn á þeim í ljós með ýmsum hætti. „Við höfum fullan skilning á því að það taki ný stjórnvöld einhvern tíma til að manna stöður og taka til þar sem frá var horfið, enda margt á borði Bandaríkjastjórnar,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- ráðherra í samtali við Morgunblaðið. „En við finnum ekkert annað en mjög skýr skilaboð um áframhald- andi styrkingu á samskiptum Ís- lands og Bandaríkjanna. Sem er í góðu samræmi við okkar áherslur og við mjög ánægð að finna það.“ Staðgengill sendiherra tekur upp þráðinn Tekið var eftir því að ríkisstjórn Bidens beið ekki boðanna með að senda til Íslands staðgengil sendi- herra. Harry Kamian, þaulvanur sendifulltrúi við Öryggis- og sam- vinnustofnun Evrópu (ÖSE), var sendur hingað til lands aðeins fjór- um dögum eftir að Biden var settur í forsetaembætti í liðnum mánuði. Kamian greindi í liðinni viku frá fundi sínum með Guðlaugi Þór og sagði viðræður þeirra „einkar árang- ursríkar“ um leiðir til þess að „dýpka tengsl og samvinnu“ ríkjanna og kvaðst hlakka til samstarfs við ís- lensk stjórnvöld á ótal sviðum. Vonast er til þess að Antony Blin- ken, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, komi hingað til lands í maí á ráðherrafund Norðurskautsráðsins, þar sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra gegnir for- mennsku. Blinken vill líkt og Mike Pompeo, fyrirrennari hans, auka áhrif Bandaríkjanna á þeim slóðum. Líklegt má telja að honum verði ekki síður ágengt í því, enda áhersla stjórnar Bidens á loftslagsmál meira í takt við þá stefnu sem önnur ríki ráðsins hafa kynnt. Stefna Bandaríkjastjórnar í ör- yggis- og varnarmálum á norður- slóðum virðist einnig sú sama og fyr- ir forsetaskiptin, en Björn Bjarna- son, fv. ráðherra og höfundur skýrslu um norræna utanríkis- og öryggismálastefnu, nefnir í nýlegri færslu á heimasíðu sinni að Lloyd Austin, nýr varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hafi á óformlegan hátt, að minnsta kosti, boðið til við- ræðna við bandalagsþjóðir (Íslend- inga, Norðmenn og Dani) og sam- starfsþjóðir (Finna og Svía) um þróunina á norðurslóðum. Stefna enn á norðurslóðir  Bandaríkjastjórn leggur áfram áherslu á norðurslóðir  Von á Blinken í maí  Sendimaður boðar dýpri tengsl  Nýr varnarmálaráðherra óskar viðræðna Guðlaugur Þór Þórðarson Harry Kamian Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Það er fínn gangur í þessu, gott verð og ágætur afli þegar gefur á sjó þannig að það er ekki nokkur ástæða til að kvarta,“ sagði Árni Björn Einarsson, skipstjóri, vél- stjóri og útgerðarmaður á Hjördísi HU 16, þegar rætt var við hann í gær. Haustið 2019 lenti Árni Björn í slysi um borð í bátnum er hann féll niður í lest og sleit m.a. vöðvafestur í öxl. Hann segist vera að jafna sig en bíður þó aðgerðar vegna brjósk- loss í baki. Báturinn er frá Blönduósi, en rær á vetrarvertíð frá Ólafsvík. „Við er- um oft á haustin í Húnaflóanum, en færum okkur í Breiðafjörðinn þegar kemur fram í desember.“ Tveir eru á Hjördísi, sem er 11 metra, 10 tonna bátur, auk beitningamanns í landi. Þeir eru á línu og leggja yf- irleitt 24 bala og hafa gjarnan fengið um 200 kíló á bala. „Í flestum túr- unum undanfarið höfum við fengið um fimm tonn, langmest af þorski, og mest sex tonn einn daginn. Það er ekki slæmt á ekki stærri bát.“ Góður vertíðarbragur Árni Björn og fleiri sem rætt var við í gær sögðu að góður vertíðar- bragur hefði verið kominn á veiði- skapinn snemma í janúar og víða hefði fengist góður afli. „Það eina sem truflar er ýsan,“ segir Árni Björn. „Hún virðist vera alls staðar og þó svo að allir reyni að forðast hana þar sem þeir eiga ekki kvóta, þá er alls staðar sama sagan, það fá allir ýsu.“ Á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda var í síðustu viku fjallað um mikla ýsuveiði og sagði þar m.a.: „Helstu áhyggjur manna nú liggja í ýsunni. Ekki svo að hún fáist ekki heldur að veiðiheimildir eru ekki í neinu samræmi við afla- brögð. Á það jafnt við um veiðar með línu og botnvörpu. Á tímabilinu september til janúar hafa veiðst rúm 25 þúsund tonn af ýsu á móti 18.396 á sama tíma í fyrra,“ sagði m.a. á síðunni. Í janúar hafi hægst á ýsuveiði krókabáta, enda úthlutaðar veiði- heimildir uppurnar. Það sem hafi haldið krókabátum gangandi sé heimild til að flytja þorsk í afla- markskerfið og fá ýsu í jöfnum skiptum á móti inn í krókaafla- markskerfið. Ýsustofninn á uppleið Fyrir nokkrum árum veiddist mest af ýsu við sunnan- og vestan- vert landið og eru aflaheimildir að stórum hluta bundnar við báta sem gera út á suður- og vesturmið. Stofnmælingar hafa sýnt að ýsu- stofninn hefur verið heldur á uppleið síðustu ár og horfur eru á góðri ný- liðun á næstu árum. Hins vegar var veiðihlutfall í aflareglu lækkað fyrir nokkrum árum og þar með lækkuðu veiðiheimildir samsvarandi. Afla- mark á ýsu á þessu fiskveiðiári er rúmlega 45 þúsund tonn sem er 9% hækkun frá fiskveiðiárinu á undan. „Gott verð og ágætur afli þegar gefur á sjó“  Það eina sem truflar er ýsan, segir Árni á Hjördísi HU Morgunblaðið/Alfons Finnsson Löndun Árni Björn Einarsson með myndarlega ýsu á bryggjunni í Ólafsvík. Heimildir margra í ýsu eru uppurnar. Andrés Magnússon andres@mbl.is Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrr- verandi ráðherra, er sterklega orðuð við þingframboð fyrir Sam- fylkinguna í Suðvesturkjördæmi (Kraganum) á ný. Hún var áður þingmaður flokksins þar frá 1999 til 2011, en er nú formaður Banda- lags háskólamanna (BHM). „Ég get staðfest að nafn mitt hefur verið nefnt við uppstillingarnefnd og það er til skoðunar þar,“ segir Þórunn við Morgunblaðið, en verst allra frekari frétta, þar sem nefnd- in þurfi að geta unnið störf sín í friði. Samfylkingin á einn þingmann í Suðvesturkjördæmi fyrir, en það er Guðmundur Andri Thorsson, sem áfram sækist eftir að vera í efsta sæti listans. Þá hefur Rósa Björk Brynjólfs- dóttir, sem til skamms tíma sat á þingi fyrir Vinstri hreyfinguna – grænt framboð en gekk til liðs við þingflokk Samfylkingarinnar skömmu fyrir jól, sóst eftir því að leiða listann í kjördæminu. Það gerðist eftir að hún fékk ekki eitt af efstu sætum flokksins í Reykja- víkurkjördæmunum, þar sem flokkurinn á nú einn þingmann í hvoru. Störf uppstillingarnefndar Sam- fylkingarinnar í höfuðborginni spurðust út um miðjan janúar og sköpuðu nokkra ólgu í flokknum, en í kjölfarið tilkynnti Ágúst Ólaf- ur Ágústsson að hann sæktist ekki lengur eftir sæti á lista í haust. Í því ljósi hefur uppstilling- arnefnd Samfylkingarinnar í Suð- vesturkjördæmi gætt þess að halda spilunum þétt að sér. Miðað er við að niðurstaðan verði ljós um komandi mánaðamót. Þórunn orðuð við framboð á ný  Uppstilling í Kraganum langt komin Morgunblaðið/Kristinn Þreifingar Þórunn Sveinbjarn- ardóttir er orðuð við þingframboð. Leit að John Snorra Sigurjóns- syni, Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, var ekki haldið áfram á K2 í gær vegna slæmra veðurskilyrða. Þau gerðu það að verkum að þyrla pakistanska hers- ins gat ekki flogið og leitað þre- menninganna. Síðast sáust þeir á föstudagsmorgun og taldar eru litl- ar líkur á að þeir finnist á lífi úr þessu. Að sögn fulltrúa pakistanska hersins verður þyrluflugi haldið áfram um leið og veður leyfir en spá- in næstu vikuna lofar ekki góðu. Sajid Sadpara, sonur Muhammad Ali, sem var sá síðasti sem sá þre- menningana, sagði í gær að hann hefði enn trú á að þeir fyndust á lífi. Sjálfur sneri hann við og fór frá hópnum vegna þess að súrefnisbún- aður hans bilaði. Leit með þyrlu hersins hætt í bili John Snorri Sigurjónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.