Morgunblaðið - 10.02.2021, Page 10

Morgunblaðið - 10.02.2021, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 2021 Skeifan 3 • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is • rafver@rafver.is ÞRÁÐLAUS SKÚRINGARVÉL Næsta kynslóð skúringarvéla • Rafhlöðutími u.þ.b. 45 mínútur FC 7 PREMIUM Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Oddafélagið stefnir að því að byggja nýja Oddakirkju og menningar- og fræðasetrið Sæmundarstofu í Odda á Rangárvöllum. Þessi mannvirki og starfsemi í þeim verði menningar- miðja á þessu merkasta höfuð- bóli Suðurlands þar sem rúmlega þúsund ára sögu staðarins og íbúa hans verði gerð skil. Stjórn Odda- félagsins telur ekki eftir neinu að bíða að taka fyrstu skóflu- stunguna í ljósi þess að eftir aðeins tólf ár verður 900 ára ártíðar Sæmundar fróða minnst. „Þetta er óskaplega spennandi viðfangsefni. Það sameinar margt sem ég hef brennandi áhuga á og ég vil leggja mig fram um að koma á framfæri,“ segir Friðrik Erlingsson, rithöfundur á Hvolsvelli, sem ráðinn hefur verið verkefnastjóri Odda- félagsins. Hann hefur setið í stjórn félagsins um árabil og tekið þar þátt í þeim undirbúningi sem fram hefur farið vegna fyrirhugaðrar uppbygg- ingar í Odda. Sögusýning sett upp Síðustu ár hefur verið unnið að fornleifarannsóknum í Odda, meðal annars á Sæmundarhellum, til undirbúnings uppbyggingar. Sett hefur verið upp þverfaglegt rannsóknarteymi um Oddarann- sóknina sem nýtur stuðnings úr verkefninu „Ritmenning íslenskra miðalda“. Fornleifauppgröftur held- ur áfram á næsta ári. Meðal fyrstu verkefna Friðriks er að undirbúa stóra útisýningu í Odda um Sæmund fróða og sögu Odda og að skipuleggja Oddahátíð í sumar. Á sögusýningunni verða skilti með ljósmyndum af fólki í búningum og umhverfi miðalda, meðal annars Sæ- mundi fróða. Friðrik segir að flestir þekki Sæmund sem þjóðsagna- persónu og galdramann. Reynt verði að sýna manninn í réttu ljósi og gera grein fyrir störfum hans í Odda sem lögðu grunn að gullaldartíma í bók- menntum Íslendinga. Vegna þess að Oddafélagið fagnar 30 ára afmæli sínu verður Oddahátíð veglegri en áður. Þar mun Sinfóníu- hljómsveit Suðurlands koma fram í fyrsta sinn á almennum tónleikum ásamt Karlakór Rangæinga. Meðal annars verður flutt nýtt lag við kvæði séra Matthíasar Jochums- sonar, „Á Gammabrekku“, en Matt- hías þjónaði í Odda um tíma. Stóra verkefnið kynnt Tónleikarnir verða til styrktar meginverkefni félagsins, uppbygg- ingu nýrrar Oddakirkju og Sæ- mundarstofu. Á hátíðinni verður verkefnið kynnt. Í Sæmundarstofu á að verða fjöl- nota salur fyrir sýningar, viðburði, móttökur, fyrirlestra, ráðstefnur og einkasamkomur. Einnig móttaka, verslun og veitingar fyrir ferðafólk og aðra gesti, íbúð fyrir fræðimenn ásamt bókhlöðu og tölvuveri. Þar munu því fara saman rannsóknir og fræðimennska og hvers kyns við- burðir og menningarstarf. „Sæmundarstofa og ný Odda- kirkja yrðu þannig öflug menningar- miðja á þessu merkasta höfuðbóli Suðurlands, þar sem rúmlega þús- und ára sögu staðarins verði gerð skil, ásamt sögu þeirra karla og kvenna sem staðinn sátu og lögðu sitt af mörkum til sköpunar hinu stórmerka menningarsamfélagi sem þróaðist hér á landi á 12. og 13 öld, sem var gullöld íslenskra bók- mennta,“ segir í tilkynningu frá Oddafélaginu. Friðrik segir að góð samstaða sé um Odda sem menningarmiðju Suð- urlands. Hann sé hafinn yfir hreppa- ríg. Það sé mikilvægt. Undirbúa byggingu Sæmundarstofu  Oddafélag vill hefja framkvæmdir í nafni Sæmundar fróða Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Oddakirkja Kirkja hefur verið í Odda frá því í öndverðri kristni. Markmið Oddafélagsins er að reisa nýja veglega kirkju ásamt menningarmiðstöð. Friðrik Erlingsson Guðni Einarsson gudni@mbl.is Háskóli Íslands og Félagsstofnun stúdenta, sem á hlut í Háskólatorgi, munu fara yfir stöðu mála og næstu skref með Veitum, undirverktökum og tryggingafélögum þeirra á fundi í dag. Fundarefnið er vatnstjónið sem varð 21. janúar þegar vatns- leiðsla í eigu Veitna bilaði og vatn rann inn í byggingar háskólans sem kunnugt er. Háskóli Íslands hefur lagt til að dómkvaddir matsmenn verði fengnir til að meta orsakir óhappsins og tjónið. Það verður meðal annars rætt á fundinum. Ljóst þykir að tjónið sem varð í byggingum Háskóla Íslands (HÍ) hinn 21. janúar, þegar vatnslögn Veitna bilaði, hlaupi á hundruðum milljóna króna, að sögn Kristins Jó- hannessonar, sviðsstjóra fram- kvæmda- og tæknisviðs HÍ. Hann segir að fullnaðarmat á tjóninu liggi ekki enn fyrir, enda flókið og vanda- samt að meta það til fulls. Háskóli Íslands hefur fengið verkfræðistofuna Eflu til aðstoðar við að meta tjónið. Gera þarf raka- mælingar og skoða lagnir en tals- vert af lögnum er í gólfum húsanna sem urðu fyrir flóðinu. Stefnt er að því að laga húsnæðið sem skemmdist svo það verði not- hæft í haust þegar kennsla hefst á ný. Mikið rask hefur orðið á starf- semi háskólans vegna tjónsins, sér- staklega á Háskólatorgi og í Gimli. Skólinn hefur gert ýmsar ráðstaf- anir vegna þessa. Starfsemi hefur verið færð í aðrar byggingar og hús- næði verið leigt t.d. á Hótel Sögu. Þá hefur ákveðin starfsemi og kennsla verið flutt á netið vegna þess húsnæðisskorts sem leiddi af vatnstjóninu. HÍ vill fá dóm- kvadda matsmenn  Hundraða milljóna króna tjón  Kanna skemmdir eftir leka Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Háskóli Íslands Mikið eignatjón varð í vatnsflóðinu. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Bændasamtökin eru í samskiptum og viðræðum við allmarga áhuga- sama aðila um eign sína, Hótel Sögu við Hagatorg. Þar á meðal eru inn- lendir og erlendir fjárfestar sem hafa áhuga á að reka hótelið áfram, fyrirtæki á heilbrigðissviði sem kanna möguleika á að breyta hót- elinu í hjúkrunarheimili og Háskóli Íslands sem sýnt hefur áhuga á að taka hótelið í þágu háskólans og nemenda hans. „Við erum með mörg járn í eld- inum en höfum enn ekkert fast í hendi,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Hann kynnti stöðu mála á stjórnar- fundi samtakanna í gær. Hótelinu var lokað í lok október sl. vegna rekstrarerfiðleika vegna kór- ónuveirufaraldursins. Gestum fækk- aði svo mikið að ekki var lengur grundvöllur fyrir rekstri þess. Bændasamtökin eiga bæði Bændahöllina sem er eigandi fast- eignarinnar og Hótel Sögu sem er rekstrarfélag hótelsins. Hótel Saga fékk heimild til fjárhagslegrar end- urskipulagningar og rennur hún út 7. apríl. Gunnar segir að þótt hugs- anlegt sé að fá þriggja mánaða fram- lengingu, ef réttar forsendur skap- ist, hafi Bændasamtökin ekki endalausan tíma til að ganga frá þessum málum. Tafir vegna sóttvarna Í upphafi var stefnan að fá nýja hluthafa inn í rekstrarfélagið en erf- itt reyndist að vinna að þeim málum vegna kórónuveirufaraldursins. Nú er rætt við áhugasama fjárfesta, bæði innlendar og erlendar hótel- keðjur. Gunnar segir að erlendu að- ilarnir vilji skoða eignina áður en þeir ganga til samninga en erfitt sé við það að eiga vegna aðgerða á landamærum í þágu sóttvarna. Segir Gunnar að möguleikar á áframhald- andi rekstri Hótels Sögu sveiflist með væntingum um þróun farald- ursins, bólusetningar og opnun landamæra. Rætt er við Heilsuvernd og Eir um rekstur hjúkrunarheimilis í hús- inu. Einnig Háskóla Íslands um að taka hótelið undir kennslurými, skrifstofur og gistingu fyrir innlenda og erlenda nemendur háskólans. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bændahöllin Hótel Saga er eitt þekktasta hótel landsins. Í Bændahöllinni eru einnig skrifstofur Bændasamtakanna og fleiri tengdra samtaka. Hótelkeðjur sýna áhuga á Hótel Sögu  Rætt við innlenda og erlenda aðila

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.