Morgunblaðið - 10.02.2021, Blaðsíða 14
14 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 2021
Vindmyllur vind-
orkuvers hafa drepið á
annað hundrað haferni
og þrjá kóngserni frá
því þær voru reistar á
Mæri í Noregi 2006. Og
í fyrra og hitteðfyrra
drápu vinmylluspaðar
fimm erni í Þrændalög-
um. Auk þess hafa
vindmyllur þessar
drepið hundruð rjúpna,
fjölda fálka, svana og gæsa. Um
þetta er m.a. fjallað í hinu ágæta
frétta- og menningarblaði Bænda-
blaðinu. Haförnum var á sínum tíma
nær útrýmt í Evrópu. Eftir að þeir
voru friðaðir hafa stofnar þeirra sum-
staðar braggast nokkuð, en hafernir
eru alls staðar sjaldgæfir. Þeim var
nær útrýmt á Íslandi, en eftir að
hætt var að bera út refaeitur hefur
örnum fjölgað þó hægt miði. Talið er
að 2017 hafi 76 arnarpör verið á öllu
landinu. 50 hafarnarpör verpa á
Breiðafjarðarsvæðinu, tveir þriðju
hlutar hafarnarstofnsins á Íslandi.
Fjöldi hafarna sem vindmyllur í Nor-
egi hafa náð að drepa þann stutta
tíma sem þær hafa starfað lætur
nærri að slaga upp í allan haf-
arnastofninn á Íslandi.
Þetta eru alvarleg
tíðindi því í bígerð eru
þrjú vindmylluver á að-
alvarpsvæði hafarna á
Íslandi, þar af tvö í
Reykhólasveit. Eitt
þessara svæða sem er á
Laxárdalsheiði hefur
þegar verið skilgreint
sem mikilvægt fugla-
svæði.
Verði hugmyndir að
þessum þremur vind-
orkuverum að veruleika
yrðu þar reistar um 86 vindmyllur
allt að 150 metra háar. Áhrif vind-
myllufylkinganna gætu orðið mikil á
fuglalíf og ásjónu lands.
Í Reykhólahreppi verpa ernir m.a.
í Gilsfirði. Fyrirhugað er að setja upp
allt að 35 vindmyllur í Garpsdal við
Gilsfjörð og í bígerð er að reisa og
reka í fyrsta áfanga allt að 24 vind-
myllur í landi Hróðnýjarstaða í Dala-
sýslu. Þriðja vindmylluverið er fyr-
irhugað að reisa á 3.200 hekturum á
Laxárdalsheiði í landi Sólheima í
Dalabyggð.
Umhverfisáhrif af vindorkugörð-
um geta verið mikil. Þau eru sjón-
ræn, vindmyllurnar hafa áhrif á
ásýnd umhverfis, þær hafa áhrif á
hljóðvist og hafa áhrif á fuglalíf.
Á Laxárdalsheiði er sérlega vara-
samt að setja upp vindmyllur. Þar
sem fuglafræðingar hafa bent á að
um heiðina séu mikilvægar farleiðir
íslensku farfuglanna norður og norð-
an. Laxárdalsheiði er skilgreind sem
mikilvægt svæði fyrir fuglalíf og líf-
fræðilega fjölbreytni (Important Bird
and Biodiversity Area) og svæðið af-
markað sem mikilvægt varpsvæði á
alþjóðavísu fyrir himbrima (5% af ís-
lenska himbrimastofninum) og álftir
(1,8% af íslenska álftarstofninum).
Vindmyllurnar í Dalasýslu eru ein-
ungis hluti af stórfelldum fyrirætl-
unum um að koma upp vindmyllum
til raforkuframleiðslu sem víðast um
landið. Við Búrfell og við Blöndu, þar
er talað um að reisa yfir 100 vind-
myllur. Við sunnanverðan Hengilinn,
á Reykjanesi og í landi Grindavíkur.
Fyrirætlanir eru um að setja upp allt
að 10 vindmyllur á Eyrarfjall ofan við
Flateyri. Þá hafa menn í hyggju að
reisa vindmyllur við Lagarfljót. Og á
flatlendi Suðurlands norðan við
Þykkvabæ svo eitthvað sé nefnt.
Norska fyrirtækið Zephyr ætlar
að reisa vindmyllur víða á Íslandi.
Þetta fyrirtæki er m.a. í eigu þriggja
norskra sveitarfélaga. Þá vaknar
spurningin: hvers vegna í ósköpunum
reisa þessi sveitarfélög ekki vind-
myllurnar í eigin landi heima hjá sér
í Noregi?
Vindmyllurnar eru allt að 150
metra háar, um tvöfalt hærri en Hall-
grímskirkja í Reykjavík, sem er 74,5
metrar á hæð. Mikil sjónmengun er
af þessum gríðarmiklu mannvirkjum
sem sjást langt að. Þessir risar með
spaða sem snúast með þungum nið
og skuggavarpi rísa ekki einn og einn
yfir mela og móa heldur tugum og
hundruðum saman í stórum flokkum
og fylkingum, sem ber við himin og
munu setja mark sitt á umhverfið.
Ein mesta auðlind Íslendinga er feg-
urð og fjölbreytileiki náttúru lands-
ins. Fólk kemur hvaðanæva úr heim-
inum til að upplifa fegurð íslenskrar
náttúru og ósnortin víðerni. Þessari
þjóðargersemi og auðlind yrði spillt,
gengi áform eftir um vindmylluver
vítt og breitt um landið.
Íslendingar þurfa engar vindmyll-
ur, við eigum nóga orku og við notum
einungis fimm prósent af allri þeirri
orku sem hér er framleidd, annað er
selt við vægu verði í mengandi málm-
bræðslur erlendra stórfyrirtækja.
Á dagskrá sem Samorka hélt ný-
lega, „Ný græn orkutækifæri“, kom
fram að íslensk orka væri eftirsókn-
arverð þar sem hún væri vistvæn.
Æskilegt væri að auka raforkufram-
leiðslu, m.a. með nýtingu vistvænnar
vindorku. Íslendingar gætu boðið
vistvæna orku fyrirtækjum sem vildu
koma hér upp gagnaverum, fram-
leiða rafhlöður og vetni. Hægt væri í
framtíðinni að flytja út orkuna í formi
vetnis. Meginstef allra erinda sem
flutt voru var að eftirspurn eftir vist-
vænni orku ætti eftir að aukast.
Hversu vistvæn er endurnýjanleg
vatnsorka sem framleidd hefur verið
með því að eyðileggja ár og fossa og
náttúruleg vatna- og votlendissvæði?
Hversu vistvæn er vindmylluraforka
ef með henni verður eyðilögð ásýnd
landsins, náttúrufegurð þess um
strendur, dali, fjöll og firnindi?
Hversu vistvæn er sú vindmylluorka
sem ógnar tilvist lífríkisins, þar á
meðal hafarna og margra annarra
fugla?
Eftir Þorvald
Friðriksson » Fjallað er um hættu
sem steðjað gæti að
íslenska hafarnastofn-
inum vegna áforma um
vindmyllur á Breiða-
fjarðarsvæðinu.
Þorvaldur Friðriksson
Höfundur var um árabil fréttamaður
á fréttastofu Ríkisútvarpsins.
thorvaldurf@outlook.com
Dauðir hafernir
Ein mesta upp-
spretta virðisauka og
vaxtar í atvinnulífinu
er á Akureyri. Æ fleiri,
bæði innan sjáv-
arútvegsins og utan,
hafa áttað sig á því að
Háskólinn á Akureyri
hefur komið á fót
fyrsta flokks námi í
sjávarútvegsfræðum.
Raunvísindadeild skól-
ans hefur útskrifað einstaklinga sem
gegna leiðandi störfum í vinnslu og
framleiðslu sjávarafurða. Þeir eiga
ríkan þátt í þeirri nýsköpun og virð-
isaukningu sem einkennir nú hinn
framsækna geira íslensks sjávar-
útvegs.
Á þessari klakstöð nýsköpunar og
þróunar er vakin sérstök athygli í
skýrslu Grænlandsnefndar sem er
nýkomin út. Þar heldur Össur
Skarphéðinsson, fyrrverandi iðn-
aðar- og utanríkisráðherra, á penna
og sýnir á sannfærandi hátt fram á
gagnkvæma hagsmuni Íslendinga
og Grænlendinga af stórauknu sam-
starfi og samvinnu við nýjar að-
stæður á norðurslóðum. Þar gætu
norðausturhornið, og Akureyri al-
veg sérstaklega, komið mikið við
sögu með því að rækta samskiptin
og nýta tækifærin.
HA í fremstu röð
á tveimur sviðum
Háskólinn á Akureyri er í fremstu
röð á tveimur sviðum, í sjávar-
útvegs- og auðlindafræðum og í þró-
un fjarnáms. Norðurslóðaþætti há-
skólans vex sömuleiðis stöðugt
fiskur um hrygg. Íslendingar átta
sig ekki alltaf á því hversu fram-
arlega við stöndum í fjarnámi miðað
við önnur lönd. Sú staða byggist að
verulegu leyti á brautryðjandastarfi
Norðlendinga, á Akureyri, Kópa-
skeri og á Tröllaskaga. Afrakstur
rannsókna er einnig fjölþættur, til
dæmis má nefna af handahófi nýt-
ingu hliðarafurða sem auka verð-
mætin úr hverjum fiski og ræktun
hvers kyns þörunga sem gefa marg-
vísleg fyrirheit. Þessi verkefni eru
til þess fallin að efla samfélagið og
skapa störf.
Í Grænlandsskýrslunni er greint
frá því að í ráði sé að stofna í haust, í
tengslum við Hring-
borð norðurslóða, sam-
eiginlegan vettvang
þjóða og svæða sem
hafa leitað eftir auknu
samstarfi við Græn-
land, Ísland og Fær-
eyjar. Þar er meðal
annars um að ræða
Québec og Nunavut í
Kanada, Maine í
Bandaríkjunum og
Alaska. Skotland og
Norður-Noregur eru
einnig í sigtinu. Þessi
svæði og ríki hafa skilgreint sig sem
„gátt“ að norðurslóðum og lyk-
ilpunktar innan þess tengjast brátt
enn betur með norðurslóðaneti Eim-
skipa og Royal Arctic Line í Græn-
landi.
Í forystu háskóla sjávarplássa
HA er einn örfárra háskóla í
heiminum sem byggja kennslulíkön
sín á fjarnámi. Hann hefur alla burði
til þess að taka frumkvæði og vera í
forystu fyrir sjávarútvegsneti lítilla
en framsækinna alþjóðlegra háskóla
sem sameiginlega gætu útskrifað
sjávarútvegsfræðinga með úrvals-
menntun þar sem byggt yrði á sér-
hæfingu hvers skóla. Slíka skóla er
að finna á ströndum Norður-
Ameríku, í Nuuk og í Evrópu og
suma á því svæði sem lýst er að ofan.
HA hefur þegar tekið merkilegt
frumkvæði um samstarfstengsl við
nokkra þeirra. HA með sína kraft-
miklu sjávarútvegsdeild og forystu í
fjarnámi gæti orðið leiðandi í slíku
neti. Slíkt myndi lyfta orðstír skól-
ans, Akureyrar og Íslands um leið
og ný alþjóðleg vídd yrði sköpuð um
nám í sjávarútvegsræðum í sam-
starfi alþjóðlegra háskóla. Ávinn-
ingur þeirra af þátttöku í slíku al-
þjóðlegu neti er sérhæfingin sem
HA hefur á sviðum fjarmenntunar,
sjávarútvegsfræða og norðurslóða.
Nýlega skrifuðu Bandaríkjamenn
upp á samstarfssamning við Græn-
lendinga um rannsóknir á norð-
urslóðum upp á milljónir dollara.
Það er til marks um nýja stöðu í okk-
ar heimshluta. Ekki er ólíklegt að
áhugi sé á því innan Bandaríkjanna
að efla öndvegissetur í sjávarútvegi
á Akureyri.
Í því sambandi þarf að leitast við
að efla samstarf á vegum Rannsókn-
arþings norðursins.
Suðupottur hugmynda
í rannsóknum
Samstarfssamningur milli Há-
skólans á Akureyri og Háskóla
Grænlands í Nuuk, Ilisimatusarfik,
hefur verið undirritaður. HA gæti
aðstoðað við að koma upp sjáv-
arútvegsbraut í Nuuk en um leið
lært af Grænlendingum hvernig
hægt er að byggja upp öflugt dokt-
orsnám við lítinn háskóla.
Það er nefnilega gagnkvæmur
ávinningur af samstarfi sem þessu
eins og sýnt er fram á í Grænlands-
skýrslunni. Ég komst sjálfur að raun
um það í námi mínu við rannsókn-
arstofnun í erfðafræði við Árósahá-
skóla að öflugt alþjóðlegt samstarf í
rannsóknum getur orðið að ólgandi
suðupotti. Tengsl við kollega víðs-
vegar um heiminn víkka sjóndeild-
arhringinn og vekja nýjar hug-
myndir.
Til framtíðar litið mun öndveg-
issetur í sjávarútvegi og alþjóðlegt
sjávarútvegsnet á Akureyri skapa
öflugt teymi nemenda frá sjáv-
arplássum víðsvegar á hinum norð-
lægu slóðum sem ýmist eru í fjar-
námi eða staðnámi. Þau munu skapa
tengsl og búa til atvinnutækifæri
framtíðarinnar.
Sé það rétt að fyrrverandi nem-
endur HA eigi ríkan þátt í þeirri
virðisaukningu sem átt hefur sér
stað í íslenskum sjávarútvegi get-
um við alveg ímyndað okkur hver
virðisauki gæti orðið af öndveg-
issetri í sjávarútvegi á Akureyri
sem spannaði norðurslóðir. Fram-
tíðarhagsmunir okkar Íslendinga
eru samtvinnaðir hagsmunum ann-
arra þjóða við Norður-Atlantshaf
sem nýta og bera ábyrgð á auðlind-
um svæðisins.
Öndvegissetur og sjávar-
útvegsnet á Akureyri
Eftir Kára
Gautason »HA hefur alla burði
til þess að vera í for-
ystu fyrir háskóla í sjáv-
arplássum við Atlants-
haf sem leggja sérstaka
áherslu á sjávarútveg
og norðurslóðir.
Kári Gautason
Höfundur sækist eftir 2. sæti á lista
VG í forvali í Norðausturkjördæmi.
k.gautason@gmail.com
Sjálfstæðisflokkurinn
hefur lengi verið for-
ystuafl í íslensku þjóðlífi
og um leið tryggt póli-
tískan stöðugleika sem
hryggjarstykkið í inn-
lendum stjórnmálum.
Lykillinn er farsæl
stefna sem byggist á
blöndu af djörfung og
íhaldssemi, þar sem leið-
arljósið er að öflugt at-
vinnulíf sé undirstaða velferðar og
samhjálpar. Þannig hafa áherslur í
einstökum málaflokkum þróast í tím-
ans rás þótt grunnstef sjálfstæð-
isstefnunnar sé ávallt það sama. Sífellt
aukinn áhugi er nú á umhverfismálum
innan flokksins, sem er mjög í anda
þess sem stofnendur og fyrstu for-
ystumenn hans lögðu upp með fyrir
nærri öld.
Hringrásarlandbúnaður
Flokkurinn hefur lengi leitað leiða
til að bæta íslenska landbúnaðarkerfið
með það fyrir augum að auka verð-
mætasköpun og nýta auðlindir, fjár-
festingu, hugvit og mannauð. Þessum
markmiðum má öllum ná með því að
tvinna saman tvo málaflokka, þ.e.a.s.
landbúnaðar- og umhverfismál, með
miklu beinni hætti en nú er. Úr verði
hringrásarlandbúnaður. Þannig megi
greiða fyrir aukinni verðmætasköpun
á grundvelli sjálfbærni, sérstöðu og
velferðar. Umhverfið, bændur og
neytendur muni njóta.
Opinber stuðningur bundinn
við umhverfismælikvarða
Í grein sem birtist nýlega í Bænda-
blaðinu gerði undirritaður nokkuð ít-
arlega grein fyrir þessum hug-
myndum. Hringrásarstefnan í
landbúnaði var líka nýlega kynnt fyrir
þingflokki Sjálfstæðisflokksins og
þeim málefnanefndum sem sinna
stefnumótun flokksins í atvinnu- og
umhverfismálum, en undirritaður á
sæti í báðum. Kjarni hennar er í stuttu
máli sá að opinber stuðningur við
bændur verður bundinn við sjálf-
bærni- og umhverfismælikvarða. Með
öðrum orðum, þeir bændur og aðrir
matvælaframleiðendur sem uppfylla
tiltekin umhverfisskil-
yrði fá opinberan fjár-
hagslegan stuðning,
aðrir ekki.
Verðmætasköpun
og hreinleiki
Slík stefna er mjög í
anda klassískrar sjálf-
stæðisstefnu, en svarar
um leið kalli tímans.
Verið er að taka skref til
aukinnar verðmæta-
sköpunar og hreinleika,
en í burtu frá verk-
smiðjubúskap og eiturefnanotkun.
Stefnan hvílir á þeirri trú að almenn-
ingur sé tilbúinn að styðja við bakið á
bændum og íslenskri matvælafram-
leiðslu, ef á móti séu gerðar skýrar
kröfur á bændur um að þeir fylgi
ströngustu reglum um dýravelferð,
hreinleika og umhverfismál.
Boltinn er hjá landsfund-
arfulltrúum
Brátt líður að Landsfundi Sjálf-
stæðisflokksins og alþingiskosn-
ingar eru í nánd. Mikilvægt er að
flokkurinn mæti þar til leiks með
vandaða, vel ígrundaða og fram-
sækna stefnu í umhverfis- og land-
búnaðarmálum. Þannig getur flokk-
urinn náð enn betur til yngri
aldurshópa, áhugafólks um um-
hverfið og þeirra sem telja að skyn-
samleg uppbygging innlendra at-
vinnuvega sé farsælt veganesti til
framtíðar. Hér hefur verið tæpt á
því í örfáum orðum á hverju er
skynsamlegt að slík stefna sé
grundvölluð.
Ný umhverfis- og
landbúnaðarstefna
Sjálfstæðisflokksins
Eftir Svavar
Halldórsson
Svavar Halldórsson
»Kjarni hringrás-
arstefnunnar er í
stuttu máli sá að opinber
stuðningur við bændur
verður bundinn við sjálf-
bærni- og umhverf-
ismælikvarða.
Höfundur er sérfræðingur í mat-
armenningu, stefnumótun og mark-
aðsmálum.
svavar@europeanfm.com