Morgunblaðið - 10.02.2021, Blaðsíða 16
16 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 2021
✝ SigurþórArnarsson
fæddist í Reykja-
vík 17. ágúst
1971. Hann lést á
heimili sínu,
Núpabakka 25,
Rvk., 26. janúar
2021. Móðir Sig-
urþórs er Þóra
Sigurþórsdóttir,
f. 25.5. 1954, og
eiginmaður henn-
ar er Helgi Snorrason, f. 8.11.
1951, d. 4.2. 2020. Faðir Sigur-
þórs er Arnar Jósefsson, f.
30.4. 1951, d. 14.11. 2018, eig-
inkona hans Margrét Tóm-
þeirra eru Hrafn Viðar og Eið-
ur Ernir.
Sambýliskona Sigurþórs er
Berglind Ýr Aradóttir, f. 11.3.
1984, saman eiga þau Lovísu
Ölbu, f. 23.12. 2015. Sigurþór á
Amalíu Örnu, f. 7.9. 1994, sam-
býlismaður hennar er Jói
Björnsson, f. 9.10. 1979, og á
einnig Róbert Daða, f. 1.6.
2001, úr fyrra sambandi. Börn
Berglindar eru Birta Kristín, f.
8.6. 2006, og Logi Þór, f. 18.2.
2011.
Útförin fer fram frá Grafar-
vogskirkju 10. febrúar 2021
klukkan 15. Vegna aðstæðna í
samfélaginu og fjöldatakmark-
ana verða aðeins nánustu ætt-
ingjar og vinir viðstaddir.
Athöfninni verður streymt á
https://www.sonik.is/sigurthor
Virkan hlekk á streymi má
finna á:
https://www.mbl.is/andlat
asdóttir, f. 6.12.
1950, d. 12.7. 2015.
Systkini Sigur-
þórs eru; Jónína
Helgadóttir, f. 27.7.
1980, í sambúð með
Óskari Þór Hjalta-
syni, f. 4.6. 1971,
börn þeirra eru
Petrína Pála og
Patrekur Tumi.
Sonur Óskars er Jó-
hann Freyr. Þórdís
Ósk Helgadóttir, f. 5.12. 1982,
barn hennar er Garðar Flóki.
Snorri Helgason, f. 30.4. 1990, í
sambúð með Höllu Karen Har-
aldsdóttur, f. 17.12. 1992, börn
Árið 1971 var merkilegt og
ugglaust ógleymanlegt ár í lífi
sæmdarhjónanna Katrínar Sig-
urðardóttur og Þorgils Guð-
mundssonar í Bolungavík. Í
mars þetta ár fæddist yngsta
barnabarnið þeirra en í ágúst
og september fæddust þeim
fyrstu tvö barnabarnabörnin.
Öll hlutu þessi sveinbörn nöfn
afa sinna í móðurætt. Elsta
barnið í árinu, yngsti dótturson-
urinn, er sá sem skrifar þessi
fátæklegu minningarorð. Allt
voru þetta myndarlegir drengir,
sem allir fylgdust að í lífinu í
hartnær hálfa öld – þar til
skyndilega var klippt á lífsþráð
eins þeirra aðfaranótt 26. jan-
úar síðastliðins. Það var sá
þriðji í hópnum sem hringdi í
mig daginn eftir og tilkynnti
mér andlát þessa kæra frænda
okkar og jafnaldra, sem hér er
kvaddur með nokkrum fátæk-
legum orðum.
Sigurþór Arnarsson var son-
ur Þóru Sigurþórsdóttur, en
faðir hennar, afi Sigurþórs og
nafngjafi, Sigurþór Þorgilsson,
var móðurbróðir minn. Við Silli,
eins og hann var gjarnan kall-
aður, hittumst af og til þegar
við vorum strákar, en eins og
oft vill verða hittumst við
sjaldnar eftir því sem árin liðu.
En við vissum alltaf hvor af öðr-
um og ætíð urðu fagnaðarfundir
þegar við hittumst, hvort sem
það var á ættarmótum eða á
förnum vegi. Við hittumst síðast
fyrir tæpu ári, við útför stjúp-
föður hans, sem honum þótti af-
ar vænt um og Silli skrifaði fal-
lega og hlýlega minningargrein
um hann. Þá fylgdu fögur fyr-
irheit um að hittast oftar. Ég
hringdi svo í hann 23. maí síð-
astliðinn, en þann dag fagnaði
amma hans stórafmæli. Þá tjáði
Silli mér glaður að hann væri að
flytja að Núpabakka í Breið-
holti.
Ég sagði honum að ég biði
spenntur eftir hringingu og
heimboði frá honum. Af slíku
verður ekki úr þessu, því miður.
Bróðir minn hafði hitt Silla á
förnum vegi nokkrum dögum
áður en Silli lést, og sagði bróð-
ir minn mér að Silli hefði þekkt
sig að fyrra bragði. Hann hefði
verið hress og glaður og þeir
hefðu spjallað saman drjúga
stund.
Augasteinar Silla voru börnin
hans þrjú, Amalía Arna, Róbert
Daði og Lovísa Alba, auk stjúp-
sonarins Loga. Nú trega þau
ástríkan pabba, sem yfirgaf
þennan heim svo skyndilega, og
hann miðlaði svo miklum kær-
leika og einlægri gleði til.
Yngsta telpan er aðeins fimm
ára að aldri.
Mikill harmur er nú kveðinn
að fjölskyldunni allri og orðin
tóm mega sín svo lítils. Elsku
Þóra mín og Didda, systkinin,
Berglind Ýr og blessuð börnin,
sem hafið misst svo mikið, aðrir
aðstandendur og kærir vinir
hans, megi algóður Guð veita
ykkur allan þann styrk og þá
huggun sem þið þarfnist. Minn-
ing Sigurþórs Arnarssonar mun
ætíð lifa í hjörtum okkar sem
kynntumst honum. Megi hann
hvíla í Guðs friði.
Þorgils Hlynur Þorbergsson
Fallegi, glaðlyndi og vöðva-
stælti bróðir minn er látinn. Þú
kvaddir þennan heim skyndi-
lega og skildir okkur eftir með
mikinn söknuð í hjarta. Við er-
um öll í sárum með milljón
spurningar. Þrátt fyrir erfið-
leika í gegnum ævina og stórar
hindranir virtist þú ætla að
halda ótrauður áfram og byggja
upp það líf sem þú hafðir alltaf
óskað þér.
Þú vildir ekkert meira en að
eiga ástríkt fjölskyldulíf á efri
árum með börnum þínum. Því
miður varð sá draumur ekki að
veruleika þar sem lífið tók
snögga beygju.
Silli var alltaf mjög lífsglaður
og stríðinn stóri bróðir. Við vor-
um ungar skjátur og þótti bróð-
ir okkar mjög skemmtilegur.
Ég minnist þess þegar honum
var falið að passa okkur syst-
urnar.
Eitt rigningarkvöld þegar
foreldrar okkar voru í burtu
hvarf Silli. Eftir smá leit var
bankað á útidyrnar. Þar stóð
Silli hundblautur og horfði á
okkur með hræðslusvip og lét
sig detta eins og dauður væri á
gólfið. Innan skamms heyrðist
hlátur bresta frá þeim sem lá og
fannst þetta hin mesta skemmt-
un. Þótt leikirnir væru ekki fyr-
ir alla, þá vissum við að stóri
bróðir lék við okkur vegna
systkinakærleiks.
Lífið flaug áfram á ógnar-
hraða hjá Silla. Hann upplifði
margt bæði jákvætt og neikvætt
en alltaf hélt hann áfram að
fylla rými með glaðlyndum ómi
og hlátrasköllum. Það var ekki
leiðinlegt að vera í kringum
Silla því sögurnar voru margar
og umræðurnar miklar. Hann
fylgdist vel með því sem átti sér
stað í samfélaginu og átti auð-
velt með að taka þátt í öllum
umræðum. Oft þegar hiti færð-
ist í samræður má segja að ekki
þótti auðvelt að ná orðinu því
málrómur Silla náði hæstu hæð-
um þó að umræðuefnið væri
ekki alvarlegt.
Heilsa var Silla mikilvæg og
ekki annað hægt en að fara „all
in“ þegar um hollustu var að
ræða. Prótínhristingar, djúsar
og önnur prótínrík næring voru
þá í fyrirrúmi. Hann var
íþróttamaður mikill og þá helst í
lyftingum. Crossfit og kraftlyft-
ingar voru hans fög og þurfti
ekki mikið til þess að vöðvarnir
blésu út.
Hann vann við smíðar og aðr-
ar framkvæmdir en færði sig
síðar yfir í verkstjórn. Hann var
gríðarlega skapandi og gat
endalaust pælt og spekúlerað í
mismunandi útfærslum á húsa-
framkvæmdum með mömmu og
Sigurþór afa. Þau voru honum
næst og hann leit mikið upp til
þeirra. Hann var einnig góður
penni og eru til ótal ljóð og skrif
þar sem hann yrkir um lífs-
reynslu sína og tilfinningar. Já,
hæfileikarnir voru margir.
Silli var alltaf tiltækur til
þess að veita hjálparhönd þrátt
fyrir endalaust álag sem hann
upplifði á öllum vígstöðvum.
Hann vildi öllum vel og gaf sér
tíma í alla nema sjálfan sig. Við
trúum ekki að þú sért farinn frá
okkur, elsku bróðir.
Við vorum alltaf að bíða eftir
að það róaðist hjá þér þannig að
við gætum notið þess að vera
meira saman en því miður voru
þær stundir allt of fáar. Nú ertu
kominn til Sigurþórs afa og
Helga stjúppabba og er enginn
vafi á að þið afi séuð í ein-
hverjum skapandi framkvæmd-
um saman hlustandi á góða tón-
list sem pabbi setti á fóninn.
Við sjáumst síðar elsku bróð-
ir minn, við eigum eftir að
sakna þín mikið!
Þín systir,
Þórdís Ósk.
Elsku besti Silli minn,
Það er óhugsandi að ég sé að
skrifa minningarorð um þig, ég
trúi þessu ekki.
Alveg frá því ég man eftir
mér var ég svo stoltur af því að
eiga þig sem stóra bróður, ég
leit svo upp til þín og ég var svo
glaður þegar þú hringdir eða
komst í heimsókn.
Þú varst alltaf svo góður og
hress, við vorum alltaf að grín-
ast eins og bestu vinir eru.
Þú vildir allt fyrir mig gera
og stóðst við bakið á mér eins
og sannur stóri bróðir.
Þú varst svo sterkur alveg
sama hvað gekk á – þú stóðst
alltaf upp sterkari en áður, þú
lést ekkert slá þig út af laginu.
Þrátt fyrir þann mótvind sem
sumir lenda í þá varstu alltaf
reiðubúinn að hlaupa til og að-
stoða.
Að þú sért farinn frá okkur
setur óendanlega stórt skarð í
mitt líf – að fá engar hring-
ingar, að fá ekkert knús, að fá
aldrei að hitta þig aftur eru
hugsanir sem ég mun aldrei
venjast.
Minningunum sem ég á með
þér mun ég aldrei gleyma!
Ég elska þig, elsku bróðir
minn.
Sjáumst seinna.
Sorgin hún kemur með látum
sem ég ræð ekkert við.
Ég og mínir saman grátum
en hjartað biður um frið.
Englarnir kalla og taka á móti
þeir róa þig og vonandi mig.
Hvenær tæmist þessi sorgarkvóti
því mikið rosalega elska ég þig.
Á betri stað í ró og friði
þar sem stríðinu er lokið.
Þú passar okkur af stærsta sviði,
ég vildi óska að þú gætir strokið.
Ég hlakka til að sjá þig næst
og segja þér frá öllu.
Vertu heima og ekki vera með læst
þegar ég hringi himnaríkisbjöllu.
Snorri bróðir.
Elsku Sigurþór, mikið rosa-
lega er erfitt að hugsa til þess
að þú sért farinn frá okkur,
langt fyrir aldur fram. Sú hugs-
un að geta ekki hitt þig aftur
elsku frændi, er óraunveruleg
og sár. Þú varst einstaklega
ljúfur og glaðlyndur maður, fal-
legt bros þitt geislaði frá þér.
Það var ávallt gott að vera í
kringum þig, þú hafðir svo góða
nærveru. Þú varst mikill dugn-
aðarforkur, rausnarlegur og
alltaf tilbúinn að gera allt fyrir
fjölskyldu og vini. Það leyndi
sér ekki hve stoltur þú varst af
börnum þínum, þau eru fjár-
sjóðurinn sem þú skilur eftir.
Við verðum ævinlega þakklát
fyrir allar þær minningar sem
við eigum með þér, sem við get-
um yljað okkur við. Þó að sam-
verustundir okkar hafi ekki ver-
ið eins margar og við hefðum
óskað þá voru þær góðar. Allt
frá ljúfum stundum sem börn
heima hjá ömmu og afa á Skrið-
ustekknum, þar sem við gjarnan
laumuðumst í gróðurhúsið
þeirra í leit að gúrkum og
grænum tómötum.
Að öllum þeim góðu samveru-
stundum sem við höfum átt á
fullorðinsaldri með börnum okk-
ar, í þeim fjölmörgu útilegum
sem við höfum farið í með stór-
fjölskyldunni.
Við systkinin sendum að-
standendum öllum okkar inni-
legustu samúðarkveðjur og
kveðjum frænda okkar með eft-
irfarandi orðum, minning þín
lifir áfram í hjörtum okkar.
Hver minning dýrmæt perla að
liðnum lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Hvíl í friði, elsku Sigurþór,
Sigrún, Sigurþór og
Anna Þóra.
Pabbi minn, kletturinn minn
og fyrirmyndin mín í lífinu.
Hann var alltaf svo stór og
sterkur maður.
Maðurinn sem hafði lifað í
gegnum nánast allt sem hægt
var að upplifa. Það væri hægt
að skrifa heila bók og meira um
það sem pabbi minn upplifði á
lífsleiðinni.
En þrátt fyrir allt steig hann
alltaf sterkari upp en áður og
lét ekkert stoppa sig. Ég leit
mikið upp til hans.
Hann stundaði miklar kraft-
lyftingar og keppti þar á ýms-
um mótum þar sem hann vann
til verðlauna. Hann æfði skíði
þegar hann var yngri og var
mjög góður og var einnig í
landsliðinu. Hann var góður í
öllum íþróttum. Hann byrjaði að
æfa crossfit fertugur að aldri,
búinn að vera smiður og mikill
handverksmaður í mörg ár og
líkaminn þurft að þola alla þá
vinnu og hann hafði aldrei æft
crossfit áður, en eftir örfáar æf-
ingar var hann færður yfir í af-
rekshóp og byrjaði að æfa með
þeim.
Hann var með svo góða
íþróttagetu og líkamlega burði,
hann var mikill afreksíþrótta-
maður og allt sem hann tók fyr-
ir sér hendur, hvort það var að
lyfta þungu, smíða, elda eða
yrkja ljóð þá gat hann það allt.
Aldrei var eitthvað ekki hægt
og var ekkert vesen, þegar mað-
ur var í vandræðum með eitt-
hvað og vissi ekki hvað ætti að
gera þá hringdi maður í pabba.
Það var alltaf gaman með
pabba, hann var svo fyndinn og
hrekkjóttur. Hann var alltaf að
djóka í manni. Hann sýndi alltaf
áhuga á öllu því sem ég sýndi
honum, það er eitt af mörgu
sem ég elskaði við hann. Sama
hversu ómerkilegt það var lang-
aði hann alltaf að sjá eða hlusta
á það sem ég ætlaði að sýna
honum. Hann mætti oft að horfa
á fótboltaleiki hjá mér og alltaf
þegar ég sá hann fékk ég auka
orku og löngun til að skora og
vinna leikinn því mig langaði að
sýna mig fyrir pabba.
Ég var alltaf mjög montinn
með pabba þegar ég var í kring-
um hann og naut þess mikið
þegar við fórum saman í rækt-
ina þar sem hann kenndi mér
allar æfingarnar sem hann tók í
gamla daga.
Pabbi minn sem reyndi alltaf
að vera til staðar fyrir alla í
kringum sig, þrátt fyrir mjög
erfiðar stöður og baráttu. Hann
var mjög góður faðir sem elsk-
aði alla í kringum sig og það
eina sem hann vildi var að vera
góður. Ég, Amalía og Lovísa
Alba fengum dýrmæt en allt of
fá ár með þér elsku pabbi en
þrátt fyrir það munum við aldr-
ei gleyma þeim og ég mun
leggja allt í það að hún Lovísa
fái að heyra allar góðu minning-
arnar um þig og heiðra minn-
ingu þína að eilífu.
Þinn sonur,
Róbert Daði Sigurþórsson.
Elsku pabbi minn.
Hvernig á ég að byrja?
Elsku pabbi minn.
Ég hef svo margs að spyrja,
eins og þú hann pabba þinn.
Ert þú uppi í englanna ríki,
friðsæll með bros á vör?
Hví fórst þú frá mér í flýti?
Ég spyr og fæ engin svör.
Margt líkt með mér og þér,
við fórum sko okkar leiðir.
Farveginn sem enginn sér
og það sjálfið okkar meiðir.
Kletturinn minn þú varst,
ekkert mótlæti stoppaði þig.
Ei neitt sem þú ekki gast
og þú ávallt peppaðir mig.
Samverustundirnar ótalmargar,
ég svo þakklát er fyrir þær.
Það hugarástandi mínu bjargar,
því ég man þær eins og í gær.
Þú hefðir orðið svo frábær afi,
með stóra hjartað þitt.
Í því er sko enginn vafi
en þau færð þú aldrei hitt.
Ég mun ávallt gera þig stoltan
og passa börnin þín.
Við Róbert tökum boltann
svo samstaðan hún skín.
Ég sakna þín svo mikið,
er ég kveð þig nú um sinn.
Þessi orð get aldrei svikið,
elsku pabbi minn.
Amalía Arna
Sigurþórsdóttir.
Sigurþór
Arnarsson
Faðir minn er
farinn á fund for-
feðranna og það
skæra ljós sem
lifði innra með honum slokkn-
að. Hann var mér góður faðir
og einstök fyrirmynd í lífinu.
Ég kunni ekki ávallt að meta
ráðleggingar hans eða ástúð og
var oft á tíðum erfiður sem
barn og unglingur. Faðir minn
hélt þó ótrauður áfram að
tjónka við þennan vanþakkláta
ungling sem allt þóttist vita.
Það kippir í kynið er víst sagt
og hef ég í gegnum tíðina feng-
ið að heyra að faðir minn hafi
verið villtur og óstýrilátur á
yngri árum en það rættist nú
Guðmundur
Einarsson
✝ GuðmundurEinarsson
fæddist 28. sept-
ember 1947. Hann
lést 24. janúar
2021. Útför Guð-
mundar fór fram 1.
febrúar 2021.
samt úr honum.
Það sama á við um
mig. Þegar upp er
staðið þá er það
ekki bara það
góða, fagra og
blíða sem skil-
greinir okkur held-
ur einnig brestirn-
ir, óstýrilætið og
ástríðan fyrir okk-
ar eigin hugðarefn-
um sem oft á tíðum
drífa okkur áfram og hafa svo
áhrif á samferðafólk okkar og
umheiminn. Faðir minn var
einstaklega falleg blanda af
þessu. Hann var trúr og trygg-
ur öllum þeim sem hann elsk-
aði, réttvís og fylginn sér.
Hann var einstaklega hreinn og
beinn, harður af sér en blíður í
senn, heiðarlegur og lausna-
miðaður. Hann kunni að tala
við fólk, stilla til friðar og fá
það til að vinna saman. Og
hann kunni að njóta alls þess
sem lífið bauð upp á.
Á mínum uppvaxtarárum í
Grindavík var lífið saltfiskur
daginn út og inn og unnið
myrkranna á milli. Þá voru
kannski ekki margar stundir
afgangs til að sinna börnum, en
pabbi fann lausn á því og urðu
margar af okkar helstu gæða-
stundum bundnar við athafnir
sem tengdust vinnunni. Aldrei
þótti mér ég mæta afgangi eða
vera vanræktur, þvert á móti
upplifði ég mig sem heppnasta
dreng í heimi þegar hann tók
mig með niður í fiskverkun,
niður á bryggju eða niður í
bátaskúr. Oftar en ekki urðu
þessar ferðir að lengri gæða-
stundum þar sem rúntað var
um bryggjuna, spjallað um
daginn og veginn, horft á báta
koma og fara, eða kennslustund
í smiðjuvinnu og viðgerðum.
Síðar fór ég að vinna í verk-
uninni hjá honum sem gaf okk-
ur enn meiri tíma saman. Á efri
árum átti hann samskonar
gæðastundir með barnabörnun-
um sem fengu dýrmæta
kennslu í því að bora, negla,
tálga ásamt almennri lífsspeki
sem veganesti á lífsins ferða-
lagi.
Þung eru skrefin að kveðja
hann aðeins 73 ára gamlan og
svo fullan af krafti og lífi. Í
mínum huga átti pabbi fram-
undan árafjölda fullan af hjól-
hýsaferðalögum, kjötbollu-
kvöldum með barnabörnunum,
rakettusprengingum, sólarferð-
um til Kanarí, brasi og bjástri í
bústaðnum og Ísólfsskála
ásamt því að njóta hvers
augnabliks.
Núið er svolítið snúið því það
er aldrei búið; á meðan við lif-
um. Augnablikið er það eina
sem til er og pabbi kunni svo
sannarlega að njóta þess. En
hans nú er búið og hann ekki
lengur hér á meðal vor. Pabbi,
þín verður sárt saknað og núið
mitt, um stund, töluvert tóm-
legra.
Þótt hamingjan sé ekki alltaf gefin
og óvissan sé rík og líka efinn
munum, er við æviveginn stikum,
að ævin, hún er safn af
augnablikum,
og missum ekkı́ á hamingjuna trúna;
hún mun í hvert sinn gefast okkur –
núna.
Það er svo morgunljóst og ekki
snúið;
þau eiga samleið, hamingjan og
núið.
(Ómar Ragnarsson)
Víðir Guðmundsson.