Morgunblaðið - 10.02.2021, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.02.2021, Blaðsíða 24
24 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 2021 Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is Dekton þolir mikinn hita. Það má setja heita potta og pönnur beint á steininn án þess að eiga það á hættu að skemma hann. Dekton er algjörlega öruggt gagnvart blettum. Blettaþolið SýruþoliðHögg- og rispuþolið HÁTT HITAÞOL fyrrnefndri tilkynningu og að Meta- morPhonics starfræki hljómsveitir í London, Leicester, Los Angeles og nú á Íslandi. Millibilsástand „Á ensku er þetta kallað „comm- unity interest company“ og er þá „not for profit“. Þetta er hálfgert millibilsástand milli þess að vera góðgerðarstofnun og venjulegt, „limited“ fyrirtæki. Þetta er stofnað til þess að halda utan um verkefni sem ég vinn að og í útlöndum vinn ég aðallega með heimilislausa sam- félaginu, í Bretlandi og aðeins í Bandaríkjunum og svo byrjaði ég að vinna hérna á Íslandi með starfs- endurhæfingarstöðvum og Hugar- afli,“ segir Sigrún um MetamorPho- nics, fyrirtæki sitt. Afrakstur þeirrar vinnu er hin nýstofnaða 35 manna hljómsveit. Sigrún er spurð að því hvort allir í hljómsveitinni spili á hljóðfæri og segir hún svo ekki vera. Vissulega geri liðsmenn Sinfóníuhljómsveitar Íslands það og nemendur við Listaháskóla Íslands þar sem einnig má finna söngvara. Í röðum starfs- endurhæfingarstöðvanna og Hugar- afls megi finna fólk sem geti sungið og leikið á hljóðfæri, sumir séu reyndir en aðrir hafi aldrei tekið þátt í nokkurs konar hljómsveita- starfi. Fyrsta hljómsveitin sem Sigrún kom að því að stofna með þessum hætti, The Messengers, er bresk og varð til út frá verkefni Sigrúnar með nemendum sínum við Guildhall- tónlistarskólann. „Eftir nokkurra ára starf með þeirri hljómsveit hugs- aði ég með mér að þetta módel, þessi strúktúr á verkefninu, væri eitthvað sem ég gæti endurskapað á fleiri vettvöngum og þá fór boltinn að rúlla. Úti í heimi vinn ég í samstarfi við góðgerðarstofnanir fyrir heim- ilislausa og alltaf með háskóla, ann- aðhvort tónlistarskóla eða annars konar háskóla,“ segir Sigrún. Í flest- um tilfellum borgi háskólarnir fyrir verkefnin þar sem þau séu hluti af náminu. Flókið skipulag á Covid-tímum „The Messengers var stofnuð 2012 og Trailblazers, næsta hljóm- sveit sem er í Los Angeles, árið 2018 og svo stofnaði ég fyrirtækið 2019,“ segir Sigrún og er í framhaldi spurð að því hvort þessi vinna krefjist ekki mikils skipulags og tíma. Jú, hún segir svo vera og að verkefnið hér á Íslandi hafi verið hvað flóknast að skipuleggja þar sem mjög margir komi að því. „Og það á Covid- tímum,“ bætir Sigrún við og segir „alveg klikkað“ að koma þessu öllu saman. Frumkvöðlasjóður Íslands- banka hafi styrkt verkefnið og undirbúningur gengið vel þar sem allir hafi haft trú á því og séu spenntir fyrir að sjá afraksturinn. Stutt heimildarmynd var gerð um The Messengers í London sem finna má á slóðinni vimeo.com/504446332 og hinn heimskunni tónlistarmaður Brian Eno hefur fylgst vel með þeirri sveit og verkefni og lofsamað hugmyndina. „Þetta er frábær hug- mynd! Tilraunir sem þessi – sam- félagstónlistarlegar tilraunir – eru bæði framtíð tónlistarinnar og sam- félagsins,“ skrifaði Eno um verk- efnið í febrúar 2019 og erfitt að finna betri meðmæli. Tónlistin fantagóð Sigrún er spurð að því hvort breskir fjölmiðlar hafi veitt verk- efnum hennar sæmilega athygli og segir hún vissulega erfitt að ná þar í gegn og þá sérstaklega í samanburði við Ísland. Þó hafi verið fjallað um The Messengers í útvarpi og dag- blöðum í Bretlandi og hljómsveitin átt í samstarfi við hina virtu menn- ingarmiðstöð Barbican Centre í London, svo dæmi séu tekin. „Þetta þykir mjög áhugvert af því tónlistin er fantagóð, útkoman er spennandi. Það eru til alls konar verkefni með hinum og þessum þjóð- félagshópum þar sem útkoman er svona la la, en við leggjum svo mik- inn metnað í að tónlistin sé eitthvað sem allir viðkomandi geti verið stolt- ir af. Fólk verður líka svo hissa á því að tónlistin sé samin af 30 manns eða fleirum samtímis, allir eru saman að vinna að þessu. Það er óhefðbundið og þá líka fyrir alla viðkomandi,“ segir Sigrún. Spurningar í stað fyrirmæla Sigrún stýrir tónlistarsköpun hljómsveitanna og líkir því starfi við að púsla. „Það kemur eitthvað frá hinum og þessum sem ég set saman og legg auðvitað mína listrænu sýn inn í það, stundum kem ég með lag- línu sem hefur komið upp í huga mér og segir prófum þetta. Ég stend fyr- ir framan bandið því það þarf ein- hver að koma þessu saman. En ég segi ekki „spilið þetta“ eða „gerið þetta“ heldur spyr ég frekar spurn- inga, bæði með því að biðja fólk að prófa eitthvað og svo kem ég öllu saman í einhvern strúktúr,“ útskýrir hún. Hvað fyrrnefndan Brian Eno varðar segir Sigrún að hann sé tengdur hennar samfélagi í London. Nell Catchpole, samstarfskona hennar úr Guildhall, sem hafi rekið með henni mastersdeild við skólann til fjölda ára, hafi unnið með Eno allt frá táningsaldri og vinni enn með honum í öllum hans helstu verk- efnum. „Hann hefur komið nokkrum sinnum til okkar sem gestafyrirles- ari í Guildhall og hefur stundum mætt óboðinn á festivöl sem við er- um að stýra. Hann er mjög sam- félagslega meðvitaður og rekur t.d. lítinn samfélagskór og var mjög for- vitinn um þetta verkefni,“ segir Sigrún. Ekki sitja og bíða Hún segist hjartanlega sammála Eno í því að í tónlistarsamfélags- legum tilraunum á borð við þær sem hún hefur stundað sé að finna fram- tíð bæði tónlistar og samfélags. „Svona brjótum við niður múra og byggjum upp samkennd og samtal í samfélaginu,“ bendir Sigrún á og að hún bendi nemendum sínum á að samfélagið í heild muni græða á því að komast í tæri við tónlistarstarf. „Hvernig ætlið þið að snúa ykkur í því? er mín spurning til þeirra. Þið sitjið ekki bara heima og bíðið eftir því að einhver bjóði ykkur verkefni, þið verðið að gera eitthvað í þessu sjálf,“ segir hún að lokum. Brýtur múra og styrkir samkennd  35 manna hljómsveit með samfélagslegan tilgang  Liðsmenn í starfsendurhæfingu, frá Hugarafli, Listaháskóla Íslands og Sinfóníuhljómsveit Íslands  Sigrún Sævarsdóttir-Griffiths stýrir verkefninu Fjölmenni Hin nýja hljómsveit á sviði Eldborgar um liðna helgi en þá var hún stofnuð með pompi og prakt. VIÐTAL Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Um síðustu helgi var stofnuð heldur óvenjuleg hljómsveit í Eldborgarsal Hörpu. Þrjátíu og fimm manns skipa sveitina og koma úr ýmsum áttum og það ekki nema að hluta tónlistar- legum. Hljómsveit þessi er afrakstur samstarfs starfsendurhæfingar- stöðva, Hugarafls, Listaháskóla Ís- lands, Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Hörpu og Tónlistarborgarinnar Reykjavík en verkefnið heyrir undir hið samfélagsmiðaða fyrirtæki MetamorPhonics sem tónlistar- konan Sigrún Sævarsdóttir-Griffiths stýrir í London. Sigrún býr þar og kennir við Guildhall-tónlistar- skólann valgrein sem nefnist „social arts practice“ og gengur út á að fara með nemendur út í hinar ýmsu þjóð- félagslegu aðstæður. Sem dæmi nefnir hún verkefni með alzheimers- sjúklingum, heimilislausum og nem- endum úr öðrum listgreinum. Hljómsveitin nýstofnaða er skipuð fólki frá Starfsendurhæfingu Hafnarfjarðar, Starfsendurhæfingu Vesturlands, Samvinnu á Suð- urnesjum, Hugarafli, Listaháskóla Íslands og Sinfóníuhljómsveit Ís- lands. Og samsetning hljómsveit- arinnar er ekki það eina sem gerir hana óhefðbundna, eins og bent er á í tilkynningu, heldur mun hún semja alla sína tónlist og flytja á loka- tónleikum verkefnisins 21. maí næstkomandi í Norðurljósasal Hörpu. Hugmyndafræði MetamorPho- nics byggist á þeirri trú að til þess að fólki vegni vel í lífinu þurfi það að upplifa sig sem gjaldgenga, virka meðlimi samfélagsins og að á það sé hlustað. „Því skapar MetamorPho- nics einstakan, opinn og aðgengileg- an vettvang til tónsköpunar, fyrir tónlistarnemendur á háskólastigi og fólk sem stendur á krossgötum í líf- inu sem er að byggja sig upp eftir margskonar áföll, t.d. heimilisleysi, atvinnuleysi eða kulnun,“ segir í Ljósmyndir/Juliette Rowland Samfélagsverkefni Sigrún Sævarsdóttir-Griffiths stýrir hljómsveitinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.