Morgunblaðið - 22.02.2021, Page 2

Morgunblaðið - 22.02.2021, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2021 Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Fundu aftur myglu í Fossvogsskóla  Upplýsingum haldið frá foreldrum  Fjórða skipti sem mygla finnst í skólanum á tveimur árum  Beðið í mánuð með að kynna niðurstöður  Engin úrræði fyrir foreldra þrátt fyrir heilsuhættu Enn finnst mygla í Fossvogsskóla, þrátt fyrir að ráðist hafi verið í gríð- armiklar endurbætur á húsnæðinu. Þetta kemur fram í niðurstöðu greiningar Náttúrufræðistofnunar Íslands á sýnum sem tekin voru í skólanum 16. desember 2020. Sýnin voru rannsökuð 18.-19. janúar í ár og birtust niðurstöðurnar 22. janúar. Úr þeim vann verkfræðistofan Verk- ís skýrslu, en hún hefur ekki verið birt foreldrum barnanna, né opin- berlega. Sigríður Ólafsdóttir, foreldri barns sem veiktist mikið vegna myglunnar, segir ekkert samráð vera milli borgarinnar og skóla- stjórnenda og foreldra barna sem stunda nám við skólann. „Engar upplýsingar berast til foreldra barnanna,“ segir Sigríður við Morg- unblaðið. „Það eru engin úrræði sem standa okkur til boða. Ekkert sam- ráð haft við okkur, ekki neitt.“ Sjálfboðaliðar gegn borginni Hún segir foreldrafélag og skóla- ráð Fossvogsskóla hafa beitt sér eft- ir fremsta megni í baráttunni, en það sé afar erfitt fyrir þau að eiga við borgina. „Við erum bara fólk í sjálf- boðavinnu að eiga við risabatterí hjá Reykjavíkurborg.“ Foreldrar hafi ítrekað kallað eftir sýnatökum í skólanum, þar sem mörg börn veiktust þrátt fyrir fram- kvæmdir og þrif gegn myglunni. „Við vildum að þeir sýndu fram á það að allt væri raunverulega í lagi því börnin voru enn þá veik. Þá var því lofað að skólinn yrði þrifinn í gegn,“ segir Sigríður. Eftir það hafi sýnataka verið framkvæmd og fundur um niður- stöður hennar haldinn 17. febrúar. „En við vorum ekki látin vita af því, við fréttum það eiginlega í fjölmiðl- um.“ Framkvæmdunum klúðrað Hún gefur lítið fyrir þær endur- bætur sem ráðist var í eftir að upp komst um mygluna fyrst. „Eins og það blasir við okkur er búið að klúðra þessum framkvæmdum mjög illa. Myglan sem finnst núna er að finn- ast á sama stað í fjórða sinn, í glæ- nýju þaki. Og þetta kemur stjórn- endum alltaf jafnmikið á óvart,“ segir hún. „Núna er þetta líka farið að líta illa út fyrir það fólk sem staðið hefur í þessu svona lengi, þau eru bú- in að eyða fullt af peningum í við- gerðir sem hafa mistekist og núna snýst þetta líka um að bjarga ásýnd sinni.“ Eftir því sem Sigríður veit best voru sýni einungis tekin úr vestur- hluta skólans og einni stofu í miðj- unni. Hún segir barnið sitt ekki hafa komið neitt inn á þau svæði, en samt sé það veikt. „Við erum að senda barnið okkar í þennan skóla alla daga, gegn betri samvisku.“ Þá hafi læknar ráðlagt henni að fjarlægja barn sitt úr skólanum samdægurs vegna ótta við heilsuvandamál. „Það er svo margt sem er búið að ganga á og það er búið að koma svo illa fram við okkur og sérstaklega börnin.“ jonn@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Mygla Fossvogsskóli hefur strítt við mygluvandamál í lengri tíma. Hildur Sæbjörg Jónsdóttir, skóla- stýra Barnaskólans í Hafnarfirði, segir gögn skólans benda til þess að framfarir í lestri séu ekki ólíkar á milli kynja hjá Hjallastefnunni þeg- ar litið er til barna á aldrinum sex til níu ára. Töluvert hefur verið fjallað um vanda drengja í skólakerfinu undanfarið. „Við nálgumst þarfir stúlkna og drengja á ákveðinn hátt. Vissulega er kynjabreytan ekki það eina sem skiptir máli en hún er samt sem áður tæki sem við horfum til og notum,“ segir Hildur. Nefnir hún að kynja- skipting geri það að verkum að hægt sé að leggja áherslu á ólíkar þarfir drengja og stúlkna: „Þessi mikla hreyfiþörf er meira hjá drengjum, þótt hún sé hjá stúlkum líka. Það hentar þeim til dæmis betur að fá stutt og knöpp skilaboð og styttri lotur. Stúlkur þurfa oft meiri ró og kannski útskýringar,“ segir hún. Í janúar árið 2019 náðu sex ára stúlkur við skólann að lesa að með- altali 38 orð á mínútu, drengir 67 orð en mælst er til þess að 90% sex ára barna nái í það minnsta 20 orðum á mínútu. Sjö ára stúlkur í skólanum náðu þá að lesa 105 orð á mínútu en drengir á sama aldri 79 orð. Þá lásu níu ára stúlkur að meðaltali 94 orð en drengir á sama aldri 128 orð. „Við leggjum einnig gríðarlega mikla áherslu á vellíðan barna. Það er fyrst og síðast í okkar verklagi að börnunum líði vel og þá getum við sagt að það séu meiri líkur á árangri,“ segir hún að lokum. veronika@mbl.is Drengjum hjá Hjallastefn- unni gengur vel í lestri  Ekki hallar á drengi hvað varðar lestur hjá Hjallastefnunni Morgunblaðið/Hari Lestur Ólíkar þarfir kynjanna. Yfirheyrslur fóru fram um helgina yfir níu manns sem sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna morðsins sem framið var í Rauðagerði í Reykjavík fyrir rúmri viku. Yfir- heyrslurnar stóðu enn á níunda tímanum í gærkvöldi, að sögn Mar- geirs Sveinssonar, yfirlögreglu- þjóns hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu. Karlmaður á fimmtugsaldri var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins síðdegis á laugardag og var hann sá níundi sem bættist í þann hóp. Að líkindum var maðurinn annar tveggja sem handteknir voru á föstudag en það hefur ekki feng- ist staðfest. Gæsluvarðhalds- úrskurðirnir renna ýmist út á morgun eða á miðvikudaginn. Mar- geir segist vongóður um að það nægi til þess að leysa úr málinu. Annars verður farið fram á áfram- haldandi gæsluvarðhald. „Það má alveg eins búast við því, en það er of snemmt að segja til um það að svo stöddu,“ segir Mar- geir. Hann segir rannsókn málsins ganga vel miðað við umfang. Þá á hann bæði við fjölda fólks sem er hluti af rannsókninni og að upplýs- ingaöflunin sé mikil. Yfirheyrslur yfir fólkinu fram á kvöld  Níu manns sitja nú í gæsluvarðhaldi Mikill erill var í blómabúðum landsins í gær á fyrsta degi góu, konudeginum, og eflaust fengu margar konur blóm eða aðrar gjafir frá maka sínum. Einn þeirra sem komu við í blómabúðinni 18 rauðum rósum í Hamraborg í Kópavogi var Stefán Baldursson, leikstjóri og fyrrverandi þjóðleikhússtjóri. Sigríður Gunnarsdóttir blóma- sali afgreiddi hundruð blómvanda í versluninni í gær og myndaðist röð fyrir utan 18 rauðar rósir. Margar konur fengu blómvönd í gær Morgunblaðið/Íris

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.