Morgunblaðið - 22.02.2021, Qupperneq 4
FRÉTTASKÝRING
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Þrjú kunna að sækjast eftir 1. sæti
á lista sjálfstæðismanna í Suður-
kjördæmi í komandi kosningum.
Þar er fyrir Páll Magnússon odd-
viti, sem áfram sækist eftir því
hlutverki, en jafnframt hefur Vil-
hjálmur Árnason tilkynnt að hann
sækist eftir 1. sæti listans og Guð-
rún Hafsteinsdóttir iðnrekandi í
Hveragerði er að hugsa sig um.
Viðmælendur Morgunblaðsins telja
að þess sé ekki langt að bíða að hún
geri uppiskátt um það hvort hún
muni gefa kost á sér eða ekki.
Sjálfstæðismenn eru með þrjá
þingmenn í kjördæminu, sem allir
leita endurkjörs, en það eru þeir
Páll, Ásmundur Friðriksson sem
vill áfram verða í 2. sæti og Vil-
hjálmur. Atkvæðamenn í flokknum
telja að góðir möguleikar standi til
þess að Sjálfstæðisflokkurinn nái
inn fjórum mönnum í komandi
kosningum, en alls eru tíu þing-
menn í kjördæminu.
Vilhjálmur Árnason skorar
á Pál Magnússon í 1. sætið
Vilhjálmur Árnason greindi frá
því á laugardag að hann myndi
sækjast eftir efsta sæti listans und-
ir kjörorðinu „nýja kynslóð til for-
ystu“. Hann vék þar í engu að Páli
Magnússyni, en lagði á það nokkra
áherslu, að hann hefði ræktað
tengslin við kjördæmið vel. Varla er
að efa að það hafi aðrir þingmenn
líka gert, ekki síst Ásmundur Frið-
riksson sem er orðlagður fyrir
ræktarsemi við kjósendur, og Páll
er vel þokkaður fyrir að hafa verið
áberandi í umræðunni, bæði varð-
andi málefni kjördæmisins og
landsins alls. Hins vegar hefur hann
sætt gagnrýni fyrir að hafa ekki
stutt flokkinn í bæjarstjórnarkosn-
ingum í Eyjum um árið og nefna
margir að Páll verði því tæplega
ráðherra, eins og þeir telja að 1.
þingmanni Suðurkjördæmis beri. Af
þeirri ástæðu einni telja margir lag.
Gefur Guðrún Hafsteinsdóttir
kost á sér í 1. sæti?
Talið er að Guðrún Hafsteins-
dóttir muni veita hverjum sem er
harða samkeppni um fyrsta sætið
og vel líkleg til þess að hreppa það.
Hún hefur getið sér gott orð í at-
vinnulífi í kjördæminu, hefur verið í
forystu Samtaka iðnaðarins og for-
maður Landssambands lífeyris-
sjóða, svo hún er ágætlega kynnt.
Sennilega veldur þó ekki minna um
almennt ákall á endurnýjun, sem
heyra hefur mátt í flestum flokkum
og kjördæmum eins og vant er.
Prófkjörið tekur mið
af sóttvörnum
Sjálfstæðismenn í Suður-
kjördæmi, þessu víðfeðmasta kjör-
dæmi landsins, sem nær frá
Reykjanesi austur til Hvalness
austan við Hornafjörð, efna til próf-
kjörs laugardaginn 29. maí, en
framboðsfrestur rennur út fimmtu-
daginn 8. apríl.
Að sögn Ingvars Péturs Guð-
björnssonar, formanns kjördæma-
ráðs flokksins í Suðurkjördæmi,
vilja menn nota tímann vel, m.a.
með tilliti til sóttvarna. „Við hvetj-
um t.d. fólk til þess að nýta rétt
sinn samkvæmt skipulagsreglum
flokksins til þess að kjósa utan
kjörfundar mánuðinn á undan, því
allur er varinn góður. Það er
ástæðulaust að allir séu að þyrpast
á kjörstaði einn og sama daginn,“
segir Ingvar Pétur. Hann sagði
einnig til athugunar hvernig mætti
koma til móts við þá sem mögulega
verða í sóttkví þegar þar að kemur.
Stefnir í fjör-
lega baráttu í
Suðurkjördæmi
Ein áskorun komin á oddvita sjálf-
stæðismanna og önnur talin á leiðinni
Suðurkjördæmi
» Prófkjör sjálfstæðismanna
verður haldið 29. maí
» Hvatt verður til atkvæða-
greiðslu utan kjörfundar af
sóttvarnaástæðum
» Allir þrír þingmenn flokksins
í kjördæminu vilja halda áfram
» Vilhjálmur Árnason vill 1.
sætið af Páli Magnússyni
» Mjög er rætt að Guðrún Haf-
steinsdóttir sæki í 1. sætið
Páll
Magnússon
Vilhjálmur
Árnason
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2021
Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráð-
herra segir að miðað við spár nýút-
gefins bólusetningardagatals verði
öllum þeim 16 ára og eldri sem vilja
þiggja bólusetningu boðið að gera það
fyrir mitt ár. Til að svo megi verða er
ljóst að nota verður bóluefni frá fleiri
framleiðendum en
hingað til hafa
sent bóluefni til
landsins; Pfizer,
Moderna og
AstraZeneca.
Þannig þarf því
að treysta á að
spár um afhend-
ingu Janssen,
Curevac og Sanofi
standist. Hins
vegar segir Svan-
dís að fyrirvarar séu á því, til að
mynda vegna þess að ekki sé komin
afhendingaráætlun frá þeim fram-
leiðendum eða vegna þess að bóluefni
þeirra hafi ekki fengið markaðsleyfi í
Evrópu. Eftirtektarvert er að Þórólf-
ur Guðnason sóttvarnalæknir er mun
varari í orðum um þetta.
Minna má á að í munnlegri skýrslu
heilbrigðismálaráðherra um bóluefn-
in til Alþings undir lok janúar sagði
Svandís að þorri þjóðarinnar yrði
bólusettur fyrir mitt ár. 190.000
manns eru hins vegar rétt liðlega
helmingur þjóðarinnar, en sé aðeins
miðað við fólk 17 ára og eldra næðist
að bólusetja um 2⁄3 þess hóps. Hvort
það telst „þorri“ þjóðarinnar verður
hver að meta fyrir sig. Þá á svo eftir
að reyna hversu áreiðanlegar bólu-
efnasendingar til landsins verða.
Bóluefni reynast betur
en vonast var til
Samkvæmt rannsókn á nytsemi
bóluefnis Pfizer í Ísrael hefur það
ekki aðeins reynst koma í veg fyrir að
langflestir hinna bólusettu smituðust
heldur bendir flest til þess að það
hægi ennfremur á smiti.
Samkvæmt upphaflegum prófun-
um reyndist bóluefnið koma í veg fyr-
ir smit um 89,4% bólusettra, en eftir
að reynsla hefur fengist af bóluefninu
er sú prósentutala talsvert hærri, þar
sem bóluefnið þarf tíma til þess að
byggja upp mótstöðu líkamans.
Það hefur raunar einnig komið á
daginn í rannsókn, sem greint var frá
í New England Journal of Medicine
fyrir helgi, en hún leiddi í ljós að
tveimur vikum eftir fyrri bólusetn-
ingu var vörnin komin í rúm 92,6%
sem er sáralitlu minna en eftir tvo
skammta, þegar hún er talin verða
94,8%. Af þeim sökum telja menn nú
að rétt sé að bólusetja sem flesta með
tiltæku bóluefni, sem bæta megi á
síðar.
Af ísraelsku rannsókninni, sem
upphaflega var lekið í drögum á
Twitter og þýska blaðið Der Spiegel
hefur einnig greint frá, virðist ljóst að
bóluefnið komi einnig í veg fyrir að
smitaðir án einkenna smiti fólk, sem
lækna hafði grunað en engin vissa
var fyrir áður. Í sama mund og þetta
varð ljóst greindu ísraelsk stjórnvöld
frá þeim niðurstöðum að bóluefnið
kæmi í veg fyrir dauðsföll í 99% til-
vika.
Þá hafa prófanir á bóluefnunum á
unglingum frá 12 ára aldri einnig gef-
ið góða raun, svo gert er ráð fyrir að
lagst verði í bólusetningu á þeim ald-
urshópi í fyllingu tímans, þá fremur
með það í huga að koma í veg fyrir
smit og mynda hjarðónæmi.
AFP
Bóluefni Sjúkraliði handleikur bóluefni Pfizer/BioNTech, sem reynst hefur veita góða vörn við kórónuveirunni.
Bólusetning þorra
fólks fyrir júlí óviss
Veltur mjög á bóluefnum sem ekki hafa fengið markaðsleyfi
„Ég spurði Þórólf [Guðnason
sóttvarnalækni] á upplýsinga-
fundi á fimmtudag og það er
greinilegt að hann er ekki enn
þá sannfærður. Hann segist
bara geta unnið út frá þeim töl-
um sem hann hafi, því bóluefni
sem hann er viss um að komi,
sem er auðvitað alveg rétt,“
sagði Björn Ingi Hrafnsson rit-
stjóri Viljans í Silfrinu í Ríkis-
útvarpinu í gær. „Ég meina að
hann er sérfræðingur, hann er
ekki að hugsa um alþingiskosn-
ingarnar,“ bætti Björn Ingi við.
Kosningaþefur?
BÓLUEFNISDAGATAL
Svandís
Svavarsdóttir