Morgunblaðið - 22.02.2021, Side 8

Morgunblaðið - 22.02.2021, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2021 HLÍÐASMÁRI 19, 2.HÆÐ · 201 KÓPAVOGI · SÍMI 534 9600 Hljóðnemi í hlustinni notar hæfni eyrans til að safna upplýsingum sem heilinn þarf til að skilja hljóðin. Auðveldara að taka þátt í samræðum í virku hljóðumhverfi. Betri talgreining um leið og bakgrunnshávaði er lágmarkaður í háværu hljóðumhverfi. Fjarþjónusta. Fáðu heyrnartækin þín stillt án þess að mæta á staðinn. NÝ TÆKNI! NÝ BYLTINGARKENND HEYRNARTÆKI MEÐ ÞREMUR HLJÓÐNEMUM FAGLEG ÞJÓNUSTA HJÁ LÖGGILTUM HEYRNARFRÆÐINGI Mbl.is sagði frá því umhelgina, og hafði eftir The Wall Street Journal, að fyrsta kór- ónuveirusmitið í Kína hefði líklega komið upp í september, október eða í síðasta lagi í nóvember árið 2019, en ekki í desember eins og kínversk stjórnvöld halda enn fram.    Þetta er meðal þess sem vís-indamenn á vegum Alþjóða- heilbrigðisstofnunarinnar, WHO, telja sig hafa fundið út við að rannsaka faraldurinn og veiruna, meðal annars með því að fara til Kína í þeim erindagjörðum.    En það eru vonbrigði að ennhefur reynst erfitt að fá kín- versk stjórnvöld til að hleypa er- lendum vísindamönnum í nauðsyn- leg gögn til að staðfesta tíma- setningar og uppruna veiru- smitsins.    Það er til að mynda ekki óyggj-andi að uppruninn sé alræmd- ur kjötmarkaður, þó að líkur standi til þess. Uppruninn kann að vera annar og á meðan kínversk stjórnvöld þybbast við að leyfa öðrum að rannsaka faraldurinn er eðlilegt að aðrar skýringar á upp- runanum verði uppi á borðinu.    Kórónuveiran sem nú skekurheiminn er ólíkleg til að vera síðasta veiran sem veldur miklum skaða. Og reynslan segir að líkur standi til að aðrar muni eiga upp- runa sinn í Kína. Þess vegna er sjálfsagt að gera þá kröfu til stjórnvalda þar að þau láti af leyndarhyggjunni og vinni opið og óhikað með öðrum þjóðum við að rannsaka slíka faraldra til að í framtíðinni megi grípa fyrr inn í og draga úr tjóninu. Líklega fyrr á ferð en ætlað var STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Tveir menn á ferð undir Skessu- horni í Borgarfirði lentu í snjóflóði um miðjan dag á laugardag. Þeir komust sjálfir úr flóðinu og gátu hringt á aðstoð. Í kjölfarið voru björgunarsveitir úr Borgarfirði og Akranesi kallaðar út, auk þess sem björgunarsveitir af höfuðborgar- svæðinu og hundar voru kölluð út til öryggis. Annar mannanna togn- aði og varð það til þess að óskað var eftir aðstoð við að komast til baka til byggða. Snjóflóðið var svokallað flekaflóð sem fór af stað undan þeim þar sem þeir voru í fjallgöngu. Báðir menn- irnir voru vel búnir og vel á sig komnir miðað við aðstæður þegar björgunarsveitir komu á vettvang, að sögn Tryggva Vals Sæmunds- sonar, félaga í björgunarsveitinni Oki í Borgarfirði, en hann var með- al þeirra fyrstu sem komu á vett- vang. „Veðrið spilaði með okkur, það var alls ekki slæmt veður,“ seg- ir Tryggvi um aðstæður. Almennt sé ekki mikill snjór á svæðinu, enda hafi veturinn verið snjólítill. Menn- irnir hafi lent í flóðinu í 400-500 metra hæð milli toppa í klettunum upp af bænum Horni. Þar hafi verið snjósöfnun og þegar þeir hafi geng- ið þar hafi flóðið farið af stað undan þeim. Lentu í snjóflóði í hlíðum Skessuhorns  Björgunarsveitir voru kallaðar út  Mennirnir voru vel á sig komnir Morgunblaðið/Eggert Á vettvangi Björgunarsveitarmenn við Skessuhorn á laugardaginn. Tveggja vikna „loðnuhátíð“ við Ís- land skilaði 600 milljónum norskra króna í afla, rúmlega níu milljörðum íslenskra króna, sagði í norska blaðinu Fiskaren fyrir helgi. Er þá miðað við meðalverð upp á 14,50 norskar krónur fyrir kíló eða um 221 íslenska krónu. Talsvert hefur verið fjallað um hátt verð sem fengist hef- ur fyrir loðnuna í gegnum uppboð á vegum Norges sildesalgslag og hvert metið verið slegið af öðru. Samkvæmt reglugerð máttu Norðmenn stunda hér loðnuveiðar til og með 22. febrúar, en á föstudag voru aðeins tvö norsk skip á miðun- um fyrir austan land og lítið eftir af kvótanum. Norðmenn máttu alls veiða 41.808 tonn af loðnu í fiskveiði- landhelginni. Verðið hækkaði hratt Rifjað er upp þegar 9,61 norsk króna (147 íslenskar) var boðin í afla Vendlu í upphafi vertíðar fyrir rúm- um tveimur vikum. Þar með hafi tónninn verið gefinn og síðan hafi verðið hækkað og hækkað. Síðasta miðvikudag hafi Røttingøy fengið 17,77 krónur fyrir kílóið eða sem nemur rúmlega 270 íslenskum krón- um. Fram kemur í Fiskaren að verð- ið sem borgað var fyrir loðnuna í ár hafi verið tvöfalt hærra en þeir bjartsýnustu í röðum sjómanna hafi vonast til. Í Fiskaren kemur fram að flestir hafi landað aflanum í Noregi og Færeyjum þar sem hátt verð hafi verið í boði. Íslendingar hafi einnig tekið þátt í kapphlaupinu og sam- kvæmt upplýsingnum frá Fiskistofu fyrir helgi var um fjórðungi norska loðnukvótans landað hér á landi. Fram undan er loðnuleiðangur norskra rannsóknaskipa í Barents- haf. Engar loðnuveiðar eru leyfðar þar í ár frekar en tvö síðustu ár. aij@mbl.is Loðnuverðið langt umfram væntingar  Aflaverðmæti norsku skipanna var rúmir níu milljarðar Morgunblaðið/Líney Vertíðarlok Hardhaus á Þórshöfn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.