Morgunblaðið - 22.02.2021, Síða 12

Morgunblaðið - 22.02.2021, Síða 12
VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Íslenska lífeyriskerfið getur virst æði flókið og vandasamt fyrir hinn al- menna borgara að skilja. Finnst mörgum erfitt að átta sig á þeim rétt- indum og möguleikum sem reglur um lífeyrissparnað bjóða upp á. Hjörtur Smári Vestfjörð er sérfræðingur í eignastýringu hjá Arion banka og segir að nú geri tæknin fólki auðveld- ara að sjá hvar það stendur en í snjall- símaforriti bankans bættist nýlega við sá möguleiki að notendur geta séð heildstætt yfirlit yfir lífeyris- sparnað sinn hjá þeim lífeyrissjóð- um sem Arion þjónustar. „Undanfarin ár hafa lífeyrissjóðir, bankar og fjár- tæknifyrirtæki unnið að því að bæta aðgengi almennings að upplýs- ingum um fjármál sín og er lífeyris- sparnaðurinn þar á meðal. Í Arion- appinu má núna fá vandaða yfirsýn yfir lífeyrismálin. Á vefsvæði Lands- samtaka lífeyrissjóða á slóðinni www.ll.is er einnig hægt að skrá sig inn á Lífeyrisgáttina þar sem einstak- lingar geta séð hvaða eftirlaunarétt- indi þeir eiga hjá hinum ýmsu sjóðum. Þetta er gagnlegt verkfæri enda eru margir Íslendingar í þeim sporum að hafa greitt í fleiri en einn lífeyrissjóð á lífsleiðinni,“ útskýrir hann. Sjá fram á tekjufall á efri árum Að mati Hjartar er ekki óalgengt að þegar fólk skoðar lífeyrismál sín í þaula þá reynist lífeyrisréttindin minni en reiknað hafði verið með og óvíst að þau dugi fyrir því áhyggju- lausa ævikvöldi sem flestir láta sig dreyma um. „Lífeyriskerfið á Íslandi byggist á þremur stoðum: grunnstoð- in er almannatryggingar ríkisins, lög- bundinn skyldusparnaður í lífeyris- sjóði myndar næstu stoð og valfrjáls viðbótarlífeyrissparnaður þá þriðju,“ segir Hjörtur. „Reglur um lögbund- inn lífeyrissparnað miða við að eftir 40 ára starfsævi þá geti fólk vænst líf- eyris sem jafngildi að lágmarki um 56% af þeim mánaðartekjum sem það hafði að jafnaði. Þetta þýðir að margir verða fyrir verulegu tekjufalli þegar farið er af vinnumarkaði og á eftir- laun.“ Ef útlit er fyrir að lífeyrisréttindin dugi ekki fyrir þeim lífsstíl sem fólk vill lifa á efri árum má reyna að brúa bilið með ýmsum hætti. Hjörtur segir að það geti verið mjög góður kostur að nýta heimild til viðbótarlífeyris- sparnaðar og jafnvel nýta allt það svigrúm sem lögin leyfa en kosturinn við að leggja fyrir samkvæmt ramma laganna er m.a. sá að draga má sparn- aðinn frá launum fyrir skatt auk þess að vinnuveitandi greiðir mótframlag. „Skyldusparnaður felur almennt í sér að launþegi leggur fram 4% af launum sínum og vinnuveitandi greið- ir 11,5% mótframlag. Til viðbótar þessu má beina allt að 4% launa í sér- eignarsparnað sem vinnuveitandi mætir með 2% mótframlagi. Í ofaná- lag geta vinnuveitendur, ef um það er samið, greitt aukalega allt að tvær milljónir árlega í viðbótarlífeyris- sparnað starfsmanns án þess að greiddur sé tekjuskattur við innborg- un, en tekjuskattur er eingöngu greiddur við útborgun.“ Ólíkt hvernig sjóðirnir starfa Hjörtur telur skynsamlegt að fólk skoði þá ólíku sjóði sem standa til boða en starfshættir og reglur lífeyr- issjóðanna eru mjög breytileg og fjár- festingarstefnur þeirra sömuleiðis. Sumum ber skylda, samkvæmt kjara- samningum, til að greiða í tiltekna líf- eyrissjóði en aðrir hafa fullt val um í hvaða sjóð þeir beina greiðslum sín- um. „Sumir sjóðir starfa þannig að ið- gjaldið rennur allt í sameiginlegan sjóð og veitir fólki ákveðin samtrygg- ingarréttindi. Sjóðfélagar geta þá t.d. átt rétt á greiðslum vegna örorku, eða maki þeirra og börn mögulega átt rétt á lífeyrisgreiðslum ef sjóðfélaginn deyr fyrir aldur fram. Hins vegar eru þau iðgjöld sem greidd hafa verið í samtryggingu ekki séreign og erfast þ.a.l. ekki. Það er því þannig að sumir sjóðfélagar fá ekki til baka allt það sem þeir greiddu í samtryggingu og sumir fá meira en þeir greiddu, t.d. þeir sem eru langlífir.“ Séreignarsparnaður er hins vegar erfanlegur og getur verið laus til út- borgunar í heild sinni þegar sjóðfélagi nær tilskildum aldri. „Einnig eru í boði lífeyrissjóðir fyrir skyldusparnað þar sem hluti greiðslna fer í séreign og hluti í samtryggingu. Á það t.d. við um einn valkostinn hjá Frjálsa lífeyrissjóðnum að þar renna 22% greiðslna til samtryggingar, en af- gangurinn, þ.e. 78%, rennur í séreign sjóðfélaga sem frjáls séreign annars vegar og bundin séreign hins vegar.“ Tæknin bætir yfirsýn Morgunblaðið/Eggert Val Mikill munur getur verið á þeim sparnaðarleiðum sem eru í boði, s.s. hvað varðar samtryggingu og séreign. Það kann að koma fólki á óvart, þegar staðan er skoðuð, hvað lögbundinn sparnaður tryggir litla framfærslu í ellinni.  Gott er að fólk skoði lífeyrismál sín vandlega og meti hvort áunnin réttindi muni duga því  Þurfi að leggja meira fyrir má nýta svigrúm til séreignarsparnaðar Hjörtur Smári Vestfjörð 12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2021 22. febrúar 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 128.18 Sterlingspund 179.86 Kanadadalur 101.65 Dönsk króna 20.923 Norsk króna 15.239 Sænsk króna 15.508 Svissn. franki 143.4 Japanskt jen 1.2172 SDR 184.99 Evra 155.6 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 186.5705 Hrávöruverð Gull 1773.75 ($/únsa) Ál 2147.0 ($/tonn) LME Hráolía 63.3 ($/fatið) Brent ● Breska pundið hefur hækkað jafnt og þétt frá því í september og er núna orð- ið álíka sterkt gagnvart bandaríkjadal og í apríl 2018. Þegar verst lét ýttu áhyggjur mark- aðarins af brexit og kórónuveiru- faraldri gengi pundsins niður í 1,16 gagnvart bandaríkjadal í mars 2020 en núna fást um 1,4 dalir fyrir hvert pund. Wall Street Journal segir að sam- komulag við ESB og væntingar um að bólusetningar gangi vel hafi ýtt gengi pundsins upp að undanförnu. Höfðu um 15 milljón Bretar fengið bólusetningu við kórónuveiru um miðjan febrúar en aðeins Ísrael og Arabísku furstadæmin hafa bólusett hærra hlutfall íbúa. Segir WSJ að fjárfestar fylgist m.a. vel með hvort vandamál komi upp við bólusetningar eða hvort töf verði á að stjórnvöld slaki á smitvarnaaðgerðum og gæti þá gengi pundsins gefið eitt- hvað eftir. ai@mbl.is Pundið réttir úr kútnum AFP Styrking Bretar sjá loks til lands. STUTT Áfram heldur rafmyntin bitcoin að styrkjast jafnt og þétt. Fyrir viku greindi Morgunblaðið frá því að bitcoin væri hársbreidd frá að rjúfa 50.000 dala múrinn en á sunnudag fór bitcoin hæst upp í rösklega 57.600 dali skv. skráningu Coindesk. Að sögn Reuters fór heildarvirði allra bitcoin-eininga í umferð yfir þúsund milljarða dala markið síðast- liðinn föstudag og nam hækkunin í liðinni viku um 20%. Önnur vinsæl rafmynt, ethereum, hefur líka styrkst hratt að undan- förnu og sló nýtt met á laugardag þegar kaupverðið fór upp í 2.0.40,62 dali. Kostaði ethereum um 730 dali í ársbyrjun. Væntanlega hefur fréttaflutning- ur af styrkingu bitcoin átt ríkan þátt í að blása lofti í bóluna líkt og gerðist seinni hluta 2017 þegar spákaup- menn hrúguðust inn á markaðinn. Eru þó skiptar skoðanir um hvort styrkingin nú sé bóla eður ei. Þannig tók verð bitcoin kipp fyrr í mánuðin- um þegar rafbílaframleiðandinn Tesla keypti bitcoin fyrir um 1,5 milljarða dala og sagðist stefna að því að taka við greiðslum í formi bitcoin. Greindi Tesla frá kaupunum hinn 8. febrúar og að sögn Market- Watch reiknast sérfræðingum til að fyrirtækið hafi þegar hagnast um u.þ.b. milljarð dala á viðskiptunum. Er það meira en hagnaður Tesla af bílasölu allt síðasta ár. Elon Musk, stofnandi Tesla, sendi þó frá sér tíst á föstudag þar sem hann virtist gefa lítið fyrir kosti bitcoin. Sagði hann rafmyntakaup fyrirtækisins ekki í takt við hans eig- in skoðanir en það væri óviturlegt að leita ekki nýrra leiða til að geyma fé þegar ríkisgjaldmiðlar bæru nei- kvæða vexti. ai@mbl.is AFP Flug Sumir tala um bólu og aðrir um byltingu sem er rétt að byrja. Styrktist um fimmtung í vikunni  Heildarvirði bitcoin yfir þúsund milljörðum dala

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.