Morgunblaðið - 22.02.2021, Page 14
BAKSVIÐ
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Heilbrigðiseftirlit Reykja-víkur gaf í byrjun mánað-arins út tímabundiðstarfsleyfi fyrir starfsemi
Vöku hf. á Héðinsgötu 2 í Laugarnesi.
Gildir starfsleyfið út þetta ár.
Vaka var flutt að Héðinsgötu í
byrjun síðasta árs og hefur Morgun-
blaðið greint frá óánægju íbúa í ná-
grenninu með starfsemi fyrir-
tækisins. Hafa þeir kvartað undan
hávaða og mengun auk þess sem at-
hugasemdir hafa verið gerðar við að
fyrirtækið hafi fengið að starfa án
starfsleyfis á staðnum. Í desember
kom til að mynda fram í frétt blaðsins
að umhverfis- og auðlindaráðuneytið
benti á það í bréfi að samkvæmt lög-
um um hollustuhætti og mengunar-
varnir megi ekki hefja atvinnurekst-
ur eins og þann sem Vaka stundar
hafi starfsleyfi ekki verið gefið út eða
starfsemin verið skráð hjá Umhverf-
isstofnun.
Í hinu tímabundna starfsleyfi er
auk almennra skilyrða sérstaklega
tekið fram að Vaka megi aðeins
pressa bíla á milli klukkan 10 og 16 á
virkum dögum og bílar til förgunar
skuli geymdir innandyra. Þá þarf
fyrirtækið að fjarlægja gáma á lóð-
armörkum við Sæbraut og girða lóð-
ina af ekki síðar en 1. maí. Jákvæð
umsögn byggingarfulltrúa liggur fyr-
ir með skilyrðum um að byggingar-
leyfisumsókn verði samþykkt fyrir
lok þessa mánaðar og lokaúttekt
verði lokið fyrir lok maí.
Alls bárust Heilbrigðiseftirlitinu
13 athugasemdir frá íbúum vegna
málsins. Eru athugasemdirnar birtar
með starfsleyfinu á heimasíðu
Reykjavíkurborgar. Þess má geta að
Morgunblaðið óskaði eftir því að fá
umræddar athugasemdir í síðasta
mánuði en þá var því hafnað og við
borið að Heilbrigðiseftirlitið teldi þær
„vinnugögn sem ekki ber að af-
henda“.
Meðal þess sem kemur fram í at-
hugasemdum er óánægja með hávaða
frá starfseminni, fólki finnst um-
ræddur iðnaður of nálægt íbúabyggð
þar sem mikið er um barna-
fjölskyldur og bagalegt sé að fyrir-
tækið sé nálægt vinsælum útivistar-
svæðum á borð við Laugarnesfjöru. Í
svörum Heilbrigðiseftirlits kemur
fram að dregið hafi úr hávaða. „Um-
gengni og starfslag hefur batnað og
er Vaka á góðri leið með að uppfylla
skilyrði HER,“ segir í svari eftirlits-
ins. Er jafnframt greint frá því að
Heilbrigðiseftirlitið hafi farið í tíu eft-
irlitsferðir í Vöku frá því starfsemi
þess hófst á núverandi stað.
„Það er ólíðandi að leyfa starf-
semi Vöku hérna í óþökk íbúa. Hvers
vegna fær þessi starfsemi meira vægi
en óskir og heilsa íbúa? Þetta er ann-
arlegt í besta falli og skammarlegt í
öllu falli,“ segir í einni athugasemd-
inni.
Þá koma fram áhyggjur af því að
starfsemi Vöku fari aftur í fyrra horf
þegar leyfi liggi fyrir. Bent er á það
að Vaka hafi tekið á móti 4.000 bílum
til úrvinnslu árið 2019 en í umsókn
fyrirtækisins um starfsleyfi hafi kom-
ið fram að búist væri við því að sú tala
myndi tvöfaldast. „Hvergi kemur
fram hvernig skuli tekist á við þessa
væntanlegu tvöföldun úrvinnslu-
bifreiða og hvar þeim verði komið
fyrir. Óttumst við að starfsemin falli í
sama far og áður við þessa fjölgun og
að Vaka fari aftur á bak orða sinna og
stafli bílum á ný á lóð Héðinsgötu 2.
Erfitt er að trúa orðum forsvars-
manna fyrirtækisins um að nú verði í
hvívetna fylgt nýjum verkferlum
fyrirtækisins (sem fyrirtækið hyggst
líta eftir sjálft) í ljósi umfangsmikilla
ósanninda í fyrri umsókn um starfs-
leyfi og vítaverðrar umgengni á Héð-
insgötu 2 á árinu 2020.“
Vantreysta Vöku eftir
„vítaverða“ umgengni
Morgunblaðið/Eggert
Héðinsgata Mikil óánægja er meðal nágranna með starfsemi Vöku í
Laugarnesi. Myndin er tekin í desember þegar lóðin hafði verið hreinsuð.
14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Mennta- ogmenn-ingar-
málaráðherra hefur
falið þingmönnum
úr ríkisstjórnar-
flokkunum þremur að „rýna lög
um Ríkisútvarpið ohf. og gera
tillögur að breytingum sem lík-
legar eru til að sætta ólík sjón-
armið um starfsemi og hlutverk
Ríkisútvarpsins“, eins og segir í
tilkynningu á vef stjórnarráðs-
ins. Þar segir ennfremur að
þessi mál hafi verið mikið til um-
fjöllunar í samfélaginu og á Al-
þingi, „meðal annars í tengslum
við frumvarp ráðherra um
stuðning við einkarekna fjöl-
miðla og þau sjónarmið að um-
svif Ríkisútvarpsins á fjölmiðla-
markaði valdi samkeppnis-
skekkju sem eigi sinn þátt í
bágri rekstrarstöðu einkarek-
inna miðla hér á landi“.
Ætlunin er meðal annars að
þingmennirnir þrír meti núver-
andi skilgreiningu á hlutverki
Rúv. og hvort þörf sé á endur-
skilgreiningu, meti hvernig
Rúv. geti sem best náð mark-
miði laga um að „stuðla að lýð-
ræðislegri umræðu, menningar-
legri fjölbreytni og félagslegri
samheldni í íslensku samfélagi“,
hvernig Rúv. geti sem best sinnt
öryggishlutverki sínu, skoði
dreifikerfið og meti fjármögnun
stofnunarinnar og „hvort núver-
andi fyrirkomulagi skuli haldið
óbreyttu til framtíðar eða hvort
breytinga sé þörf“.
Þetta er ærið verkefni og
mikilvægt og það er þýðingar-
mikið að þau Kolbeinn Ó.
Proppé, Silja D. Gunnarsdóttir
og Páll Magnússon nái vel utan
um það og skili því af sér á til-
settum tíma, hinn 31. mars
næstkomandi.
Við blasir að þörf er á breyt-
ingum á þátttöku ríkisins á fjöl-
miðlamarkaði. Hefði Rúv. ekki
verið sett á laggirnar á sínum
tíma, þegar einkaaðilar þóttu
ekki líklegir til að geta sinnt
þessari þjónustu af myndar-
skap, er afar ósennilegt að
nokkrum manni dytti í hug að
setja slíka stofnun á laggirnar
nú. Ríkisútvarpið er tíma-
skekkja og sinnir engu hlutverki
sem aðrir geta ekki sinnt. Vera
má að aðrir myndu ekki taka að
sér allt það sem Rúv. sinnir nú,
en sumt af því má missa sín og
öðru mætti halda áfram með því
að fela það öðrum, til að mynda
með því að veita einkaaðilum
stuðning til að veita þjónustuna.
Miðað við þá miklu fjármuni
sem Ríkisútvarpið tekur til sín,
um sjö milljarða króna á ári, er
víst að unnt væri að sinna slík-
um þáttum starfseminnar á mun
hagkvæmari hátt.
Í markmiðskafla laganna um
Ríkisútvarpið ohf. segir að
stofnunin skuli „stuðla að lýð-
ræðislegri umræðu, menningar-
legri fjölbreytni og félagslegri
samheldni í íslensku samfélagi
með fjölmiðlaþjón-
ustu í almanna-
þágu“. Augljóst er
að landsmenn þurfa
ekki Ríkisútvarpið
til að halda uppi lýð-
ræðislegri umræðu og þar að
auki er Ríkisútvarpið eins og það
er nú afar illa til þess fallið að
stuðla að lýðræðislegri umræðu.
Þar er ekki opinn vettvangur
fyrir almenning heldur fyrir val-
inn hóp fólks, starfsmenn stofn-
unarinnar eða aðra útvalda. Þá
vantar mikið upp á hlutleysið því
að þeir sem ráða ferðinni hafa
sýnt að þeir leggja meira upp úr
því að halda á lofti eigin sjónar-
miðum en að tryggja almenna og
fjölbreytta umræðu. Þetta end-
urspeglast til að mynda í því að
mikill munur er á því hversu vel
fólk treystir umfjöllun stofnun-
arinnar eða hversu hlutlausa það
telur hana vera og ræðst það
mjög af stjórnmálaafstöðu.
Þekkt er að öryggishlutverk
Rúv. er fyrir löngu úrelt hug-
mynd og um langt skeið hefur
enginn getað treyst á Rúv. í
þessu sambandi. Vissulega stuðl-
ar það að upplýsingagjöf þegar
hættuástand ríkir, en það gera
aðrir miðlar ekki síður og jafnvel
enn frekar og eru iðulega fyrr
með fréttirnar. Nærtækt er að
nefna mbl.is í því sambandi en
fleiri einkareknir miðlar vilja
sinna þessu hlutverki, fyrir utan
farsímana, sem nú um stundir
hafa mikla þýðingu í þessu en
voru ekki til þegar hugmyndin
kom upp um öryggishlutverk
Rúv.
Þá er það vandinn við fjár-
mögnun Rúv. sem þingmenn-
irnir þrír eiga að leggja mat á.
Þetta skiptir miklu því að jafn
óþarft og Rúv. er orðið eru ekki
líkur á að starfsemi þess verði
hætt á næstunni. Tregðulög-
málið mun ráða ferðinni enn um
sinn. En það skiptir máli að fjár-
mögnun stofnunarinnar sé með
sem eðlilegustum hætti og þá
liggur beinast við að hún fari á
fjárlög með sama hætti og flest-
ar aðrar. Það fyrirkomulag að
hún sé rekin sem hlutafélag, þótt
opinbert sé, og fái útvarpsgjald,
auk þess að vera fyrirferðarmikil
á auglýsingamarkaði, er óvið-
unandi, jafnt fyrir almenning
sem keppinauta. Þessi ríkis-
stofnun, eins og aðrar, þarf að
starfa innan eðlilegs ramma,
þvælast sem minnst fyrir öðrum
á sama markaði og lúta sjálf-
sögðu aðhaldi fulltrúa almenn-
ings. Ríkisútvarpið á ekki að
starfa eins og það sé í eigu
starfsmannanna heldur lands-
manna allra. Til að svo megi
verða þarf það að sæta sjálf-
sögðu eftirliti og aðhaldi kjör-
inna fulltrúa og það þarf að reka
fyrir það fé sem Alþingi veitir
því. Með því móti eru mestar lík-
ur á að það sinni skilgreindu
hlutverki sínu í þágu almennings
og minnstar líkur á að það skaði
aðra miðla.
Verkefni starfshóps
um Ríkisútvarpið er
mikið og mikilvægt}
Brýn endurskoðun
Í
dag verður nýjum áfanga náð. Áfanga
sem enginn heldur upp á. Hálf milljón
Bandaríkjamanna hefur þá dáið úr
Covid-19. Seinna í vikunni verður til-
kynnt að tvær og hálf milljón manna í
heiminum öllum hafi þurft að lúta í lægra haldi
fyrir veirunni skæðu. Reyndar hafa líklega
ennþá fleiri dáið úr þessum illræmda sjúkdómi,
en opinberar tölur eru svona.
Bak við kaldar tölurnar eru sorgir ættingja,
vina, vinnufélaga. Fólks sem veit að ástvinir
koma aldrei aftur, munu aldrei aftur sitja við
morgunverðarborðið, bjóða góðan daginn á
kvöldgöngunni eða hringja í barnabörnin.
Tölur hætta að hafa merkingu fyrir okkur
þegar þær eru þuldar upp á hverjum degi. Við
kippum okkur ekki upp við milljón látna til eða
frá, nú þegar faraldurinn er kominn á annað ár,
þótt það séu ekki nema örfáir mánuðir síðan það fór hroll-
ur um okkur þegar tilkynnt voru nítján ný smit á Íslandi.
Sumum finnst of mikið að gert í sóttvörnum en aðrir
eru á nálum yfir eftirgjöf allt of snemma. Bóluefni var
þróað á mettíma, sem er auðvitað gleðiefni, en vegna þess
að það er til er stór hópur æfur yfir að ekki skuli vera búið
að bólusetja alla (eða að minnsta kosti þá sjálfa).
Við vonum að ósköpunum fari að linna og við getum
bráðum litið um öxl og spurt: hvað getum við lært?
Drepsótt er ekkert grín. Forsætisráðherra Bretlands
sagði glaðhlakkalega frá því að hann gæti glatt umheim-
inn með því að hann hefði tekið í höndina á öllum þegar
hann kom á spítala og hitti fólk sem lagt hafði verið inn
vegna sjúkdómsins. Nokkrum vikum seinna
var hann við dauðans dyr. Hann hefur vænt-
anlega hætt við að kalla aðgerðaáætlun sína
Síðasta andvarpið, eins og hann hafði í flimt-
ingum, áður en hann komst nærri sínum síð-
asta andardrætti.
Veiruvarnir eru ekki pólitík. Í Bandaríkj-
unum hélt fyrrverandi forseti fjölmargar sam-
komur þar sem lítt var skeytt um fjarlægð eða
grímur. Ættmenn hans tóku af sér grímuna á
sjónvarpsfundi, nokkrum dögum áður en í ljós
kom að forsetinn, kona hans og sonur voru öll
smituð.
Þöggun er heimskuleg og hættuleg. Ríkis-
stjóri New York-ríkis vakti athygli fyrir
skörulega framgöngu á upplýsingafundum og
margir sáu í honum forsetaefni. Nú kemur í
ljós að hann sagði ósatt og stakk tölum um
dauðsföll undir stól.
Forseti Bandaríkjanna vissi strax í upphafi að veiran
væri stórhættuleg og gæti borist milli manna án snert-
ingar, en þagði yfir þeirri vitneskju sinni við almenning og
gerði lítið úr hættunni.
Svíar fóru sína leið og leyfðu öllum að hittast eins og
ekkert hefði ískorist og tryggðu sér þannig Norður-
landametið í dauðsföllum og smitum.
Það er leiðinlegt að hitta ekki alla vini sína og komast
ekki á allar samkomur, en hörkum af okkur nokkra mán-
uði enn. Við erum vonandi komin langleiðina í markið.
Benedikt
Jóhannesson
Pistill
Dauðans alvara
Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Í ítarlegri athugasemd frá Ólafi
Heiðari Helgasyni kemur fram
að ekki sé lagagrundvöllur fyrir
því að veita Vöku starfsleyfi.
Kveðst Ólafur telja að starfsemi
fyrirtækisins sé hvorki í sam-
ræmi við aðalskipulag né deili-
skipulag. „Fyrir liggur að
Reykjavíkurborg hefur látið það
viðgangast að rekstraraðili hafi
brotið lög mánuðum saman
með því að stunda mengandi
iðnaðarstarfsemi án starfs-
leyfis. Brot fyrirtækisins eru al-
varleg og gildar ástæður eru til
að ætla að [þau] hafi valdið íbú-
um á svæðinu hættu. Borgin
hefur ekki beitt þeim úrræðum
sem hún hefur samkvæmt lög-
um nr. 7/1998 um hollustuhætti
og mengunarvarnir til að stöðva
þessi lögbrot þrátt fyrir að vera
skylt samkvæmt lögunum að
framfylgja þeim,“ skrifar Ólafur.
Heilbrigðiseftirlitið hafnar því
að ekki sé lagagrundvöllur fyrir
útgáfu starfsleyfis í svari sínu.
Hafi valdið
íbúum hættu
ÁTELUR REYKJAVÍKURBORG