Morgunblaðið - 22.02.2021, Page 16

Morgunblaðið - 22.02.2021, Page 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2021 Nokkur innflutn- ingur á sér stað til Ís- lands á notuðum bílum, aðallega nýlegum frá ýmsum löndum vest- anhafs og austan. Inn- flutninginn annast ým- ist einstaklingar á eigin vegum eða bílasölur, sem veita meðal annars þjónustu við leit á ákveðnum bílum af til- greindum gerðum eftir óskum við- skiptavina. BL ehf. annast marghátt- aða þjónustu vegna viðhalds og viðgerða á bílum þúsunda við- skiptavina, þar á meðal á innfluttum notuðum bílum frá Bandaríkjunum. Sumir bílanna reynast hafa sérskrán- inguna „Lemon law buyback“ sem merkir að framleiðandi hafi keypt til baka viðkomandi bíl af fyrsta eiganda, meðan bíllinn var í ábyrgð, vegna ein- hvers konar galla sem ekki náðist að laga innan tilskilins tímaramma og eigandi sætti sig ekki við. „The lemon law“ Sítrónulögin bandarísku (the Le- mon law) tóku gildi 1996. Þau taka til notaðra bíla í ábyrgð sem framleiðandi hefur keypt aftur af viðskiptavini af ofangreindum ástæðum. Tilvik sem þessi koma upp af og til um allan heim óháð bíltegundum og gerðum. Allur gangur er á því hvers eðlis hnökrarnir eru, sumir krefjast einungis minni háttar viðgerðar, en aðrir flóknari og kostnaðarsamari aðgerða. Óháð því hvað gera þarf kveða bandarísk lög á um það að við endursölu framleiðand- ans á bílnum aftur út á markaðinn er skylt að setja á bílinn viðbótarskrán- inguna „Lemon law buyback“ þannig að neytendur séu meðvitaðir um sögu bílsins. Viðbótarskráningin gildir líf- tíma bílsins, án tillits til þess hvort tek- ist hafi að laga ágallann, t.d. með full- nægjandi endurforritun hugbúnaðar, vélarskiptum eða öðrum ráðum. Mikilvægi heimavinnunnar Í Bandaríkjunum er talið að um 60% notaðra bíla sem seldir eru úr landi hafi einhvers konar galla og þar af séu um 40% með við- bótarskráninguna „Le- mon law buyback“. Hluti þessara bíla er í umferð hér á landi samkvæmt skýrslu Samgöngustofu og hluti þeirra er í þjón- ustu hjá BL. Reynsla okkar er sú að í mörgum tilvikum vissu við- skiptavinir okkar ekki að bíllinn þeirra væri skráð- ur „Lemon law buyback“ þegar þeir gengu frá kaupunum og verður sú vísa aldrei of oft kveðin að brýna fyrir fólki í bíla- hugleiðingum að kynna sér sem best sögu bíla áður en ákvörðun er tekin um kaupin. Það er mjög mikilvægt að neytendur sem hyggjast láta flytja inn bíl fyrir sig eða kaupa innfluttan bíl hér á landi vinni vandaða heimavinnu áður en gengið er frá kaupunum. Hægt er að fletta bílum í Bandaríkj- unum upp á carfax.com þar sem sést hvort bíllinn sé „Lemon law buyback“ eða ekki. Jafnframt er mikilvægt að fólk krefjist þess að sjá viðeigandi reikninga í þeim tilvikum þar sem full- yrt er að fullnaðarviðgerð hafi farið fram áður en kaupin fara fram. Oftast gild ástæða fyrir lægra verði Notaðir bílar með skráninguna „Le- mon law buyback“ eru án allrar ábyrgðar utan Bandaríkjanna, þar sem þeir fóru upphaflega á markað. Verðlagning bílanna á markaðnum þar er jafnframt talsvert lægri en á sambærilegum bílum sem ekki hafa viðbótarskráninguna. Staðreyndin er sú að „kaup aldarinnar“ eiga sér oftast góða og gilda ástæðu. Í sumum til- vikum hefur ekki verið gerð fulln- aðarviðgerð á bílunum og bíleigendur hér á landi sem vilja að hún fari fram sitja oft uppi með háan viðgerðar- reikning enda eru bílarnir án allrar framleiðsluábyrgðar. Um 60% útfluttra notaðra bíla frá Bandaríkjunum gölluð Eftir Ingþór Ásgeirsson Ingþór Ásgeirsson » Í mörgum tilvikum vissu viðskiptavinir okkar ekki að bíllinn þeirra væri skráður „Lemon law buyback“ þegar þeir gengu frá kaupunum. Höfundur er framkvæmdastjóri þjónustusviðs BL ehf. ingthor.asgeirsson@bl.is Hvers virði er það okkur Íslendingum að geta byggt hús úr steini, viðhaldslaust, sem endist sannanlega í langan tíma? Veldur það atvinnuleysi hjá viðhaldsverktökum eða kallar það á fleiri iðnaðarmenn? Hvor- ugt til þess fallið að hrópa húrra fyrir. Miklu sterkari stein- steypa er engu að síður kostur í dag. Það sem meira er er að íblöndunar- efnið í steypuna er ekki vandfundið hérlendis, en það er eldfjallaaska. Að sögn verkfræðinga frá MIT, sem hafa unnið með vísindamönnum í Kúveit, er niðurstaða þeirra, að ef eldfjallaberg er mulið í fíngerða ösku sé hægt að nota það sem sjálfbært aukaefni í steypumannvirki og minnka sementið á móti. Í grein sem birtist í Journal of Cleaner Production segir að með því að skipta út ákveðnu hlutfalli af hefð- bundnu sementi fyrir eldfjallaösku sé mögulegt að draga úr heildarork- unni sem fer í steypuframleiðsluna. Framleiðsla sements er gífurlega orkufrekt ferli sem í dag stendur fyr- ir um fimm prósentum af losun koltvísýrings á heimsvísu. Vís- indamenn sem leita að grænni leið í sementsframleiðslu til að gera hlut- ina eru svo sannarlega á réttri leið. Samkvæmt niðurstöðum er hægt að skipta út 50% af sementi fyrir eld- fjallaösku sem möluð er niður í agn- arstærð, eða sex míkrómetra, og eykur það styrk steypunnar veru- lega. Ef einhver heldur að þetta séu ný vísindi, þá má geta þess að Rómverj- ar notuðu ösku úr Vesúvíusi í stein- steypu (nefna má Pantheon), og mannvirki þeirrar gerðar standa enn óhögguð, með engar alkalí- eða ann- ars konar skemmdir. Þessi tegund steinsteypu var not- uð í stíflumannvirki í Nebraska fyrir 32 árum og áferð steyp- unnar er í dag eins og hún var þegar hún var þornuð og mannvirkið tekið í notkun. Það sem vekur þó mesta athygli mína er ekki tæknin í sjálfu sér, fremur sú staðreynd, að í öll þau ár sem þessi þróun hefur átt sér stað hef ég hvergi séð henn- ar getið hérlendis. Á meðan byggingar landsins grotna niður höldum við áfram á sömu braut skammlífra bygginga. Það tók til dæmis sjö ár að fá leyfi til að hætta að nota gömlu járnrörin í nýbyggingum í Reykjavík og leggja vatnslagnir úr plastefnum í staðinn. Allar þær óteljandi milljónir sem þessi þröngsýni hefur kostað íbúana, og kostar enn, við að fjarlægja ryð- hrúgurnar sem einu sinni voru rör. Nýlegt dæmi er að þegar leggja átti vatnsrör fyrir nokkrum dögum, á kostnað vatnsveitunnar, var skýrt tekið fram að úr járni skyldi það vera. Það sem einnig vekur athygli, en enginn þorir að nefna, er að enginn ber ábyrgð á byggingum nema sá sem var svo vitlaus að kaupa eignina. Ég ætla heldur ekki að nefna steypuna í Hallgrímskirkju. Það er önnur saga, og þó hin sama. Eftir Kristján Hall Kristján Hall » Samkvæmt niður- stöðum er hægt að skipta út 50% af sementi fyrir eldfjalla- ösku sem möluð er niður í agnarstærð, og eykur það styrk steypunnar ótrúlega. Höfundur er eftirlaunaþegi. vega@vortex.is Steypuskemmdir – vandamál eða þekkingarleysi? Hr. ritstjóri. Ég vil biðja yður að birta eft- irfarandi bréf til út- varpsstjóra Ríkis- útvarpsins. Ég hefi í þrígang sent bréfið á RÚV, án þess að fá svar (16.11. 2020; 24.11. 2020 og 8.1. 2021). Þá skrifaði ég og sendi á sömu adressu hinn 11. janúar. Ávarpaði Sigrúnu Her- mannsdóttur, sem hefur svarað bréf- um mínum (væntanlega sjálfvirkt?). Bað um rökstutt svar. Ég finn mig knúinn til að birta þetta bréf op- inberlega vegna rangfærslna í þætt- inum Nýjasta tækni og vísindi. Vil að þær séu leiðréttar. „Bréf til Stefáns Eiríkssonar út- varpsstjóra, Útvarpshúsinu, Reykjavík Í þættinum Nýjasta tækni og vísindi mánudaginn 19. október var meðal annars rætt um matvæli, matvæla- framleiðslu og áhrif á kolefnisbúskap okkar jarðarbúa. Í þættinum komu fram staðhæfingar, fullyrðingar, sem ekki eru í samræmi við viðurkennda þekkingu og hefðir. Hér á eftir verður farið yfir sumt af því sem ranglega var fullyrt og/eða haldið fram. 1. Rautt kjöt. Fullyrt var að rautt kjöt væri kjöt af nautgripum, sauðfé, hrossum og svínum. Hefðbundin skil- greining er að kjöt af svínum tilheyri hvítu kjöti. Nautgripir, sauðfé og hross eru allt grasbítar, lifa á gróðri jarðar, eins og hreindýr og fleiri grasbítar og gefa rautt kjöt. 2. Vikuskammtur af rauðu kjöti. Sér- fræðingar þáttarins töldu að við, Ís- lendingar, ættum ekki að borða meira en 100 til 200 g af rauðu kjöti á viku. Það kom einnig fram að þetta væri í samræmi við ráðleggingar landlæknis (manneldisráðs?). Inni á vef landlæknis stendur hins vegar þetta: Takmarka neyslu á rauðu kjöti við 500 g á viku. Mér sýnist þetta vera ósamræmi, rangt. 3. Prótín. Almennt voru ráðleggingar í þættinum að borða ætti sem mest af fæðu úr jurtaríkinu! Sérstaklega var nefnt prótín. Ef ég veit rétt hefur ekki enn tekist að finna plöntu sem gæti tek- ið við hlutverki kjöts sem prótíngjafi. 4. „Framleiðsla á dýraafurðum er ansi kræf á jarðnæði – pláss,“ sögðu sérfræð- ingar þáttarins! Ég veit ekki hvað sérfræðing- arnir eiga við með þess- ari fullyrðingu. Enda fá- ránleg staðhæfing og alröng. Grasbítar nýta land sem yfirleitt er illa eða ekki nýtanlegt til annarrar matvæla- framleiðslu, s.s. korn- ræktar. 5. Útreikningar á kol- efnisspori. Nefnt var að ýmsir hefðu verið að reikna kolefnisspor fæðuteg- unda. Ég hef ekki kynnt mér hverjir hafa verið að reikna það út á liðnum árum. Ég veit hins vegar að ákveðið fyrirtæki tók að sér að reikna kolefn- isspor kindakjöts. Við þá útreikninga er margt að athuga. Um það er fjallað í tveimur greinum í Bændablaðinu (Sveinn Hallgrímsson og Eyjólfur Kristinn, sjá Bændablaðið 20. ágúst og 10. september 2020). Í seinni grein okkar er bent á að ekki sé rétt að reikna kolefnisspor kg á kg. Réttara væri að reikna kolefnissporið á kg næringarefna, eða á kg þurrefnis. Það er nær fjórum sinnum meira þurrefni í kjöti en grænmeti, svo dæmi sé nefnt. Sömuleiðis er 8,52 sinnum meira prót- ín í kjöti en grænmeti að meðaltali. Fleira er athugavert við útreikninga á kolefnisspori kindakjöts, dilkakjöts, en hér er nefnt. Það getur ekki verið ásættanlegt að viðhafa ónákvæm vinnubrögð í þætti sem kenndur er við vísindi. Ég hlýt að ætlast til þess að þér, herra útvarps- stjóri, leiðréttið þessar missagnir á viðeigandi hátt í þættinum „Nýjasta tækni og vísindi“. (Upphaflega skrifað 29.10. 2020.) Sveinn Hallgrímsson, fyrrverandi ráðunautur í sauðfjárrækt.“ Opið bréf til útvarpsstjóra Eftir Svein Hallgrímsson Sveinn Hallgrímsson »Fullyrðingar um rautt kjöt og kolefnisspor í þættinum „Nýjasta tækni og vísindi“ í Sjón- varpi RÚV 19.10. 2020 eru ekki ásættanlegar. Höfundur er fyrrverandi ráðunautur í sauðfjárrækt. svh@vesturland.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.