Morgunblaðið - 22.02.2021, Side 20

Morgunblaðið - 22.02.2021, Side 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2021 ✝ Jónína fæddistí Vest- mannaeyjum 19. júní 1948. Hún lést á heimili sínu þann 30. janúar 2021. Foreldrar henn- ar voru: Ármann Óskar Guðmunds- son, f. 28.5. 1913, d. 3.7. 2002, og Unnur Guðlaug Eyjólfs- dóttir, f. 4.1. 1913, d. 10.5. 2002. Hún giftist Guð- mundi Gunnari Guðmundssyni 17. janúar 1970 og eignaðist með honum þrjú börn. 1) Ármann Óskar Guðmunds- son, f. 12.9. 1969, kona hans Ragnheiður Sölvadóttir, þau eiga þrjú börn, Kristján Helga, fæddan 1993, Emblu Líf, fædda Jóni Kristjáni Brynjólfssyni 1985 og eignast þau einn son, Andra Frey Jónsson, f. 22.4. 1987, eiginkona hans er Lena Rut Ingvarsdóttir, þau eiga þrjú börn, Magnús Inga, fæddan 2011, Ingvar Rafn, fæddan 2017, Katrínu Hörpu, fædda 2019. Jónína er næstyngst fimm systkina, elst er Þórunn Helga, fædd 1937, Pálína, fædd 1940, Þorsteinn, fæddur 25.3. 1951, dáinn 16.7. 1951, Þorsteinn yngri fæðist svo síðastur á dán- ardegi bróður síns þremur árum síðar, 1954. Jónína ólst upp á Urðarvegi 8 í Vestmannaeyjum. Kláraði barnaskólann þar og fór svo í húsmæðraskólann. Hún fór svo að vinna á Rafstöðinni í Vest- mannaeyjum, kynnist sínum manni og byggja þau hús og flytja þar inn í nóvember 1972 en það fer svo undir gos í janúar 1973. Jarðarförin fer fram 22. febr- úar 2021 klukkan 13 í Hafnar- fjarðarkirkju. 2004, Guðmund Sölva, fæddan 2009. 2) Guðmundur Ársæll Guðmunds- son, f. 22.8. 1973, kona hans Heiðrún Baldursdóttir, hann á þrjú börn, Viktor- íu Rós, fædda 1991, Söru Björk og Aron Örn, fædd 1993, einnig á hann fimm barnabörn. 3) Helena Guðmundsdóttir, f. 22.11. 1974, eiginmaður hennar Ólafur Erlendsson, hún á þrjú börn, Karolínu, fædda 1995, Þórunni Jónu, fædda 2001, og Maríus, fæddan 2005, einnig á hún tvö barnabörn. Jónína hefur sambúð með Nú þarf ég að kveðja mömmu í hinsta sinn, þó svo það sé sárt þá var það líka mjög sárt að kveðja hana í síma undanfarið ár, þegar ég vissi að henni leið ekki vel í ein- verunni heima. Hún lést mjög óvænt á heimili sínu 30. janúar. Ég vil trúa því að henni líði betur núna, hafi fengið sína hvíld og sál- arró. Við mamma vorum alltaf góðar vinkonur og hún kenndi mér svo margt, hún var svo mikil húsmóðir sem ég leit mikið upp til. Hún var oft að baka og ég hafði mjög gam- an af því að baka með henni. Núna hef ég opnað mitt eigið kaffihús með dætrum mínum, þær ólust upp við það að ég var oft að baka og við höfum allar mjög gaman af því. Ég segi oft við dætur mínar í vinnunni, „sko mamma mín kenndi mér þetta svona“. Ég veit að hún var mjög stolt af mér og dætrum mínum, hún náði að koma nokkrum sinnum í heim- sókn til okkar á kaffihúsið á Ak- ureyri. En það var erfitt að sjá hana þá, því mér fannst hún eldast mjög hratt, síðastliðið ár sérstak- lega. Mamma var alltaf mjög hlý og góð kona og alltaf tilbúin að vera til staðar fyrir fólkið sitt. Ég hef heyrt fólk tala um hvað hún hafi reynst því vel, eins dásamlegt og það er þá endurspeglar það svolít- ið líf hennar, hún var alltaf tilbúin að hjálpa öðrum en ekki sjálfri sér. Þegar kom að efri árum hjá henni, öll börn flutt að heiman, hún búin að missa sína foreldra, þá kom tímabil í lífi hennar sem hún átti erfitt með, ég tel það vera vegna þess að hún hafði ekki leng- ur einhvern til að hugsa um og þurfti þá að hugsa meira um sjálfa sig. Hún leitaði huggunar í hvítvín- inu og það vatt upp á sig og það einkenndi svolítið hennar efri ár og það reyndist mér og bræðrum mínum mjög erfitt. Það er ekkert feimnismál að mamma átti við áfengisvanda að stríða, stærsta vandamálið er að þora ekki að segja að manni líði illa, ég hugsa að mamma hafi ekki verið dugleg að leita til nokkurra með sín vandamál, hún var alltaf að passa að allt liti vel út út á við. Síðasta ár hefur verið henni sérstaklega erfitt, þó svo hún hafi hætt að drekka og reynt að vera í prógrammi þá þurfti lítið til að hún félli aftur og þá var það aðal- lega að þurfa að vera alltaf ein heima með sjálfri sér. Mamma var trúuð og fór sem dæmi alltaf með faðirvorið og bænir með mér og bræðrum mín- um, þegar við fórum að sofa á kvöldin. Ein bæn er mér sérstak- lega minnisstæð og langar mig að láta hana fylgja hér í lokin. Elsku mamma, hvíldu í friði í Guðs örmum. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Þín einkadóttir Helena. Margs er að minnast er móðir fellur frá alltof snemma þótt mig hafi grunað þetta í svolítinn tíma. Við reyndum hvað við gátum að vera til staðar án þess að vera í mikilli meðvirkni. Ef núverandi ástand væri ekki í þjóðfélaginu með þessum takmörkunum hefði hún mamma sennilega náð mun hærri aldri, því félagslíf hennar í næsta húsi við þar sem hún bjó gaf henni svo mikið og að fá heim- sóknir. Mamma var mikill dugnaðar- forkur og hugsaði vel um foreldra sína á meðan þau voru á efri árum og eiginlega um alla sem komu að hennar lífi á einhverjum tíma- punkti. Dugnaður í bakstri og heitum réttum þegar það voru veislur var henni mikið kappsmál og að bjóða eitthvað með kaffinu þegar fólk kom í heimsókn. Sjúk- dómur sem hún barðist við og margir eru að kljást við í dag, á efri árum hjá henni, tók líf hennar ásamt núverandi ástandi í þjóð- félaginu. Ég er þakklátur fyrir þann tíma sem við fengum að vera sam- an og þann tíma sem við bjuggum saman og fyrir sumarbústaðarlóð- ina sem hjólhýsið var á og ég byrj- aði á að byggja pall og sumarhús og dugnaðinn í þér að planta trjám og plöntum. Þakklátur er ég fyrir þá ást og umhyggju sem þú sýndir okkur systkinum, börnum okkar og tengdabörnum. Hef mikla trú á að þú sért komin á betri stað, þar sem þú færð enn betri skilning á lífinu og mætti sjálfsfyrirgefning- ar. Kveðja, þinn sonur, Ármann Óskar Guðmundsson. Elsku tengdó, ég bara næ því varla að þú sért farin, en ég veit að þú ert komin á góðan stað þar sem tekið var vel á móti þér. Ekki datt mér í hug þegar við litla fjölskyld- an kíktum á þig síðast að það væri síðasta skiptið sem við hittumst en þú hringdir í mig nokkrum dögum fyrir andlát þitt þar sem þú varst að biðja mig að koma með þér í búð að athuga með heyrnartól svo þú gætir nú heyrt sögurnar sem þú varst að hlusta á, auðvitað gæt- um við farið á þínum bíl þá ef ég vildi! Ég er svo lánsöm að hafa eign- ast þig sem tengdamömmu því þú varst svo yndisleg við mig, varst mér eins og mamma og líka góð vinkona. Þegar ég spurði þig í byrjun desember hvort þú vildir vera í mat hjá okkur á aðfangadag var nú svarið ekki lengi að koma: „Já takk endilega, verður ekki súpa í forrétt og ísinn þinn í eft- irrétt?“ Jú auðvitað mætti hún og með ananasfrómans fyrir soninn því ekki má vanta „mömmu- ananasfrómas“, en þessi jól voru nú pínu skrítin þar sem þú gistir ekki hjá okkur eins og önnur jól, en við ætluðum nú að redda því kannski bara um páskana og þá ætlaðir þú að kenna mér tæknina við að föndra þetta matarlím. Þú varst svo glöð á gamlársdag þegar við buðum þér að koma í léttreykt- an lambahrygg og hvað þá þegar þú fékkst „nesti“ með þér heim því þú vildir eiga eitthvað gott á ný- ársdag og sagðir mér að þetta væri nú uppáhald Helenu dóttur þinnar. Kynni okkar urðu fyrir 13 árum þegar ég var nýkomin heim frá Svíþjóð og nýbúin að kynnast þín- um elsta syni Ármanni. Þú vildir nú fá að heyra í mér strax og vildir þú nú vita ansi margt um mig og spurðir „hvenær ætlar þú svo að kíkja á mig norður?“ Varð ég nú pínu spennt að fá að hitta þig og hef ekki séð eftir að hafa fengið þig inn í mitt líf. Þegar ég varð svo ólétt sagðir þú strax „ég vil ekki nöfnu takk“, en það kom strákur og þú varst svo æðisleg amma fyr- ir hann. Ég er svo þakklát fyrir fallegu orðin sem þú hefur sagt við mig í gegnum árin um hvað ég hef gert fyrir hin ömmubörnin þín því þú varst nú pínu stressuð yfir þessum flýtigangi í mér og Ár- manni, lést mig sko vita það að hann ætti tvö börn fyrir. Við áttum nú ansi oft skemmti- legt kaffibollaspjall og þú sagðir mér svo margt um lífið í Eyjum og þegar þú varst ófrísk að Ármanni, mikið þótti mér vænt um það, nú sit ég með bleika bollann og sötra kaffi til heiðurs þér, elsku tengdó. Var einmitt að rifja upp þegar við buðum þér með í bústað hvað þú naust þín og jólahátíðar fatlaðra, það eru endalausar minningar sem rifjast upp. Svo má nú ekki gleyma þegar þú hringir í mig, þá var það iðulega „hæ elskan, þetta er tengdó“, og á ég eftir að sakna þessara orða og líka „ég var í nögl- um, finnst þér ég ekki fín?“ Þakka þér fyrir allt og allt, sendi samúðarkveðjur til fjöl- skyldunnar. Nú ertu horfinn í himnanna borg og hlýðir á englanna tal. Burtu er kvíði, sjúkdómur, sorg í sólbjörtum himnanna sal. Þeim öllum sem trúa og treysta á Krist þar tilbúið föðurland er. Þar ástvinir mætast í unaðarvist um eilífð, ó, Jesú, hjá þér. (Ingibjörg Jónsdóttir) Þín tengdadóttir, Ragnheiður. Amma mín! Ég vona að þú sért komin á betri stað og þér líði vel. Ég hugsa fallega til þín og allra okkar frá- bæru stunda, t.d. í sumarbústaðn- um og allra skemmtilegu stund- anna á jólum og áramótum. Ég man líka eftir þegar þú bjóst til grænar kleinur handa mér og prjónaðir handa mér peysu, húfu og sokka. Sakna þín ætíð elsku amma Æ, amma, hvar ertu? Æ, ansaðu mér. Því ég er að gráta og kalla eftir þér. Fórstu út úr bænum eða fórstu út á hlað? Eða fórstu til Jesú í sælunnar stað? (Höf. ók.) Þinn Guðmundur Sölvi. Elskuleg mágkona mín fyrr- verandi, Jónína Guðrún Ármanns- dóttir, hefur alla tíð átt sérstakan stað í hjarta mínu. Frá því hún og Mummi bróðir byrjuðu saman og langt fram yfir það er þau skildu fann ég fyrir hlýju hennar, vináttu og virðingu. Hún var glaðlynd og traust og opnaði heimili sitt fyrir mér, unglingi, er ég fékk að dvelja hjá þeim sumarlangt í Vest- mannaeyjum og stunda þar fisk- vinnu. Fyrir mér var þetta stórt skref í átt til sjálfstæðis, tækifæri til að vinna mér inn laun og upplifa nýtt samfélag með nýjum viðmið- um. Hjá Rúnu lærði ég ýmislegt um matargerð, kökubakstur og heim- ilishald. Einnig að sýna tillitssemi í umgengni sem gestur á heimili ungra hjóna. Hún tók mér í sína litlu fjölskyldu eins og yngri syst- ur, var sérlega styðjandi og vel- viljuð í alla staði og dvölin úti í Eyjum reyndist sannkallað ævin- týri. Síðar byggðu ungu hjónin sér nýtt hús sem þau þurftu að sjá eft- ir undir glóandi hraun í eldgosinu í Eyjum. Ég sé ljóslifandi fyrir mér þeg- ar mamma kallaði á mig upp á loft að morgni gosdagsins 23. janúar 1973, vakti mig til að fara í skólann og tilkynnti að eldgos væri hafið í Eyjum og unga fjölskyldan væri væntanleg til okkar þann sama dag. Vikurnar á eftir fylgdist ég með framgangi gossins í gegnum þau, sem voru kvíðin og með vökult auga á öllum aðgerðum. Man t.d. eftir nákvæmum lýsingum á sjó- kælingunni við hraunjaðarinn til verndar innsiglingunni í höfnina. Síðar lá fyrir þeim að koma sér upp nýju heimili í Mosfellsbæn- um, ásamt börnunum þremur, Ár- manni, Guðmundi Ársæli og Hel- enu. Þar eins og í Eyjum var myndarskapur Jónínu einstakur og ávallt hátíð að sækja þau heim. Mér er þökk í huga er ég hugsa til Rúnu og þeirra mörgu fallegu stunda er við áttum saman. Við Atli viljum votta börnum hennar og ástvinum okkar dýpstu samúð. Guð blessi minningu Jónínu Guð- rúnar Ármannsdóttur. Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir. Jónína Guðrún ÁrmannsdóttirAnnar vinur minn kom líka í klef-ann til að spyrja hvort mér væri sama þótt hann fengi far með sjúkrafluginu. Hvernig svo lög- reglan í Reykjavík ruglaðist á sýslumanni og Sveini Rúnari verður ekki rakið frekar hér, enda verður Sigmundi ekki um það kennt. Ég færi Ingu og sonunum inni- lega samúð. Missirinn er mikill, fyrir fjölskylduna, félaga og vini og okkur sem áttum langbesta geðlækninn af öllum í Sigmundi Sigfússyni. Guð blessi minningu hans. Sveinn Rúnar Hauksson. Norðlendingar hafa átt marga góða lækna í gegnum tíðina. Einn þeirra sem falla í þann flokk, Sig- mundur Sigfússon geðlæknir, er nú fallinn frá. Ég hafði fyrst kynni af Sig- mundi þegar hann var við störf hjá föður mínum hjá Landlækn- isembættinu í upphafi áttunda áratugar síðustu aldar, en þeir voru trúnaðarvinir alla tíð. Kynni okkar Sigmundar urðu meiri þegar hann fluttist til Ak- ureyrar á árinu 1984 með fjöl- skyldu sína, en við vorum ná- grannar um margra ára skeið. Sigmundur var í fjölda ára yfirlæknir og forstöðumaður geð- sviðs Sjúkrahússins á Akureyri. Er óhætt að segja að hann hafi verið brautryðjandi á sviði geð- lækninga á Norðurlandi, ásamt samstarfsfólki sínu. Var eftir því tekið. Hann byggði starf sitt á hugsjóninni um samfélagsgeð- lækningar, en með því lagði hann m.a. áherslu á að sérfræðilækn- um bæri að samsama sig við það landsvæði þar sem starfsvett- vangur þeirra var. Hann and- mælti þannig svonefndri „útibúa- hugsun“. Sigmundur lagði í verki áherslu á að geðlæknar tengdust vel þjónustu heilsugæslunnar í stærstu þéttbýliskjörnum lands- ins. Hann fylgdi hugsjóninni vel eftir í umdæmi sínu, en sinnti einnig störfum í öðrum nálægum landshlutum, enda þörfin brýn. Um árabil sinnti hann m.a. sjúk- lingum á Austurlandi, og var þá með fasta viðtalstíma á heilsu- gæslustöðvunum á Egilsstöðum og Eskifirði. Sigmundur var hægur í fasi, en lá ekki á skoðunum sínum í ræðu og riti þegar þess þurfti með. Auk málefna sem vörðuðu fræðigrein hans var hann m.a. ötull baráttu- maður fyrir réttindum og kjörum fatlaðra. Einnig lét hann sig varða málefni geðsjúkra og ósak- hæfra fanga og tók þá m.a. inn á geðdeild sína á Akureyri, en þá hafði um árabil tíðkast að senda slíka aðila á stofnanir og sjúkra- hús erlendis. Þá beitti hann sér mjög fyrir forvörnum gegn sjálfs- vígum og hafði m.a. forgöngu um að málefnið væri samstarfsvett- vangur heilsugæslunnar, presta, sálfræðinga, námsráðgjafa og annars fagfólks. Sigmundur var þeirrar gerðar að stækka og næra alla sem fengu að vera návistum við hann. Hann var mannvinur. Hann var líka listfengur og í takmörkuðum frí- tíma sínum tók hann m.a. um ára- bil þátt í kórastarfi í heimabyggð. Sigmundur hafði yfirgrips- mikla þekkingu á heilbrigðismál- um þjóðar sinnar, sem hann miðl- aði þegar eftir var leitað. Á meðal síðustu verkanna sem Sigmundar tók að sér var er hann var kallaður til sem sérfróður meðdómari í tveimur dómsmál- um við Héraðsdóm Austurlands. Annars vegar á sviði erfðaréttar og hins vegar á sviði sifjaréttar. Í þessum viðkvæmu málum reyndi á sérfræðiþekkingu Sigmundar, sem hann leysti vel og af sann- girni. Í bæði þessi skipti, að af- loknum löngum vinnudegi, ókum við saman yfir hálendi Norðaust- urlands og allt til Akureyrar. Er það eftirminnilegt, enda fjalla- sýnin engu lík í kvöldsólinni, en Sigmundur unni mjög náttúru landsins. Minningin lifir um góðan dreng, sem vildi gera gagn fyrir samfélag sitt, fjölskylduna og samborgara alla. Fyrir hönd fjölskyldu minnar, og ekki síst aldraðs föður og sam- starfsmanns, votta ég eiginkonu, börnum, barnabörnum og allri fjölskyldu Sigmundar dýpstu samúð. Ólafur Ólafsson. Okkar kæri vinur, Sigmundur Sigfússon, er látinn af völdum ólæknandi taugasjúkdóms sem læddist að honum síðustu ár ævi hans. Andlegt þrek hans var þó óskert þar til yfir lauk. Við kynntumst Sigmundi fyrst á menntaskólaárum okkar. Kynnin urðu nánari á háskólaár- unum eftir að Sigmundur innrit- aðist í læknadeild. Síðar á lífsleið- inni áttum við sem útskrifuðumst úr læknadeild 1972 eftir að hittast með mökum, þegar lagt var land undir fót með reglubundnum hætti. Meðal annars sóttum við Noreg heim, en þar tóku norskir kollegar okkar eftirminnilega á móti okkur. Bekkjarsystkini frá menntaskólaárunum ásamt mök- um héldu einnig hópinn og minn- isstæð er ferð á heimaslóðir Mar- teins Lúthers, Jóhanns Sebastians Bachs og Goethes í Þýskalandi árið 2018 undir leið- sögn séra Gunnars Kristjánsson- ar prófasts emeritus. Sigmundur fór í framhaldsnám til Noregs í geðlæknisfræðum. Áhugi hans á mannssálinni hefur þar ráðið för. Á þeim árum lögð- um við fjölskyldurnar öðru hvoru land undir fót og heimsóttum hvor aðra en Sigmundur og hans þáverandi eiginkona, Ingibjörg heitin Benediktsdóttir, bjuggu í Ósló en við í Stokkhólmi. Okkur er minnisstætt að Sigmundur nefndi einn læriföður sinn, pró- fessor Niels Retterstöl, oft á nafn í gamansömum tón. Það varð okkur ljóst síðar að þar fór heims- þekktur fræðimaður einkum með tilliti til rannsókna á sjálfsvígum. Sigmundur hóf störf sín sem geðlæknir við Landspítalann 1980 en fluttist svo norður í land og var skipaður yfirlæknir geð- deildar á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar frá 1984 jafnframt því sem hann rak eigin lækninga- stofu. Ekki er vafi á því að hann sinnti afar vel íbúum Norðaust- urlands sem þurftu á hans starfs- kröftum að halda. Sigmundur gegndi fjölda- mörgum trúnaðarstörfum fyrir ýmis samtök og heilbrigðisþjón- ustuna. Náið samstarf átti hann alla tíð við Ólaf Ólafsson, fyrrver- andi landlækni, og var ráðgjafi embættis landlæknis í geðheil- brigðismálum á árununum 1980- 1998. Sigmundur var hávaxinn og svipmikill, góðum gáfum gæddur og mikill námsmaður. Hann hafði hljómmikla bassarödd og var söngmaður góður. Gat verið hrókur alls fagnaðar, ef því var að skipta. Það var okkur hjónum mikil- vægt að eiga Sigmund að trún- aðarvini. Hann var ráðagóður þegar til hans var leitað og gaf okkur gaum þegar á bjátaði. Fyr- ir það þökkum við nú á kveðju- stund. Seinni eiginkona Sigmundar og samferðakona hans undan- farna rúma tvo áratugi var Ingi- ríður Sigurðardóttir svæfinga- læknir. Hún var hans stoð og stytta allt þar til yfir lauk. Við sendum henni, börnum og fjöl- skyldum þeirra Sigmundar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Snjólaug G. Ólafsdóttir, Haraldur Briem.  Fleiri minningargreinar um Sigmund Sigfússon bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Sigmundur Sigfússon Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, LÝÐUR BENEDIKTSSON, Hvassaleiti 58, lést á Landspítalanum 7. febrúar. Útför fer fram í Grensáskirkju fimmtudaginn 25. febrúar klukkan 15. Helga Valdimarsdóttir Ragnheiður Lýðsdóttir Linda Bára Lýðsdóttir tengdasynir og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.