Morgunblaðið - 22.02.2021, Síða 27

Morgunblaðið - 22.02.2021, Síða 27
HANDBOLTINN Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is FH endurheimti toppsætið í úrvals- deild karla í handknattleik, Olís- deildinni, þegar liðið heimsótti ÍBV til Vestmannaeyja í elleftu umferð deildarinnar í gær. Leikurinn var afar kaflaskiptur en Eyjamenn náðu mest fjögurra marka forskoti í fyrri hálfleik, 12:8 og 16:12, en Hafnfirðingum tókst að minnka forskotið í tvö mörk fyrir hálfleik. Hafnfirðingar voru með frum- kvæðið í síðari hálfleik og þrátt fyrir að Eyjamenn hafi jafnað metin í 29:29 þegar þrjár mínútur voru til leiksloka fagnaði FH þriggja marka sigri í leikslok, 33:30. „Margir héldu að leik væri lokið þegar FH-ingar komust í fjögurra marka forskot í annað skiptið, en þá hófst ótrúlegur kafli Eyjamanna. Björn Viðar Björnsson kom inn í markið og bræðurnir Hákon Daði og Ívar Logi Styrmissynir gerðu mjög vel í sókninni. Tvö mörk Dags Arn- arssonar í röð komu Eyjamönnum síðan yfir þegar rétt rúmar fimm mínútur voru eftir. Eyjamenn komust í annað skiptið yfir þegar Hákon Daði skoraði sitt níunda mark og staðan þá orðin 29:28, þá fór allt í baklás hjá Eyja- mönnum sem lentu undir og náðu ekki að laga stöðuna áður en leiknum lauk. Phil Döhler var frábær á köfl- um í leiknum og varði alls fimmtán skot, mörg hver úr dauðafærum,“ skrifaði Guðmundur Tómas Sigfús- son m.a. í umfjöllun sinni um leikinn á mbl.is. Spennandi nágrannaslagur Áki Egilsnes skoraði sjö mörk fyr- ir KA þegar liðið mætti Þór í nágrannaslagnum á Akureyri í Höll- inni. Þórsarar náðu mest fjögurra marka forskoti í fyrri hálfleik, 8:4, en KA-menn komu til baka og var stað- an jöfn í hálfleik, 12:12. Þórsarar komust yfir 19:18 þegar tæplega tíu mínútur voru til leiks- loka en að endingu voru það KA- menn sem reyndust sterkari og unnu tveggja marka sigur, 21:19. „Staðan var 19:20 fyrir KA-menn þegar 35 sekúndur voru eftir af leiknum. Þórsarar fengu eina sókn til að jafna en ruðningur sem var dæmdur á Gísla Jörgen gerði út um leikinn. Andri Snær Stefánsson skoraði svo lokamark leiksins og lokatölur 19:21 KA-mönnum í vil. Eins og oft áður í vetur gekk varn- arleikur heimamanna vel. Þar má nefna Ingimund Ingimundarson sér- staklega sem hefur greinilega engu gleymt. Hann átti frábæran leik með fimm varin skot. Sóknarleikur Þórs var því miður ekki á nógu háu plani fyrir þessa deild og það varð þeim að falli í dag,“ skrifaði Baldvin Kári Magnússon meðal annars í umfjöllun sinni um leikinn á mbl.is. Dramatík í Framhúsi Þá reyndist Stefán Darri Þórsson hetja Framara þegar liðið fékk Stjörnuna í heimsókn í Framhús í Safamýri en leiknum lauk með 29:29- jafntefli. Stefán Darri jafnaði metin fyrir Framara með flautumarki eftir að Tandri Már Konráðsson hafði komið Stjörnunni yfir skömmu fyrir leiks- lok. Vilhelm Poulsen var markahæstur Framara með átta mörk og þá var Lárus Helgi Ólafsson með 36% markvörslu eða fimmtán skot varin. Starri Friðriksson var marka- hæstur Garðbæinga með átta mörk og Tandri Már Konráðsson skoraði sex. Hafnarfjarðarliðin á toppnum Ljósmynd/Þórir Tryggvason Sigurvíma Gleðin var ósvikin hjá KA-mönnum í leikslok.  KA lagði Þórsara í nágrannaslagnum  Tvö mörk á lokamínútunum í Safamýri ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2021 Sturla Snær Snorrason náði ekki að ljúka fyrri ferð í aðalkeppni í svigi á HM í alpagreinum í Cortina d’Ampezzo á Ítalíu í gær. Sturla, sem hafnaði í fjórða sæti í undan- keppninni á laugardaginn, var með rásnúmer 59 í gær og eftir góða byrjun fataðist honum flugið í seinni hluta brautarinnar. Alls tóku níu Íslendingar þátt á HM sem lauk í gær en Katla Björg Dagbjarts- dóttir náði bestum árangri þeirra eða 34. sæti í stórsvigi kvenna. Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir hafnaði í 35. sæti í sömu grein. Tókst ekki að ljúka keppni Ljósmynd/SKÍ Svig Sturla náði ekki að fylgja eftir góðum árangri í undankeppninni. Olísdeild karla ÍBV – FH .............................................. 30:33 Þór Ak. – KA......................................... 19:21 Fram – Stjarnan................................... 29:29 Staðan: FH 11 7 2 2 327:294 16 Haukar 9 7 1 1 258:219 15 Afturelding 10 6 1 3 255:256 13 Stjarnan 11 5 2 4 300:293 12 KA 10 4 4 2 260:241 12 Selfoss 9 5 1 3 236:218 11 ÍBV 10 5 1 4 295:282 11 Valur 10 5 1 4 288:280 11 Fram 11 4 2 5 273:280 10 Grótta 10 2 3 5 244:249 7 Þór Ak. 11 2 0 9 243:286 4 ÍR 10 0 0 10 230:311 0 Grill 66 deild karla Vængir Júpíters – Hörður................... 29:35 Þýskaland Bergischer – Balingen........................ 30:22  Arnór Þór Gunnarsson skoraði eitt mark fyrir Bergischer.  Oddur Gretarsson skoraði fimm mörk fyrir Balingen. B-deild: Gummersbach – Lübeck-Schwartau 31:29  Elliði Snær Viðarsson skoraði sex mörk fyrir Gummersbach. Guðjón Valur Sigurðs- son þjálfar liðið. Rimpar – Aue ....................................... 16:19  Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði fjögur mörk fyrir Aue. Sveinbjörn Pétursson varði fimm skot í marki liðsins. Rúnar Sig- tryggsson þjálfar Aue. Sachsen Zwickau – Wuppertal .......... 33:17 Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði fjögur mörk fyrir Sachsen Zwickau. Spánn Barcelona – La Rioja........................... 36:27  Aron Pálmarsson var ekki í leikmanna- hópi Barcelona. Danmörk GOG – Aalborg..................................... 32:35 Viktor Gísli Hallgrímsson varði þrettán skot í marki GOG.  Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aal- borg. Aarhus – Tvis Holstebro..................... 24:30  Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði eitt mark fyrir Tvis Holstebro. SönderjyskE – Lemvig ....................... 32:28  Sveinn Jóhannsson gaf eina stoðsend- ingu hjá SönderjyskE. Pólland Wybrzeze Gdansk – Kielce................. 26:33  Sigvaldi Björn Guðjónsson var ekki í leikmannahópi Kielce. Haukur Þrastarson er frá keppni vegna meiðsla. Frakkland Nantes – Aix ......................................... 23:23  Kristján Örn Kristjánsson skoraði tvö mörk fyrir Aix. Svíþjóð Kristianstad – Sävehof ....................... 25:27  Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði eitt mark fyrir Kristianstad og Teitur Örn Einarsson eitt. Alingsås – Önnered............................. 31:34  Aron Dagur Pálsson skoraði X mörk fyr- ir Alingsås. Sviss Kadetten – Pfadi Winterthur............. 30:33  Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Kadetten.  Forkeppni HM karla B-riðill: Lúxemborg – Ísland............................. 84:86 Kósovó – Slóvakía................................. 73:77 Lokastaðan: Ísland 6 5 1 517:455 11 Slóvakía 6 3 3 467:459 9 Lúxemborg 6 2 4 481:495 8 Kósovó 6 2 4 455:511 8  Ísland og Slóvakía eru komin áfram í aðra umferð forkeppninnar sem fer fram í ágúst. A-riðill: Kýpur – Portúgal.................................. 52:84 Albanía – Hvíta-Rússland.................... 72:93 Lokastaðan: Portúgal 6 5 1 447:369 11 Hvíta-Rússland 6 5 1 498:347 11 Kýpur 6 1 5 354:481 7 Albanía 6 1 5 391:493 7  Portúgal og Hvíta-Rússland eru komin áfram í aðra umferð forkeppninnar sem fer fram í ágúst. Dominos-deild kvenna KR – Snæfell......................................... 78:74 Skallagrímur – Valur ........................... 65:91 Haukar – Fjölnir .................................. 85:83 Staðan: Keflavík 7 7 0 601:494 14 Valur 9 7 2 661:548 14 Haukar 10 7 3 671:626 14 Fjölnir 10 6 4 715:700 12 Skallagrímur 9 4 5 601:649 8 Snæfell 9 2 7 641:702 4 Breiðablik 9 2 7 521:571 4 KR 9 1 8 627:748 2  ekki með Flensburg. Flensburg var búið að vinna sjö leiki í röð fyrir viðureign dagsins. Lemgo situr í 12. sæti með 16 stig, 14 stigum á eftir Flensburg sem hefur enn fimm stiga forystu á RN Lö- wen. Ýmir Örn Gíslason skoraði eitt mark fyrir Löwen sem vann 29:23-sigur á Füchse Berlín. Þá gerðu Kiel og Magdeburg 24:24- jafntefli í spennuleik. Ómar Ingi Magn- ússon skoraði fimm mörk fyrir Magde- burg og Gísli Þorgeir Kristjánsson eitt, en liðið er í fimmta sæti með 22 stig.  Serbinn Novak Djokovic bar sigur úr býtum á Opna ástralska meistara- mótinu í tennis í níunda sinn á ferlinum eftir að hann lagði Rússann Daniil Med- ved að velli í úrslitunum um helgina. Djokovic vann nokkuð öruggan sigur í úrslitarimmunni, 3:0. Rússinn reyndist erfiður í fyrsta settinu, sem Djokovic vann eftir upphækkun, 7:5, en næstu tvö sett vann Serbinn örugglega, bæði 6:2. Hann hefur nú unnið Opna ástr- alska mótið þrisvar í röð en þetta var átjándi risatitill Serbans. Aðeins Roger Federer og Rafael Nadal hafa unnið fleiri, eða tuttugu talsins. Bjarki Már Elísson Ómar Ingi Magnússon Úrvalsdeildarliðin áttu ekki í miklum vandræðum með andstæðinga sína í deildabikar karla í knattspyrnu, Lengjubikarnum, um helgina. Á laugardaginn vann KR 8:2-sigur gegn Fram í Vesturbænum en Óskar Örn Hauksson átti stórleik fyrir KR og skoraði þrennu. Þá skoraði Guðjón Baldvinsson tvö mörk fyrir KR og þeir Pálmi Rafn Pálmason, Atli Sig- urjónsson og Oddur Ingi Bjarnason sitt markið hver fyrir KR. Víkingur úr Reykjavík fór illa með FH í Skessunni eftir að Vuk Oskar Dimitrijevic hafði komið FH yfir á 21. mínútu. Karl Friðleifur Gunnarsson, Erlingur Agnarsson, Helgi Guð- jónsson og Nikolaj Hansen skoruðu mörk Víkinga í 6:1-sigri en Erlingur og Helgi skoruðu tvö mörk hvor. Þá vann KA 5:0-sigur gegn Ólafs- víkingum í Akraneshöllinni, Keflavík vann sömuleiðis 5:0-sigur gegn Vestra í Reykjaneshöllinni, og Fylkir og Leiknir í Reykjavík unnu bæði 4:1- sigur; Fylkir gegn Fjölni í Egilshöll og Leiknismenn gegn ÍBV í Breið- holti. Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir Mark FH-ingar áttu fá svör gegn sprækum Víkingum í Skessunni. Úrvalsdeildarliðin í algjörum sérflokki Síðastliðinn fimmtudag tryggði ís- lenska karlalandsliðið í körfuknatt- leik sér sæti í annarri umferð for- keppni HM 2023 með öruggum sigri á Slóvakíu, sem tryggði liðinu sigur í B-riðli fyrstu umferðarinnar, en leikið var í Pristína í Kosovó. Í kjöl- farið vannst naumur sigur gegn Lúxemborg á laugardaginn. Slóv- akía fylgdi svo Íslandi upp úr riðl- inum með naumum sigri gegn Kós- óvó í hreinum úrslitaleik um annað sætið. Úr A-riðlinum komust Portúgal og Hvíta-Rússland áfram úr fyrstu umferðinni. Þau ásamt Íslandi og Slóvakíu munu í annarri umferðinni hitta fyrir þau átta Evrópulið sem komust ekki áfram úr undankeppn- inni fyrir EM 2022. Nú þegar er ljóst hver sex þeirra eru; Austurríki, Lettland, Svartfjallaland, Rúmenía, Svíþjóð og Sviss. Tvö af Danmörku, Eistlandi, Litháen eða Norður- Makedóníu munu svo bætast við. Athyglisvert er að átta af þeim 12 liðum sem keppa í annarri umferð forkeppninnar komast áfram í und- ankeppnina fyrir HM 2023. Verður leikið í fjórum þriggja liða riðlum þar sem tvö lið fara áfram. Mögu- leikar Íslands á að komast áfram í undankeppnina verða því að teljast ansi góðir. Af framangreindum þjóð- um sem eru komnar í aðra umferð eða bætast þar við eru auk þess að- eins þrjár þeirra, Litháen, Svart- fjallaland og Lettland, ofar en Ís- land á FIBA-listanum. Önnur umferð forkeppninnar fer fram í ágúst en til stendur að liðin leiki bæði heima og að heiman. Það gæti hins vegar breyst mjög snögg- lega vegna kórónuveirufaraldursins, líkt og varð raunin í fyrstu umferð forkeppninnar. gunnaregill@mbl.is Góðir möguleikar í annarri umferð Ljósmynd/FIBA Hetja Elvar Már Friðriksson skor- aði sigurkörfuna gegn Lúxemborg.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.