Morgunblaðið - 22.02.2021, Síða 28

Morgunblaðið - 22.02.2021, Síða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2021 Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 ., '*-�-,�rKu KIEL/ - OG FRYSTITJEKI Iðnaðareiningar í miklu úrvali Hellisheiðarvegur – vörður og sæluhús Leiðin yfir Hellisheiði er kapítuli út af fyrir sig en hún skipti miklu máli fyrir samgöngur Sunnlendinga við Reykjavík. Páll Melsteð sýslu- maður sagði árið 1842 að vegurinn yfir Hellis- heiði væri allgóður þá, sæmilega ruddur og vel varðaður á heiðinni. Þjóðvegurinn um Hellisheiði lá nokkru norðar en núverandi vegarstæði eða um Hurðarás fyrir austan Reykjafell og kom nið- ur um Hellisskarð (Uxaskarð) rétt fyrir ofan Kolviðarhól. Auðvelt er enn að fylgja þessari leið því hún er vel vörðuð frá fornu fari. Göturnar eru auk þess víða djúpt markaðar af járnslegnum hestshófum sem barið hafa hraunhelluna öldum saman. Frá Hellisskarði lá vegurinn um Bolavelli vestur með Húsmúla og síðan um norðanvert Svínahraun hjá Lyklafelli. Yfirleitt var komið niður í byggð hjá Elliðakoti í Mos- fellssveit. Ekkert er vitað hvenær byrjað var að varða Hellisheiði en í kon- ungstilskipuninni frá 1776 er sér- stakt ákvæði um að reisa skuli vörður á fjallvegum. Í heimild frá 1703 er nefnd Bisk- upsvarðan á Hellisheiði og sömu- leiðis að fleiri vörður séu þar. Bisk- upsvarðan var fornt mannvirki vestarlega á heiðinni, hlaðin í kross þannig að fjögur vinkilhorn mynd- uðust við hana. Þetta bygging- arglag var haft á vörðunni til þess að menn gætu haft skjól við hana eftir því hvaðan vindurinn blés. Upp úr 1830 var bogmyndaður sæluhúskofi reistur skammt frá Biskupsvörðustæðinu, kofi sem enn stendur, og mun grjótið úr vörð- unni að einhverju leyti hafa verið notað í kofann en hún sjálf er löngu horfin. Í fyrrgreindri heimild frá 1703 er getið um sæluhús á Hvannavöllum við Húsmúla og er talið líklegt að slíkt hús hafi verið þar fyrr á öld- um og Húsmúli sé kenndur við það. Þetta mun hafa verið lítill kofi, hlaðinn úr hraungrýti með torfþaki. Eftir 1830 var nýtt sæluhús reist á þessum slóðum undir Húsmúlat- ánni. Það var Gísli Eyjólfsson bóndi á Kröggólf- sstöðum í Ölfusi sem stóð fyrir þeirri bygg- ingu. Legurúmið í kofanum var upp- hækkaður mold- arbálkur í öðrum enda, tyrfður þó, en í hinum endanum gátu 3-4 hestar staðið. Ekki þótti góð vist í húsinu og dóu þar stundum menn af vos- búð eftir ferð um heiðina. Um 1840 reisti Jón Jónsson bóndi á Elliðavatni sæluhús á eigin kostnað fyrir neðan Sandskeið, ná- lægt Fóelluvötnum. Húsið var torf- hús með timburþaki. Hellisheiðarvegur var um 35 kílómetrar milli byggða og ekki heiglum hent að ferðast þar í vond- um veðrum, allra síst að vetrarlagi. Ekki var ótítt að menn örmögn- uðust á leiðinni. Einhvern tímann um eða upp úr 1840 týndu tveir menn úr Rangárvallasýslu lífi á heiðinni. Þetta varð til þess að al- menn hreyfing myndaðist um að safna fé til að reisa nýtt gott sælu- hús á þessari leið. Forgöngumenn framtaksins voru mágar sem bjuggu hvor sínum megin við heið- ina, þeir séra Páll Mathiesen að- stoðarprestur í Arnarbæli í Ölfusi og Jón Jónsson bóndi á Elliðavatni. Einnig er nefndur í þessu sam- bandi Sæmundur Steindórsson í Auðsholti í Ölfusi. Sumarið 1844 var svo reist myndarlegt timburhús á Kolviðarhóli og lögðu 566 menn fé í samskotin til byggingar þess, þar af voru 367 úr Árnessýslu, 123 úr Rangárvallasýslu og 8 úr Vest- ur-Skaftafellssýslu. Framtakið var með fyrstu samvinnuverkefnum Sunnlendinga. Árið 1874 vaknaði enn hreyfing og nú til að byggja heilsárs gisti- og veitingahús á Kolviðarhóli. Tveir Reykvíkingar ásamt Guðmundi Thorgrimsen verslunarstjóra á Eyrarbakka voru hvatamenn þessa. Þeir gengust fyrir samskotum og lagði fjöldi manns, ekki síst aust- anfjalls, fram peninga, en Land- sjóður hljóp undir bagga með það sem á vantaði. Húsið var byggt sumarið og haustið 1877. Það var einlyft með lágri rishæð, rúmlega 40 fermetrar að grunnfleti og þótti vandað. Veggir voru steinhlaðnir. Gestgjafar voru ráðnir til að setjast þar að og veita ferðalöngum beina og gistingu. Þessi mikilvægi áning- arstaður var seinna byggður frekar upp og árið 1929 var þar byggt myndarlegt steinsteypt gistihús með þremur burstum, teiknað af sjálfum húsameistara ríkisins, Guð- jóni Samúelssyni. Í grein í Þjóðólfi 1854 sagði að almenningsvegurinn upp úr Sel- tjarnarneshreppi fram hjá Hólmi og upp Fóelluvötn austur til Svína- hrauns hefði þá fyrir nokkrum ár- um verið stórlega bættur. Líklega hafa þessar endurbætur verið fólgnar í brúm yfir mýrar og keld- ur og á stöku stað hefur vegurinn verið hlaðinn upp yfir lautir og lægðir. Ekki var þó um vagnveg að ræða því engir voru vagnarnir. Í sömu grein sagði að Ölfusingar ryddu veginn yfir Svínahraun og Hellisheiði, oftast á hverju ári. Eiríksvegur og Hövdenak Með nýjum vegalögum 1875, en þá hafði Alþingi öðlast fjárveit- ingavald, var kveðið á um veitingu almannafjár til vega. Þetta varð til þess að næstu ár var allmikið fé lagt í vegagerð austur yfir fjall, fyrst yfir Svínahraun og síðan Hellisheiði og niður Kamba. Fyrsti áfangi verksins var boðinn út 1876 og hlaut hann Eiríkur Ásmundsson í Grjóta í Reykjavík. Hann sá um verkið allt til loka 1880 og var þetta eitt mesta vegamannvirki sem ráðist hafði verið í fram að þeim tíma. Vegurinn var kallaður Eiríksvegur eða Eiríksbrú. Að jafn- aði unnu 30-40 manns við það hvert sumar við frumstæðar aðstæður. Hestvagnar voru ekki komnir til sögu og varð að nota börur eða handvagna við að flytja möl í veg- inn sem var seinlegt og erfitt verk. Í reglugerð um lagningu vegarins var fyrirlagt að hann skyldi vera 10 feta breiður (rúmir 3 metrar), upp- hlaðinn og púkkaður með grjóti. Breidd vegarins var miðuð við að lestir ferðamanna gætu mæst á honum án þess að fara út fyrir veg- inn. Vegkantarnir voru hlaðnir úr grjóti og beint upp, eins og hús- veggur, en ekki með fláa sem síðar tíðkaðist. Vegna skorts á ofaníburði þótti vegurinn nokkuð harður undir hestshófa og kom hann ekki að eins miklum notum og ella hefði verið. Sigurður Thoroddsen, fyrsti ís- lenski verkfræðingurinn, fór hörð- um orðum um veginn í fyrirlestri árið 1900. Hann sagði: „enginn hérlendur maður kunni neitt af réttri vegagerð, en þeir voru þó að reyna eitthvað og finna upp einhverjar nýjar aðferðir af sinni eigin visku, eins [og] t.d. flór- leggingu o.fl.; en, eins og von var, þar sem þekkinguna vantaði, fór það allt saman í handaskolum, og við búum að því enn, hvað vegirnir voru lagðir ráðlauslega, t.d. í Svína- hrauni; sá vegur var flórlagður og varð mjög dýr, en nær því ófær eftir nokkurn tíma; seinna þegar akvegurinn var lagður héðan aust- ur, þótti hlutaðeigendum synd að ónýta svo dýran veg, og létu hann því vera á sama stað, en reyndu að- eins til að hylja svívirðinguna með því, að kasta á hann nokkrum of- aníburði“. Svo var fyrirlagt að vegurinn, sem Eiríkur í Grjóta lagði, yrði sem beinastur þar sem því var við komið. Því varð að ráði að vegurinn var lagður þráðbeint upp bröttustu brekkuna í Kömbum og rann hann þar brátt allur burt og varð meira og minna ónothæfur vegna bratta. Hrossin strækuðu alveg á veginn og héldu áfram að fara sína kráku- stigi utan við hann. Eiríkur í Grjóta fékk ámæli af vegagerðinni en í raun var það Landstjórninni að kenna hvernig vegurinn var lagður. Enn má vel sjá Eiríksveginn víða á Hellisheiði og í Kömbunum. Veg- urinn er gott dæmi um vankunn- áttu í gerð vega í árdaga vegagerð- ar á Íslandi. Þetta var mönnum ljóst og árið 1884 réði Landstjórnin norskan verkfræðing, Niels Hövde- nak að nafni, til Íslands til þess að athuga vegi og vegastæði og kenna Íslendingum frumatriði vegagerðar. Hann kom hér aftur 1886 og hafði þá með sér norska verkamenn sem unnu við vegagerð á Íslandi í nokk- ur ár. Nú var farið að vanda betur til veganna og m.a. haft í huga veg- stæði, halli, beygjur, þversnið og þurrkun. Þjóðvegur um Hellisheiði Bókakafli | Í ritverkinu Samvinna á Suðurlandi rekur sagnfræðingurinn Guðjón Friðriksson sögu samvinnufélaga á Suðurlandi sem er í senn atvinnu-, samgöngu- og félagsmálasaga lands- fjórðungsins í rúm hundrað ár. Rakin er saga kaupfélaga og annarra samvinnufyrirtækja í Árnessýslu, Rangárvallasýslu, Vestur-Skafta- fellssýslu og Vestmannaeyjum. Ljósmynd/Guðjón Friðriksson Eiríksvegur Eiríkur Ásmundsson í Grjóta tók að sér að leggja veg yfir Hellisheiði 1876 sem entist illa. Ljósmynd/F.W.W. Howell Farartálmi Ferja á Þjórsá nálægt Stóra-Núpi nálægt aldamótum 1900.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.