Morgunblaðið - 22.02.2021, Side 32
Immortelle blómið.
Dýrmætur æskuelixír náttúrunnar
Gullna andlitsolían okkar inniheldur nú hið nýja
Immortelle ofurseyði sem unnið er úr lífrænum
Immortelle blómum sem er náttúrulegur valkostur
fyrir retínól. Olían hjálpar sýnilega við að draga úr
hrukkum, endurheimtir ljóma húðarinnar og gerir
hana silkimjúka.
Hver þarf tilbúið innihaldsefni þegar
náttúran getur gert enn betur?
Kringlan 4-12 | s. 577-7040
www.loccitane.is
aeilíf !
Þorleifur Friðriksson
sagnfræðingur og leið-
sögumaður fjallar um
hulduþjóðir Evrópu á
fræðakaffi í Borgar-
bókasafninu Spönginni í
dag, mánudag, kl. 17.15.
„Landamæri innan
Evrópu hafa færst til
gegnum aldirnar en þjóð-
irnar sem þar hafa búið
um aldir lifa áfram, oft í
skugga fjandsamlegra
yfirvalda. Þorleifur segir
frá lítt þekktum þjóðum á borð við áður nefnda Rútena,
Húsúla og Bojka, sem eru meðal þeirra fjörutíu huldu-
þjóða sem hann hefur heimsótt. Saga þeirra er oft reyf-
arakennd og menningin gjarnan gjörólík því sem ríkir í
viðkomandi löndum. Yfir og allt um kring er svo átaka-
mikil saga Evrópu,“ segir um viðburðinn í tilkynningu.
Fræðakaffi er liður í viðburðaröð Borgarbókasafnsins
sem gengur undir heitinu Kaffistundir.
Hulduþjóðir í Evrópu í fræðakaffi
MÁNUDAGUR 22. FEBRÚAR 53. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
FH endurheimti toppsætið í úrvalsdeild karla í hand-
knattleik, Olísdeildinni, þegar liðið heimsótti ÍBV til
Vestmannaeyja í elleftu umferð deildarinnar í gær. Eyja-
menn leiddu framan af og voru tveimur mörkum yfir í
hálfleik, 16:14. Hafnfirðingar voru hins vegar sterkari í
síðari hálfleik, skoruðu 19 mörk gegn 14 mörkum ÍBV og
fögnuðu 33:30-sigri í leikslok. Þá hafði KA betur gegn
Þór í Höllinni á Akureyri í nágrannaslag liðanna og Fram
og Stjarnan gerðu 29:29-jafntefli í Safamýrinni þar sem
Framarar jöfnuðu með lokaskoti leiksins. »26
FH sótti tvö stig til Vestmannaeyja
og skellti sér upp fyrir Hauka
ÍÞRÓTTIR MENNING
Guðrún Vala Elísdóttir
Borgarnesi
Sunna Birna Helgadóttir býr í Borg-
arnesi ásamt eiginmanni, þremur
dætrum og sex hundum. Hún segist
vera Vesturbæingur sem hefur ekki
búið í Reykjavík nema stutt tímabil
frá tvítugsaldri. Sunna Birna er
hundaræktandi og -þjálfari og vinn-
ur núna þrjá daga vikunnar á leik-
skólanum Uglukletti meðan hún bíð-
ur eftir næsta goti sem er áætlað
seint í haust eða næsta vetur.
„Ég hef elskað hunda frá því ég
man eftir mér. Foreldrar mínir
keyptu golden retriever-hvolp þegar
ég var 10 ára, yndislega tík, sem
varð 14 ára gömul. Ég var alltaf
ákveðin í að fá mér golden aftur, en á
tímabili var ég töluvert í hesta-
mennsku og aðeins í hrossarækt og
hugsaði þá ekki mikið um hunda á
meðan.“
Sunna, sem er með BS í búvís-
indum frá Landbúnaðarháskóla Ís-
lands, fór að svipast um eftir golden-
goti árið 2011. „Árið 2012 dett ég
niður á hvolp og þá smám saman
byrja ég að spá í hundarækt og
hundasýningar. Nú er ég alveg hætt
í hestunum og einbeiti mér bara að
hundaþjálfun og hundarækt enda
nóg að gera í því.“
Sunna er í stjórn retriever-
deildarinnar og vinnur í nefndum
bæði hjá deildinni og Hundaræktar-
félagi Íslands, sem hún segir vera
mjög skemmtilegt og lærdómsríkt.
„Ég er með ræktunarnafnið golden
magnificent og hef verið með nokkur
got. Það fyrsta 2015 en nú síðast
sumarið 2020. Að vera með got er
eitt það skemmtilegasta sem ég geri.
Það er gífurleg vinna en frábært að
sjá hvernig hvolparnir þroskast og
dafna. Svo þegar þeir fara á ný
heimili þá er það alltaf mikill léttir,
en líka hálftómlegt.“
14 kíló af mat á viku
Sunna kláraði hundaþjálfaranám
2019 og hefur þjálfað hunda síðan og
haldið námskeið af og til. „Ég er al-
veg forfallin sýningakona og vildi
óska að það væru oftar sýningar á
Íslandi. Ég mætti á mína fyrstu
hundasýningu í febrúar 2014 eftir að
hafa hugleitt það í um hálft ár hvort
ég ætti að þora að mæta. Á þessari
fyrstu sýningu vissi ég lítið hvað ég
ætti að gera en fann strax að ég hefði
áhuga á að mæta aftur næst. Síðan
þá hef ég mætt á nánast allar sýn-
ingar og námskeið sem hafa verið í
boði til þess að reyna að bæta mig og
til að hafa gaman.“
Af hundunum sex er einn pug en
hinir golden retriever og segir
Sunna heimilishaldið ganga ágæt-
lega upp með alla þessa hunda. „Þeir
éta um 14 kíló af hundamat á viku og
ryksuga þarf daglega. Þeir taka auð-
vitað töluvert pláss á heimilinu en ef
þeir fá að hreyfa sig lausir á hverjum
degi eru þeir nú sjaldnast með mikla
fyrirferð. Dæturnar, sem eru fimm,
12 og 14 ára, eru vanar því að það séu
alltaf margir hundar á heimilinu. Sú
elsta hefur engan áhuga á hundum
og hugsar bara um körfubolta, sú í
miðjunni er líka í körfunni en hefur
smááhuga á hundum og hefur stund-
um mætt með mér á sýningar og
keppt í ungum sýnendum. Sú yngsta
er ennþá óskrifað blað og ég treysti á
að hún verði með mér í hundunum
þegar hún eldist,“ segir Sunna.
Eiginmaðurinn Ásmundur Einar
Daðason hefur í gríni sagt að stund-
um þegar hann komi heim hafi hund-
unum fjölgað en Sunna segir það
kannski ekki alveg satt, því að koma
hvers hunds hafi haft mjög langan
aðdraganda og flestir séu þeir inn-
fluttir. „Stundum hef ég reyndar
passað hunda úr minni ræktun fyrir
fólk ef það er að fara í frí eða tekið
hunda heim í þjálfun, þannig að það
hefur komið fyrir að fjöldinn sé
breytilegur,“ segir Sunna og brosir.
Hún segir flókið að komast í frí þeg-
ar maður á marga hunda og þá þurfi
að dreifa þeim í pössun hjá vinum og
ættingjum. Á heimilinu eru einnig
naggrísir og hamstur sem dæturnar
eiga en allt gengur þetta vel fyrir sig.
Skemmtilegur félagsskapur
„Hundar eru frábær dýr. Þeir eru
miklir félagar og vilja alltaf vera með
í öllu. Það er aldrei hægt að vera ein-
mana ef maður á hund. Skemmti-
legur félagsskapur myndast gjarnan
í kringum hundana, t.d. í tengslum
við sýningar og vinnu tengda hund-
unum, og ég er alltaf að kynnast
fleira og fleira skemmtilegu fólki
sem allt er jafn áhugasamt um
hunda. Því meira sem ég læri og æfi
mig með hundum því meira finnst
mér til þeirra koma,“ segir Sunna.
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Hundakona Sunna Birna Helgadóttir með fjóra af sex hundum sínum.
Hef alltaf elskað hunda
Sunna Birna þjálfar og ræktar hunda Aldrei einmana