Morgunblaðið - 26.02.2021, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.02.2021, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2021 Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Bandaríska lyfjaeftirlitið (FDA) hef- ur komist að þeirri niðurstöðu að bóluefni Johnson & Johnson gegn kórónuveirunni sé öruggt og skil- virkt. Búist er við að notkun þess verði heimiluð í Bandaríkjunum upp úr helgi. Fyrir hafa tvö bóluefni hlot- ið slíkt leyfi, Pfizer og Modema. Kostnaðarlega stendur bóluefni Johnson & Johnson vel sem hag- kvæmur valkostur gegn bóluefnum Pfizer og Moderna og má það geym- ast í venjulegum ísskáp í stað frysti- kistu. Í þróun bóluefnisins tóku 39.321 manns þátt og reyndist það mjög skilvirkt í að koma í veg fyrir alvar- lega veiki eftir kórónuveirusýkingu, eða 85,9% í Bandaríkjunum, 81,7% í Suður-Afríku og 87,6% í Brasilíu. Fyrir tilraunahópinn í heild, þegar minni háttar sjúkdómseinkenni voru með, reyndist virknin 66%. Nið- urstaða FDA var að ávinningur væri af bóluefni Johnson & Johnson í glímunni við veirufaraldurinn. Johnson & Johnson hefur sam- þykkt að láta Bandaríkjunum í té 100 milljónir skammta fram til júníloka. Þá hafa Bretland (30 milljónir), Evr- ópusambandið (200 milljónir) og Kanada (38 milljónir) pantað bólu- efnið og auk þess fara 500 milljónir skammta gegnum Covax-samstarfið sem dreifir bóluefni til fátækra ríkja um heim allan. Markvert þykir að við þróun bólu- efnisins lést enginn sem það fékk og engan þurfti að leggja inn á spítala 28 dögum eftir sprautuna. Stefnt að fjölgun bólusetninga Sérstök óháð sérfræðinganefnd FDA kemur saman í dag, föstudag, og mun gefa álit sitt á því hvort notk- unarleyfi verði gefið út. Verði niður- staðan jákvæð gæti það orðið til að auka verulega á bólusetningu í Bandaríkjunum næstu daga og vik- ur. Fulltrúi stjórnvalda í Hvíta húsinu sagði yfirvöld vænta þess að geta sprautað þrjár milljónir manna með Johnson & Johnson bóluefninu í næstu viku fari svo að bráðanotkun þess verði leyfð. Sjálft segist fyrirtækið áforma að afhenda 20 milljónir skammta fyrir marslok í samræmi við samkomulag við lyfjafyrirtækið um að láta Banda- ríkjunum í té 100 milljónir skammta fram til júníloka. Ekki aðeins þarf bara einn skammt af bóluefni John- son & Johnson miðað við tvo í tilviki Pfizer og Moderna heldur mun minna mæða á heilbrigðiskerfinu og þar með læknum og hjúkrunarfólki. Í gær höfðu rúmlega 65 milljónir manna verið bólusettar fyrir kór- ónuveirunni í Bandaríkjunum. Um 1,3 milljónir manna hafa verið sprautaðar um land allt á dag. Nýtt bóluefni sagt öruggt og skilvirkt  Aðeins þarf einn skammt af bóluefni Johnson & Johnson AFP Bóluefni Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, fór í stórmarkaði í höfuðborginni Washington í gær og hvatti þar fólk til að láta bólusetja sig. Öryggisstofnun franskra kjarn- orkuvera (ASN) heimilaði í gær að líf- tími 32 af eldri kjarnorkuverum Frakklands yrði lengdur. Í Frakklandi er að finna 56 kjarnorkuver sem sjá fyrir um 70% allrar raforku sem fram- leidd er í landinu. Er það hærra hlut- fall en nokkurs staðar annars staðar, en frönsk stjórnvöld vona að skerf- urinn verði kominn niður í 50% árið 2035 með aukinni framleiðslu vind- og sólorku. Verin sem um ræðir framleiða sam- tals 900 megavött af rafmagni. Þau voru flest reist á 9. áratug liðinnar aldar en með ákvörðuninni lengist notkunartíminn úr 40 árum í 50. Ör- yggi franskra kjarnorkuvera er rann- sakað árlega og verða þau styrkt enn frekar vegna líftímalengingarinnar. Líftími eldri kjarnorkuvera lengdur Nikol Pashinyan forsætisráðherra Armeníu sakaði her landsins um misheppnaða valdaránstilraun er hann fór út á götur í gær og ávarpaði stuðningsmenn sína. Pólitísk spenna hefur verið í höfuðborginni Jerevan undanfarna mánuði, í kjölfar ósigurs hersins í átökunum við her Azerbajsan um Nagornó-Karabak-hérað. „Hlutverk hersins er að hlýða þjóðinni,“ sagði Pashi- nyan er hann ávarpaði um 20.000 stuðningsmenn sína í miðborg Jerevan síðdegis, eftir að herforingjar höfðu hvatt hann í yfirlýsingu til að segja af sér. Engin merki sáust þess að herinn ætlaði að láta til skarar skríða gegn Pashinyan sem sagðist líta á yfirlýs- inguna sem tilraun til valdaráns. „Sem kjörinn forsætis- ráðherra fyrirskipa ég öllum herforingjum, liðsforingjum og óbreyttum hermönnum að sinna sínu hlutverki og standa vörð um landamæri ríkisins og lögsögu,“ sagði hann. „Herinn verður að lúta alþýðunni og kjörnum fulltrúum hennar,“ bætti Pashinyan við. Varnarmálaráðuneytið gaf sömuleiðis út yfirlýsingu vegna ástandsins. „Herinn er ekki pólitísk stofnun og til- raunir til að blanda honum í pólitísk ferli eru óásætt- anlegar,“ sagði þar. Pashinyan kvaðst reiðubúinn til viðræðna við stjórn- arandstöðuna en hótaði þó, að fangelsa alla þá andstæð- inga sína sem létu sér ekki aðeins nægja pólitískar yf- irlýsingar heldur hugsuðu til aðgerða. Eftir að hafa sýnt honum hollustu mánuðum saman gekk yfirstjórn hersins í lið með þeim sem krefjast af- sagnar Pashinyan. Sagði herinn að hann og stjórn hans hefðu ekki burði til að taka nógar og afgerandi ákvarð- anir. Pashinyan brást við með því að reka leiðtoga herfor- ingjaráðsins, Onik Gasparyan. Herinn hugði á valdarán AFP Armenía Nikol Pashinyan forsætisráðherra ávarpar stuðningsmenn sína á útifundi í Jerevan í gær. Franska stjórnin setti 20 sýslur landsins af 100 undir hert eftirlit með sóttvörnum í gærkvöldi vegna aukins krafts kórónuveirunnar þar. Hangir yfir þeim sú ógn að grípa verði til víð- tækra innilokana dragi ekki úr krafti veirunnar fram til 6. mars. Í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi sagði Jean Castex forsætisráðherra aukinn og vaxandi kraft í útbreiðslu kórónuveirunnar verulegt áhyggju- efni. Sagði hann þó að nýjar innilokanir væru ekki á dagskrá enn sem komið væri og allt yrði gert til að komast hjá slíkum ráðstöfunum. Al- menningur yrði hins vegar í starfi og leik að vera vel á verði og fara náið eftir leiðbeiningum til að minnka smithættu. Þannig gæti fólk hjálpað til að halda veirunni í skefjum meðan bóluefni gegn henni bærist í auknum mæli. Sagði Castex að eftirlit með sótt- vörnum yrði stórhert til að reyna að bæla kórónuveiruna. Dygði það ekki til og blossaði veiran upp eina ferð- ina enn yrði ákveðið næst 6. mars til hvaða nýrra ráðstafana þyrfti að koma. Frá þeirri stundu yrði nær- tækast að kveða á um innilokanir eins og þær sem gilda nú um helgina og þær næstu í borgunum Dunker- que við Ermarsund og Nice við Mið- jarðarhaf. Í báðum þessum borgum höfðu yfirvöld hvatt til hertari að- gerða af yfirvalda hálfu til að stemma stigu við kórónuveirunni og höfðað líka alveg sérstaklega til al- mennings að halda sig sem mest inni við. Castex sagði að starfsmenn heil- brigðisyfirvalda myndu sinna auknu eftirliti með veiruvörnum, m.a. á flugvöllum og á almannafæri. Gengið yrði eftir því að fólk bæri grímur fyr- ir andliti. Heilbrigðisráðherrann Olivier Véran kynnti á sjónvarpsfundinum um stórauknar bólusetningar gegn veirunni illræmdu. agas@mbl.is Nýjar þvinganir ógna París AFP Hertar aðgerðir Castex á sjón- varpsfundinum í París í gærkvöldi. VINNINGASKRÁ 4 10704 19980 32102 44510 54741 62038 70958 260 10734 20252 32218 44757 54893 62515 71026 557 10963 20341 32862 44845 54973 62673 71270 1216 11001 20357 33399 44883 55247 62717 71439 1906 11259 20986 33502 45029 55423 62987 71753 2114 11563 21003 33705 45060 55523 63098 71769 2467 11750 22334 34572 45680 55788 63295 71881 3038 11866 22488 34721 45746 56133 63399 71990 3287 12021 22735 35138 45834 56510 63737 72266 3371 12332 22932 35641 45940 56959 63785 72281 3692 12787 23347 35962 46018 57361 64088 72303 4170 12998 23555 36182 46350 57558 64097 72974 4446 13101 24211 36224 46874 57620 64211 73540 4889 13572 24322 36337 47468 57832 64273 73656 5094 13689 24738 36406 47562 57972 64424 73718 5228 13857 25276 36744 48678 58021 64509 73993 5290 13893 25448 36805 48764 58249 64751 74219 5443 13922 25615 37162 49104 58257 64789 74432 5858 14135 25849 37176 49141 58642 64898 74594 6025 14138 26535 37318 49223 58883 64988 74603 6045 14251 27569 37358 49760 58922 65379 74611 6119 14299 27824 37616 49815 59625 65530 74965 6244 14332 28022 37624 50378 59647 65544 75034 6517 14603 28912 39316 50429 59735 65942 76444 7118 14661 29031 40095 50711 59763 66192 76784 7177 14835 29032 40183 50822 59840 66287 76953 7744 14845 29235 41047 51331 59907 66361 77015 8039 14990 29317 41258 51548 59912 66661 77122 8364 15451 29326 41670 52043 60138 66763 77354 8744 15909 29389 41672 52054 60377 67993 77522 8787 16239 29722 41768 52790 61274 68264 77545 8800 16595 29827 41849 53258 61289 68821 78453 8936 16598 29870 42083 53339 61632 68959 78631 9235 17120 30261 42613 53508 61648 69202 78709 9590 17335 30883 42867 53553 61707 69680 78908 10052 17659 30948 43131 53776 61721 70180 79221 10155 18067 31294 43244 54252 61782 70273 79266 10389 18633 31298 43624 54272 61841 70431 79351 10525 18708 31518 44084 54538 61909 70873 79425 10625 19929 31750 44426 54699 61988 70922 79501 907 15677 27920 34477 43092 55672 63661 71495 4912 15835 28202 34895 43405 55835 63763 73369 6029 16833 28827 35767 44109 55909 64617 73624 6665 18080 29398 37790 44573 56019 64636 75886 7440 18089 29698 37882 45930 57928 65325 76840 7895 18477 30120 38652 47407 58035 65817 77916 9525 20500 30171 38824 48066 59755 65874 78151 11433 22804 30216 38976 49775 61463 66909 78227 12263 23217 30574 39831 50047 62026 67595 79064 12355 23302 31244 40988 50868 62041 67608 12470 25207 32260 41342 53137 62402 68020 12832 26270 32358 41639 53337 62496 68938 15322 26960 33948 42323 53863 62501 69678 Næstu útdrættir fara fram 4., 11., 18., 25. & 31. mars 2021 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 25.000 Kr. 50.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur) 7139 34252 39526 73745 76989 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 2563 12313 15320 29261 41460 57916 4514 12428 21151 33228 42967 58497 4690 12578 24062 33516 53514 67960 11575 12586 28877 34684 54769 79132 Aðalv inningur Kr. 2.000.000 Kr. 2.000.000 (tvöfaldur) 1 9 7 9 6 43. útdráttur 25. febrúar 2021

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.