Morgunblaðið - 26.02.2021, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.02.2021, Blaðsíða 19
an mann sem alltaf var hægt að leita til. Ragnheiður og Steinunn. Hann var ekki framhleypinn maður hann Hannes bróðir minn, en frekar alvörugefinn á yfirborðinu. Best naut hann sín í fámennum vinahópi, með sína ljúfu lund og góða húmor. Hann var víða þekktur sem frá- bærlega vinnusamur og farsæll í störfum þar sem hann kom að málum og lagði alltaf gott eitt til mála. Á uppvaxtarárunum stundaði Hannes ýmsar íþrótt- ir, knattspyrnu með KR og var eitilharður KR-ingur alla tíð. Einnig lék hann handbolta með Ármanni í Reykjavík, og var í liði félagsins í meistaraflokki. Það var ekki lítil upphefð fyrir mig sem litla bróður að geta bent jafnöldrunum á að maður ætti bróður í meistaraflokki. Þegar Hannes var við nám í Englandi í framhaldi af versl- unarprófi frá VÍ kviknaði áhugi hans á golfíþróttinni. Upp frá því stundaði hann golf með góðum árangri og vann til margra verðlauna. Hann naut þess að geta stundað íþróttina, þótt stopult væri hin síðari ár, allt fram á síðasta sumar. Samhliða störfum sínum fyr- ir Samlag skreiðarframleiðenda starfaði hann sjálfstætt við bókhald fyrir nokkurn fjölda þeirra fiskverkenda og útvegs- manna sem aðild áttu að sam- laginu og hélt því áfram allt fram á síðustu vikur. Hvar- vetna sem hann starfaði var Hannes annálaður fyrir farsæl vinnubrögð og vinnusemi. Hann var frekar hlédrægur maður og háttvís í allri umgengni en gat þó verið fastur fyrir ef á reyndi. Hannes hafði stálminni og var sérstaklega töluglöggur. Andleg heilsa hans hafði ekkert gefið eftir þegar líkamsþrótt- urinn að lokum gaf sig í desem- ber síðastliðnum. Marga síð- ustu áratugina hélt hann utan um bókhald eins af stærstu út- gerðar- og fiskvinnslufyrir- tækjum landsins, Nesfisks ehf. í Garði. Hann hafði mikla ánægju af starfinu fyrir Nesfisk og bar mikinn hlýhug til samstarfs- manna sinna þar, ekki síst fjöl- skyldunnar sem á og rekur það fyrirtæki. Í einkalífinu skiptust á skin og skúrir hjá bróður mínum. Með fyrri eiginkonu sinni, Huldu Ólafsdóttur, eignaðist hann yndislegar dætur, Ragn- heiði og Steinunni. Hulda var sérlega glæsileg kona, en hún glímdi við afar erfið veikindi frá því hún var um þrítugt, en hún lést árið 2018. Þau Hannes skildu árið 1985. Síðari eigin- kona hans, frá árinu 1989, var María Björk Skagfjörð. Hún lést árið 2011 eftir baráttu við krabbamein og var það Hann- esi afar erfið raun. Að leiðarlokum kveð ég minn elskulega bróður og þakka hon- um allt sem hann var mér gegnum árin. Við hjónin vott- um dætrunum, Ragnheiði og Steinunni, og stjúpsyninum Jóni Inga Jónssyni, okkar dýpstu samúð vegna fráfalls hans. Ragnar Halldór Hall. Mig langar til að kveðja vin minn og golffélaga til margra ára, Hannes Hall, með nokkr- um orðum. Við höfum þekkt hvor annan frá þeim tíma, er hann var framkvæmdastjóri Samlags skreiðarframleiðenda, sem hann sinnti af mikilli eljusemi og öryggi. Hann var virtur fyr- ir störf sín og vel liðinn bæði af starfsmönnum og viðskiptavin- um félagsins, enda sannur „sjentilmaður“ í orði og æði. Þessi kynni leiddu okkur enn frekar saman í sameiginlegum áhuga að spila golf, og það gerðum við svikalaust meðan stætt var. Hannes var á yngri árum vel virkur innan golf- hreyfingarinnar. Sat í stjórn Nesklúbbsins og GSÍ um tíma, og þar munaði sannarlega um störf hans. Það var gaman að ræða við hann um þróun golfsins hér- lendis og um þá, sem hann hafði kynnst og leikið með. Toppurinn á þessum árum voru árlegar golfferðir til Skotlands, sem hann tók þátt í. Hann hafði mikla ánægju af þessum ferð- um og minntist þeirra gjarnan. Okkar háttur á golfspila- mennsku var sá, að fara sæmi- lega hratt yfir. Sá var ekki háttur hans við akstur. Er hann einn af fáum, sem ég veit um að hafa fengið umvandanir lögreglu vegna „rólegheita“ á þjóðveginum. Ég á eftir að sakna sam- verustundanna með þessum hægláta, launfyndna og trausta félaga og mikið var ég lánsam- ur að kynnast honum og eiga hann fyrir vin. Genginn er góður drengur, sem er sannarlega saknað. Ólafur Huxley Ólafsson. MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2021 í hann. Ekki allar rúmlega 70 ára gamlar konur sem hefðu verið til í að fara í risarússi- bana. Svo allar útilegurnar sem þú komst með okkur John í, ótrúlegt hvað þú varst dugleg að nenna að þvælast með okkur um allar trissur. Við munum sakna þín ótrú- lega mikið en huggum okkur við að þú sért komin á góðan stað og þurfir ekki að berjast lengur við krabbameinið. Hvíldu í friði, elsku Margrét mín. Þín tengdadóttir, Klara. Elsku amma Magga mín. Mikið sem ég á eftir að sakna þín, prakkarastrikanna, svarta húmorsins og fegurðar- skynsins. Það var alltaf svo mikið æv- intýri með þér þegar ég var lít- il. Þú áttir svo mikið af spenn- andi dóti, skeljum og skarti frá Ameríku sem við skoðuðum saman. Þú sagðir mér sögur af fötum sem þú áttir og klæddist, þú kenndir mér á liti og lita- samsetningar og þú gafst þér endalausan tíma í að dunda með mér að sauma, hvort sem það voru búningar á barbie- dúkkurnar sem áttu dramatískt líf, heimatilbúnir öskudagsbún- ingar eða mikið magn af ösku- dagspokum. Svo seinna meir þegar ég var orðin eldri þá hjálpaðir þú mér mikið með alls kyns saumaverkefni í fatahönn- unarnámi. Þú studdir við bakið á mér og mættir á allar sýningar og gafst mér punkta um hvað þú fílaðir og hvað ekki. Mér fannst það alltaf svo dýrmætt að fá að heyra hvað þér fannst. Þú varst líka alltaf til í alls kyns skvísu- myndatökur og mér þykir ákaf- lega vænt um allar fallegu myndirnar sem við tókum af þér. Þú hafðir alltaf mikinn áhuga á bíómyndum og Hollywood- glamúr. Við horfðum mikið saman á kvikmyndir, þú þekkt- ir alltaf alla leikara og leik- stjóra, vissir hvað var á leiðinni í bíó. Það sem ég á eftir að sakna bíóklúbbsins okkar og Elsu frænku. Vá hvað það var alltaf mikið stuð hjá okkur. Seinustu daga hef ég spilað uppáhaldslagið þitt mikið sem var „Fly me to the moon“ með Frank Sinatra. Ég hugsa til þín í skvísu„looki“ með Hröbbu systur þinni og ömmu Stínu að skoða þig um í vorstemmingu á Júpíter og Mars. Góða ferð, elsku amma mín, við sjáumst seinna á meðal stjarnanna. Þín Hildur. Elsku Magga systir. Mikið er erfitt að kveðja þig og eiga ekki eftir að sjá þig eða heyra í þér oftar. Þú varst frábær stóra systir og ég leit alltaf svo upp til þín. Þú varst svo dugleg í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur, sauma, prjóna elda, það var al- veg sama hvað var, þú gast allt. En núna ertu komin til mömmu, pabba og Hröbbu systur okkar og ég veit að það var vel tekið á móti þér og þér líður vel núna. Hvíl í friði, elsku Magga, og Guð geymi þig. Þín systir Auður (Auja). Elsku Magga frænka. Við systurnar kveðjum þig og þökkum þér fyrir samveruna. Það var alltaf svo gaman að hitta þig, brosmilda og hjarta- hlýja. Þú hafðir svo gaman af að vera með þínu fólki. Við gleymum aldrei hvað þú varst dugleg í höndunum. Svo mikil hannyrðakona og töfraðir mikið með saumavélinni, heklu- nálinni og prjónunum. Blessuð sé minning einstakr- ar frænku. Ég vil gjarnan lítið ljóð láta af hendi rakna. Eftir kynni afargóð ég alltaf mun þín sakna. (Guðrún V. Gísladóttir) Margrét Elsa, Kristín og Ingibjörg. Yndisleg kona er nú fallin frá eftir baráttu við krabba- mein, en við kynntumst Mar- gréti eftir að hún var komin á sjötugsaldur og það með skemmtilegum hætti. Þannig var að barnabarn hennar, sem starfaði hjá okkur í Virku, benti á ömmu sína þegar við vorum að leita eftir starfs- krafti. Við höfðum búist við að ráða einhvern yngri til starfa, en ákváðum að fá Margréti í viðtal og þá var ekki aftur snúið. Hún reyndist frábær starfskraftur í alla staði og sýndi okkur svo sannarlega að aldur er afstæð- ur. Hún féll strax vel inn í hóp- inn og gaf öðrum ekkert eftir. Margrét starfaði svo hjá okkur fram á áttræðisaldur, eða í meira en áratug. Hún hafði mikla ánægju af því að vera innan um fólk og bæði við og viðskiptavinirnir kunnu afskap- lega vel að meta hana. Margrét var einkar smekkleg og þeir voru mjög ánægðir viðskipta- vinirnir sem fengu aðstoð henn- ar, t.d. við að velja efni í búta- saumsteppi. Það var alveg sama hvað hún tók sér fyrir hendur, allt var vel gert. Svo var líka eftir því tekið að hún var lipur eins og táningur! Hún var alveg einstök og einn af okkar bestu starfsmönnum, það var okkar gæfa að fá hana til starfa. Þegar við tókum ákvörðun um að hætta rekstri Virku eftir langt árabil var Margrét síðasti starfsmaðurinn sem fylgdi okk- ur út úr versluninni áður en skellt var í lás. Eftir að Mar- grét settist í helgan stein héld- um við góðu sambandi við hana og hún var alltaf svo jákvæð og yndisleg. Um Margréti eigum við margar góðar minningar, en við minnumst hennar með hlýju, þakklæti og virðingu. Aðstandendum Margrétar sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Mar- grétar Marinósdóttur. Fyrir hönd fjölskyldunnar í Virku, Guðfinna B. Helgadóttir. ✝ Tómas Jóhann-es Runólfsson fæddist á Akranesi 6. apríl 1941. Hann lést á Heilbrigðis- stofnun Vestur- lands Akranesi 19. febrúar 2021. For- eldrar hans voru Málfríður (Fríða) Þorvaldsdóttir, fædd 15. september 1914, dáin 19. nóv- ember 2006, og Runólfur Ólafs- son, fæddur á Vopnafirði 24. október 1904, dáinn 14. febrúar 1991. Bróðir Tómasar er Jón Rafns Runólfsson, fæddur 19. fæddur 16. nóvember 2018, Heið- rún Ýr Bjarnadóttir, fædd 27. apríl 1995, og Tómas Bjarnason, fæddur 3. maí 2004. Tómas bjó á Akranesi alla sína ævi. Hann starfaði lengst af sem skrifstofustjóri í Sementverk- smiðju ríkisins á Akranesi. Helstu áhugamál Tómasar voru knattspyrna og laxveiði. Hann spilaði á sínum yngri árum með Kára og síðar ÍA, þjálfaði yngri flokka og vann sem vallarvörður. Tómas starfaði í tæp tuttugu ár í stjórn og að uppbyggingu Stangaveiðifélags Akraness. Útför Tómasar fer fram frá Akraneskirkju í dag, 26. febrúar 2021, klukkan 13 og verður henni einnig streymt frá síðu Akraneskirkju á slóðinni: https://www.akraneskirkja.is Virkan hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat september 1945, kvæntur Ingu Harðardóttur. Eiginkona Tóm- asar er Kristrún Guðmundsdóttir, fædd 11. febrúar 1944. Þau giftust 18. september 1965 og eignuðust eina dótt- ur, Fríðu Björk Tómasdóttur, fædda 7. júlí 1969, gifta Bjarna Friðrik Sölvasyni. Eiga þau saman þrjú börn. Krist- rún Sara Bjarnadóttir, fædd 5. október 1989, maki Pascal Schef- fer, sonur þeirra er Ari Friðrik, Elsku pabbi minn, mikið eigum við eftir að sakna þín. Þú varst svo náinn okkur þrátt fyrir að við byggjum svona langt hvert frá öðru. Það var sama hvað við tók- um upp á að gera; alltaf varst þú mættur til Hamborgar til að hjálpa. Já þú varst duglegur að koma til okkar í heimsókn og naust borgarinnar, keyptir þér fljótlega hjól og hjólaðir út um allt. Það var svo einkennandi fyrir þig, að hjóla niður á lestarstöð, taka lestina niður í borg og kíkja í búð- irnar. Einnig yndisleg minning þegar þú og ég ásamt mömmu fór- um með hjólin í lestinni yfir í hinn enda borgarinnar og hjóluðum svo meðfram Elbunni og upp í gegn- um alla borgina heim. Þreytt vor- um við en alsæl með skemmtileg- an dag saman. Á hverju sumri komst þú til okkar og sást til þess að garðurinn okkar liti vel út, klipptir hekkið, trén og barst olíu á skúrinn. Kristrún, Heiðrún og Tommi voru svo miklir vinir þínir og eiga þessa dagana svo erfitt með að sætta sig við að þú sért far- inn. Fyrir þeim varstu ekki bara afi heldur líka besti vinur, sem þau sóttust eftir að eiga samveru- stundir með. Þau nutu þess að fara með þér niður í borg að versla og út að borða. Elsku pabbi, það var alltaf svo gott að hafa þig í heimsókn, þú hafðir svo góða nær- veru. Takk fyrir dýrmætar minn- ingar pabbi minn og hvíl í friði. Þín Fríða. Elsku Tommi, síðastliðin rúm tvö ár voru þér mjög erfið. Þótt erfitt sé að kveðja þig þá hugga ég mig við það að þú ert nú frjáls og laus við þær þjáningar sem voru lagðar á þig. Mig grunaði ekki þegar ég fór með þig á Borgar- spítalann í þína fyrstu meðhöndl- un við þeim óvæga sjúkdómi sem þú glímdir við, að þú fengir ekki meiri tíma með okkur. Kiddý stóð eins og klettur með þér, þið voruð svo náin og samstíga. Þrátt fyrir veikindi þín barst þú þig samt allt- af vel og varst svo flottur. Sem unglingur fór ég að venja komur mínar til Fríðu á Furu- grund þar sem þið bjugguð. Ef- laust hefur ykkur ekkert litist á það í upphafi að einn aðalvilling- urinn í götunni væri farinn að venja komur sínar til Fríðu. Frá fyrsta degi var mér samt vel tekið af ykkur og sérstaklega af þér. Fljótlega buðuð þið mér að búa hjá ykkur. Við Fríða bjuggum hjá ykkur þar til við lukum við stúd- entspróf og fluttum í framhaldi af því til Reykjavíkur. Fljótlega eftir það fæddist fyrsta barnabarn þitt, Kristrún Sara, Heiðrún Ýr nokkr- um árum síðar og síðan Tómas nafni þinn. Fyrir rúmum tveimur árum eignaðist síðan Kristrún Sara þitt fyrsta langafabarn, hann Ara Friðrik. Barnabörnin þín voru öll mjög hænd að þér. Þú varst alltaf svo umburðarlyndur, góður og tilbúinn að taka þátt í lífi og leik þeirra, sundferðir, veiði- túrar, fótboltaleikir og jafnvel vatnsrennibrautagarðar, fyrir afa Tomma var það engin fyrirstaða. Alltaf varst þú til í að vera með. Fyrir tæpum 20 árum fluttumst við fjölskyldan til Hamborgar í Þýskalandi. Alltaf voruð þið Kiddý mætt ef eitthvað stóð til, jól í Hamborg, áramót í Kaupmanna- höfn með Nonna bróður þínum og fjölskyldu hans, brúðkaup á Ítalíu, alltaf mikið fjör og þú hrókur alls fagnaðar. Sama má segja um stangaveiðiferðir. Stundirnar með þér við árbakkana eru ógleyman- legar. Stangaveiði átti vel við þig, þú varst svo yfirvegaður og gekkst um árnar af mikilli virð- ingu. Þú sagðir endalaust áhuga- verðar sögur, meðal annars af Runólfi pabba þínum, einnig veiði- ferðum sem þú fórst í með Þórði besta vini þínum. Sögur sagðar þannig að allir hlustuðu af mikilli athygli og áhuga. Veiðifélagar okkar lýsa þér rétt þegar þeir tala um eðalmann og öðling. Leyni- vopn þitt í laxveiði var silunga- fluga. Ég er viss um að þú ert nú kominn með hana á línuna og ert að landa þeim stóra. Það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast þér. Þín verður sárt saknað. Hvíl í friði. Þinn Bjarni. Elsku besti afi og besti vinur minn, ég er strax farin að sakna þín svo mikið. Þú varst besti afi í heimi og ég á svo margar skemmtilegar og frábærar minn- ingar með þér. Þú varst með stærsta hjartað og vildir alltaf uppfylla óskir okk- ar og drauma. Ég elskaði að fá að eyða tíma með þér. Þegar ég flutti í mína fyrstu eigin íbúð í Hamborg, varst þú strax til staðar að hjálpa mér að setja upp eldhús og græja allt. Þú, húsgagnasmiðurinn, varst með allt á hreinu og varst besta hjálpin sem ég gat óskað mér. Þú áttir ekki í vandræðum með að redda þér, hvort sem það var að hjóla út á lestarstöð og koma niður í bæ til mín og skella þér í leiðinni í klippingu án þess að tala þýsku. Ég hef og mun alltaf vera svo stolt af þér. Ég elskaði að kynna þig fyrir vinum mínum og koma með þá til Íslands til þín og ömmu í heimsókn. Þið voruð alltaf til í að sýna okkur landið okkar og þú vissir allt um alla bæi og fjöllin á leiðinni. Okkur báðum fannst svo gam- an að fara út að borða saman, stússast niður í bæ að versla, púsla saman um jólin með skál af fró- mas, fara í sund, á rúntinn og ná í ís og keyra að Akrafjallinu. Síð- asta sumar þegar við fórum norð- ur í sumarbústað, sagðir þú frá mörgum skemmtilegum sögum af þér sem barni, sem mér fannst svo gaman að heyra. Mér hefur aldrei fundist auð- velt að kveðja þig en það verður sérstaklega erfitt að kveðja þig í dag. Ef þú bara vissir hvað ég hef lit- ið mikið upp til þín elsku afi minn, þú munt alltaf vera mín fyrirmynd og hetja. Ég sakna þín svo mikið. Þín Heiðrún Ýr. Tómas Jóhannes Runólfsson  Fleiri minningargreinar um Tómas Jóhannes Runólfs- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Kær systir mín og frænka okkar, ÞORBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR, Obba, kennari, Karlagötu 9, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 22. febrúar. Útförin verður frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 3. mars klukkan 15. Elínborg Guðmundsdóttir Kolbrún Ingólfsdóttir Sigríður Pálsdóttir Guðmundur Ingólfsson Aldís Pálsdóttir Lýður Pálsson Guðmundur Pálsson Ástkæra móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR SUMARLIÐADÓTTIR, lést í faðmi fjölskyldu sinnar aðfaranótt 23. febrúar á Vífilsstaðaspítala. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ársæll Friðriksson Björk Georgsdóttir Símon Friðriksson Guðrún Hjálmarsdóttir Hildur S. Friðriksdóttir Kristín H. Friðriksdóttir Sigurður Þ. Sigurðsson Ragnheiður E. Friðriksdóttir Arnar H. Ottesen Arnarson Ingvar Geir Guðbjörnsson ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubarn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.