Morgunblaðið - 26.02.2021, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.02.2021, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2021  Haukar tilkynntu í gærkvöldi að Sara Rún Hinriksdóttir, lykilmann- eskja í landsliðinu, muni leika með Haukum út tímabilið í Dominos- deildinni í körfuknattleik. Sara Rún hefur raðað niður körfunum á Bret- landseyjum undanfarið og varð bikar- meistari með Leicester. Í tilkynningu frá Haukum segir að hún hafi ákveðið að koma heim af persónulegum ástæðum. Hjá Haukum hittir Sara fyrir systur sína Bríeti Sif. Léku þær síðast saman með Keflavík árið 2015.  Ómar Ingi Magnússon, landsliðs- maður í handknattleik, átti enn einn stórleikinn fyrir Magdeburg þegar liðið vann Tusem Essen í þýsku 1. deildinni 34:28 í gær. Skoraði Ómar 11 mörk í leiknum og var markahæstur. Gísli Þorgeir Kristjánsson lét ekki heldur sitt eftir liggja og skoraði fimm mörk fyrir Magdeburg.  Grindvíkingar hafa fengið liðsauka fyrir seinni hluta keppninnar í úrvals- deild karla í körfuknattleik. Kazembe Abif, 28 ára gamall bandarískur fram- herji, er kominn til þeirra frá Helsinki Seagulls í Finnlandi. Hann er tveir metrar á hæð og hefur áður leikið í Kanada, Danmörku og Þýskalandi.  Tryggvi Guðmundsson, marka- hæsti leikmaður úrvalsdeildar karla í knattspyrnu frá upphafi, hefur verið ráðinn þjálfari 4. deildar liðs Kor- máks/Hvatar frá Hvammstanga og Blönduósi. Eftir að Tryggvi lagði skóna á hilluna var hann aðstoðarþjálfari hjá ÍBV og hefur stýrt 3. deildar liðinu Vængjum Júpíters í Grafarvogi.  Óvíst er að brasilíski markvörðurinn Alisson Becker leiki næstu leiki enska knattspyrnuliðsins Liverpool. Faðir hans, José Becker, lést sviplega í fyrradag í heimalandinu Brasilíu. Eitt ogannað RÚMENÍA Víðir Sigurðsson vs@mbl.is „Það eru viðbrigði að vera kominn aftur til Evrópu, ef svo má segja, en miðað við byrjunina er gott að vera hérna í Cluj,“ segir Rúnar Már Sig- urjónsson, landsliðsmaður í fótbolta, sem fyrr í þessum mánuði gekk til liðs við rúmensku meistarana CFR Cluj eftir að hafa leikið í hálft annað ár með Astana í Kasakstan. Hann er þar með fyrsti Íslendingurinn sem spilar með rúmensku liði. „Ég kom hingað 6. febrúar, fór í læknisskoðun og skrifaði undir tveimur dögum síðar. Ég var að koma úr fríi, hafði ekkert spilað síð- an í nóvember og átti auk þess við smá meiðsli að stríða, en hef æft á fullu með liðinu að undanförnu. Mér líður vel og ég er í góðu standi. Það er engin alvarleg pressa á mér að byrja strax að spila og lögð er áhersla á að ég fái góðan tíma til að koma mér inn í hlutina hérna. Þegar þú flytur í nýtt land og skipt- ir um lið breytist allt í þínu lífi og þeir vilja að ég komi hægt og bít- andi inn í þetta. Ég er alveg sáttur við það þótt mér hafi vanalega geng- ið vel að aðlagast í nýju landi og nýju liði. Næsti leikur er á mánudag, þeir vilja ekki að ég spili hann, æfi frekar vel með liðinu og spili mögulega minn fyrsta leik um aðra helgi.“ Munur á umgjörðinni Rúnar kveðst finna talsverðan mun á Astana og CFR Cluj. „Jú, þetta er mun stærra félag en Astana og deildin hérna er betri. CFR er félag sem hefur náð góðum úrslitum í Evrópukeppni, hefur orð- ið rúmenskur meistari síðustu þrjú ár og féll út úr Evrópudeildinni í vetur á vítaspyrnu á 90. mínútu í síðasta leik. Þetta er mjög sterkt lið og góður grunnur. Þegar nýr forseti og nýr eigandi tóku við félaginu 2017 var gefið hressilega í og hér er alltaf stefnt á að komast í Meist- aradeildina, með Evrópudeildina til vara. Munurinn á CFR Cluj og Astana er fyrst og fremst sá að öll umgjörð- in hérna er miklu meiri. Í Astana var settur mikill peningur í leik- mennina en ekki í neitt annað. Hérna er fjárfest vel í öllu í kringum liðið.“ Spennandi úrslitakeppni Rúnar þekkti aðeins til CFR Cluj eftir að hafa mætt liðinu tvívegis í undankeppni Meistaradeildarinnar sumarið 2019, rétt eftir að hann kom til Astana. „Já, okkur tókst að vinna heima- leikinn í Astana 1:0 en þeir unnu seinni leikinn í Cluj, 3:1, og sýndu svo um veturinn hversu sterkir þeir væru. Liðið féll ekki út í Evr- ópudeildinni fyrr en eftir tvo jafn- teflisleiki gegn Sevilla í 32 liða úr- slitum og það segir sitt. Viðbrigðin eru líka talsverð fyrir Rúnar að koma frá Kasakstan þar sem leiknir eru 22 deildaleikir á tímabilinu og til Rúmeníu þar sem liðin spila 40 leiki í deildinni. „Já, það er nóg af leikjum hérna, sem er bara gaman, og það er líka ein af ástæðunum fyrir því að for- ráðamenn Cluj vilja ekki ýta mér inn í liðið of snemma. Þeir vilja að ég sé í mínu besta formi þegar kem- ur að úrslitakeppninni. Við eigum sex leiki eftir af sjálfri deildinni en eftir þrjátíu leiki tekur við tíu leikja úrslitakeppni þar sem sex efstu liðin spila tvöfalda umferð. Það verður virkilega gaman, tíu leikir við bestu liðin og áhuginn er gríðarlegur. Rúmenía er gamalt fótbolta- stórveldi, hér eru allir leikir sýndir ókeypis í sjónvarpi, á þremur stöðv- um, og það er mikið talað um gömlu hetjurnar og fótboltasögu þjóð- arinnar. Þeim hefur ekki gengið vel síðustu ár en landsliðið þeirra er fínt. Fjórir til fimm leikmanna Cluj hafa verið í landsliðinu undanfarið og þar sem við mætum þeim tvisvar í undankeppni HM í haust eigum við eflaust eftir að ræða það talsvert,“ sagði Rúnar en lið hans er í mikilli baráttu við FCSB (áður Steaua) og Universitatea Craiova um meist- aratitilinn. Þessi þrjú lið skera sig úr í rúmensku 1. deildinni, Liga 1, eins og deildin heitir þar í landi. Læstur inni í Kasakstan með fjölskylduna á Íslandi Rúnar kveðst feginn að árið 2020 sé að baki enda hafi það verið sér- stök upplifun að vera nánast læstur inni í Kasakstan í marga mánuði með fjölskylduna, sambýliskonu og dóttur, heima á Íslandi allan tímann. „Dvölin í Kasakstan var algjör- lega tvískipt, fyrir og eftir Covid. Fyrstu sex mánuðirnir eftir að ég kom þangað sumarið 2019 voru al- gjörlega geggjaðir. Við urðum meistarar og spiluðum í Evrópu- deildinni. Á meðan lífið var eðlilegt var mjög gott að vera þar. En eftir að við höfðum verið í æfingabúðum í Evrópu í janúar og febrúar var landinu lokað í mars. Ég var einn í íbúðinni í fjóra til fimm mánuði, fram í ágúst, því fjölskyldan var heima á Íslandi og átti aldrei mögu- leika á að komast inn í landið. Ef maður fór út úr húsi kom lögreglan og rak mann aftur inn. Þegar deild- in fór aftur af stað voru allir leik- irnir spilaðir í Almaty, stærstu borg landsins, og þá tók við fjögurra mánaða hóteldvöl. Það var eins og löng æfingaferð þar sem maður sá sömu andlitin og fékk sama matinn dag eftir dag. Svo var allur peningur búinn hjá Astana, bæði vegna kórónuveir- unnar og þar sem aðalstyrktarað- ilinn yfirgaf félagið. Nú er ríkið í raun að borga laun leikmanna og forsetinn ákvað að hætta að eyða peningum í erlenda leikmenn og byggja á heimamönnum. Þegar ég fór til Cluj voru 12-13 útlendingar farnir frá félaginu og sex til sjö á förum. Ég var heppinn að Cluj skyldi koma inn í myndina á réttum tíma, gat gert góðan starfsloka- samning við Astana og fékk fínan samning hér til tveggja ára.“ Bíð spenntur eftir þeim Rúnar segir að daglegt líf í Cluj sé þokkalegt en áhrifa veirunnar gæti þar eins og annars staðar. „Í heildina er mikið af smitum í landinu en þeim hefur þó fækkað töluvert. Hérna er flest lokað enn þá en nú bíð ég spenntur eftir fjöl- skyldunni. Þær koma hingað al- komnar um miðjan mars og ég get varla beðið, enda hafa þær verið meira og minna heima á Íslandi í næstum hálft annað ár.“ Ísland mætir Þýskalandi, Arme- níu og Liechtenstein í fyrstu leikj- unum í undankeppni HM dagana 25. til 31. mars. Rúnar var í byrjunarliði Íslands í fjórum af síðustu sex leikj- um ársins 2020 og vonast að sjálf- sögðu eftir því að vera valinn „Já, þetta er spennandi eins og alltaf en það er langt síðan ég spilaði og ég veit ekki hvað Arnar Þór Við- arsson þjálfari er að spá hvað mig varðar. Hann hefur verið í sambandi við mig og auðvitað vonast ég til þess að vera í hópnum. Mér líður vel og ef allt er eðlilegt gæti ég spilað eina þrjá leiki með Cluj áður en kemur að landsleikjunum. Það er bara geggjað að mæta Þýskalandi í fyrsta leik og væri fínt að byrja keppnina á stigi þar. Þetta verður mikil törn í byrjun, þrír leikir auk ferðalaga á sjö dögum og slíkt hent- ar okkar liði ekki sérstaklega vel en vonandi haldast allir heilir. Við þurf- um gjörsamlega á öllum okkar mannskap að halda,“ sagði Rúnar Már Sigurjónsson. „Vilja gefa mér tíma“  Rúnar Már Sigurjónsson er fluttur frá Astana til Cluj  Talsverð viðbrigði  Dvölin í Kasakstan eins og svart og hvítt fyrir og eftir kórónuveiruna Ljósmynd/Szilvia Micheller Landsliðið Rúnar Már Sigurjónsson í úrslitaleiknum gegn Ungverjum í Búdapest í nóvember. Hann vonast til að vera með í næsta verkefni. Aron Pálmarsson leikmaður Barce- lona kemur á ný inn í landsliðshóp karla í handknattleik fyrir leikinn gegn Ísrael í undankeppni EM sem fram fer ytra 11. mars. Óskar Ólafsson, leikmaður Drammen, sem ekki hefur spilað landsleik, kemur einnig inn í hópinn. Sex leikmenn sem voru á HM í janúar eru ekki með, Kristján Örn Kristjánsson, Al- exander Petersson, Janus Daði Smárason, Björgvin Páll Gúst- avsson, Kári Kristján Kristjánsson og Magnús Óli Magnússon. Hóp- urinn í heild er á mbl.is/handbolti. Aron og Óskar í landsliðinu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fyrirliði Aron Pálmarsson fer með landsliðinu til Ísraels. Handknattleiksmaðurinn Valþór Atli Guðrúnarson sem leikur með Þór á Akureyri hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann fór úr axlarlið í leik Þórs og KA á dög- unum og þarf fyrir vikið að fara í sína fjórðu aðgerð á öxl en hefur auk þess slitið krossband í hné einu sinni. Valþór, sem verður þrítugur í mars, sagði við netmiðilinn Akur- eyri.net í gær að eflaust hefðu flest- ir verið hættir eftir öll þessi meiðsli og ljóst sé að þetta sé endapunkt- urinn hjá honum í handboltanum. Valþór hættur í handboltanum Ljósmynd/Þórir Tryggvason Hættur Valþór Atli Guðrúnarson leikur ekki meira með Þór. KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla: Vallaskóli: Selfoss – Vestri .................. 19.15 Álftanes: Álftanes – Breiðablik ........... 19.15 Hveragerði: Hamar – Skallagrímur ... 19.15 Flúðir: Hrunamenn – Sindri................ 19.15 HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla, Grill 66-deildin: Ísafjörður: Hörður – Kría......................... 19 Hleðsluhöll: Selfoss U – Fram U ........ 19.30 Origo-höll: Valur – Vængir Júpíters... 19.30 Kórinn: HK – Fjölnir ........................... 19.30 Ásvellir: Haukar U – Víkingur................. 20 1. deild kvenna, Grill 66-deildin: Víkin: Víkingur – HK U............................ 19 KNATTSPYRNA Deildabikar karla, Lengjubikarinn: Würth-völlur: Fylkir – Þróttur R ............ 19 Víkingsv.: Víkingur R. – Kórdrengir....... 19 Varmá: Afturelding – Grindavík.............. 19 Framvöllur: Fram – FH ........................... 19 Í KVÖLD! Evrópudeildin Zenit Pétursborg – Valencia ............. 62:91  Martin Hermannsson skoraði 2 stig fyrir Valencia, átti 3 stoðsendingar og tók 3 frá- köst á 19 mínútum. NBA-deildin Indiana – Golden State .................... 107:111 Atlanta – Boston............................... 127:112 Cleveland – Houston .......................... 112:96 Miami – Toronto ............................... 116:108 Chicago – Minnesota ............... (frl.) 133:126 New Orleans – Detroit..................... 128:118 Oklahoma City – San Antonio ........... 120:99 Phoenix – Charlotte ......................... 121:124 Utah – LA Lakers .............................. 114:89 

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.