Morgunblaðið - 02.03.2021, Qupperneq 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2. M A R S 2 0 2 1
Stofnað 1913 51. tölublað 109. árgangur
ÍRIS BJÖRK
SYNGUR Í STAÐ
PRÓFESSORSINS
STENDUR VIÐ
ORÐ UM BÓLU-
SETNINGU
BREIÐ OG RÍK SAM-
STAÐA UM BREYT-
INGAR MIKILVÆG
FORSÆTISRÁÐHERRA 9 EFSTA DEILD KARLA 27TÓNLEIKAR Í HAFNARBORG 26
Snorri Másson
Oddur Þórðarson
Jarðvísindamenn telja nú meiri líkur á eldgosi
á Reykjanesskaga en þeir töldu fyrr í skjálfta-
hrinunni sem hófst þar í síðustu viku. Ástæðan
fyrir því eru gervihnattarmyndir sem vísinda-
nefnd almannavarna bárust í gær, þar sem sjá
mátti miklar færslur á yfirborði jarðar á jarð-
skjálftasvæðinu. Að sögn Kristínar Jónsdóttur,
hópstjóra náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu
Íslands, er einfaldasta og eðlilegasta leiðin til
að skýra þessar færslur sú, að gera ráð fyrir að
kvikuinnskot valdi þeim. Einfaldir jarðskjálft-
ar geta valdið minni færslum en ólíklegt að þeir
séu þess megnugir að valda færslum af þessari
stærðargráðu. Ein sviðsmynda vísindanefnd-
arinnar er því að gos hefjist á svæðinu á milli
norðanverðs Fagradalsfjalls og Keilis. Slíkt
gos væri flæðigos án mikilla sprenginga að
mati sérfræðinga og hefði í för með sér hraun-
flæði sem mun líklega ekki ógna byggð.
„En það sem gæti orðið vesen ef það yrði
þarna eldgos er gasmengun,“ sagði Kristín í
samtali við Morgunblaðið. Páll Einarsson pró-
fessor benti á að staðsetning hugsanlegs goss
væri heppileg ef færi að gjósa á annað borð,
enda ekki margt á svæðinu sem væri hægt að
eyðileggja.
Enn er erfitt að fullyrða um líkur á eldgosi,
að sögn Kristínar. Svipaðar jarðskjálftahrinur
hafa oftar en ekki gengið yfir án þess að til eld-
virkni komi. Þorvaldur Þórðarson, prófessor í
eldfjallafræði við Háskóla Íslands, segir að ein-
hvern tíma komi að gosi á svæðinu, þó að það
þurfi ekki að vera núna. En eldgos á Reykja-
nesskaga þýða ekki nein endalok að hans sögn.
„Menn munu halda áfram að búa á Reykjanes-
skaganum,“ segir hann. Engin merki eru um
að sögulega hafi stór sprengigos orðið á svæð-
inu.
Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni í
gærkvöldi eru engin merki um að jarðskjálfta-
hrinan, sem staðið hefur yfir frá 24. febrúar, sé
í rénun. Yfir 2.200 jarðskjálftar stórir sem smá-
ir urðu í gær. Vísindanefnd almannavarna setti
fram fjórar sviðsmyndir í gær: Að næstu daga
færi að draga úr jarðskjálftavirkni, að hrinan
færist í aukana með stærri skjálftum, að jafn-
vel yrði skjálfti af stærð 6,5 í Brennisteinsfjöll-
um eða að kvikuinnskot héldi áfram og leiddi
annaðhvort til eldgoss eða eða kvikan myndi
einfaldlega storkna og ekki láta frekar til sín
taka.
Í gærmorgun fengust þær upplýsingar að
fimmtán tilkynningar hefðu borist Náttúru-
hamfaratryggingu Íslands um tjón af völdum
skjálftanna. Það er allt talið minni háttar.
LÍKUR AUKAST Á GOSI
Morgunblaðið/Eggert
Keilir Undanfarna daga hefur jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga fært sig nær Keili. Ef til eldgoss kemur er ekki óttast að hraunflæði hafi mikil áhrif á byggð á svæðinu í kring.
Eldgos fyrst talið ólíklegt en nú er annað hljóð komið í strokkinn Einfaldasta skýringin á færslum á yfirborði
jarðar er kvikuinnskot Flæðihraun ekki megináhyggjuefnið vegna fámennis á svæðinu Gasmengun yrði vandi
MSkjálftahrina á Reykjanesskaga »4, 14
Eftir að slakað var á samkomu-
takmörkunum í síðustu viku
mega nú 200 koma saman við
kirkjuathafnir. Hins vegar hefur
sú breyting verið gerð að nú þarf
að skrá þátttakendur á alla við-
burði í kirkjum þar sem fleiri
koma saman en 50. „Þetta er gert
til að auðvelda smitrakningu ef
slíkt kemur upp. Við höfum verið
mjög skýr með það að við geym-
um þessi gögn í tvær vikur og
eyðum þeim svo,“ segir Pétur
Georg Markan samskiptastjóri
Biskupsstofu. »2
Skrá nöfn og kenni-
tölur gesta í kirkjum
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Þegar útlitið var hvað dekkst og
óvissan hvað mest spáðu sérfræðing-
ar allt að 18% samdrætti landsfram-
leiðslu út af kórónukreppunni. Tölur
Hagstofunnar benda hins vegar til að
samdrátturinn hafi verið 6,6% í fyrra
sem er minna en bankarnir og Seðla-
bankinn áætluðu í spám sínum.
Konráð S. Guðjónsson, aðstoðar-
framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs,
segir þetta ánægjuefni.
„Það má segja að besta sviðsmynd-
in hafi ræst sem er afar ánægjulegt,“
segir Konráð.
Kröftug innkoma heimilanna
Engu að síður er þetta annar mesti
samdráttur frá seinna stríði en árið
2009 mældist 7,7% samdráttur.
Þá benda viðmælendur blaðsins
innan ferðaþjónustunnar á að útflutn-
ingur hafi dregist saman um 350 millj-
arða milli ára 2019 og 2020, eða um
tæpan milljarð á dag. Mótvægisað-
gerðir hafi mildað höggið.
Ingólfur Bender, hagfræðingur
Samtaka iðnaðarins, segir fjárfest-
ingu hafa dregist minna saman en í
mörgum fyrri niðursveiflum. Það sé
m.a. að þakka góðri hagstjórn. Áhrifin
af kórónukreppunni séu að miklu leyti
afmörkuð við ferðaþjónustuna, þótt
þau finnist víðar, m.a. í iðnaði. »12
Kórónukreppan minni en spáð var
Spáð var allt að 18% samdrætti í fyrra Niðurstaðan var 6,6% samdráttur 2020
Morgunblaðið/Baldur
Jarðböðin við Mývatn Hrun í
ferðaþjónustu hafði víðtæk áhrif.