Morgunblaðið - 02.03.2021, Page 10

Morgunblaðið - 02.03.2021, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2021 Sími 555 2992 og 698 7999 • Við hárlosi • Mýkir liðina • Betri næringar- upptaka Náttúruolía sem hundar elska Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta. Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við mælum með Dog Nikita hundaolíu. Páll Ingi Haraldsson EldurÍs hundar Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda • Gott við exemi • Betri og sterkari fætur Ingunnarskóli og Seljaskóli komust áfram í úrslit hæfi- leikakeppninnar Skrekks í gær þegar fyrstu undan- úrslit voru haldin í Borgarleikhúsinu. Áfram verður keppt til úrslita í kvöld og annað kvöld. Átján grunnskólar taka þátt í Skrekk í ár, sex þeirra stigu á svið í gærkvöldi. Átta skólar munu svo keppa til úrslita þann 15. mars. Um 400 unglingar taka þátt í á frumsömdum atriðum sinna skóla og spreyta sig í leik- list, söng, dansi, hljóðfæraleik, búningahönnun, förðun ljósum, hljóði og annarri sviðsvinnu. Á myndinni má sjá atriði Ingunnarskóla sem ber heitið „Af hverju má ég ekki bara vera ég?“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Ingunnarskóli og Seljaskóli í úrslit Fyrstu undanúrslit Skrekks Ekki reyndist vera mikill munur á umferðinni á götum höfuðborgar- svæðisins í nýliðnum mánuði saman- borið við febrúarmánuð fyrir ári, sem var seinasti mánuðurinn áður en faraldur kórónuveirunnar breiddist út hér á landi. Samkvæmt yfirliti Vegagerðarinnar var umferðin á höfuðborgarsvæðinu í seinasta mán- uði tæplega einu prósentustigi minni en í febrúar fyrir ári. Sjá má af mælingum Vegagerðar- innar að umferðin yfir þrjú lykilmæl- isniðin á höfuðborgarsvæðinu reynd- ist 0,8% minni í nýliðnum febrúar miðað við sama mánuð á síðasta ári, að því er segir í umfjöllun um um- ferðina í seinasta mánuði. „Mest dróst umferð saman um lykilmælisn- ið á Hafnarfjarðarvegi eða um 6,3% en 2,8% aukning varð aftur á móti um mælisnið á Reykjanesbraut,“ segir þar. Að meðaltali fóru rúmlega 162 þúsund ökutæki um lykilmæli- snið Vegagerðarinnar á degi hverj- um í febrúar. Til samanburðar voru þau 163.581 í sama mánuði í fyrra og rúmlega 165 þúsund í febrúar árið 2019 en meðalumferðin í seinasta mánuði var öllu meiri en á árunum þar á undan. Þannig fóru t.d. rúm- lega 154 þúsund ökutæki um mæli- sniðin í febrúar árið 2018. Ef litið er á þróun umferðarinnar á seinustu mánuðum kemur í ljós að frá áramótum hefur umferðin á höf- uðborgarsvæðinu dregist saman um 3,5 prósent miðað við sömu mánuði í fyrra. Umferðin í síðustu viku var aðeins minni en í vikunni á undan en var hins vegar 0,7% meiri en í sömu viku fyrir ári. Nær vart sama þunga á árinu „Haldist einkenni umferðarinnar svipuð og í meðalári og verði ekki fyrir frekari truflunum vegna Covid- faraldursins en orðið er gæti um- ferðin aukist um 8% nú í ár miðað við síðasta ár. Verði af slíkri aukningu myndi umferðin samt sem áður enda í að vera um 3% undir því sem hún var árið 2019. Þannig að eftir tvo fyrstu mánuði ársins er ekki útlit fyrir að umferðin nái sama þunga og mældist fyrir Covid-faraldurinn,“ segir í frétt Vegagerðarinnar. omfr@mbl.is Örlítið minni umferð en fyrir ári  Talið er að umferðin gæti aukist um átta prósent á þessu ári frá í fyrra á höfuð- borgarsvæðinu  Umferðin í seinustu viku lítið eitt meiri en í sömu viku í fyrra Umferð á höfuðborgarsvæðinu í febrúarmánuði Summa meðalumferðar (þúsundir) fyrir lykilmælisvæði 2005-2021 200 175 150 125 100 75 50 2005 2007 2009 2011 2013 2015 2017 2019 2021 Heimild: Vegagerðin 112 132 122 133 165 162 164 Toyota Yaris hefur verið valinn bíll ársins 2021 í Evrópu. Bíllinn var val- inn af dómnefnd 59 blaðamanna á sviði farartækja í Evrópu, en um er að ræða fjórðu kynslóð af tegund- inni Yaris, en fyrsta kynslóðin sem kom út árið 2000 fékk einmitt sömu verðlaun þá. Toyota hafði þá ekki fengið slíka viðurkenningu áður. Dómnefndin lofaði sérstaklega hybrid-tækni Yarisins auk þess sem vakin var sérstök athygli á lágu kol- efnisspori bifreiðarinnar og viðráð- anlegu verði hennar. Í tilkynningu segir að umsögn dómnefndarinnar skýri vel hvers vegna 80% þeirra sem kaupa Yaris velji hybrid-útgáfu bifreiðarinnar. Niðurstaða dóm- nefndarinnar var tilkynnt aðeins fá- einum dögum eftir að Yarisinn var útnefndur sem mest seldi bílinn í Evrópu í fyrsta sinn. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bíllinn Toyota Yaris er vinsæll á Íslandi. Toyota Yaris bíll ársins Jósef Friðrik Ólafsson, fyrrverandi yfirlæknir St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Boðaþingi í Kópavogi þann 15. febrúar, 91 árs að aldri. Jósef fæddist í Reykjavík 24. ágúst 1929, sonur hjónanna Sigurlaugar Ein- arsdóttur og Ólafs Her- manns Einarssonar. Jósef var næstelstur sex systkina. Eftir að Jósef lauk stúdentsprófi frá MR árið 1950 nam hann lækn- isfræði við Háskóla Íslands, hann lauk embættisprófi vorið 1957. Að loknu kandidatsári og héraðs- skyldum hér heima lá leiðin til Sví- þjóðar þar sem hann aflaði sér sér- menntunar í lyflæknisfræði. Hann starfaði á nokkrum sjúkrahúsum í Svíþjóð, þar til hann hélt heim til starfa sem yfirlæknir lyflækn- ingadeildar við St. Jósefsspítala í Hafnarfirði vorið 1963. Tvö elstu börn Jósefs og Sólveigar fæddust í Svíþjóð en þriðja barn- ið fæddist eftir heim- komuna til Íslands haustið 1964. Jósef vann allan sinn starfs- feril við St. Jósefsspít- ala og var auk þess með læknastofu, fyrir utan hlé árið 1971 þeg- ar hann tók að sér af- leysingastöðu héraðs- læknis í Ólafsfirði. Jósef gegndi stöðu yf- irlæknis Jósefsspítala frá 1993 til 1996 og starfaði sem læknir til árs- ins 2000 þegar hann lét af störfum sökum aldurs. Jósef kvæntist Sólveigu (Ollý) Ás- geirsdóttur húsmæðrakennara (f. 27.06. 1933, d. 03.04. 2015) þann 3. september 1955. Börn Jósefs og Sól- veigar eru: Sólveig Birna, Ólafur Mar og Snorri. Fyrir átti Sólveig Ás- laugu sem var ættleidd af foreldrum Sólveigar. Andlát Jósef Ólafsson Karlmaður var í gær úrskurðaður í átta daga farbann í Héraðsdómi Reykjavíkur í tengslum við mann- drápsmál í Rauðagerði. Farið var fram á farbannið á grundvelli rann- sóknarhagsmuna. Viðkomandi hafði áður setið í gæsluvarðhaldi og átti það að renna út næstkomandi miðvikudag. Eins og fram hefur komið er rannsókn málsins afar umfangsmikil. Nú fer lögregla yfir símagögn sem því tengjast. Úrskurðaður í átta daga farbann

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.