Morgunblaðið - 02.03.2021, Side 16

Morgunblaðið - 02.03.2021, Side 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2021 Um síðustu áramót var umsjón leghálsskimana færð frá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins til heilsugæsl- unnar. Ljóst var í lok október að leit- arstöðin myndi ekki ná að rannsaka öll þau sýni sem fyrir lágu hjá henni fyrir áramót og þrátt fyrir að hún byðist til að framlengja samning sinn við ríkið og ljúka við að rannsaka það sem eftir var um áramótin var því hafnað af heilbrigðisráðuneytinu. Það voru því um 2.400 sýni eftir óskoðuð um áramótin sem síðar voru flutt úr landi og rannsökuð á danskri rannsóknarstofu þrátt fyrir að fyrir lægi að ekki væri hægt að rannsaka sýnin þar að fullu. Aðeins yrðu gerð HPV-próf á þessum sýnum en HPV er veiran sem veldur frumubreyt- ingum. Sá hluti kvenna sem greinist með jákvætt skimpróf fyrir HPV þarf að fara aftur í sýnatöku til þess að hægt sé að vinna úr sýnunum frumustrok til rannsóknar. Hluti af þessum konum þarf svo að fara í leg- hálsspeglun og sumar af þeim í keilu- skurð. Bið þessara kvenna er því síð- ur en svo á enda. Nýtt tæki á veirufræðideild Land- spítalans sem getur með PCR-tækni greint nokkur þúsund veirusýni á dag hefði verið hægt að nota til að greina HPV-veiruna í sýnunum á ein- um til tveimur dögum. Fyrst ein- göngu átti að gera HPV-mælingu á sýnunum hefði verið hægt að klára það á fyrstu dögum janúarmánaðar á veirufræðideild Landspítalans og hefði það stytt bið allra þessara kvenna til muna. Nú munu flestar þær konur sem greindust HPV- jákvæðar hafa fengið innköllun í nýja sýnatöku, þremur mánuðum eftir að þær fóru í fyrri sýnatökuna, en hins vegar höfum við sjálfstætt starfandi kvensjúkdómalæknar ekki fengið neinar niðurstöður sendar sem til- heyra okkar skjólstæðingum sem er bagalegt þegar konurnar leita til okkar. Mikið flækjustig skapast við flutn- ing sýnanna milli landa en við það þarf að búa til danska kennitölu fyrir hverja konu og færa svo aftur yfir á íslenska kennitölu þegar svörin eru komin, þetta skapar hættu á mistök- um. Það má ekki gleyma því að við búum á eldfjallaeyju í miðju Atlants- hafi og þær aðstæður geta komið upp að samgöngur falli niður um lengri eða skemmri tíma, t.d. vegna farsótta eða náttúruhamfara eins og eldgosa. Einnig er verið að fórna mikilli þekk- ingu og mannauði við það að flytja rannsókn á sýnunum úr landi. Mikilvægt er að umsjón með svör- um og ákvörðun um næstu skref sé samhæfð og samkvæmt þeim við- miðum sem gilda í nýju kerfi. Meðan umsjón leghálsskimana var hjá Leit- arstöð Krabbameinsfélagsins var þessu sinnt af starfsfólki hennar. Leitarstöðin hélt einnig utan um nið- urstöður allra sýna og sá um að kalla konur inn til rannsóknar á réttum tíma. Eftir að leghálsskimanir voru fluttar til heilsugæslunnar eru frumustrokin tekin á heilsugæslunni og hjá kvensjúkdómalæknum. Leg- hálsspeglanir eru flestar gerðar á kvennadeild Landspítalans en ekkert eitt kerfi sér um að halda utan um öll svörin og eftirfylgni með konunum. Er byrjað að kalla inn konur sem þurfa eftirfylgni vegna frumubreyt- inga í síðasta sýni? Við vitum ekki svarið við þessu. Hver tryggir að konur séu kallaðar inn í rannsóknir á réttum tíma? Hver sér til þess að konur fái viðeigandi meðferð eins og leghálsspeglun eða keiluskurð? Við kvensjúkdómalæknar höfum kallað eftir svörum við þessu en fengið svör sem eru þess eðlis að við efumst um heilindi Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana gagnvart kven- sjúkdómalæknum sem starfa á sínum læknastofum og hafa staðið fyrir 40% af sýnatökum árlega. Í svari er bein- línis hótað að samhæfingarstöðin muni ekki samræma niðurstöður leg- hálssýna við sína skrá og láta hverj- um og einum lækni það eftir að túlka niðurstöðurnar. Þetta viðhorf er hrollvekjandi og beinlínis hættulegt. Það er nauðsynlegt að hafa einn sam- eiginlegan aðila sem heldur utan um allar rannsóknir og að einhver einn aðili sjái um að kalla konur inn á rétt- um tíma og sjái til þess að þær fái við- eigandi eftirfylgni. Með þeim hætti eru minnstar líkur á mistökum og að konur týnist í kerfinu. Núverandi kerfi hefur verið í gildi í tvo mánuði og enn er ekki ljóst hvernig þessi grundvallaratriði í kerfinu eiga að virka. Skimun fyrir leghálskrabbameini er heilbrigð- isþjónusta sem á að minnka líkur á alvarlegu meini hjá konum. Gott skipulag er grundvallaratriði fyrir því að það takist og það vantar því miður enn. Fyrir hönd kvensjúkdómalækna í Lækningu Lágmúla. Leghálsskimanir Eftir Arndísi Völu Arnfinns- dóttur, Ólaf M. Haakansson og Þórð Óskarsson »Mikið flækjustig skapast við flutning sýnanna milli landa en við það þarf að búa til danska kennitölu fyrir hverja konu og færa svo aftur yfir á íslenska kennitölu þegar svörin eru komin, þetta skapar hættu á mistökum. Arndís Vala Arnfinnsdóttir Ólafur M. Haakansson Þórður Óskarsson Höfundar eru sjálfstætt starfandi kvensjúkdómalæknar. Á hverjum degi deyja um tveir Íslend- ingar á hverja 100 þús- und. Í 3. fasa bóluefna- prófs Pfizer dóu aðeins 0,07 sjálfboðaliðar á dag á hverja 100 þús- und. Sjálfboðaliðarnir voru þannig 27-falt hraustari en almenn- ingur. En Covid-19 er ekki lífshættulegt hraustu fólki og enginn lést af þeim 4.500 Íslendingum undir sextugt sem greinst hafa með Covid-19. Flest dauðsföllin orsökuðust af smiti hjá viðkvæmum á sjúkrahúsum eða elli- heimilum. Bóluefnarannsóknir voru ekki gerðar á þessum viðkvæmasta hópi. Í áhættustjórnunaráætlun 1) Lyfja- stofnun Evrópu vegna bóluefnis Pfi- zer kom fram að eftir á að rannsaka áhrif bóluefnisins á óléttar konur og konur með barn á brjósti, sjúklinga með bælt ónæmiskerfi, sjálfsofnæmi, bólgusjúkdóma og hruma einstak- linga með langvarandi öndunarfæra- sjúkdóma, taugasjúkdóma, sykur- sýki eða hjartaóreglu. Eins útilokaði Pfizer vísvitandi alla með hættuleg ofnæmisviðbrögð frá 3. fasa próf- ununum. Það er ákveðin lenska að prófun lyfjarisa er hönnuð til að gefa þeim hagfellda niðurstöðu 2). Hópn- um sem þurfti mest vernd frá Covid að halda var því sleppt. Virkniprófanir sýndu 95% vernd bóluefnisins: Átta smit hjá bólusett- um og 162 smit hjá lyfleysuhópnum. Ekki er þó allt sem sýnist. Í skýrslu FDA um prófanir Pfizer 3) kom fram að upp komu 3.410 grunuð Covid-19- smit þar sem sjálfboðaliðar fengu Covid-einkenni en smit var ekki stað- fest í PCR-prófi. Þegar bara er skoð- að tímabilið sjö dögum eftir bólusetn- ingu, þegar bóluefnið er farið að virka, kemur undarlegt leitni í ljós: Tíðni smita í lyfleysuhópnum er 29% meiri en hjá bólusettum (1.185 hjá bólusettum og 1.529 í lyfleysu- hópnum). Hvernig stendur á svo stóru fráviki? Er bóluefnið allra meina bót sem verndar gegn öðrum kvillum en Covid-19? Nei, líklega hafa sum af þessum smitum verið raunveru- leg Covid-19 smit, sem PCR-prófið fann ekki. PCR-prófin eru gölluð prófunaraðferð, því sá sem stýrir rannsókn- inni stýrir líka næmn- inni. Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunin viðurkenndi þetta með að gefa út nýjar leið- beiningar 4) þar sem þess er krafist gefinn sé upp mögnunarstuðull- inn sem stýrir næmn- inni. Ef hann er of lágur greinast að- eins alvarlegustu eða nýlegustu Covid-19-tilfellin. Virknipróf sem tæki þessi mildari tilfelli með, sem einnig eru smitandi, gæfi líklega nokkuð lægri virkni (og minna sölu- vænni vöru). Virknimælingar Pfizer stóðu að- eins yfir í einn til tvo mánuði, meðan mótefni sjálfboðaliðanna var í hæstu hæðum. Mótefnastyrkur í blóði fellur hins vegar hratt ef mótefnin eru ekki notuð og hraðast fellur styrkurinn hjá elsta hópnum. Í mælingum Mod- erna 5) kom t.d. í ljós að á þremur mánuðum hafði styrkur afvirkjandi (neutralizing) mótefnis hjá elsta hópnum fallið um 50-75%. Hópurinn sem mest þarf að vernda fær því stystu verndina. Stökkbreytingar vírussins auka enn á óvissuna. Uppsöfnuð Covid-19- tilfelli hafa tvöfaldast síðustu tvo til þrjá mánuði og stökkbreytingarnar líka. Nýju afbrigðin eru ónæmari fyr- ir bóluefnum 6) og við útbreidda bólu- setningu munu afbrigði sem bóluefn- ið virkar síst á dreifa sér áfram. Náttúran finnur sér alltaf leið. Covid-19 hefur sýnt sig að vera árstíðabundin. Bólusetning sem hefst í mars mun bara vernda yfir sum- armánuðina þegar þörfin er minnst. Næsta haust verður verndin horfin hjá þeim viðkvæmustu og ný vírus- afbrigði komin sem bóluefnið virkar ekki á. Skaðsemi bóluefnisins er enn óþekkt og ekki þarf mikið til, til að bóluefnalækningin verði verri en sjúkdómurinn. Aukin dánartíðni þar sem mest var bólusett. Eftir að 4. fasa prófanir hófust með tilraunabólusetningu á almenn- ingi hefur óvænt undarleg fylgni komið í ljós. Dauðsföllum úr Co- vid-19 fjölgaði mest þar sem mest var bólusett: Í Ísrael (1. sæti) varð 4- földun og í Bretlandi varð 2,5-földun. Hvað gerðist? Var bóluefnið að drepa fólk í stað þess að bjarga lífum? Ein skýring finnst í fyrsta fasa prófunum Pfizer 7) sem sýndu 65% fækkun lymphocyte hvítra blóðkorna í sjálfboðaliðum rétt eftir bólusetn- ingu. Eins er vitað að það tekur þá viðkvæmustu fleiri vikur að byggja upp mótefni gegn Covid-19 eftir fyrstu sprautu. Skert ónæmiskerfi gæti í millitíðinni reynst mörgum skeinuhætt. Bóluefnaleiðin ofmetin Bóluefnaleiðin er fegruð af sölu- aðilum bóluefnisins enda er góð sölu- ræða eðli allra hagsmunadrifinna við- skipta. Þessa söluræðu hafa stjórnmálamenn gleypt gagn- rýnilaust og því er ágæti bólefnisins ofmetið og hættur vanmetnar. Fólk þarf að gera sér grein fyrir þessu og áhættunni sem það tekur, ella er úti- lokað að taka upplýsta ákvörðun um bólusetningu. Í seinni hluta þessarar greinar verður fjallað um andlát tengd bólusetningum á Íslandi, upp- lýsingagjöf yfirvalda gagnrýnd og bent á raunhæfa leið út úr kófinu. Heimildir: 1) https://tinyurl.com/hycbzn39 2) https://tinyurl.com/d86pf2es 3) https://tinyurl.com/t47w9rrn 4) https://tinyurl.com/2y8ka9zz 5) https://tinyurl.com/4uj7f7ka 6) https://tinyurl.com/34ad5mbu 7) https://www.nature.com/articles/ s41586-020-2639-4/figures/5 Björgum sumrinu – hættur bóluefnaleiðarinnar Eftir Jóhannes Loftsson » Bóluefnin eru ekki leiðin úr kófinu. Þvert á móti gæti oftrú á þau lengt kófið og aukið skaðann. Jóhannes Loftsson Höfundur er verkfræðingur covidspyrnan@gmail.com viku fyrir mánuði síðar 1 .sæti (60,1%) Ísrael 386% 14 /dag 54 /dag 2. sæti (36%) UAE 267% 3 /dag 8 /dag 3. sæti (31,4%) Seychelles 400% 0,07 /dag 0,29 /dag 4. sæti (15,5%) Bretland 244% 450 /dag 1100 /dag 5. sæti (10,3%) Bahrain 200% 1 /dag 1 /dag --- Allar þjóðir 127% 11000 /dag 14000 /dag Hlutfall bólusetra 4. feb. 2020 Land Fjölgun andláta Meðalföldi andláta Fyrsta fasa prófanir Pfizer sýndu að bóluefnið hefur ónæmisbælandi áhrif og fækkar hvítum blóðkornum tímabundið. Tekið úr heimild 7). Það kemur alltaf dálítil lyfting í sam- félagið þegar styttist í kosningar. Stjórnvöld losa takið af buddunni og fara að eyða út og suður og mörgum skýtur upp á yfirborðið sem lítinn prófíl höfðu sýnt um hríð. Þá finnst mörgum að þeirra tími sé kominn til að hafa áhrif í stjórn- málum og það þurfi að bjarga heim- inum, þótt fyrir sé setinn bekkurinn á þingi af fólki sem ætlaði sér það sama. Manni finnst að flest af þingliðinu sé nýkomið þangað og afrekin að mestu óunnin. En það eru ekki allir á því og vilja ólmir komast í sætin og reka hina burt. Virðist einu gilda fyrir hvaða flokk er farið fram; menn skipta um flokk kinnroðalaust enda ekki mun að sjá á flokkunum og að minnsta kosti fjórir þeirra stefna í sömu átt. Ef ætti að spá um úrslit komandi haustkosninga, þá væri það einhvern veginn svona: Í fyrsta sinn í heims- sögunni yrði meirihlutinn konur, og í annan stað í fyrsta sinn sem Píratar væru í ríkisstjórn í nokkru ríki. Í þriðja lagi fyrsta fimm flokka stjórn á Íslandi. Sunnlendingur. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Morgunblaðið/Eggert Kosningar Það verður spennandi að sjá hvað kemur upp úr kjörkössum. Þægileg innivinna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.