Morgunblaðið - 02.03.2021, Page 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2021
✝ Lóa EddaEggertsdóttir
fæddist 24. júní
árið 1954 í
Reykjavík. Hún
lést á líknarheim-
ilinu Gudena Ho-
spice í Danmörku
14. febrúar 2021
eftir baráttu við
krabbamein.
Foreldrar henn-
ar voru Ágústa
Jónsdóttir, f. 17.6. 1917, d.
13.8. 1979, og Eggert Runólfs-
son, f. 30.5. 1914, d. 4.6. 1971.
Ólst hún upp hjá Karli Júlíusi
Eiðssyni, f. 22.1. 1919, og móð-
ur sinni Ágústu.
Bræður Eddu eru þeir Run-
ólfur Hjalti Eggertsson, f.
23.4. 1947, Jón Þórarinn Egg-
ertsson, f. 27.1. 1942 og Magn-
ús Eggertsson, f. 6.11. 1950.
Edda eignaðist fjögur börn:
Emelý Kalla Kvaran, f. 29.8.
1972,
Viktoríu Jónasdóttur, f.
26.2. 1980, eignmaður hennar
er Sverrir Stefán
Sigurjónsson,
Ágústu Jón-
asdóttur, f. 31.8.
1983, maki hennar
er Róbert Ingi
Richardsson,
Karl Arnar
Ólafsson, f. 11.3.
1993, maki hans
er Arndís Þór-
udóttir.
Barnabörn
Eddu eru orðin 8 talsins, börn
Emelý eru þau Amalía Arna
Sigurþórsdóttir, Telma Karen
Grímsdóttir, Birta Marín
Grímsdóttir og Oliver Breki
Grímsson.
Börn Viktoríu eru þau
Theodór Fannar Benediktsson,
Kristófer Jósúa Sverrisson. Al-
exander Smári Sverrisson og
Sebastian Jónas Sverrisson.
Síðustu 5 árin var hún bú-
sett í Danmörku.
Útför Eddu fer fram 2.
mars 2021 í Fossvogskirkju
klukkan 13.
Elsku fallega móðir mín, ég
sest niður með penna í hönd og
hugsa um tímann okkar saman,
allar minningarnar í gegnum
árin.
Ég veit ekki hvar skal byrja,
ég man eftir svo mörgum góð-
um stundum …
Þú varst svo góðhjörtuð, fal-
leg og yndisleg móðir. Mömmu-
faðmlag var alltaf best, þegar
eitthvað bjátaði á þá varstu
alltaf til staðar. Þerraðir tárin á
erfiðum tímum og samgladdist
á gleðistundum.
Þú varst óhrædd við að segja
þínar skoðanir, stóðst fast á
þínu og mér fannst svo frábært
hversu frjálsleg þú gast verið í
fatavali. Galladressin og flottu
dragtirnar þínar á yngri árum,
sem færðist yfir í glaðlegri liti á
efri árum. Það var alltaf gaman
að fylgjast með hvaða flík þú
valdir þér.
Við gátum spjallað lengi
saman hvort sem það var í síma
eða þegar við hittumst enda
góðar vinkonur. Erfiðast fannst
mér þegar þú fluttir frá Íslandi
til Danmerkur fyrir fáeinum ár-
um.
Að geta ekki farið í heimsókn
til þín á Skólavörðustíginn og
spjallað um daginn og veginn.
Eða kíkt í Góða hirðinn og farið
í göngutúr með hann Hektor.
Við höfðum mikinn áhuga á fal-
legum heimilum og man ég eftir
að hafa farið í göngutúr og bíl-
túr til að skoða falleg hús og
láta okkur dreyma. þú vildir
alltaf eiga fallegt hús við sjóinn
sem þér fannst svo róandi.
Þegar ég leigði mér bílskúr
til að gera upp gömul húsgögn
og bauð þér svo að vera með
mér í því þá gat nú sko verið
gaman hjá okkur, það var mikið
spjallað og hlegið.
Þegar ég var lítil stelpa þá
man ég eftir dálæti þínu á saxó-
fónleikaranum Kenny G, Tina
Turner minnir mig á skemmti-
legt ferðalag þegar við keyptum
spóluna á Blönduósi og hún var
á „repeat“ alla leiðina norður
og þegar bílstjórasætið brotn-
aði á leiðinni, þá var mikið hleg-
ið. Við hlustuðum einnig á
Simply Red saman og fleiri
gamlar og góðar hljómsveitir.
Ég man svo vel eftir grænu
plöntunum heima í stofuglugg-
anum í Unufelli, fjólublái sófinn
sem þú litaðir og græni vegg-
urinn. Þú sagðir alltaf að
fjólublái liturinn laðaði að pen-
inga og þess vegna var sá litur
eflaust í miklu uppáhaldi hjá
þér. Þegar ég var lítil þá man
ég hversu fallegt heimili okkar
var og þó að það væri ekki
endilega til mikill peningur á
sínum tíma þá gerðir þú alltaf
gott úr hlutunum sem ég gat
svo tileinkað mér þegar ég
flutti að heiman.
Þegar ég hringdi í þig frá Ís-
landi þá sýndirðu mér oft plönt-
urnar þínar sem döfnuðu allar
svo vel hjá þér. Þú hugsaðir svo
vel um þína nánustu og man ég
eftir síðustu máltíðinni sem þú
eldaðir fyrir mig og Róbert
tengdasoninn sem var puru-
steik og meðlæti. Við borðuðum
á okkur gat og þú passaðir að
við færum nú södd og sæl frá
þér.
Þú hugsaðir svo vel um þína
nánustu og ég veit að núna
passar móðir þín þig og fleiri
fallegir englar sem þú ert um-
vafin.
Það er svo margt sem mig
langar að segja þér, ég vildi að
við hefðum getað fengið meiri
tíma saman. Ég elska þig meira
en orð fá lýst.
Hvíldu í friði, elsku fallega
móðir mín.
Elsku móðir þú varst mér svo kær,
fæddir, klæddir og straukst mínar
tær
Hlátur þinn svo mildur og rödd þín
svo fögur,
þú sagðir mér svo margar skemmti-
legar sögur.
Fylgdir mér inn í lífið inn í fullorðins-
árin,
en núna ertu farin, skilur eftir þig
hjartasárin.
Ó, elsku móðir, þú varst mér svo
kær,
vildi að ég gæti verið þér nær.
Minning þín lifir mér ávallt í hjarta,
þar til við sameinumst fagran dag
bjarta.
Ágústa Jónasdóttir.
Lífið gefur og það tekur. Það
er ótrúlegt að hugsa til þess að
þú sért farin elsku besta Edda
mín. Hugurinn fer á flug og
minningarnar frá uppvaxtarár-
unum okkar eru ljóslifandi í
huga mér. Við vorum vinkonur
frá sex ára aldri og brölluðum
margt og mikið saman. Allar
bústaðarferðirnar sem við fór-
um í einar eða með börnin okk-
ar, útilegurnar og veislumatar-
boðin sem voru töfruð fram.
Það eru forréttindi að hafa átt
þig sem vinkonu. Þú varst sönn
vinkona sem hægt var að
treysta fyrir öllum hernaðar-
leyndarmálunum, þau fóru ekki
lengra. Þú varst trú og traust.
Þú hafðir ávallt umhyggju fyrir
mér og börnunum mínum og
var það gagnkvæmt. Þú vildir
alltaf vita hvernig þeim vegnaði
enda þótti þeim mjög vænt um
þig og sjá mikið eftir þér. Við
gátum alltaf leitað til hvor ann-
arrar, já við fórum í gegnum
súrt og sætt saman. Ég er
þakklát fyrir sumrin sem við
áttum saman í Danmörku og öll
ævintýrin sem við lentum í þar.
Planið var að búa til fleiri fal-
legar minningar og vorum við
búnar að ákveða að fara á sól-
arströnd saman á þessu ári. En
við hittumst væntanlega á
ströndinni í Sumarlandinu
fagra að lokum. Hugur minn er
hjá elsku Emely, Vikký,
Ágústu, Kalla og fjölskyldum
þeirra.
Takk fyrir allt elsku vinkona
mín, ég á eftir að sakna þín
mikið.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Þín vinkona
Svanhildur (Svana).
Við andlátsfregn þína,
allt stöðvast í tímans ranni.
Og sorgin mig grípur,
en segja ég vil með sanni,
að ósk mín um bata þinn,
tjáð var í bænunum mínum,
en Guð vildi fá þig,
og hafa með englunum sínum.
Við getum ei breytt því
sem frelsarinn hefur að segja.
Um hver fær að lifa,
og hver á svo næstur að deyja.
Þau örlög sem við höfum hlotið,
það verður að skilja.
Svo auðmjúk og hljóð,
við lútum að frelsarans vilja.
Þó sorgin sé sár,
og erfitt við hana að una.
Við verðum að skilja,
og alltaf við verðum að muna,
að Guð hann er góður,
og veit hvað er best fyrir sína.
Því treysti ég nú,
að hann geymi vel sálina þína.
Þótt farin þú sért,
og horfin ert burt þessum heimi.
Ég minningu þína,
þá ávallt í hjarta mér geymi.
Ástvini þína, ég bið síðan
Guð minn að styðja,
og þerra burt tárin,
ég ætíð skal fyrir þeim biðja.
(Bryndís Halldóra Jónsdóttir)
Elsku Edda mín, takk fyrir
allt sem þú gerðir fyrir mig og
allt sem þú kenndir mér. Við
áttum einstaka vináttu og þú
sýndir mér og mínum alltaf svo
mikinn hlýhug. Ég á eftir að
sakna þín svo mikið og allra
gleðilátanna okkar saman með
mömmu. Ég mun aldrei gleyma
þér. Elsku Emely, Vikký,
Ágústa, Kalli og fjölskyldur,
guð styrki ykkur í þessari
miklu sorg.
Guð blessi minningu Eddu.
Helga Heiða Helgadóttir.
Lóa Edda
Eggertsdóttir
Fyrir skömmu
heyrði ég í Árna
Emilssyni. Hann
sagðist örlítið
slappur en var samt
kátur eins og alltaf. Við vorum að
skipuleggja ferð á Jómfrúna að
fá okkur smá lýsi og með því.
Bara eftir nokkra daga þegar
hann væri búinn að hressast.
Ræða lífið, tilveruna og rifja upp
þau skemmtilegu ár sem við unn-
um saman. Við náðum því ekki í
þetta skiptið.
Árna Emilssyni kynnist ég
sem ungur maður í Búnaðar-
bankanum um aldamótin. Það fór
ekkert á milli mála þegar Árni
Emilsson var á svæðinu. Hlátra-
sköllin heyrðust langar leiðir
þegar hann átti leið um ganga
bankans. Lífsgleðin og húmorinn
hefur alltaf fylgt Árna enda eng-
inn dagur svo dapur að ekki væri
tími fyrir skemmtilega sögu með
tilheyrandi hlátri. Ég heyri enn
þá svo vel í smitandi hlátrinum
hans.
Ég var svo heppinn að vinna
náið og mikið með Árna daglega í
um áratug. Við sátum saman
sem útibússtjórar í aðalbanka
Búnaðarbankans og síðar í aðal-
banka Landsbankans. Höfðum
með okkur frábæra samstarfs-
menn. Ég sem ungur og óreynd-
ur bankamaður, þá maður af
nýrri kynslóð bankamanna. Árni
var af eldri kynslóðinni, sem sá
hlutina oft með öðrum og mann-
legri augum en nýja kynslóðin.
Árni Magnús
Emilsson
✝ Árni MagnúsEmilsson fædd-
ist 14. apríl 1943.
Hann lést 17. febr-
úar 2021.
Útför Árna fór
fram 1. mars 2021.
Hann var ekki að
flækja hlutina fyrir
sér, fylgdi skörpu
innsæi sínu og
sterkri réttlætis-
kennd.
Árni var mjög vel
lesinn og vel að sér
á mörgum ólíkum
sviðum hvort sem
talið barst að íþrótt-
um, stjórnmálum,
sagnfræði, Íslend-
ingasögum eða gamansögum.
Hann kunni mikið af skemmti-
legum gamansögum sem hann
deildi með okkur enda frábær
sögumaður. Sumar sögurnar
fékk ég að heyra oft. Sumar
mánaðarlega, en alltaf hlógum
við jafnhátt svo tárin runnu
stundum niður kinnarnar.
Oftar en ekki bað Árni mig að
vera með sér á fundum með við-
skiptavinum bankans þar sem
ræða átti ný eða gömul útlán.
Fundirnir snerust reyndar yfir-
leitt minnst um tilefni fundarins
heldur mest um skemmtilegar
umræður um lífið og tilveruna
sem kryddaðar voru gamansög-
um í bland við háværan hlátur.
Það var rétt í bláenda fundarins,
þegar allir voru staðnir upp, sem
erindi fundarins var loksins en
lipurlega afgreitt í örfáum orðum
og þá að sjálfsögðu með bros á
vör.
Það eru mikil forréttindi að
hafa kynnst Árna og unnið svo
náið með honum um langt skeið.
Hann var mér svo miklu meira
en frábær samstarfsmaður.
Hann var mér fyrst og fremst
frábær fyrirmynd, vinur minn og
endalaus gleðigjafi.
Ég votta Þórunni og fjölskyld-
unni dýpstu samúð.
Guðmundur Ingi Hauksson.
Við systkinin
settumst niður til að
ræða um hana
ömmu og allar þær
góðu minningar sem við eigum.
Margar góðar sögur eru til vegna
þess að amma var ekki bara um-
hyggjusamur og nýjungagjarn
dugnaðarforkur heldur líka glett-
in og skemmtileg.
Amma var hjartahlý og alltaf
var tekið vel á móti manni á
Hvolsvelli þar sem þau afi bjuggu
lengst af. Ömmu þótti greinilega
vænt um að fá mann í heimsókn
því maður var alltaf dekraður.
Amma bjó vel um mann með ný-
Anna
Þorsteinsdóttir
✝ Anna Þor-steinsdóttir
fæddist 26. október
1928. Hún lést 3.
febrúar 2021.
Útför Önnu fór
fram 19. febrúar
2021.
straujuðum rúmföt-
um og Björk minnist
þess sérstaklega að
hafa alltaf sofið í fal-
legum silkináttkjól-
um. Atli var sendur
til ömmu og afa í fit-
un því hann þótti
heldur magur.
Ömmu fannst hann
samt aldrei nógu
duglegur að borða,
ekki frekar en nokk-
ur annar. Hún sagði alltaf að við
fitnuðum ekki á því sem við borð-
uðum hjá henni.
Amma var mikill snilldarkokk-
ur og ávallt voru kræsingar á
borðum hjá henni. Flatkökur og
hangikjöt, listilega skreytt smur-
brauð og hnallþórur um leið og
maður kom austur. Á ferðalögum
um landið stoppuðum við alltaf og
borðuðum nesti. „Viltu rétta mér
coke-inn?“ Amma hafði þá pakk-
að niður smurðu brauði með eggj-
um og tómötum í upplagi sem
hefði dugað ofan í heila togaraá-
höfn og einhverra hluta vegna var
þetta einfalda brauð alltaf það
besta sem maður hafði nokkurn
tímann bragðað. Þegar í bústað
var komið dró hún svo fram
hverja sortina á fætur annarri svo
jafnaðist á við fermingarveislu.
Þrátt fyrir að sjón og heyrn
hafi verið farin að daprast var
amma afar eftirtektarsöm. Ef það
var hár eða kusk á fötunum þín-
um gast þú verið viss um að
amma bæði sá það og gerði eitt-
hvað í því. Hún tók eftir öllu og
þegar giftingarhringar týndust
að morgni brúðkaupsdags Bjark-
ar og öllu húsinu var snúið á hlið-
ina, þá var það að sjálfsögðu hálf-
blinda Anna amma sem fann þá.
Amma hafði afskaplega græna
fingur og var garðurinn hjá
ömmu og afa örugglega flottasti
garður á landinu. Ef amma var
ekki í eldhúsinu eða úti í garði þá
var hún að lesa Morgunblaðið eða
fylgjast með framhaldsþætti í
sjónvarpinu.
Amma var alltaf bæði tækni-
vædd og nýjungagjörn. Hún
klippti uppskriftir úr blöðum og
var alltaf að baka nýjar kökur og
elda eftir nýjum uppskriftum.
Hún saumaði líka eftir þýskum
uppskriftum án þess að skilja orð
í þýsku. Afköstin í saumaskapn-
um, eins og öðru, voru þvílík að
heilu saumastofurnar í fullum
rekstri hefðu mátt passa sig.
Elsku amma. Það sem okkur
þykir vænt um þig. Það eru algjör
forréttindi að hafa fengið að hafa
þig í okkar lífi. Umhyggjusöm,
hjartahlý, þolinmóð, gjafmild,
fyndin, skemmtileg og góð. Svo
ótrúlega góð. Við fylgdum þér
síðustu skrefin. Þó við höfum
vissulega verið sorgmædd gat
maður ekki annað en rifjað upp
allar góðu stundirnar sem við átt-
um saman og hugsað um hvað þú
hefðir verið ánægð með útförina.
Bleiku blómin og fallegu tónlist-
ina. Þó það hafi helst aldrei mátt
hafa neitt fyrir þér. Ef þú hefðir
fengið að ráða hefðir þú sennilega
jarðsett þig sjálf. En ég er viss
um að þú hafir verið með góðlát-
legt bros út í annað og tautað lág-
róma: „Ókey.“
Björk, Atli, Elfa og fjölskyld-
ur.
Björk Erlendsdóttir,
Atli Erlendsson,
Elfa Erlendsdóttir.
Útför dóttur minnar, systur okkar, mágkonu
og frænku,
HILDAR STEINGRÍMSDÓTTUR
lyfjafræðings,
fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn
9. mars klukkan 15.
Ingibjörg Pála Jónsdóttir
Einar Steingrímsson Eva Hauksdóttir
Þóra Steingrímsdóttir Haukur Hjaltason
Ragnhildur, Elín Hildur, Steinunn, Freyr, Halla
og makar
Okkar ástkæra,
GUÐNÝ SVERRISDÓTTIR,
Skarðshlíð 15d,
Akureyri,
lést þriðjudaginn 9. febrúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Innilegar þakkir til starfsfólks lyfjadeildar Sjúkrahússins á
Akureyri svo og starfsfólks heimahlynningar og heimahjúkrunar
fyrir ómetanlega umönnun í veikindum Guðnýjar.
Halldór Tryggvason
börn, tengdabörn og barnabörn
Elsku pabbi okkar, tengdapabbi, afi
og langafi,
HARALDUR JÚLÍUS SIGFÚSSON,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði föstudaginn
26. febrúar. Útför verður auglýst síðar.
Anna Haraldsdóttir Sveinn Jóhannsson
Guðný Haraldsdóttir Ólafur Jóhannesson
Haraldur Haraldsson Ester Bjargmundsdóttir
Steinunn Haraldsdóttir Grétar Mar Hreggviðsson
barnabörn og barnabarnabörn