Morgunblaðið - 02.03.2021, Side 21
Ég man ekki
hvar ég hitti Sig-
rúnu fyrst en hún
sagðist fyrst hafa
tekið eftir mér á
árlegu sundmóti framhaldsskól-
anna í Sundhöll Reykjavíkur.
Þar var ég keppandi en hún
áhorfandi og hún sagði að ég
hefði verið svo flott vaxinn og
með fallega fætur. Þetta sagði
hún mér löngu síðar.
Þótt ég hafi kynnst Sigrúnu
1957 var fyrsti atburðurinn sem
ég man eftir með henni á
þjóðhátíðardaginn 1958. Ég var
nýkominn með bílpróf og fékk
lánaðan bílinn hjá pabba og við
rúntuðum saman allan daginn
og fram á nótt í blíðskaparveðri
með blöðrur á bílnum. Biggi
bróðir var með okkur en fram-
sætið var þriggja manna og hún
sat í miðjunni. Um haustið
hvarf hún til náms í Cambridge
en ég settist aftur í gamla góða
menntaskólann.
Hún kom ekki aftur fyrr en
að sumri næsta árs og nýr
þjóðhátíðardagur var kominn
og farinn. Hún fór sem kvennó-
mær og kom aftur forfrömuð
dama með nýja strauma, nýja
tísku, nýja músík og og enn
meira sexý. En í fasi og fram-
komu var hún gamla góða bros-
milda og skemmtilega Sigrún
sem sagði okkur að hún hefði
verið kölluð Sínó í útlöndum og
tók nú til við að kenna okkur að
dansa cha-cha-cha.
Eftir þetta vorum við „sam-
an“ sem leiddi til þess að Jón
Gauti kom í heim okkar
skömmu fyrir þjóðhátíðardag-
inn 1961 og ég tel mig vita hvar
við vorum þegar lögð voru drög
að því. Þetta var í fyrsta skipti
sem við gerðum eitthvað svo-
leiðis og það var allt hið vand-
ræðalegasta.
Meðan við dvöldum í Þýska-
landi var Sigrún gamaldags
heimavinnandi húsmóðir nema
hvað hún var alls ekkert gam-
aldags. Hún var reyndar svo
smart að einhverjum skóla-
systkinum Jóns Gauta í Lúth-
erska skólanum í Eilendorf
fannst hún ekki vera mömmu-
leg.
Sigrún var útsjónarsöm um
heimilisreksturinn og frábær
kokkur og það var ekki bruðlað
með mat. Hún gerði trékassa
sem við notuðum við flutn-
ingana til Þýskalands að fyr-
irtaks bókahillum sem breytt-
ust svo aftur í trékassa þegar
við fluttum heim.
Í Þýskalandi eignuðumst við
saumavél og um tíma saumaði
hún dödsmart og vönduð föt á
sig. Hún lærði líka vélritun en
eftir að hún lenti með hægri
höndina í kjötsög við sumar-
vinnu í kjötvinnslustöð missti
hún af vélritunarnámi í
Kvennaskólanum. Þar með var
líka sjálfhætt í píanónáminu
sem hún hafði stundað síðan
hún var níu ára. En nú hafði
hún fengið nægan styrk í hönd-
ina og ritvélin átti eftir að
verða hennar atvinnutæki á
meðan hún stundaði fasta
vinnu.
Lífið hennar Sigrúnar var
alls ekki átakalaust en einhvern
tímann sagði hún mér að sín
bestu ár hefði hún átt í Þýska-
landi. Líklega get ég sagt það
sama þannig að bestu árin okk-
ar beggja hafi verið ár sem við
áttum saman. Nú er þessum
samvistum lokið og ég kveð
fyrrverandi eiginkonu mína,
Sigrún Ólöf
Marinósdóttir
✝ Sigrún fæddist6. febrúar
1941. Hún lést 15.
febrúar 2021.
Útförin hefur
farið fram í kyrr-
þey.
móður sona minna
og ættmóður af-
komenda minna í
síðasta sinn. Takk
fyrir allt.
Guðlaugur
Gauti Jónsson.
Elsku amma
mín! Ég veit ekki
alveg hvað skal
segja nú þegar þú
ert ekki lengur hér. Þú varst
mér fyrirmynd, en ég er hrædd
um að ég hafi ekki sagt það við
þig á meðan tími var til. Þannig
að ég segi það núna, ég leit allt-
af svo upp til þín. Hvort sem
það voru minningar frá því ég
var lítil af okkur að lita saman
eða föndra, ég vildi alltaf ná að
gera það jafn vel og þú. Á full-
orðinsárum leit ég upp til þeirr-
ar náðargáfu sem þú virtist
hafa í kringum fólk, en það var
sama hver manneskjan var, þér
tókst alltaf að láta öllum í
kringum þig líða eins og mið-
punkti alheimsins, áhuginn og
einlægnin var smitandi. Hlát-
urinn þinn og lífsgleðin eru eitt-
hvað sem ég mun alltaf geyma í
hjarta mínu og leita til þegar
eitthvað bjátar á. Ég veit að líf-
ið var ekki alltaf dans á rósum,
en það stoppaði þig aldrei í því
að halda í gleðina og sjá björtu
hliðarnar.
Lengi vel vorum við bara tvö
barnabörnin, augasteinarnir
þínir tveir, eins og þú kallaðir
okkur systkinin alltaf þegar við
vorum lítil. Við vorum svo
heppin að hafa þig sem ömmu,
þú gafst hlýjustu knúsin og
blautustu kossana og talaðir
alltaf við okkur af svo miklum
áhuga og ást að það var eins og
hver einasti hlutur sem við tók-
um okkur fyrir hendur væri sá
merkilegasti í mannkynssög-
unni. Þegar ég hugsa til baka,
þá skipti það öllu máli, að hafa
haft þig á hliðarlínunni með þitt
jákvæða hugarfar og óbilandi
trú á hverju því sem maður tók
sér fyrir hendur. Að fara í
heimsókn til ömmu og vita að
það biði manns alltaf fimmfald-
ur skammtur af hvatningarorð-
um og jákvæðu hugarfari, það
er ansi dýrmætt. Þessi óbilandi
ást þín og hlýja smitaðist svo
yfir á börnin mín og í hvert
skipti sem ég kom með barna-
barnabörnin í heimsókn var
eins og þú værir agndofa yfir
fegurð og visku þeirra. Jafnvel
þótt það hafi liðið stutt á milli
hittinga, varstu alltaf jafn gagn-
tekin af því sem þau höfðu fram
að færa.
Þú varst svo mikill fagurkeri,
þér tókst alltaf að búa til eitt-
hvað unaðslega fallegt úr engu.
Það er hæfileiki sem ég dáðist
að strax sem barn og hef síðan
gert mitt besta til að apa eftir,
enda áttum við margar góðar
stundir við alls konar föndur.
Ég á minningar frá því ég var
ung á aðventunni þar sem ég
horfði agndofa á þig pakka inn
pökkum, nema bara að þú varst
ekki að pakka inn í pappír eins
og við hin gerum, þú varst að
búa til listaverk. Hver einasti
pakki var nýtt listaverk. Þetta
var svo sem ekki bundið við
pakka – þú varst svo mikill
listamaður í þér og teiknaðir og
málaðir svo ótrúlega fallega.
Ég er heppin að hafa haft þig
sem fyrirmynd. Ég er heppin
að eiga allar minningarnar okk-
ar sem munu lifa áfram. Ég er
líka heppin að geta kveikt á
reykelsi – með þinni lykt, þitt
reykelsi – og vera með lyktinni
einni komin aftur til þín í hug-
anum. Elsku yndilsega, lífs-
glaða og sterka amman mín,
hvíldu í friði!
Sigrún Elfa Guðrúnardóttir.
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2021
Það verður frek-
ar tómlegt hjá okk-
ur systkinunum
núna þegar stóra
systir er farin frá okkur. Við vor-
um mikið saman, við vorum „The
Usual Suspects“ eins og Siggi,
maðurinn hennar, kallaði okkur.
Hverjir verða í mat? „The Usual
Suspects“ sagði hann og glotti.
Birna Guðrún
Jóhannsdóttir
✝ Birna GuðrúnJóhannsdóttir
fæddist 25. apríl
1952. Hún lést 14.
febrúar 2021.
Birna var jarð-
sungin 26. febrúar
2021.
Og það var hvergi
betra að vera en í
Reyrenginu hjá
Sigga og Birnu
hvort sem það var á
jólum, páskum, á
sumrin eða bara að
skjótast í heimsókn
og drekka dauft
kaffi að kvöldi til og
ræða málefni líðandi
stundar.
Hún hafði ein-
staka gáfu að gera fallegt í kring-
um sig bæði á jólum og venjulega
daga. Öll litlu smáatriðin heima
hjá henni bera vitni um það. Hver
stytta, stór og lítil, var á hárrétt-
um stað.
Systir okkar var mikið jóla-
barn og líklega hvergi á Íslandi
var eins jólalegt og hjá Birnu og
Sigga í Reyrenginu í kringum há-
tíðirnar. Það var jafnvel erfitt að
opna jólapakkana frá henni því
umbúðirnar voru þvílík listasmíð.
Og veislurnar hjá henni voru allt-
af jafn fallegar og mikið lagt í öll
smáatriði og meðlæti með veislu-
matnum.
Og fallegi garðurinn hennar í
Reyrenginu sem henni þótti svo
vænt um. Öll trén, rósirnar,
haustlaukarnir og öll hin blómin.
Hvert einasta smáatriði í garð-
inum var úthugsað og hún lagði
sál sína í að gera garðinn falleg-
an. Það var gott að hafa eins dug-
legan vinnumann og Sigga þegar
Birna var annars vegar. Hann
kvartaði ef til vill aðeins yfir öllu
þessu umstangi en gerði svo það
sem Birna bað hann um.
Hún hafði þó fjölmörg áhuga-
mál eins og að prjóna, gera fal-
legt í kringum sig og svo sérstak-
lega ferðalög. Hún og Siggi voru
sífellt á flakki um heiminn, Evr-
ópa, Ameríka þar sem hún átti
frændfólk sem hún heimsótti
reglulega, Asía, Afríka – þau
höfðu ferðast um allan heiminn –
þau tvö eða með okkur systkin-
unum.
Fjölskyldan skipti hana miklu
máli og má segja að hún hafi orð-
ið höfuð fjölskyldunnar þegar
foreldrar höfðu fallið frá. Gekk
nánast öllum systkinabörnum í
ömmustað og má líka segja að
hún hafi gengið okkur systkinum
í móðurstað að vissu leyti.
Það verður erfitt að geta ekki
hringt í systur okkar, kíkt í heim-
sókn til hennar og farið í ferðalög
með henni. En við vitum að hún
er á góðum stað og höfum enga
trú á öðru en að henni líði vel þar
sem hún er.
Finnbjörn, Guðbjartur,
Jónas, Sjöfn.
Minningar og andlát
Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum.
Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru aðgengilegar
öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum.
Á vefnum er að finna upplýsingar um þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber að
höndum og aðrar gagnlegar upplýsingar ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina.
ww.mbl.is/andlát
Minningargreinar
Hægt er að lesa minningargreinar,
skrifa minningargrein ogæviágrip.
Þjónustuskrá
Listi yfir aðila og fyrirtæki sem
aðstoða þegar andlár ber að höndum.
Gagnlegar upplýsingar
Upplýsingar og gátlisti fyrir
aðstandendum við fráfall ástvina
Minningarvefur á mbl.is
Í minningunni
var hún amma ekki
svona þessi týpíska
amma eins og þær
voru flestar á átt-
unda áratugnum. Hún var
skvísa, var hálffæreysk og hét
skrýtnu nafni, Turid, og var
Ólafsson. Hún keyrði um á rauð-
um amerískum dreka, rak um
tíma prjónaverslun í Árbænum
og spilaði bingó í Vinabæ. Amma
prjónaði, lopapeysur, kjóla og
hvað eina, mikil hannyrðakona.
Hún var aðeins 31 árs þegar hún
hafði fætt 7 börn í þennan heim.
Lífið lék við hana að mörgu
leyti, hún átti góðan mann og
heilbrigð börn.
Hún hafði gaman af því að
spila og vann einu sinni bíl í
happdrætti. Aldrei mátti missa
af Lottótölum kvöldsins. Ég
man þegar amma fór með okkur
Öldu frænku í helgarferð upp á
Bifröst og þegar ég fór með
✝ Turid F. Ólafs-son fæddist 9.
júlí 1927. Hún lést
2. febrúar 2021.
Útför Turidar
var gerð 26. febr-
úar 2021.
henni í bingó og
hún fyllti tvö borð
af bingóspjöldum,
þá var hún í essinu
sínu. Amma Turid
var heiðursfélagi í
Bláa lóninu en
þangað vandi hún
komur sínar einna
fyrst Íslendinga.
Var hún vön að
bjóða barnabörnun-
um með og svo
heim í pitsakvöld á Skeggjagöt-
unni þar sem amma og afi
bjuggu síðustu árin. Einnig var
oft fjör í Hraunbænum, miklar
matarveislur, stærsta jólatréð,
vídeókvöld og fjör fyrir krakk-
ana. Enda vildi hún alltaf að
börnunum liði vel og sýndi þeim
mikla athygli.
Amma var líkamlega hraust,
vann lengi í hótel- og veitinga-
geiranum og við þrif alveg fram
á níræðisaldur, en flestir hennar
viðskiptavinir voru töluvert
yngri en hún. Hún var stolt af
sínu fólki en átti eins og margir
af hennar kynslóð erfitt með að
hrósa öðrum. En hún var amma
okkar og ömmur eru bestar,
blessuð sé minning hennar.
Jón Freyr Sigurðsson.
Turid F.
Ólafsson
Mig langar í ör-
fáum orðum að
minnast Gísla Hall-
dórssonar, Borgar-
nesi. Gísli andaðist
16. febrúar.
Ég minnist Gísla sem glað-
værs og snaggaralegs manns
sem var hvers manns hugljúfi.
Þegar ég ólst upp í Borgarnesi
var Gísli verksmiðjustjóri
Prjónastofu Borgarness. Hann
var virkur í ungmennafélags-
starfi fyrir Skallagrím en þar
lágu leiðir okkar saman. Seinna
sá Gísli um rekstur bifreiða-
verkstæðis úti í Stóru-Brák-
arey.
Leiðir okkar Gísla lágu síðan
aftur saman löngu eftir að ég
flutti frá Borgarnesi vestur í
Stykkishólm, en það var árið
2013 þegar ég tók sæti á lista
Framsóknarflokksins fyrir al-
þingiskosningarnar þá um vorið.
Framsóknarflokkurinn var
Gísli V.
Halldórsson
✝ Gísli V. Hall-dórsson fædd-
ist 19. september
1943. Hann lést 16.
febrúar 2021.
Útförin fór fram
24. febrúar 2021.
heimavöllur Gísla,
enda sonur Hall-
dórs E. Sigurðsson-
ar, sveitarstjóra í
Borgarnesi og síðar
alþingismanns fyrir
Framsóknarflokk-
inn og ráðherra.
Halldór ráðherra
og faðir minn voru
ætíð miklir vinir.
Halldór faðir Gísla
var einn helsti
hvatamaður að byggingu Borg-
arnesbrúarinnar sem stundum
er kölluð Halldóra.
Mörg samtöl átti ég við Gísla
og góð ráð þáði ég jafnframt frá
honum. Við vorum ekki alltaf
sammála, hvorki um menn né
málefni, þannig er það í lífinu.
Gísli var alltaf grandvar og
kurteis og fylginn sér í því sem
þurfti að koma á framfæri. Sam-
félagsmál voru honum hugleikin
sem sést best á hans ferli í fé-
lagsmálum. Borgarnes og Borg-
arbyggð voru hans ær og kýr.
Ég votta konu hans, Guðrúnu
Birnu Haraldsdóttur, og fjöl-
skyldu innilega samúð. Megi
minning um góðan og glaðværan
dreng sem Gísli var lifa.
Sigurður Páll Jónsson.