Morgunblaðið - 02.03.2021, Síða 22

Morgunblaðið - 02.03.2021, Síða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2021 Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Aðalgata 20, Svfél. Skagafjörður, fnr. 213-1141 , þingl. eig. Benedikt Lafleur Sigurðsson, gerðarbeiðendur Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra og Sveitarfélagið Skagafjörður, mánudaginn 8. mars nk. kl. 11:00. Lindargata 15, Svfél. Skagafjörður, fnr. 213-1991 , þingl. eig. Wladys- law Jan Bugajski, gerðarbeiðandi Vátryggingafélag Íslands hf., mánu- daginn 8. mars nk. kl. 13:00. Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra 1. mars 2021 Styrkir Rannsóknarsjóður síldarútvegsins Sjóðurinn styrkir að þessu sinni fræðslu- og kynningarefni í sjávarútvegstengdu námi við grunnskóla og á framhaldsskólastigi. Gerð er krafa um að fræðslu- og kynningar- efni styrkt af sjóðnum verði öllum aðgengi- legt á netinu án gjalds. Umsóknarfrestur er 5. apríl og nánari upplýsingar er að finna á vef sjóðsins hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (https://sfs.is/greinar/rannsoknarsjodur-sild- arutvegsins/). Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30. Tálgað í tré kl. 13. Postu- línsmálun kl..13. Prjónahittingur Önnu kl.13.30. Kaffi kl.14.30-15.20. Vegna fjöldatakmarkana þarf að skrá sig í viðburði hjá okkur og jafn- framt er grímuskylda í Samfélagshúsinu, gestir bera ábyrgð á að koma með eigin grímu og passa uppá sóttvarnir. Upplýsingar í síma 411 2702. Allir velkomnir. Árskógar Smíðastofa með leiðb. kl. 9-16. Opin vinnustofa kl. 9-12. Boccia með Guðmundi kl. 10. Handavinnuhópur kl. 12-16. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Hreyfiþjálfun kl. 13.45. Kaffisala kl. 14.30-15.30. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. Grímuskylda og það þarf að skrá sig í viðburði eða hópa: 411.2600. Áskirkja Við spilum í kvöld í Dal, neðra safnaðarheimili kirkjunnar kl. 20 Allir velkomnir GRÍMUSKYLDA! Safnaðarfélag Áskirkju Boðinn Ganga/stafganga kl. 10 frá anddyri Boðans. Fuglatálgun kl. 13-16. Munið grímuskyldu og tveggja metra regluna. Sundlaugin er opin frá kl. 13.30-16. Bústaðakirkja Félagsstarf fyrir eldriborgara á miðvikudögum frá kl. 13-16, spilað, skrafað og unnin handavinna. Einnig er boðið upp á göngutúr frá safnaðarsal kl. 13. Gengið um nágrenni kirkjunnar ca. 45 mín. Kl 14.15 er prestur með hugleiðingu og bæn og kaffið góða strax á eftir. Þennan miðvikudaginn verður Hólmfríður djákni með smá fróðleik í máli og myndum um t.d fuglana sem við höfum séð á gönguferðum okkar. Dómkirkjan Bæna-og kyrrðarstund í hádeginu alla þriðjudaga í Dómkirkjunni. Fella og Hólakirkja Kyrrðarstund og fyrirbænastund kl. 12. Umsjá Kristín Kristjánsdóttir, djákni og Arnhildur Valgarðsdóttir, organisti. Eftir stundina er boðið upp á súpu og brauð. Loksins getum við hafið aftur félagstarfið okkar og bjóðum við alla velkomna. Við fylgju öllum sóttvörnum og eigum góða samveru saman. Hlökkum til að sjá ykkur. Garðabær Poolhópur í Jónshúsi kl 9. Qi Gong í Sjál. kl. 8.30. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Stólajóga kl. 11 í sal Kjallara Vídalínskirkju. Boccia, Ásgarður kl. 12.55. Smíði, Smiðja, Kirkjuh. kl. 9 og 13. Vatnsleikfimi Sjál. kl. 15.15. Litlakot opið kl. 13-16. Gjábakki Kl. 8.30-10.30 handavinnustofa opin, bókið daginn áður. Kl. 9.45 stólaleikfimi (fullbókað), kl. 11.30-12.30 matur. Kl. 13.30-15.30 opið fyrir spjall, bókið daginn áður. Kl. 14.30-16 kaffi og meðlæti Gullsmára Myndlist kl. 9. Tréútskurður kl. 13. Munið sóttvarnir. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall kl. 8.30-10.30. Útvarpsleik- fimi kl. 9.45. Helgistund kl. 14, prestur frá Grensáskirkju þjónar. Korpúlfar Listmálun með Pétri kl. 9 í Borgum, boccia kl. 10 í Borgum. Helgistund í Borgum kl. 10.30. Leikfimishópur Korpúlfa byrjar á ný í Egilshöll kl. 11 í dag, Margrét Eiríksd. leiðbeinir, allir velkomnir. Spjallhópur í Borgum kl. 13 og sundleikfimi í Grafarvogssundlaug kl. 14. Minnum 80 ára og eldri á bólusetninguna í dag. Virðum sóttvarnir og grímuskyldu. Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 7.10. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Pútt í Risinu á Eiðistorgi kl. 10.30. Kvennaleikfimi í Hreyfilandi kl. 11.30. Karlakaffi í safnaðarheimili kl. 14. Örnámskeið, roð og leður á meðri hæð félagsheimilisins kl. 15.30-18.30. Vatnsleik- fimi í sundlauginni kl. 18.30. Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Bílar SÁ ALLRA FLOTTASTI CHEVROLET Corvette Stingray Árgerð 1972, ekinn 63 Þ.MÍLUR, Bensín, sjálfskiptur. Verð 5.990.000. Rnr.133882. Er á staðnum. Glæsilegur bílll. CHEVROLET Corvette Stingray. Árgerð 1972, ekinn 63 Þ.MÍLUR, Bensín, sjálfskiptur. Verð 5.990.000. Rnr.133882. Er á staðnum. SÁ VINSÆLASTI Í DAG. VOLVO XC60 T8 Incription Plug In Hybrid. Árgerð 2020, ekinn 10 Þ.KM, Bensín/Rafmagn. sjálfskiptur 8 gírar. Verð 8.990.000. Rnr.226042. Enginn skipti. Er á staðnum. Nánari upplýsingar veita Höfðabílar ehf. í síma 577-4747 Smá- og raðauglýsingar atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á ✝ Rebekka Gúst-avsdóttir fædd- ist 25. apríl 1948 á Akureyri. Hún andaðist á heimili sínu, Hrafnagils- stræti 37 á Ak- ureyri, 19. febrúar 2021. Foreldrar henn- ar voru Gústav Brynjólfur Júl- íusson blikksmiður, f. 1. júlí 1918, d. 9. ágúst 1988, og Björg Oktavía Hafliðadóttir, húsmóðir og saumakona, f. 1. október 1918, d. 18. desember 1979. Systir Rebekku er Bergþóra Gústavsdóttir, f. 1. júlí 1942, leikskólakennari að mennt. Eiginmaður Rebekku er Birgir Karlsson, skrif- stofumaður og tón- listarmaður, f. 15. júní 1945 á Ak- ureyri. Börn þeirra eru; Garðar Már, f. 1965, Auður, f. 1970, Björg Eir, f. 1982, og Teitur, f. 1985. Rebekka útskrif- aðist frá Borg- arspítalanum í Reykjavík sem sjúkraliði árið 1975 og starfaði alla sína ævi við umönnun sjúkra. Þau hjón bjuggu á Akureyri og í Eyjafjarðarsveit allan sinn búskap, að undanskildum fjór- tán árum í Reykjavík. Rebekka verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju 2. mars 2021 kl. 13.30. Mamma mín. Takk fyrir lífið móðir mín kær, það varst þú sem að gafst mér bæði dag og í gær. Fyrir líf þitt er þakklæti orðið mér nær. Leggðu nú frá þér þitt fallega líf. Og vittu, þín bíður enn betri tíð. Hjá frelsara okkar englarnir syngja, þeir bíða þín mamma og vilja umkringja. (Björg Eir Birgisdóttir) Björg Eir Birgisdóttir. Þegar ég hugsa um það að þú sért farin frá okkur elsku Rebekka fyllast augu mín tár- um. Ekki eingöngu af sorg heldur fyllast þau tárum af þakklæti fyrir þann tíma sem ég fékk að eiga með þér og söknuði til þeirra stunda sem hefðu átt að verða. Ég mun sakna þess að geta leitað til þín með stór og smá vandamál, að geta ekki beðið þig um að prjóna eitt par af lopasokkum eða vettlingum fyrir stelpurn- ar okkar og fá fyrir vikið send- an fullan poka af alls konar fíneríi sem þú hristir fram úr erminni yfir kvöldglápinu. Ég er þakklát fyrir öll þau skipti sem þú tókst svo vel á móti mér eftir að við Teitur rugl- uðum saman reytunum. Alltaf tókstu mér opnum örmum með brosi á vör. Ég verð að við- urkenna að til að byrja með var ég örlítið öfundsjúk út í þig, þú áttir svo stóran hluta af hjarta sonar þíns að mér fannst gengið á minn hlut, en svo sá ég þegar fram liðu stundir að þú varst bara ein- faldlega svo ráðagóð, útsjón- arsöm, skynsöm, reynslumikil og ástrík að ég þurfti einfald- lega bara að kyngja stoltinu og taka ráðleggingum þínum opn- um örmum. Fyrir mér varstu tengdamamma með góð ráð undir rifi hverju. En þrátt fyr- ir að vera svo lífsreynd og ráðagóð varstu alltaf tilbúin til að hlusta á mínar skoðanir, sjónarmið og tókst mínum uppskriftum og hugmyndum opnum örmum. Ég er svo glöð að Brynhildur Björk dóttir okkar hafi fengið að kynnast þér og fengið að verja tíma með þér því alltaf hafðirðu hag hennar og vellíðan sem leið- arljós í samskiptum ykkar og tókst henni alveg eins og hún er. Við munum gera okkar besta til að halda minningu þinni, ráðum, mataruppskrift- um og væntumþykju lifandi og vonandi mun Vigdísi Lóu finn- ast alveg eins og hún hafi þekkt ömmu Rebekku jafn vel og Brynhildur gerir þegar fram líða stundir. Elsku Re- bekka mín, vonandi líður þér betur núna og ég hlakka til að taka með þér kana, borða góm- sætan mat eða syngja fyrir þig Draumalandið þegar við hitt- umst næst, í draumalandinu. Þín tengdadóttir, Helena Marta Stefánsdóttir. Í dag kveðjum við elskulega tengdamóður mína, Rebekku Gústavsdóttur, sem lést á heim- ili sínu þann 19. febrúar. Þegar ég kom inn í fjölskyldu Re- bekku skynjaði ég fljótt hve einstök tengdamóðir mín var. Það var eitthvað óútskýranlega notalegt við Rebekku og alltaf gott að koma til hennar í spjall eða til að leita ráða. Hún var afar barngóð og var fjölskylda okkar svo lánsöm að búa í ná- grenni við hana og afa Bigga á meðan börnin uxu úr grasi. Þannig fengu þau að njóta ómældrar góðvildar, umhyggju og festu ömmu sinnar. Öll áttu þau náið og gott samband við hana en hvert á sinn hátt. Hún lagði sig fram við að fylgjast náið með öllum afkomendum sínum og veitti þeim stuðning og hvatningu. Rebekka var alla tíð glæsileg kona. Hún hafði gaman af ferðalögum og kunni að meta góða tónlist. Hún var með létta lund, hafði sterkar skoðanir á flestum málefnum og alltaf var stutt í húmorinn hjá henni. Í átta ár barðist Rebekka við hinn illvæga sjúkdóm sem á endanum hafði betur. Þá bar- áttu háði hún af miklu æðru- leysi og hugrekki. Bigga sínum kynntist Rebekka ung að árum og í gegnum erfið veikindin og lífið sjálft stóð hann þétt við hlið hennar. Samband þeirra var alltaf fallegt og einkenndist af mikilli virðingu og ást. Viðhorf Rebekku til lífsins, hlýja hennar og alúð, gerðu það að verkum að hún er helsta fyr- irmynd mín í lífinu. Ég minnist hennar með miklu þakklæti fyrir allt sem hún hefur gert fyrir okkur fölskylduna á Stokkahlöðum, ást hennar og hlýhug. Þín augu mild mér brosa á myrkri stund og minning þín rís hægt úr tímans djúpi sem hönd er strýkur mjúk um föla kinn þín minning björt. (Ingibjörg Haraldsdóttir) Minning elsku Rebekku lifir í hjarta mínu, Björk. Elsku amma. Það varst þú sem tókst á móti mér í þennan heim og hef- ur fylgt mér hvern einasta dag síðan. Það var hvergi betra að leita en til þín og alltaf var ég jafn velkomin til ykkar afa. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig og ég er þér endalaust þakklátur fyrir allt, alveg frá grilluðum samlokum (ekki hafa áhyggjur, grillið verður notað áfram), jólabakstri, sundferðum og upp í spjall um lífsins gildi og ástina. Allt sem þú hefur kennt mér um kærleikann og góðmennsku fylgir mér alla tíð. Guð geymi þig og varðveiti og gefi þér frið. Þinn Gabríel Logi (Babí). Elsku amma. Við systkinin vorum svo lán- söm að alast upp með ykkur afa í næsta húsi og vörðum við því miklum tíma í Vallartröð og seinna í Hrafnagilsstræti. Tengingin við ykkur afa var sterk, við vorum ávallt velkom- in og litum alltaf á heimili ykk- ar sem okkar annað heimili. Þú sást til þess að við fengjum nóg af djúsklökum, ístei, poppi í stærsta potti sem við höfðum séð og öðrum kræsingum sem við sáum hvergi annars staðar. Þú varst á sama tíma óhrædd við að taka virkan þátt í upp- eldinu og kenna okkur lífsins lexíur með ástina og kærleik- ann að leiðarljósi. Við systkinin munum enn svipinn og stoltið sem færðist yfir andlit þitt þegar Rebekka yngri fæddist og hún var nefnd í fanginu á þér. Við áttum öll svo sérstakt samband við þig – hvert á ólíkum forsendum. Elsku amma, okkur leið allt- af svo vel með þér. Allar stund- irnar sem þú last og söngst fyr- ir okkur og spilaðir við okkur hvert spilið á fætur öðru. Þú elskaðir að vera umkringd af- komendum þínum og erum við einstaklega þakklát fyrir að börnin okkar hafi fengið að kynnast manneskjunni sem er okkur öllum svo mikilvæg. Amma, við elskum þig. Þín barnabörn, Frans, Silja og Rebekka. Hryggðar hrærist strengur hröð er liðin vaka ekki lifir lengur ljós á þínum stjaka. Skarð er fyrir skildi skyggir veröldina eftir harða hildi horfin ertu vina. Klukkur tímans tifa telja ævistundir ætíð lengi lifa ljúfir vinafundir. Drottinn veg þér vísi vel þig ætíð geymi ljósið bjart þér lýsi leið í nýjum heimi. (Hákon Aðalsteinsson) Með þessu fallega ljóði kveð ég vinkonu mína. Vinátta og kærleikur gefur lífinu gildi og skilur eftir sig minningar sem enginn getur tekið. Ég bið Guð að styrkja alla ástvini þína. Gunna og Kalli í Svíþjóð senda kærleikskveðjur til ykkar allra. Minning þín er ljós í lífi okk- ar. Ingibjörg Kristinsdóttir (Inga). Rebekka Gústavsdóttir HINSTA KVEÐJA Ljóð til ömmu engils. Amma mín er góð og blíð það versta sem hún veit er vont stríð hún góðhjörtuð er og hjarta mitt ber á mjúkum örmum sér. Hún er besta amma í heimi alveg lengst úti í hjartageimi elsku amma ég sakna þín ég vildi að þú kæmir aftur til mín hjartastjarnan þín uppi’ í geimn- um skín. Þín ömmustelpa, Brynhildur Björk.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.