Morgunblaðið - 02.03.2021, Page 27

Morgunblaðið - 02.03.2021, Page 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2021 Það er eiginlega stórmerkilegt að tillögurnar um fjölgun leikja í efstu deild karla í fótbolta sem lagðar voru fyrir ársþing KSÍ á laugardaginn skyldu hvorug fá nægilega mikinn stuðning, eins og fjallað er um hér til hliðar. Niðurstöðurnar sýna að í kringum 45 prósent þingfulltrúa lögðust gegn hvorri tillögu fyrir sig. Sem var nóg því tillögurnar þurftu 67 prósent atkvæða til að verða samþykktar. Þar sem félög tveggja efstu deilda karla réðu ásamt vensla- félögum sínum úr neðri deildum yfir meiru en 70 prósentum at- kvæða á þinginu er greinilegt að margir þeirra sem vildu að tillaga Fram um fjórtán lið í stað tólf yrði samþykkt kusu eftir að hún hafði verið felld gegn tillögu starfshóps KSÍ um fjölgun leikja. Og þar með sitja allir uppi með þá niðurstöðu að engu verði breytt og væntanlega þurfi að bíða ársins 2023 til að fá fram fleiri leiki. Þetta skilur eftir sig margar spurningar. Er 67 prósent þrösk- uldurinn til að breytingar verði samþykktar of hár? Er ársþingið sjálft rétti vett- vangurinn til að taka ákvarðanir um breytingar eins og þessar? Ætti frekar að skipa sérstakan starfshóp eða ráð sem tekur endanlegar ákvarðanir um móta- haldið? Ættu leikmenn að hafa eitt- hvað að segja? Samkvæmt könn- un leikmannasamtakanna vilja yfir 90 prósent leikmanna að leikjum sé fjölgað. Nú er bara að vona að næsta starfshópi sem skipaður var á þinginu farnist betur í að koma fram með tillögu sem nýtur al- menns stuðnings. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is  Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp sig- urmark Everton í gærkvöld þegar lið hans lagði Southampton, 1:0, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Markið kom strax á 9. mínútu þegar Gylfi, sem var fyrirliði Everton í leiknum, sendi í gegnum vörnina á Richarlison sem slapp einn gegn markverði og skoraði.  Sigrún Björg Ólafsdóttir, landsliðs- kona í körfuknattleik og fyrrverandi leikmaður Hauka, er á leið til Fjölnis. Hún kemur heim um leið og tímabilinu í bandaríska háskólaboltanum lýkur í þessum mánuði en þar hefur hún gert það gott með liði Chattanooga Mocs.  Oscar Grau, forseti Barcelona og Josep Maria Bartomeu, fyrrverandi forseti félagsins, eru samkvæmt spænskum fjölmiðlum á meðal þeirra sem handteknir hafa verið í lögreglu- aðgerðum sem eru liður í rannsókn á m.a. meintri spillingu og pen- ingaþvætti innan félagsins.  Ásdís Karen Halldórsdóttir skoraði þrennu í gærkvöld þegar Valur vann stórsigur á Keflavík, 8:0, í Lengjubikar kvenna í fótbolta á Hlíðarenda. Hin fimm mörkin skoruðu þær Dóra María Lárusdóttir, Mary Alice Vignola, Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, Elín Metta Jensen og Katla Tryggvadóttir en Katla er aðeins 15 ára gömul. Eitt ogannað mikilvægt fyrir þessi sterkustu lið landsins heldur líka fyrir ásýnd ís- lensks fótbolta. Það er mikilvægt að við tökum tillit til þess innan hreyf- ingarinnar og gerum þetta öll saman. Við hjá KSÍ höfum líka verið að skoða afreksstarfið í heild sinni, bæði innan sambandsins og innan félag- anna. Það er hinn þátturinn á þessu, bæði þjálfunin og áherslurnar innan félaganna, og hvað við getum gert betur þar. Þetta snýst þess vegna ekki bara um fjölgun leikja, þótt það skipti auðvitað máli líka, heldur snýst þetta fyrst og fremst um að standa sig vel á alþjóðlegum vettvangi, hvort sem það eru íslensk félagslið eða ís- lensk landslið, og um það snýst okkar vinna fyrst og fremst.“ Vildu auka gæði deildarinnar Framarar, sem leika í 1. deild karla, Lengjudeildinni, ákváðu að fara alla leið með sína tillögu á árs- þinginu. „Við erum ekki í neinum sárum yf- ir því að okkar tillaga hafi verið felld um helgina,“ sagði Ásgrímur Helgi Einarsson, formaður knattspyrnu- deildar Fram, í samtali við Morgun- blaðið. „Við ræddum það innan félagsins að draga okkar tillögu til baka en að lokum ákváðum við að gera það ekki. Okkar sýn á málið er sú að með því að vera með fleiri lið, fleiri leikmenn í deildinni og þar af leiðandi fleiri unga leikmenn í deildinni séum við að styrkja stoðir fótboltans á Íslandi. Við myndum þannig fá fleiri leik- menn og gæði deildarinnar yrðu meiri. Eins myndi þetta auka mögu- leikann á að selja leikmenn út og þar af leiðandi hjálpa félögunum fjár- hagslega. Félögin, ÍTF og KSÍ, þurfa að setj- ast niður og finna breiða sátt um þær tillögur sem verða lagðar fram. Það náðist ekki um þær tillögur sem lagð- ar voru fram í þetta skiptið og kannski voru það mistök í undirbún- ingnum að tillögu starfshópsins að leita ekki aðeins víðar varðandi und- irbúninginn. Sem dæmi þá lagði ÍA fram tillögu á síðasta ársþingi sem var vísað inn í starfshópinn en Skaga- menn voru aldrei kallaðir inn í starfs- hópinn né áttu mann í honum. Auðvitað spilar kórónuveirufarald- urinn inn í þetta líka og ef til vill gafst ekki nægilega góður tími til þess að vinna þetta eins vel og kostur hefði verið. Kannski getum við samþykkt nýja tillögu á næsta ársþingi sem tek- ur þá gildi tímabilið 2023 en við Framarar erum allavega ennþá á því að finna þurfi breiða samstöðu um fyrirkomulag deildakeppninnar og auðvitað næstu skref hennar,“ sagði Ásgrímur. Leikir sem skipta litlu Stjórn ÍTF, íslensks toppfótbolta, ákvað að styðja við tillögu stjórnar KSÍ en Orri Vignir Hlöðversson tók við formannsembætti samtakanna í síðustu viku. „Við hjá ÍTF ræddum þessar til- lögur bæði á síðasta aðalfundi sem og á stjórnarfundi samtakanna fyrir ársþingið,“ sagði Orri við Morg- unblaðið. „Við í stjórninni bökkuðum upp til- lögu stjórnar KSÍ og fannst hún skynsamlegasta skrefið í þeirri stöðu sem var uppi. Ég legg áherslu á að þetta var niðurstaða stjórnar ÍTF enda voru misjafnar skoðanir félag- anna innan ÍTF um þetta mál sem maður ber að sjálfsögðu virðingu fyr- ir. Niðurstaðan á þinginu var eins og hún var og því verður engin breyting á núverandi fyrirkomulagi á næst- unni í það minnsta. Það er stórt verk- efni að koma fram með tillögur sem flestir geta sætt sig við og það er næst á dagskrá. Það sem við horfðum mest til, inn- an stjórnar ÍTF, voru nýir sjónvarps- samningar sem eru í vinnslu. Þeir taka gildi 2022 og við sáum fyrir okk- ur að vera kannski með nýjar leiðir þar sem myndu auka verðmæti samninganna og koma með nýjan vinkil á mótið, samhliða nýjum samn- ingi. Mér sýnist hins vegar á öllu að það gæti orðið snúið að vera með eitt- hvað tilbúið sumarið 2022 en núna er það bara okkar félaganna að setjast niður og finna sameiginlega lausn sem allir geta sætt sig við. Þegar öllu er á botninn hvolft virð- ast allir vera sammála um að það þurfi að fjölga leikjum í efstu deild. Það er súrt að á því verði engin breyting. Í mínum huga snýst þetta fyrst og fremst um að auka spennuna í mótinu, fjölga áhorfendum og reyna að minnka þessa leiki sem skipta litlu sem engu máli þegar líða fer á sumarið. Þess vegna var ég hrifinn af hugmyndum starfshópsins um tólf liða deild með úrslitakeppni þar sem hvert lið fengi fimm aukaleiki hvert. Það var ekki nægilega mikill meiri- hluti á bak við það þótt ég hafi verið hlynntur því og núna er bara að setj- ast niður við teikniborðið og finna lausn sem virkar fyrir alla,“ bætti Orri við í samtali við Morgunblaðið. Félögin í landinu of hrædd við breytingar?  Tvær tillögur um Íslandsmót karla felldar á ársþingi KSÍ um síðustu helgi  Mikilvægt að finna breiða og ríka samstöðu um breytingar á efstu deild karla Morgunblaðið/Eggert Óbreytt Áfram verða leiknir 22 leikir á lið í úrvalsdeild karla en ekki fjölgað í 26 eða 27 eins og lagt var til. Ársþing KSÍ sem haldið var síð- asta laugardag samþykkti ekki tillögur um fjögun leikja í efstu deild karla sem hefðu tekið gildi frá og með keppnistímabilinu 2022. Fram lagði til að liðum yrði fjölgað úr tólf í fjórtán og leikin tvöföld umferð. Starfshópur KSÍ og ÍTF lagði til að áfram yrðu tólf lið í deildinni en bætt yrði við einfaldri umferð, fimm leikjum á lið, milli efstu sex liðanna annars vegar og neðstu sex liðanna hins vegar. Tillaga KSÍ fékk 54% stuðning á þinginu en tillaga Framara 58,2% stuðning og því voru þær báðar felldar þar sem þurfti sam- þykki 2⁄3 greiddra atkvæða, eða 67 prósenta, til þess að tillögurnar myndu ganga í gegn. Niðurstaðan þýðir að keppn- isfyrirkomulag verður óbreytt tímabilin 2021 og 2022 þar sem breytingar sem mögulega yrðu samþykktar á næsta ársþingi, í febrúar 2022, tækju ekki gildi fyrr en frá og með tímabilnu 2023. Núverandi fyrirkomulag þar sem tólf lið leika tvöfalda umferð hefur verið við lýði frá 2008. Þá var liðum fjölgað úr tíu í tólf á þann hátt að 2007 féll aðeins eitt lið úr deildinni en þrjú komu í staðinn. Óbreytt til minnst 2023 EFSTA DEILD Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Íslensk knattspyrnufélög þurfa að setjast aftur við teikniborðið eftir að tvær tillögur sem sneru að lengingu keppnistímabilsins í efstu deild karla voru felldar á 75. ársþingi Knatt- spyrnusambands Íslands, KSÍ, sem haldið var rafrænt um síðustu helgi. Upphaflega bárust ársþinginu fjórar tillögur en Fylkismenn, sem vildu fækka liðum í efstu deild í tíu og spila þrjár umferðir, drógu tillögu sína til baka. Sömu sögu er að segja af Skagamönnum sem lögðu fram til- lögu um tólf liða efstu deild og að spiluð yrði þreföld umferð. Því var kosið um annars vegar til- lögu frá stjórn KSÍ um áframhald- andi tólf liða deild en eftir hinar hefð- bundu 22 umferðir myndu efstu sex liðin spila innbyrðis um Íslands- meistaratitilinn í fimm umferðum, og taka stigin með sér þangað, og neðstu sex liðin á sama hátt um að halda sér í deildinni. Þá lögðu Fram- arar fram tillögu um fjórtán liða efstu deild þar sem leikin yrði tvöföld umferð. „Miðað við hvernig niðurstaðan var um helgina þá fengu auðvitað báðar tillögurnar meirihluta atkvæða en ekki aukinn meirihluta eins og þarf til svo þær verði samþykktar,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, í samtali við Morgunblaðið. Almennur vilji til að fjölga „Miðað við núverandi regluverk þá þarf að vinna þetta áfram og reyna að komast að niðurstöðu í málinu. Það er almennur vilji til þess að fjölga leikjum og færa fyrirkomulag- ið til betri vegar. Það er okkar verk- efni innan hreyfingarinnar núna og að finna góða niðurstöðu í þessu máli. Við þurfum að fara aðeins betur yfir þetta og ræða á hlutlægan og fagleg- an hátt. Það má alveg velta því fyrir sér hvort það sé æskilegt fyrirkomu- lag að þurfa samþykki frá 2⁄3 greiddra atkvæða en þetta er regluverkið okk- ar í dag og við þurfum 2⁄3 samþykki til þess að breyta því. Það er ljóst að þetta er mál sem þarf meiri umræðu og það fór mikil orka í að reyna að klára mótið í fyrra og annað tengt kórónuveirufaraldr- inum. Við fórum seint í þessa rýni- vinnu og kannski þarf þetta meiri tíma en við gáfum okkur því það er vissulega stór framkvæmd að breyta deildarfyrirkomulaginu. Það er talað um að þegar við fórum úr tíu liðum í tólf þá hafi það tekið tíu ár að koma þeirri breytingu í gegn enda hafði hún verið lengi í umræðunni áður en af henni varð. Þessi mál vilja taka langan tíma og kannski of langan. Kannski erum við of hrædd við breytingar en það er svo sannarlega vilji til breytinga núna og ég finn það innan hreyfingarinnar,“ bætti Guðni við. Vilja standa sig betur Íslensk félagslið eru í fjórða neðsta sæti styrkleikalista UEFA en frá og með tímabilinu 2022 mun Ís- land aðeins fá þrjú sæti í Evr- ópukeppnum í stað fjögurra. „Við þurfum að horfast í augu við það að við höfum verið að færast neð- ar á lista UEFA yfir árangur í Evr- ópukeppnum. Það eru okkur vissu- lega mikil vonbrigði og það er mikilvægt að við séum samkeppn- ishæf við önnur lönd og félagslið inn- an Evrópu. Við viljum standa okkur betur á þessum vettvangi en við höf- um verið að gera og það er ekki bara

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.