Morgunblaðið - 09.03.2021, Side 1

Morgunblaðið - 09.03.2021, Side 1
Þ R I Ð J U D A G U R 9. M A R S 2 0 2 1 Stofnað 1913  57. tölublað  109. árgangur  HAUKAR AFTUR KOMNIR Á BEINU BRAUTINA FJÖRU- VERÐLAUNIN AFHENT ALLT FÓR AÐ VERSNA EFTIR GIFTINGUNA ERU MIKLAR KVENNASÖGUBÆKUR 28 UMDEILT VIÐTAL 14KÖRFUBOLTI 26 Omeprazol Actavis 20mg14 og 28 stk. Magasýruþolin hylki sem innihalda 20 mg af virka efninu Omeprazol og eru ætluð fullorðnum til skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu lagi með hálfu glasi af vatni með mat eða á fast- andi maga. Kynnið ykkur notkunarleiðbeiningar, varnaðarorð og frábendingar áður en lyfið er notað. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgi- seðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. Markaðsleyfishafi: Actavis Group PTC ehf. T ev a 0 2 8 0 6 2 Afhendum samdægur s á höfuðbo rgarsvæðin u mán–lau e f pantað er fyrir kl. 1 3:00. lyfjaver.is Suðurlandsbraut 22 *Frí heimsending ef pantaðir eru tveir lyfseðlar eða verslað er fyrir meira en 9.900 krónur. Netapótek Lyfjavers Frí heimsending um land allt!* Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Ég held ekki að það hafi verið hægt að spila mikið betur úr þessari loðnuvertíð heldur en raun ber vitni,“ segir Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunn- ar í Neskaupstað. Sumar útgerðir eru búnar að veiða loðnukvóta sinn, en aðrar ljúka væntanlega veiðum í vikunni hamli veður ekki. Gunnþór áætlar að útflutningsverðmæti loðnuafurða eftir vertíðina muni nema 22-25 milljörðum og eru út- flutningsverðmæti 10 þúsund tonna, sem norsk skip lönduðu hérlendis inni í þeirri tölu. Einmuna blíða á miðunum Gunnþór segir að í síðustu viku hafi verið einmuna blíða á miðunum í Faxaflóa og Breiðafirði og skip- unum gengið vel í hrognatúrunum. Heilt yfir hafi vertíðin gengið vel, samsetning og stærð loðnunnar ver- ið hagstæð og öflugum skipum hafi gengið vel að veiða. Sem dæmi nefn- ir hann að Síldarvinnslan hafi tekið á móti tæplega 10 þúsund tonnum í heilfrystingu og af því magni hafi aðeins 120 tonn farið í fiskimjöl og lýsi. Það segi sína sögu um fjárfest- ingu og uppbyggingu í vinnslunni í landi. Um markaðinn segir Gunnþór að útlitið sé gott. Sérstaklega eigi þetta við um hrognamarkaðinn, enda sé magnið ekki mikið. Hátt verð fyrir heilfrysta loðnu standi þó aðeins í markaðnum. Eftir loðnubrest í tvö ár var heildarkvótinn ákveðinn 127.300 tonn viku af febrúar. Þá hafði loðnu verið leitað í umfangsmiklum leið- öngrum Hafrannsóknastofnunar og útgerða uppsjávarskipa. Í hlut ís- lenskra veiðiskipa komu tæp 70 þús- und tonn. Kvóti Norðmanna við landið nam tæplega 42 þúsund tonn- um og komu um 60 norsk skip hing- að til veiða á vertíðinni. Færeyskum skipum var heimilt að veiða samtals 6.365 tonn af loðnu í fiskveiðiland- helginni og kvóti grænlenskra skipa var tæplega 9.300 tonn. Ljósmynd/Emil Andersen Drangar Börkur NK siglir fram hjá Reynisdröngum síðdegis á sunnudag á leið sinni á loðnumiðin út af Snæfellsnesi, en nú er lítið eftir af loðnuvertíðinni. Ekki hægt að spila mikið betur úr loðnuvertíðinni  Áætlar að útflutningsverðmæti loðnuafurða verði í heild 22-25 milljarðar króna Í gær kom í ljós að vonir nokk- urra frambjóð- enda til stjórnar Icelandair Group, um margfeldis- kosningu í stjórn- arkjörinu á aðal- fundi félagsins á föstudaginn næsta, hefðu brugðist. Margfeldis- kosning er talin hafa getað aukið til muna möguleika þeirra frambjóð- enda sem tilnefningarnefnd félags- ins mælti ekki með í stjórnina. Sturla Ómarsson, sem er einn þessara frambjóðenda, segir spurð- ur um mat á stöðunni eftir að í ljós kom að margfeldiskosning yrði ekki viðhöfð að væntanlega yrði erfiðara fyrir nýja aðila að komast inn. „Það er samt möguleiki. Þar sem það eru ekki fleiri en 53% sem ætla að mæta á fundinn, þá í samhengi allra hluta þarftu minna,“ segir Sturla, og telur möguleika sína ennþá góða. „Ég tel fullt tilefni til að einstaklingur sem hefur djúpa þekkingu á málefnum félagsins setjist í stjórn. Það eru spennandi tímar framundan, en erf- iðir,“ segir Sturla. »12 Erfiðara fyr- ir nýja aðila að koma inn Kjör Ýmsar áskor- anir bíða Icelandair.  Engin margfeldis- kosning í stjórnar- kjöri Icelandair

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.