Morgunblaðið - 09.03.2021, Side 4

Morgunblaðið - 09.03.2021, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2021 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. UMHVERFISVÆNI RUSLAPOKINN Umhverfisvæna ruslapokann má nálgast í öllum helstu verslunum Hugsum áður en við hendum! Umhverfisvæni ruslapokinn er úr maíssterkju sem brotnar niður á nokkrum vikum án þess að valda skaða í náttúrunni. Umhverfisvæni ruslapokinn er með handföngum og passar vel í ruslatunnur á heimilum. Forsvarsfólk hópsins sem heldur úti Facebook-hópnum „Aðför að heilsu kvenna“, afhenti í gær Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra 5.450 undirskriftir á lista þar sem skorað er á ráðherra að „stöðva aðför að heilsu kvenna“. Í samtali við mbl.is segir Erna Bjarna- dóttir að hún hafi stofnað vettvanginn vegna þess að hún sá að konur sem biðu niðurstaðna úr skimunum fyndu fyrir kvíða og ótta og kannaðist sjálf við slíkt. Morgunblaðið/Eggert Sá að konur fundu fyrir kvíða og ótta Hópur sérfræðinga frá verkfræði- stofunni Verkís, umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar og foreldrafélagi Fossvogsskóla hef- ur verið settur saman vegna myglu í skólanum. Þetta kemur fram í til- kynningu til foreldra barna í skól- anum eftir fund sem var haldinn í skólaráði gær. Hópurinn mun rýna allar sýnatökur, framkvæmdir og niðurstöður sem þegar liggja fyrir. Í framhaldinu mun hann kortleggja frekari þörf á sýnatökum og meta og leggja til eftir atvikum aðgerðir í húsnæði skólans til að tryggja til fullnustu heilsusamlegt umhverfi fyrir börn og starfsfólk skólans. Hann mun einnig setja upp tíma- setta verkáætlun varðandi þrýsti- prófun á rakasperrum í Vesturlandi, einni byggingu skólans, ásamt verk- áætlun fyrir framkvæmdir í tiltekn- um rýmum í Austurlandi og Megin- landi sem þegar liggur fyrir að þurfi að fara í. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar segir í samtali við Morgunblaðið að viðurkenna þyrfti að ekki hafi verið staðið nógu vel að upplýsingagjöf til foreldra vegna myglumála skólans. Sömuleiðis þyrfti að einsetja sér að gera betur í þeim efnum. „Það sem skiptir mestu máli núna er að við séum í mjög góðu samstarfi við full- trúa starfsfólks og foreldra og skóla- stjórnendur,“ segir Skúli. Skóla- og frístundasvið borgarinn- ar mun standa fyrir könnun á líðan starfsmanna og barna og verður ósk- að eftir því að foreldrar svari könn- uninni með börnum sínum og/eða fyrir þeirra hönd. Heilbrigðisstarfsmenn fylgist með börnunum Fulltrúi skóla- og frístundasviðs hefur einnig átt samtal við foreldra þeirra barna sem upplýsingar lágu fyrir um, 17. febrúar, að fyndu fyrir einkennum af völdum mengunar vegna lélegra loftgæða. Reykjavíkurborg hefur sömuleiðis átt í viðræðum við heilbrigðisstarfs- menn um að fylgjast með þeim hópi barna sem hefur fundið fyrir slapp- leika og óþægindum í húsnæðinu, með það fyrir augum að skapa skýr- an farveg fyrir faglegt mat á heilsu viðkomandi barna. Upplýsingar eru sagðar verða veittar reglulega um framgang framkvæmda í húsnæðismálum skól- ans út þetta skólaár. Setja saman hóp vegna myglunnar  Gera þarf betur í upplýsingagjöf, viðurkennir formaður skólaráðs  Allar sýnatökur, framkvæmdir og niðurstöður verða rýndar  Munu kanna líðan barna og starfsmanna  Sett verður upp verkáætlun Morgunblaðið/Eggert Fossvogsskóli Sérfræðihópur verð- ur settur saman vegna myglunnar. Samræmdum könnunarprófum fyrir 9. bekkinga sem fyrirhuguð voru í vikunni, í stærðfræði og ensku, hef- ur verið frestað og boðið verður upp á að endurtaka íslenskuprófið sem fram fór í gær. Greint var í gær frá tæknilegum örðugleikum sem upp komu þegar prófið var lagt fyrir í gærmorgun. Margir skólar tilkynntu örðugleika við að tengjast rafrænu prófakerfi eða að halda sambandi við það á meðan prófi stóð. Í tilkynningu frá Mennta- málastofnun, sem ber ábyrgð á framkvæmd prófanna, segir að 3.500 nemendur af 4.200 hafi lokið prófinu en ljóst sé að hluti nemenda tók prófið við ófullnægjandi aðstæður. „Skólum er gefinn kostur á að leggja öll þrjú samræmdu könn- unarprófin fyrir á tveggja vikna tímabili frá og með næsta mánudegi. Þannig hafa skólar val um hvaða próf þeir leggja fyrir og hvenær á tímabilinu 15.-26. mars. Allir nem- endur innan hvers skóla verða að taka sama próf á sama degi,“ segir í tilkynningu frá stofnuninni. Mennta- málastofnun harmar vandamálin sem upp komu við fyrirlögnina. Samræmdum könn- unarprófum frestað  Í boði verður að endurtaka íslensku Morgunblaðið/Hari Skóli Börn sem þreyttu samræmt íslenskupróf í morgun lentu í vanda. Már Kristjánsson, yfirlæknir á smit- sjúkdómadeild Landspítalans, segir ekkert smit hafa greinst í gær í skimun starfsfólks á göngudeild lyf- lækninga, þar sem einn starfsmaður reyndist smitaður um helgina. „Allt sem hefur verið gert í dag er neikvætt. Það hafa verið tekin sam- tals 1.300 sýni bæði í samfélaginu og á spítalanum og það hefur allt sam- an verið neikvætt,“ sagði Már í sam- tali við Morgunblaðið skömmu áður en blaðið fór í prentun í gærkvöldi. Enn höfðu ekki allir sem þurfa verið skimaðir en þeir sem út af standa verða skimaðir í dag. „Þetta er meginþorrinn svo að þetta eru bara frábærar fréttir,“ sagði Már. „Allt í lagi, enn sem kom- ið er,“ bætti hann við. Þrátt fyrir þessar góðu fréttir verði ekki hægt að anda léttar fyrr en eftir tvær vikur. „Þetta eru tvö samfélagssmit og vonandi endurspeglast þau síðan ekki í fleiri smitum. En ef ekkert kemur upp á næstu tveimur vikum erum við sloppin,“ sagði Már. Hann telur að það taki faraldurinn lengri tíma en fáeina daga að koma fram í smittölum, ef hann er þá hafinn á ný. Það var einstaklingur sem kom heim frá útlöndum 26. febrúar sem mun hafa smitað umræddan starfs- mann Landspítala og einnig annan einstakling til viðbótar. Þess vegna er talað um að innanlandssmitin hafi verið tvö um helgina og enn liggur ekki fyrir hvort þau hafi orðið fleiri. Viðbrögðin við tíðindum af innan- landssmiti voru þegar í stað nokkuð mikil og ákveðið var að ráðast í um- fangsmikla skimun á öllum gestum tónleika sem haldnir voru í Hörpu á föstudaginn, þar sem smitaður starfsmaður Landspítalans var staddur. snorrim@mbl.is Enn enginn greind- ur úr hópskimun  Um 1.300 sýni hafa verið tekin samtals Morgunblaðið/Ásdís Landspítalinn Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.