Morgunblaðið - 09.03.2021, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2021
Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt
Ársfundur 2021
fimmtudaginn 25. mars
Ársfundur Almenna lífeyrissjóðsins verður haldinn á Icelandair
Hótel Reykjavík Natura fimmtudaginn 25. mars 2021 kl. 17:15
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar
2. Ársreikningur 2020 og tryggingafræðileg athugun á fjárhag samtryggingarsjóðs
3. Kynning á fjárfestingarstefnu
4. Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins
5. Kosning stjórnar
6. Kosning endurskoðenda eða endurskoðunarfélags
7. Ákvörðun um laun stjórnar
8. Önnur mál
Framboðum til stjórnar (aðalmenn) skal skila í síðasta lagi þann 18. mars 2021.
Hægt er að senda inn framboð á netfangið almenni@almenni.is.
Ársreikning og önnur gögn fyrir fundinn er að finna á heimasíðu sjóðsins.
Vegna sóttvarna er farið fram á að þeir sjóðfélagar sem ætla að mæta á staðinn
eða þeir sem mæta í umboði sjóðfélaga skrái sig fyrir kl. 13:00 þann 24. mars 2021
á www.almenni.is. Umboðsmenn skulu afhenda frumrit umboða eða skila rafrænu
umboði með fullgildri rafrænni undirritun.
Fundinum verður streymt á heimasíðu sjóðsins.
Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta. Stjórn Almenna lífeyrissjóðsins
Nánar á:
www.almenni.is
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Sýklalyfjanotkun hjá mönnum
minnkaði um rúm 9% á milli áranna
2018 og 2019 ef litið er á fjölda ávís-
ana á lyfin og meðal barna yngri en 5
ára minnkaði notkunin ennþá meira
eða um tæp 11% á milli ára. Frá
árinu 2016 hefur notkun penisillín-
lyfja dregist saman um 24% í yngsta
aldurshópnum, barna sem voru fjög-
urra ára og yngri.
Þessar upplýsingar koma fram í
nýútkominni ársskýrslu sóttvarna-
læknis um sýklalyfjanotkun og far-
aldsfræði ónæmra baktería á Íslandi
á árinu 2019.
Þar kemur einnig fram að sýkla-
lyfjanotkun hjá dýrum á Íslandi er
áfram ein sú minnsta í allri Evrópu
og hélt áfram að minnka eða um 16%
á milli áranna 2018 og 2019.
Þórólfur Guðnason sóttvarna-
læknir segir í inngangsorðum
skýrslunnar að á undanförnum árum
hafi verið rekinn mikill áróður fyrir
skynsamlegri notkun sýklalyfja hjá
mönnum hér á landi og áhersla lögð
á að fækka ávísunum almennt, sér-
staklega hjá börnum, og minnka
notkun breiðvirkra sýklalyfja. Til-
gangurinn sé að minnka kostnað og
draga úr útbreiðslu sýklalyfja-
ónæmra baktería.
„Það er því ánægjulegt að sjá að
notkunin hér á landi hjá mönnum
hefur minnkað, sérstaklega hjá
börnum, og jafnframt að nokkur ár-
angur hefur náðst í að minnka notk-
unina á breiðvirkum sýklalyfjum,“
segir Þórólfur.
Hann bendir á að notkun sýkla-
lyfja hjá mönnum hefur lengi verið
sú mesta á Norðurlöndunum en um
miðbik ef miðað er við lönd Evrópu-
sambandsins.
Í skýrslunni segir að heildarsala
sýklalyfja hjá mönnum minnkaði á
milli áranna 2017 og 2018 um 14% og
aftur á milli áranna 2018 og 2019 um
rúm 5%.
Notkun sýklalyfja fer vaxandi
með hækkandi aldri og frá 2017 hef-
ur fjöldi ávísana á 1.000 íbúa á ári
verið meiri hjá elsta aldurshópnum,
þ.e. 65 ára og eldri, en þeim yngsta.
11% minni sýkla-
lyfjanotkun barna
Ávísunum penisillínlyfja til fjögurra
ára og yngri barna fækkaði um 24%
Morgunblaðið/Sverrir
Lyf Á árinu 2019 tókst að minnka
notkun sýklalyfja umtalsvert.
Verði frumvarp Áslaugar Örnu
Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráð-
herra um breytingu á lögum um
fullnustu refsinga lögfest á Alþingi,
verður Fangelsismálastofnun heim-
ilt að fullnusta allt að 24 mánaða
óskilorðsbundið fangelsi, í stað 12
mánaða, með samfélagsþjónustu.
Gert er ráð fyrir að um tímabundn-
ar breytingar verði að ræða á sam-
félagsþjónustu sem fullnustuúrræði.
Einnig er lagt til að Fangelsis-
málastofnun verði tímabundið heim-
ilað að fullnusta dóma með sam-
félagsþjónustu þegar hluti
fangelsisrefsingar er skilorðsbund-
inn þó heildarrefsing samkvæmt
dóminum sé lengri en 24 mánuðir.
Jafnframt eru í frumvarpinu lagðar
til tímabundnar breytingar sem
geri Fangelsismálastofnun kleift að
veita föngum reynslulausn nokkrum
dögum fyrr en skv. gildandi lögum.
Fram kemur í frumvarpinu sem
lagt var fram á Alþingi í seinustu
viku að með tillögunum sé brugðist
við athugasemdum sem fram komu
í skýrslu starfshóps um styttingu
boðunarlista í fangelsi. Breyting-
arnar sem boðaðar eru í frumvarp-
inu eru liður í því að stytta boð-
unarlista í fangelsin sem hafa
lengst síðustu ár með þeim afleið-
ingum að meðalbiðtími eftir afplán-
un þeirra sem dæmdir eru til
fangelsisvistar hefur lengst. Einnig
hefur fyrningum óskilorðsbundinna
dóma fjölgað.
706 á boðunarlista um áramót
„Dómþolum á boðunarlista Fang-
elsismálastofnunar hefur fjölgað
umtalsvert síðustu ár. Í lok árs
2010 voru 300 einstaklingar á boð-
unarlistanum en í lok árs 2020 voru
706 á listanum. Á sama tíma hefur
meðalbiðtími dómþola eftir að af-
plánun hefjist lengst töluvert. Árið
2010 liðu að meðaltali 4,9 mánuðir
frá því að dómur barst Fangelsis-
málastofnun, eða samfélagsþjónusta
var rofin, til upphafs afplánunar.
Árið 2019 var þessi tími kominn í
6,9 mánuði,“ segir í greinargerð.
Mikill meirihluti þeirra sem
dæmdir hafa verið til óskilorðs-
bundinnar fangelsisrefsingar eru
karlar. Fram kemur að árið 2019
voru karlarnir 522 eða um 92%
þeirra sem dæmdir voru í óskilorðs-
bundið fangelsi og 2020 voru þeir
587 eða um 86%. Konur sem hlotið
höfðu dóm og Fangelsismálastofnun
fékk til meðferðar voru 45 árið 2019
eða um 8% og 96 árið 2020 eða um
14%.“ omfr@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Fangelsi Heimila á samkvæmt frumvarpi dómsmálaráðherra að fullnusta
allt að tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi með samfélagsþjónustu.
Rýmri möguleikar
á samfélagsþjónustu
Liður í að stytta boðunarlista fanga