Morgunblaðið - 09.03.2021, Page 12

Morgunblaðið - 09.03.2021, Page 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2021 Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Frambjóðendur til stjórnar Ice- landair sem ekki komust á lista til- nefningarnefndar flugfélagsins í stjórnarkjöri sem fram fer á aðal- fundi félagsins á föstudaginn næsta, þau Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrvals-Útsýnar, Sturla Ómarsson, stjórnarformaður Eftir- launasjóðs Félags íslenskra at- vinnuflugmanna og flugstjóri hjá Icelandair, og Steinn Logi Björns- son, fyrrverandi stjórnandi hjá Ice- landair um árabil og fyrrverandi forstjóri flugfélagsins Bláfugls, hafa öll kynnt stefnumál sín á síð- ustu dögum í þeirri von að hljóta náð fyrir augum hluthafa. Steinn Logi hefur til dæmis bæði keypt auglýsingar í blöðum og á netinu, og Sturla og Þórunn hafa átt fundi með hluthöfum. Fjórði frambjóð- andinn, sem ekki er á lista tilnefn- ingarnefndar, Martin J. St. George, markaðsstjóri LATAM Airlines Group, kynnti sig í samtali við Túrista.is um síðustu helgi. Erfitt að sjá stöðuna Þórunn segir í samtali við Morg- unblaðið að erfitt sé að sjá hver staða hennar er í stjórnarkjörinu. „Ég vona það besta og vona að eig- endur félagsins sjái sér hag í að kjósa konu í stjórn sem er með mikla reynslu og þekkingu á félag- inu og mörkuðum þess.“ Hún segist hafa safnað umboð- um og vonist til að margir mæti einnig sjálfir með sitt umboð á að- alfundinn. „Ég vona svo sannarlega að þeir kjósi öfluga konu í stjórn. Félagið þarf öfluga viðspyrnu og þarf að tefla fram sínu sterkasta liði.“ Þórunn segist hafa heimsótt töluvert marga hluthafa og kynnt sín stefnumál. „Nú er það þeirra að velja.“ Erfiðir tímar framundan Í tilkynningu sem Icelandair sendi frá sér í gær kom fram að 53% hluthafa hefðu skráð sig á aðal- fundinn og gætu þar með kosið í stjórnarkjörinu. Í tilkynningunni kom einnig fram að kjörið yrði með hefðbundnum hætti, en bæði Steinn Logi og Sturla höfðu óskað eftir því að fram færi margfeldiskosning. Með því fyrirkomulagi töldu þeir mun lík- legra að komast inn í stjórnina. Sturla sagði, spurður um mat á stöðunni eftir að í ljós kom að marg- feldiskosning yrði ekki viðhöfð, að væntanlega yrði erfiðara fyrir nýja aðila að komast inn. „Það er samt möguleiki. Þar sem það eru ekki fleiri en 53% sem ætla að mæta á fundinn, þá í samhengi allra hluta þarftu minna,“ segir Sturla, og telur möguleika sína ennþá góða. „Ég tel fullt tilefni til að einstaklingur sem hefur djúpa þekkingu á málefnum félagsins setjist í stjórn. Það eru spennandi tímar framundan, en erf- iðir,“ segir Sturla. Spurður að því hvort hann hafi náð að safna mörgum umboðum fyr- ir stjórnarkjörið á aðalfundinum áð- ur en frestur til þess rann út klukk- an 16 á sunnudaginn síðasta, segist Sturla hafa náð að safna einhverju, en vill ekki gefa upp hve mikið. „Stóru aðilarnir vega þungt í þessu samhengi. Ég hef verið að funda með bæði lífeyrissjóðum og öðrum fjárfestum og kynnt þeim mína sýn á félagið.“ Sturla segist hafa fengið jákvæð- ar viðtökur hjá hluthöfunum. „Þeir eru allir búnir að skoða fyrirtækið vel síðan síðasta sumar og það er gaman að tala við fólk sem hefur góðan skilning á félaginu.“ Sturla segir að talsverð vinna fari í að kynna sig fyrir hluthöfum. „Maður er ekki í þessu til að tapa og hugsar fyrst og fremst um hag félagsins.“ Spurður að því hvort stærstu hluthafarnir séu ekki líklegir til að fylgja tillögum tilnefningarnefndar- innar, segir Sturla að ekki sé hægt að fullyrða að samhengi sé á milli þess að vilja ekki margfeldiskosn- ingu og að vilja óbreytta stjórn. „Við erum níu í framboði.“ Steinn Logi segir á heimasíðu sinni að hann telji mjög óeðlilegt að engin breyting verði gerð á stjórninni í ljósi þess að 11.000 nýir hluthafar bættust í hluthafahópinn og auk þess hafi tveir stærstu hlut- hafarnir, LIVE og Par Capital, með samtals um 25% af atkvæðum í síðustu kosningum ekki tekið þátt í hlutafjárútboði Icelandair síðasta haust. Aðspurður sagði Steinn Logi í samtali við Morgunblaðið að hann væri búinn að safna og skrá tölu- verðan fjölda umboða en segist ekki gera sér grein fyrir hvert at- kvæðamagnið er nákvæmlega á bak við það. Slagurinn harðnaði Áður en í ljós kom að ekki yrði af margfeldiskosningu í félaginu, en 10% hluthafa þurfa að óska eft- ir slíku, stefndi í mun harðari slag en raunin er nú. Slagurinn harðn- aði um leið og Þórunn tilkynnti um framboð sitt, en þá varð ljóst að þær konur sem tilnefningar- nefnd leggur til að verði kjörnar í stjórn, þær Nina Jonsson og Svafa Grönfelt, yrðu ekki lengur sjálfkjörnar, kæmi til margfeldis- kosningar. Ef Þórunn hefði ekki boðið sig fram, og margfeldiskosning verið samþykkt, þá hefðu stórir hlut- hafar, sem fara vildu að tillögum tilnefningarnefndar, einfaldlega sett öll atkvæði sín til karlanna þriggja í stjórn og konurnar tvær hefðu orðið sjálfkjörnar. Þar með hefði orðið erfiðara fyrir aðra frambjóðendur að komast að. Með margfeldiskosningu hefði hinsveg- ar þurft að dreifa atkvæðum á alla fimm stjórnarmennina, sem gæfi aukna möguleika fyrir aðra fram- bjóðendur. Lögum samkvæmt þurfa að minnsta kosti tvær konur að sitja í stjórnum félaga sem skráð eru í Kauphöll Íslands. Tilnefningarnefnd félagsins er skipuð þeim Úlfari Steindórssyni, stjórnarformanni félagsins, Hjör- leifi Pálssyni, sjálfstæðum ráð- gjafa, og Helgu Árnadóttur, fram- kvæmdastjóra sölu-, markaðs- og vöruþróunar hjá Bláa lóninu. Nefndin mælir með óbreyttri stjórn Icelandair, en auk þeirra Ninu og Svöfu mælir nefndin með því að stjórnarmennirnir Úlfar Steindórsson stjórnarformaður, Guðmundur Hafsteinsson og John F. Thomas verði kjörnir áfram í stjórn. Barist um hvert atkvæði Morgunblaðið/Árni Sæberg Flug Hluthafar Icelandair voru 13.508 í lok 2020 samkvæmt ársreikningi.  Kosið í stjórn Icelandair á föstudaginn  Án margfeldiskosningar verður erf- iðara fyrir nýja aðila að koma inn  Frambjóðendur hafa fundað með eigendum ● 286 einkahlutafélög voru stofnuð hér á landi í nýliðnum febrúarmánuði. Fjölg- aði þeim talsvert miðað við sama mán- uð í fyrra þegar nýskráningarnar voru 197 talsins. Hins vegar fækkar þeim samanborið við mánuðinn á undan því í janúar 2021 voru nýskráningarnar 304. Samkvæmt gögnum Hagstofunnar voru flest hin nýskráðu fyrirtæki í febr- úar skilgreind í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð eða 49. Í janúarmánuði voru þau 50 talsins. Fyrirtæki í fjár- mála- og vátryggingastarfsemi voru 43 í febrúar en 47 fyrirtæki af þeim toga voru stofnuð í janúar. Virðist mun meiri gangur í stofnun slíkra fyrirtækja í ár heldur en í fyrra þegar þau voru 17 í janúarmánuði og 15 í febrúar. 286 einkahlutafélög stofnuð í febrúar 9. mars 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 128.12 Sterlingspund 177.17 Kanadadalur 100.88 Dönsk króna 20.561 Norsk króna 14.973 Sænsk króna 15.009 Svissn. franki 138.21 Japanskt jen 1.1827 SDR 183.14 Evra 152.9 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 187.6503 Hrávöruverð Gull 1696.05 ($/únsa) Ál 2185.0 ($/tonn) LME Hráolía 67.16 ($/fatið) Brent ● Fjórtán af þeim 19 félögum sem skráð eru á að- allista Kauphallar Íslands lækkuðu í viðskiptum gær- dagsins. Aðeins eitt félag stóð í stað, Eimskipa- félagið, en við- skipti með félagið voru óveruleg. Mest lækkuðu bréf VÍS um 1,61% í 69 milljóna króna við- skiptum en fast á hæla þess kom TM sem lækkaði um 1,6% í óverulegum viðskiptum. Þá lækkuðu bréf Sjóvár um 1,55% í 30 milljóna króna við- skiptum. Mest var velta með bréf Arion banka eða 760 milljónir og lækkuðu þau um 0,83%. Þá voru 503 milljóna króna viðskipti með bréf Haga og hækkuðu bréf félagsins um 0,36%. Bréf Icelandair Group hækkuðu mest allra um 1,42% í 45 milljóna króna við- skiptum. Þá hækkuðu bréf Eikar um 1,15% í 15 milljóna króna viðskiptum. Meirihluti félaga í Kaup- höllinni lækkaði í virði STUTT Nýjasta viðbótin í hóp fram- bjóðenda í stjórnarkjöri Iceland- air er Martin J. St. George. Hann hefur samkvæmt kynningu á heimasíðu Icelandair Group ver- ið markaðsstjóri LATAM Airlines Group í Chile frá 2020. Frá 2019-2020 var hann tímabund- ið markaðsstjóri Norwegian Air Shuttle ASA. Frá 2006-2019 gegndi George ýmsum stöðum innan JetBlue-flugfélagsins í Bandaríkjunum. Þar á undan vann hann fyrir annað banda- rískt flugfélag, United Airlines. Markaðs- stjóri LATAM NÝTT FRAMBOÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.