Morgunblaðið - 09.03.2021, Page 14
14 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2021
Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is
Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995
Fljót, örugg og persónuleg þjónusta
Allar almennar bílaviðgerðir
PON er umboðsaðili
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður
Sími 580 0110 | pon.is
Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna!
GÆÐI OG ÞJÓNUSTA
Um fátt var meira rætt á Bretlandi í
gær en sjónvarpsviðtal Oprah Win-
frey við hertogahjónin af Sussex,
þau Harry og Meghan Markle. Þar
ræddi parið um líf sitt eftir þá
ákvörðun að draga sig frá embættis-
verkum í nafni bresku krúnunnar og
standa þess í stað á eigin fótum. Við-
talið var það fyrsta sem þau veita á
því ári sem liðið er síðan þau hófu
nýtt líf og hafði þess verið beðið með
talsverðri eftirvæntingu. Óhætt er
að fullyrða að það kallaði þegar fram
mikið umtal og sterk viðbrögð.
„Það var eftir að við giftum okkur
sem hlutir fóru virkilega að versna.
Þá fór ég að átta mig á að ekki ein-
göngu væri ég ekki undir vernd
heldur væru þau reiðubúin til að
ljúga svo vernda mætti aðra fjöl-
skyldumeðlimi,“ sagði Meghan með-
al annars í viðtalinu, en skortur á
stuðningi og skilningi frá hendi kon-
ungsfjölskyldunnar og bresku
pressunnar mun hafa átt þátt í
ákvörðun ungu hjónanna.
Sökuð um kynþáttahygli
Þá sakaði Meghan konungsfjöl-
skylduna um að hafa haft áhyggjur
af því hversu dökka húð sonur þeirra
Archie myndi fá. Gaf hún til kynna
að þær áhyggjur hefðu haft áhrif á
þá ákvörðun að gera drenginn ekki
að prinsi, líkt og önnur barnabarna-
börn Elísabetar drottningar. Að-
spurð sagðist Meghan ekki vilja
nefna nein nöfn í þessu samhengi,
þar sem slíkt yrði mjög skaðlegt fyr-
ir viðkomandi. Harry er þó sagður
hafa orðið vitni að þessari umræðu.
Einn þeirra sem hafa tjáð sig um
viðtalið umdeilda er breski fjölmiðla-
maðurinn Piers Morgan. Hann er
allt annað en sáttur við það sem þar
kom fram.
„Þau hafa talað illa um pabba
hans, bróður, mágkonu og drottn-
inguna sem hefur lagt allt á sig til að
vernda krúnuna. Hver á að trúa því
að þau geti sýnt samkennd?“ spyr
hann í viðtali sem sýnt er á heima-
síðu Independent. Á Twitter hélt
fjölmiðlamaðurinn áfram og sagði:
„Tölum af alvöru: Harry prins og
eiginkona hans eyddu tveimur
klukkustundum í að tala illa um allt
sem drottningin stendur fyrir og
hefur unnið að því að viðhalda.“
Viðtalið umdeilda var í gærkvöldi
sýnt í heild sinni á Sjónvarpi Sím-
ans.
AFP
Afhjúpun Hertogahjónin af Sussex, þau Harry og Meghan, ræddu málin opinskátt við Oprah Winfrey.
Krúnan á milli tanna fólks
Hertogahjónin af Sussex ræddu líf sitt og ástæður þess að þau sneru baki við
embættisverkum í nafni krúnunnar Varð strax umdeilt og vakti hörð viðbrögð
Frans páfi hélt í gær heim frá Bagdad eftir sögulega
heimsókn sína til Íraks. Með páfanum á myndinni eru
Barham Saleh Íraksforseti og Sarbagh Saleh forseta-
frú, en myndin er tekin þegar forsetahjónin fylgja páf-
anum að flugvél sinni eftir kveðjuhóf sem haldið var
honum til heiðurs. Frans páfi sótti fjórar íraskar borgir
heim, meðal annars Mosúl sem áður var höfuðvígi Ríkis
íslams. „Friður er sterkari en stríð,“ sagði hann þar.
AFP
Söguleg heimsókn páfa á enda
Tveimur langdrægum bandarískum
sprengjuflugvélum af gerðinni
B-52H Stratofortress var flogið yfir
Mið-Austurlönd síðastliðinn sunnu-
dag. Með fluginu eru Bandaríkja-
menn sagðir vera að senda frá sér
tvenn skilaboð; annars vegar við-
vörun sem beint er að Íran og hins
vegar skilaboð til bandamanna þess
efnis að Bandaríkin muni áfram
stuðla að stöðugleika á svæðinu.
Mikil spenna ríkir milli ráða-
manna í Washington D.C. og
Tehran, einkum eftir nýlega eld-
flaugaárás á íraska herflugvöllinn
Ain al-Asad sem hýsir fjölmennt
herlið Bandaríkjanna. Er árásin
sögð bera öll merki þess að hafa ver-
ið framkvæmd með stuðningi Írana.
Það hefur þó ekki enn verið staðfest.
Þá varð einnig ísraelskt skip fyrir
skemmdum nýverið þegar spreng-
ing kom þar upp. Hafa þeir kennt
Írönum um árás á skipið.
Sprengjuvélunum bandarísku var
flogið yfir svæðið í fylgd orrustu-
þotna frá Ísrael, Sádi-Arabíu og
Katar. Er þetta í fjórða sinn sem
B-52 er flogið yfir Mið-Austurlönd á
þessu ári, tvö síðustu skiptanna með
samþykki núverandi Bandaríkja-
forseta, Joe Biden.
B-52 hefur frá tímum kalda stríðs-
ins verið tákn um hernaðarmátt
enda getur hver vél borið 32 tonn af
sprengjum. khj@mbl.is
Sýndu hernaðarmáttinn
Langdrægar bandarískar sprengjuvélar flugu í herþotu-
fylgd yfir Mið-Austurlönd Spenna eykst milli landanna
Formaður sænska Miðflokksins,
Annie Lööf, vill grípa til enn hertari
aðgerða til að stemma stigu við út-
breiðslu kórónuveiru þar í landi. Vill
hún láta loka öllum helstu stofnunum
landsins í tvær til þrjár vikur. Sam-
hliða skyldi einnig m.a. loka versl-
unarmiðstöðvum, veitingastöðum,
kaffihúsum og líkamsræktarstöðvum.
Lööf viðraði þessa hugmynd sína í
sænska ríkissjónvarpinu í fyrradag.
Fyrr á þessu ári voru ný sóttvarna-
lög samþykkt í Svíþjóð. Veita þau
stjórnvöldum ríkari heimildir til inn-
gripa, til jafns við það sem þekkist í
nágrannaríkjum. Hafa stjórnvöld
þegar nýtt þessar heimildir upp að
vissu marki og eru nú ýmsar tak-
markanir í gildi í landinu.
Þá sagðist Lööf styðja að hið opin-
bera bæti rekstrarfólki að fullu það
tjón sem skapast með hertari aðgerð-
um gegn veirunni.
SVÍÞJÓÐ
Vill skella hurðinni
á kórónuveiruna
Bashar al-Assad Sýrlandsforseti og
eiginkona hans Asma hafa bæði
greinst með kórónuveirusmit. Eru
þau bæði sögð sýna mild einkenni.
Fram kemur í tilkynningu frá for-
setaembættinu að hjónin hafi byrjað
að sýna dæmigerð kvefeinkenni og í
kjölfarið farið í PCR-próf sem stað-
festi kórónuveirusmit. Eru forseta-
hjónin nú í einangrun og er al-Assad
sagður munu vinna heima næstu
tvær til þrjár vikurnar. Nærri 16.000
staðfest tilfelli kórónuveiru hafa
greinst í Sýrlandi frá því að faraldur
hófst og eru 1.063 staðfest dauðsföll.
SÝRLAND
Sýrlensku forseta-
hjónin með veiruna